Formúla 1

Formúla 1

Fréttir af þekktasta kappakstri í heimi.

Fréttamynd

Upptökudagur hjá McLaren-Honda

McLaren liðið mun mæta á Silverstone brautina á morgun til að prufukeyra nýja Hondu vél fyrir bíl næsta árs. Slíkt er heimilt undir því yfirskyni að um upptökur á auglýsingum sé að ræða. Aka má 100 kílómetra.

Formúla 1
Fréttamynd

Bílskúrinn: Ballið í Brasilíu í bland við framtíðarspá

Næst síðasta keppni tímabilsins er búin. Lewis Hamilton leiðir enn þrátt fyrir að Nico Rosberg hafi unnið í Brasilíu. Hvað þarf að gerast til að Rosberg verði meistari, hver sagði hvað um framtíð Formúlu 1 og hver ætlar að hjálpa hverjum að verða heimsmeistari?

Formúla 1
Fréttamynd

Rosberg á ráspól í Brasilíu

Nico Rosberg á Mercedes náði ráspól fyrir brasilíksa kappaksturinn. Liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð annar og heimamaðurinn Felipe Massa á Williams varð þriðji.

Formúla 1
Fréttamynd

Rosberg fljótastur á föstudegi

Nico Rosberg var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir Brasilíukappaksturinn. Nokkrir ökumenn glímdu vandamál tengd nýju slitlagi á Interlagos brautinni.

Formúla 1
Fréttamynd

Caterham ætlar til Abú Dabí

Caterham undirbýr nú endurkomu til keppni í Formúlu 1. Eftir að hafa misst af keppninni í Texas mun liðið einnig missa af keppninni í Brasilíu um helgina. Caterham ætlar að koma til Abú Dabí sem er lokakeppni tímabilsins.

Formúla 1
Fréttamynd

Marcus Ericsson til Sauber

Sænski ökuþórinn Marcus Ericsson hefur samið við Sauber liðið í Formúlu 1. Hann ók áður fyrir Caterham liðið sem nýlega lýsti yfir gjaldþroti.

Formúla 1
Fréttamynd

Hamilton fljótastur á æfingum í Texas

Lewis Hamilton náði hraðasta tímanum á báðum föstudagsæfingunum. Bretinn var þremur tíundu á undan Nico Rosberg á fyrri æfingunni en aðeins þrem þúsundustu á þeirri seinni.

Formúla 1
Fréttamynd

FIA breytir tímatökunni í Texas

Færri bílar kölluðu á breytingar á fyrirkomulagi tímatökunnar í Texas annars hefðu tveir bílar dottið út í fyrstu lotu og því að litlu að keppa. Breytingarnar eru nauðsynlegar vegna fjarveru Caterham og Marussia.

Formúla 1
Fréttamynd

Bræður vilja bjarga Marussia

Bresk-indverskir bræður, Baljinder Sohi og Sonny Kaushal eru nú í samningaviðræðum við forsvarsmenn Marussia. Þeim virðist vera full alvara í að reyna að bjarga liðinu.

Formúla 1