Formúla 1

Formúla 1

Fréttir af þekktasta kappakstri í heimi.

Fréttamynd

Williams Formúlu 1 liðið var hakkað

Williams Formúlu 1 liðið varð fyrir barðinu á tölvuþrjótum sem brutust inn í gagnagrunn smáforrits (apps) sem liðið hafði smíða. Markmiðið með appinu var að gera fólki kleift að sjá nýja bíl liðsins í gegnum aukinn veruleika (AR - augmented reality). Málið þykir einkar óheppilegt þar sem einn af styrktaraðilum liðsins er Acronis, sem er netöryggis fyrirtæki.

Bílar
Fréttamynd

McLaren selur 15% hlut í Formúlu 1 liðinu

McLaren Group hefur selt hluta af Formúlu 1 liði sínu. Kaupandinn er bandarískt íþróttafjárfestingafélag. Kaupin tryggja enn frekar framtíð McLaren liðsins og hjálpa liðinu að komast í fremstu röð.

Bílar
Fréttamynd

Sara Sigmunds elskar Lewis Hamilton

Heimsmeistarinn í formúlu eitt á sér mikinn aðdáenda í einni stærstu stjörnu CrossFit íþróttarinnar. Sara Sigmundsdóttir felur ekki aðdáun sína á sjöfalda heimsmeistaranum Lewis Hamilton.

Sport
Fréttamynd

Aston Martin fær Sebastian Vettel til liðs við sig

Racing Point liðið í Formúlu 1 mun skipta um nafn eftir yfirstandandi tímabil. Liðið mun þá kallast Aston Martin og miðað við fjárfestinguna sem er að eiga sér stað í innviðum og ökumönnum ætlar liðið sér stóra hluti. Sebastian Vettel, fjórfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 mun koma til liðs við Aston Martin, frá Ferrari fyrir næsta tímabil.

Bílar