Forest í bullandi fallhættu vegna bulls í fjármálum Áfrýjun enska knattspyrnufélagsins Nottingham Forest bar ekki árangur og nú er ljóst að félagið þarf að sætta sig við fjögurra stiga refsinguna sem liðið hlaut, í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 7. maí 2024 12:30
Segir að Casemiro hafi verið aðhlátursefni gegn Palace Jamie Carragher fór ekki fögrum orðum um frammistöðu Casemiros í 4-0 tapi Manchester United fyrir Crystal Palace í gær og sagði að Brassinn gæti ekki lengur spilað á hæsta getustigi. Enski boltinn 7. maí 2024 10:00
„Síðasti naglinn í kistu Ten Hag“ Erik ten Hag stýrir Manchester United í bikarúrslitaleik gegn Manchester City 25. maí en það gæti jafnframt orðið síðasti leikurinn hans sem stjóri United. Enski boltinn 7. maí 2024 09:01
Ten Hag: Leikmennirnir hefðu átt að halda áfram að berjast líkt og stuðningsfólkið Manchester United mátti þola 4-0 tap gegn Crystal Palace á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Enski boltinn 6. maí 2024 23:02
Crystal Palace lék sér að Man United Ömurlegt tímabil Manchester United náði enn einum lágpunktinum í kvöld þegar liðið mátti þola 4-0 tap á útivelli gegn Crystal Palace. Palace hafði skorað 45 mörk í 35 leikjum fyrir leik kvöldsins eða tæplega 1,3 að meðaltali í leik. Enski boltinn 6. maí 2024 21:00
Van Dijk vill hjálpa til við að skrifa næsta kafla Liverpool Hollenski miðvörðurinn Virgil Van Dijk vill hjálpa að skrifa næsta kafla í sögu knattspyrnufélagsins Liverpool. Hann er sem stendur fyrirliði liðsins og samningur hans við félagið rennur út sumarið 2025. Enski boltinn 6. maí 2024 19:30
Eyddi öllum Liverpool-myndum Úrúgvæinn Darwin Nunez ýtti undir sögusagnir þess efnis að hann gæti verið á förum frá Liverpool í sumar á samfélagsmiðlum. Enski boltinn 6. maí 2024 17:15
Dómarinn verður með myndavél á höfðinu Í fyrsta sinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta verður dómarinn með myndavél á sér í kvöld, þegar Crystal Palace og Manchester United mætast. Enski boltinn 6. maí 2024 13:01
Bæjarar skoði að ráða ten Hag Bayern München hefur spurst fyrir um Hollendinginn Erik ten Hag, með það fyrir augum að hann taki við félaginu í sumar. Sá hollenski vill ekki ræða málin fyrr en núverandi leiktíð er lokið. Fótbolti 6. maí 2024 11:30
Lopetegui tekur við West Ham Spænski knattspyrnustjórinn Julen Lopetegui tekur við knattspyrnustjórastöðunni hjá enska úrvalsdeildarfélaginu West Ham United frá og með næsta tímabili. Enski boltinn 6. maí 2024 08:50
Lýsti Haaland sem „ofdekruðum krakka“ Roy Keane heldur áfram að skjóta föstum skotum á Erling Haaland, stjörnuframherja Manchester City, og lýsti þessum markahæsta manni ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta sem „ofdekruðum krakka“ um helgina. Enski boltinn 6. maí 2024 08:32
Miðvarðamartröð Man United heldur áfram Harry Maguire, miðvörður Manchester United og enska landsliðsins í knattspyrnu, verður frá keppni næstu þrjár vikurnar. Hann missir því af síðustu deildarleikjum Man United og líklega úrslitaleik ensku bikarkeppninnar. Þá gæti landsliðssæti hans einnig verið í hættu. Enski boltinn 5. maí 2024 23:31
Markasúpa þegar Liverpool komst á sigurbraut Eftir að hafa mistekist að vinna síðustu tvo deildarleiki sína þá vann Liverpool 4-2 sigur á Tottenham Hotspur í dag. Um var að ræða fjórða tap Spurs í röð í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta. Enski boltinn 5. maí 2024 17:30
Markaveisla hjá Chelsea á móti nágrönnum sínum Chelsea vann 5-0 sigur á West Ham í Lundúnaslag í ensku úrvalsdeildinni og komst fyrir vikið upp fyrir Manchester United í töflunni. Enski boltinn 5. maí 2024 14:55
Lehmann keypti „Invincibles“ nafnið eftir að Arsenal sofnaði á verðinum Jens Lehmann, fyrrum markvörður Arsenal, er nú eigandi „Invincibles“ nafnsins sem er gælunafn Arsenal liðsins frá 2003-04 tímabilinu. Enski boltinn 5. maí 2024 11:30
Fengu myndsímtal frá Ed Sheeran í búningsklefanum Tónlistarmaðurinn Ed Sheeran segir uppkomu Ipswich, eftir öll vonbrigðin síðustu ár, vera táknmynd um fegurð fótboltans. Enski boltinn 5. maí 2024 09:31
Féllu á meðan þjálfarinn sem þeir ráku hélt Blackburn uppi Nýloknu tímabili Birmingham City í ensku B-deild karla í knattspyrnu var vægast sagt áhugavert. Á endanum féll félagið eftir tímabil sem átti upphaflega að vera upphaf nýrra tíma. Enski boltinn 5. maí 2024 08:00
Sú markahæsta með tár á hvarmi er hún tilkynnti brotthvarf sitt frá Chelsea Enska landsliðskonan Fran Kirby hefur gefið út að hún muni yfirgefa Chelsea að tímabilinu loknu. Hún er sem stendur markahæsti leikmaður í sögu félagsins með 115 mörk í 205 leikjum. Enski boltinn 5. maí 2024 07:00
Enginn náð í fleiri stig en McKenna síðan hann tók við Ipswich Kieran McKenna hefur svo sannarlega svifið um á bleiku skýi síðan hann tók við Ipswich Town í ensku C-deildinni. Undir hans stjórn hefur liðið flogið upp um tvær deildir í því sem er hans fyrsta starf sem aðalþjálfari. Þá hefur enginn, ekki einu sinni Pep Guardiola, nælt í jafn mörg stig og McKenna síðan hann tók við stjórnartaumunum hjá Ipswich. Enski boltinn 4. maí 2024 23:31
„Við þurfum níu stig til að vinna titilinn“ Pep Guardiola segir sína menn þurfa að vinna þá þrjá leiki sem Manchester City á eftir í ensku úrvalsdeildinni ætli liðið sér að verða Englandsmeistari fjórða árið í röð. Lærisveinar Pep lögðu Úlfana 5-1 í dag. Enski boltinn 4. maí 2024 22:45
Skoraði fernu og Englandsmeistararnir halda í við Skytturnar Erling Braut Håland skoraði fjögur mörk Englandsmeistara Manchester City þegar liðið fékk Úlfana í heimsókn í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Lokatölur 5-1 og Man City stigi á eftir Arsenal og með leik til góða þegar skammt er til loka móts. Enski boltinn 4. maí 2024 18:35
Newcastle fór illa með Jóa Berg og félaga á Turf Moor Newcastle vann stórsigur á Burnley í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag og það á heimavelli Burnley. Nottingham Forest fór á sama tíma langleiðina með því að bjarga sér frá falli og gera stöðuna enn verri fyrir Burnley. Stoðsending frá Jóhanni Berg breytti litlu. Enski boltinn 4. maí 2024 16:00
Arsenal menn kláruðu sitt og nú er pressan á Man. City Arsenal er komið með fjögurra stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 3-0 sigur á Bournemouth í hádegisleik ensku úrvalsdeildarinnar. Enski boltinn 4. maí 2024 13:29
Ipswich Town aftur upp í ensku úrvalsdeildina eftir 22 ára fjarveru Ipswich Town tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni í dag með 2-0 sigri á Huddersfield í lokaumferð ensku b-deildarinnar. Enski boltinn 4. maí 2024 13:24
Arteta segir að Gabriel Jesus sé ekki á förum í sumar Gabriel Jesus verður áfram leikmaður Arsenal á næsta tímabil ef marka má orð knattspyrnustjórann Mikel Arteta. Enski boltinn 4. maí 2024 10:02
Clattenburg hættur og segist hafa verið skotmark sérfræðinga Mark Clattenburg hefur sagt upp störfum sem dómararáðgjafi hjá enska úrvalsdeildarliðinu Nottingham Forest. Lið Forest fékk á sig kæru í dag vega yfirlýsinga félagsins á samfélagsmiðlum. Enski boltinn 3. maí 2024 23:00
Luton mistókst að koma sér úr fallsæti Everton og Luton gerðu 1-1 jafntefli þegar liðin mættust á Kenilworth Road leikvanginum í kvöld. Luton er því enn í fallsæti þegar liðið á tvo leiki eftir í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 3. maí 2024 21:04
Sala drykkjarins í hæstu hæðum eftir myndirnar af Haaland Það er vitað að þekktir einstaklingar hafa áhrif á sölutölur sjáist þeir nota eða neyta tiltekinnar vöru. Í Noregi er knattspyrnumaðurinn Erling Haaland eflaust ofarlega á lista yfir þá sem hafa hvað mest áhrif hvað þetta varðar. Enski boltinn 3. maí 2024 18:00
Klopp ósáttur við álagið: „Hádegisleikir eru glæpur“ Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, kvartaði sáran yfir leikjaálagi á blaðamannafundi liðsins í dag og þá sérstaklega yfir hádegisleikjunum sem hann þolir ekki. Enski boltinn 3. maí 2024 16:00
Ten Hag vildi fá Kane í sumar: „Þú veist að hann skorar þrjátíu mörk“ Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að Harry Kane hafi verið fyrsti kostur liðsins í framherjastöðuna síðasta sumar. Enski boltinn 3. maí 2024 13:30