Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Ancelotti þarf ekki Bellingham

    Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Real Madrid, hefur svo gott sem útilokað að Jude Bellingham, leikmaður Dortmund, muni skipta yfir til Real Madrid á næstunni.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Leeds fór illa að ráði sínu gegn B-deildar liði Cardiff

    Úrvalsdeildarliðið Leeds United lenti í vandræðum með B-deildar lið Cardiff City í ensku FA bikarkeppninni í dag en liðin gerðu 2-2 jafntefli. 26 sæti skilja liðin af en Cardiff er í 20. sæti Championship deildarinnar á meðan Leeds er í 14. sæti úrvalsdeildarinnar.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    „Ég hef fullan stuðning“

    Graham Potter, knattspyrnustjóri Chelsea, blés á þær sögusagnir að hann sé á mörkum þess að missa starfið sitt hjá Chelsea og segist þess í stað hafa fullan stuðning og þolinmæði hjá eigendum Chelsea.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Kane skaut Tottenham áfram í bikarnum

    Harry Kane skoraði sigurmark Tottenham Hotspur þegar liðið fékk Portsmouth í heimsókn á Tottenham Hotspur-leikvanginn í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar í fótbolta karla. Fimm leikir fóru fram í enska bikarnum í hádeginu í dag. 

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Chelsea staðfestir kaupin á Fofana

    Enska fótboltafélagið Chelsea hefur staðfest kaup sín á hinum tvítuga framherja David Datro Fofana sem gengur til liðs við Lundúnafélagið frá norska meistaraliðinu Moled. 

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Liverpool verður án Van Dijk í rúman mánuð

    Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool þarf að reiða sig af án hollenska miðvarðarins Virgil van Dijk í meira en mánuð eftir að leikmaðurinn meiddist aftan á læri í 3-1 tapi liðsins gegn Brentford síðastliðinn mánudag.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Segir framtíð sína hjá félaginu ekki vera í sínum höndum

    Frank Lampard, knattspyrnustjóri Everton, var eðlilega súr og svekktur eftir 2-1 tap sinna manna gegn Manchester United í FA-bikarnum í kvöld. Eftir slæmt gengi liðsins á tímabilinu velta margir fyrir sér hvort þjálfarinn sé við það að missa vinnuna, en Lampard segir það ekki vera í sínum höndum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Allslaus Alli sem enginn vill

    Tyrkneska félagið Besiktas er sagt vilja losna við enska miðjumanninn Dele Alli samkvæmt þarlendum fjölmiðlum. Hann er á láni frá Everton sem hefur enn minni áhuga á að endurheimta kappann.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Nottingham Forest úr fallsæti eftir góðan útisigur

    Nottingham Forest lyfti sér úr fallsæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir góðan útisigur á Southampton. Leeds gerði jafntefli við West Ham á heimavelli og þá var niðurstaðan einnig jafntefli í leik Aston Villa og Úlfanna.

    Fótbolti