Fréttir af flugi

Fréttir af flugi

Allt það helsta sem viðkemur flugi.

Fréttamynd

Veður­skil­yrði slæm og flug­vélin verður ekki sótt í dag

Flug­vélin sem fannst á botni Þing­valla­vatns í gær­kvöldi verður ekki sótt í dag. Gríðar­lega flókið verk­efni bíður við­bragðs­aðila; vélin er á 50 metra dýpi á svæði sem er hættu­legt fyrir kafara að komast að og veður­skil­yrði slæm næstu daga.

Innlent
Fréttamynd

Flugvélin sem leitað var að fannst í Þingvallavatni

Flugvélin sem saknað hefur verið frá því um hádegisbil á fimmtudag er fundin. Vélin fannst með fjarstýrðum kafbát fyrirtækisins Teledyne Gavia í Ölfusvatnsvík, í sunnanverðu Þingvallavatni, á ellefta tímanum í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.

Innlent
Fréttamynd

„Við hættum ekki fyrr en við finnum eitt­hvað“

Björgunarsveitarmaður sem hefur leitað flugvélar sem týnd hefur verið frá því fyrir hádegi í gær segir leitarskilyrði vera gífurlega erfið við Þingvallavatn. Þó muni leitarfólk ekki hætta leit fyrr en vélin finnst.

Innlent
Fréttamynd

Leit frestað til tíu í fyrramálið

Leit stendur enn yfir að flugvél með fjóra innanborðs sem ekkert hefur spurst til í rúman sólarhring. Flugvélin fór í loftið frá Reykjavíkurflugvelli um klukkan hálf ellefu í gær en um var að ræða útsýnisflug íslensks flugmanns með þrjá erlenda ferðamenn.

Innlent
Fréttamynd

Flugumferð nálgast það sem var fyrir faraldurinn

Flugumferð yfir Norður-Atlantshafið er farin að nálgast það sem var áður en kórónuveirufaraldurinn tók að breiðast út. Isavia auglýsir nú í fyrsta sinn, frá því fyrir faraldur, eftir umsækjendum í flugumferðarstjóranám.

Innlent
Fréttamynd

Fá ekki bætur vegna flugferðar sem seinkaði vegna farþega sem ældi blóði

Samgöngustofna hefur hafnað því að bandaríska flugfélagið United Airlines þurfi að greiða tveimur farþegum bætur fyrir seinkun á flugi félagsins frá Íslandi New York í Bandaríkjunum. Seinkunin varð vegna þess að snúa þurfti flugvél félagsins við á leið til Íslands eftir að farþegi ældi blóði skömmu eftir brottför.

Innlent
Fréttamynd

Rask á innanlandsflugi vegna hvass­viðris og élja­gangs

Veturinn hefur látið rækilega til sín taka á norðurhveli jarðar um helgina, með tilheyrandi óþægindum. Búast má við talsverðum samgöngutruflunum vegna veðurofsa á landinu í dag en gular veðurviðvaranir eru í gildi á öllu vestanverðu landinu. Veðurfræðingur varar fólk við því að stunda útivist vegna hvassviðris og éljagangs.

Veður
Fréttamynd

Fjármálaráðherra hefur tilmæli Samkeppniseftirlitsins til skoðunar

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að ráðuneytið muni, eftir því sem tilefni er til, bregðast við þeim alvarlegu athugasemdum sem Samkeppniseftirlitið hefur gert við starfsemi Isavia. Hann tekur þó fram að það sé ekki hlutverk ráðuneytisins að hlutast til um einstaka rekstrarákvarðanir. Þetta segir ráðherra í skriflegu svari við fyrirspurn Innherja.

Innherji
Fréttamynd

Reiknar með að Icelandair bæti fólki tjónið

Formaður Flugfreyjufélags Íslands reiknar með að Icelandair bæti um sjötíu flugfreyjum það tjón sem þær urðu fyrir vegna brota félagsins við uppsagnir og endurráðningar þeirra á síðasta ári. Félagið vilji viðræður við félagið um framhaldið.

Innlent
Fréttamynd

Veðurofsinn gengur yfir í kvöld og nótt

Millilandaflug fór úr skorðum í morgun vegna vonskuveðurs. Sjö flugferðum var aflýst og sex flugferðum seinkað fram á kvöld. Einnig hefur orðið röskun á innanlandsflugi en spáð er vondu veðri víðast hvar í dag.

Innlent
Fréttamynd

Góð útkoma Boeing Max frestar kaupum á langdrægari þotum

Icelandair hyggst bíða með ákvörðun um kaup á stærri þotum þar sem Boeing Max-þoturnar hafa reynst henta leiðakerfi félagsins betur en búist var við. Breiðþotur af gerðinni Boeing Dreamliner og Airbus-þotur eru meðal þeirra sem Icelandair skoðar til að sinna fjarlægari áfangastöðum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Flugfélög vara við óreiðu vegna 5G

Forsvarsmenn bandarískra flugfélaga segja að ætlanir samskiptafyrirtækjanna Verizon og AT&T um að kveikja á 5G kerfi þeirra í vikunni muni valda gífurlegri óreiðu. Hætta þurfi við þúsundir flugferða og hagkerfi Bandaríkjanna muni bíða mikla hnekki.

Erlent