Mendy sýknaður af ákæru fyrir sex nauðganir Knattspyrnumaðurinn Benjamin Mendy var í dag sýknaður af nauðgunarákærum á hendur honum eftir sex mánaða réttarhöldum yfir honum. Enski boltinn 13. janúar 2023 13:17
Dagný ánægð með hversu mikið hefur breyst á undanförnum fimm árum Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona og fyrirliði West Ham United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, er ánægð með þá breytingu sem hefur orðið á undanförnum árum þegar kemur að barneignum kvenna í íþróttum. Enski boltinn 13. janúar 2023 07:01
Felix sá rautt í tapi Chelsea gegn Fulham João Félix byrjar lánstíma sinn hjá Chelsea ekki vel þar sem hann fékk beint rautt spjald í sínum fyrsta leik fyrir félagið. Til að bæta gráu ofan á svart þá tapaði Chelsea einnig leiknum gegn nágrönnum sínum í Fulham. Enski boltinn 12. janúar 2023 22:00
Potter: Að stýra Chelsea er erfiðasta starfið í fótboltanum Graham Potter hefur ekki byrjað vel sem knattspyrnustjóri Chelsea en fyrstu vikurnar eftir HM í Katar hafa verið einstaklega erfiðar. Fótbolti 12. janúar 2023 17:31
United búið að ná samkomulagi við Burnley en þurfa enn að bíða Það verður sífellt líklegra að Hollendingurinn Wout Weghorst gangi til liðs við Manchester United. Samkomulag er í höfn á milli United og Burnley en Besiktas mun eiga síðasta orðið. Fótbolti 11. janúar 2023 23:15
Nottingham Forest í undanúrslit eftir sigur í vítakeppni Nottingham Forest er komið í undanúrslit enska deildabikarsins eftir sigur á Wolves í vítaspyrnukeppni. Dean Henderson varði tvær vítaspyrnur Úlfanna. Fótbolti 11. janúar 2023 22:02
Southampton sló City úr leik Southampton gerði sér lítið fyrir og vann 2-0 sigur á Manchester City í 8-liða úrslitum enska deildarbikarsins í kvöld. City fer því ekki með gott veganesti inn í helgina þar sem þeir mæta Manchester United. Enski boltinn 11. janúar 2023 21:50
Maðkur í mysunni í bikarsigri Arsenal? Leikmaður Oxford er grunaður um veðmálasvindl í bikarleik liðsins gegn Arsenal á mánudagskvöldið. Enska knattspyrnusambandið er með málið til rannsóknar. Fótbolti 11. janúar 2023 18:00
Félix sá fjórði sem Chelsea kaupir í janúar Chelsea hefur fengið Portúgalann João Félix á láni frá Atlético Madrid á Spáni. Hann fjórði leikmaðurinn til að ganga í raðir liðsins þegar aðeins ellefu dagar eru liðnir á janúargluggann. Enski boltinn 11. janúar 2023 12:22
Guardiola með fáránlegar hugmyndir um hvernig eigi að vinna United Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, gæti komið á óvart í borgarslagnum gegn Manchester United um helgina, allavega miðað við ný ummæli hans. Enski boltinn 11. janúar 2023 09:31
Rashford skoraði í sjötta leiknum í röð er United komst í undanúrslit Marcus Rashford hefur verið sjóðandi heitur í liði Manchester United undanfarnar vikur og hann skoraði í sínum sjötta leik í röð fyrir liðið er United tryggði sér sæti í undanúrslitum enska deildarbikarsins með 3-0 sigri gegn C-deildarliði Charlton í kvöld. Fótbolti 10. janúar 2023 22:00
Newcastle í undanúrslit eftir sigur gegn Leicester Newcaslte er á leið í undanúrslit enska deildarbikarsins, Carabaoi Cup, eftir 2-0 sigur gegn Leicester í úrvalsdeildarslag í kvöld. Fótbolti 10. janúar 2023 21:54
Jón Daði skaut Bolton í undanúrslit Jón Daði Böðvarsson skoraði eina mark Bolton er liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum enska EFL bikarsins í fótbolta í kvöld með 1-0 sigri gegn Portsmouth. Fótbolti 10. janúar 2023 21:39
Úlfarnir krefjast svara um af hverju markið gegn Liverpool fékk ekki að standa Julen Lopetegui, knattspyrnustjóri Wolves, segir að félagið hafi sent enska knattspyrnusambandinu, FA, bréf þar sem sambandið er beðið um að útskýra af hverju þriðja mark liðsins gegn Liverpool í FA-bikarnum um liðna helgi fékk ekki að standa. Fótbolti 10. janúar 2023 20:15
Eigendur PSG vilja kaupa hlut í ensku úrvalsdeildarfélagi Qatar Sports Investment (QSI), eigendur franska stórveldisins Paris Saint-Germain, eru sagðir vera að skoða möguleikann á því að kaupa hlut í liði í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Fótbolti 10. janúar 2023 18:01
Trúir ekki að United ætli að fá Weghorst: „Þetta hlýtur að vera hrekkur“ Wesley Sneijder trúir því ekki að Manchester United ætli að semja við hollenska framherjann Wout Weghorst og segir að um hrekk hljóti að vera að ræða. Enski boltinn 10. janúar 2023 11:00
Stóðu ofan á bíl til að horfa á leikinn gegn Arsenal Nokkrir stuðningsmenn C-deildarliðsins Oxford United fundu sniðuga leið til að horfa á leik sinna manna gegn Arsenal, toppliði ensku úrvalsdeildarinnar, í 3. umferð bikarkeppninnar í gær. Enski boltinn 10. janúar 2023 09:30
Segir að fólki vökni um augun þegar það kemst að því af hverju Tuchel var rekinn Fólki mun vökna um augun þegar það kemst að því af hverju Todd Boehly, eigandi Chelsea, rak Thomas Tuchel úr starfi knattspyrnustjóra liðsins. Enski boltinn 10. janúar 2023 08:32
Skytturnar kláraðu C-deildarliðið í seinni hálfleik Arsenal vann C-deildarlið Oxford United 3-0 í ensku bikarkeppninni í fótbolta í kvöld. Öll mörkin komu í síðari hálfleik. Enski boltinn 9. janúar 2023 22:00
Segja Félix hafa náð munnlegu samkomulagi við Chelsea Þó ekkert gangi innan vallar er líf og fjör á skrifstofu Chelsea þessa dagana. Það virðist sem portúgalski framherjinn João Félix sé að ganga í raðir félagsins á láni frá Atlético Madríd. Enski boltinn 9. janúar 2023 18:17
Antony klessukeyrði kaggann á gamlársdag Bílferð Antonys, leikmanns Manchester United, á gamlársdag endaði heldur illa. Enski boltinn 9. janúar 2023 16:01
Bale leggur skóna á hilluna Gareth Bale, leikmaður Los Angeles FC og velska landsliðsins í fótbolta, hefur tilkynnt að skórnir séu komnir upp í hillu. Bale er aðeins 33 ára gamall. Fótbolti 9. janúar 2023 15:33
Eiður Smári minnist Vialli: „Hvíl í friði Luca“ Fyrrum landsliðsmaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen hefur minnst ítölsku goðsagnarinnar Gianluca Vialli á samfélagsmiðlinum Instagram en Vialli tapaði baráttunni við krabbamein fyrir helgi. Enski boltinn 9. janúar 2023 14:00
Fyrsta stefnumót Keane-hjónanna var martröð líkast Roy Keane segir að fyrsta stefnumót hans og eiginkonu hans, Theresu, hafi verið martröð líkast. Enski boltinn 9. janúar 2023 11:30
Segir að Villa-menn hafi verið hræddir við D-deildarliðið sitt Eftir að Stevenage sló Aston Villa úr leik í 3. umferð ensku bikarkeppninnar sagði Steve Evans, knattspyrnustjóri D-deildarliðsins, að Villa-menn hefðu verið skíthræddir við hans menn. Enski boltinn 9. janúar 2023 09:31
Segir að Chelsea eigi að reka Potter: „Nú er nóg komið“ Fyrrverandi leikmaður Chelsea segir að mælirinn sé fullur eftir 4-0 tap liðsins fyrir Manchester City í ensku bikarkeppninni í gær og nú þurfi að reka knattspyrnustjórann Graham Potter. Enski boltinn 9. janúar 2023 08:02
Guardiola hvetur Chelsea til að halda tryggð við Potter Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hvetur eigendur Chelsea til að halda tryggð við þjálfara liðsins, Graham Potter, þrátt fyrir slæmt gengi liðsins á tímabilinu. Spánverjinn segir að það sé eðlilegt að þjálfarar þurfi tíma. Enski boltinn 8. janúar 2023 23:31
Englandsmeistararnir og toppliðið mætast líklega í 32-liða úrslitum Dregið var í fjórðu umferð FA-bikarsins í knattspyrnu í dag og eins og alltaf er nóg um áhugaverðar viðureignir. Englandsmeistarar Manchester City mæta annað hvort toppliði ensku úrvalsdeildarinnar, Arsenal, eða Oxford sem leikur í ensku C-deildinni. Fótbolti 8. janúar 2023 22:45
Ótrúleg endurkoma D-deildarliðsins gegn Aston Villa D-deildarlið Stevenage er komið í fjórðu umferð FA-bikarsins eftir ótrúlegan endurkomusigur gegn úrvalsdeildarfélagi Aston Villa, 1-2. Fótbolti 8. janúar 2023 18:29
Englandsmeistararnir fóru illa með Chelsea Englandsmeistarar Manchester City unnu afar öruggan 4-0 sigur er liðið tók á móti Chelsea í stórleik þriðju umferðar FA-bikarsins. Þetta er í annað sinn á fjórum dögum sem City hefur betur gegn Chelsea, en liðin mættust einnig í deildinni fyrr í vikunni. Enski boltinn 8. janúar 2023 18:22