Tryggja lágmarksflug til Bandaríkjanna út mars Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur gert nýjan samning við Icelandair sem tryggir lágmarkssamgöngur milli Bandaríkjanna og Íslands til og með 31. mars. Verður því flogið minnst tvisvar í viku til Boston á því tímabili. Innlent 9. janúar 2021 13:35
Boeing 737 vél með sextíu farþega horfin: Telja sig hafa fundið brak úr vélinni Flugvél indónesíska flugfélagsins Sriwijaya Air, flug SJ182, hvarf af radar stuttu eftir flugtak frá Jakarta í morgun. Um er að ræða Boeing 737-500 vél en hún hafði lækkað flugið um tíu þúsund fet á tæpri mínútu áður en hún hvarf af radar. Flugvélin hvarf aðeins fjórum mínútum eftir að hún hófst á loft. Erlent 9. janúar 2021 11:28
Sylvía frá Icelandair til Origo Sylvía Ólafsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og markaðsmála hjá Origo og tekur hún sæti í framkvæmdastjórn félagsins. Viðskipti erlent 8. janúar 2021 09:08
Boeing greiðir 2,5 milljarða dala fyrir að leyna upplýsingum um 737 Max slysin Flugvélaframleiðandinn Boeing hefur ákveðið að greiða 2,5 milljarða Bandaríkjadala, eða um 316 milljarða íslenskra króna, fyrir að hafa leynt upplýsingum um Boeing 737 Max vélarnar í kjölfar tveggja mannskæðra flugslysa. Framleiðandinn gerir það í stað þess að hætta á að málið fari fyrir dómstóla. Viðskipti erlent 7. janúar 2021 23:00
Boðar Bláfugl endalok stéttarfélaga? Þann 30. desember síðastliðinn fengu 11 flugmenn Bláfugls uppsagnarbréf frá fyrirtækinu. Þessir flugmenn eiga það sameiginlegt að vera í stéttarfélagi. Aðrir flugmenn félagsins eru gerviverktakar og halda óbreyttu fyrirkomulagi. Skoðun 7. janúar 2021 15:00
Leggur aftur til að afnema sóttkvíarmöguleikann og skikka alla í tvöfalda skimun Sóttvarnalæknir hefur lagt til við stjórnvöld að allir sem koma til landsins verði skyldaðir í tvöfalda skimun fyrir kórónuveirunni. Þá er einnig til skoðunar að þeir sem greinast með hið svokallaða breska afbrigði veirunnar fari í farsóttarhús þar sem hægt er að fylgjast vel með þeim. Innlent 7. janúar 2021 11:46
Það helsta í geimnum 2021: Tunglið er aftur orðið töff Geimförum og ferðum hefur farið hratt fjölgandi á undanförnum árum og er útlit fyrir að sú þróun haldi áfram. Sérstaklega með tilliti til aukinna umsvifa einkafyrirtækja á þessu sviði. Erlent 7. janúar 2021 08:31
Farþegafjöldi tvöfaldaðist milli mánaða en 95 prósent samdráttur milli ára Fjöldi farþega sem ferðuðust með Icelandair tvöfaldaðist milli mánaða í desember. Fjölgunin endurspeglast í flutningatölum Icelandair Group fyrir desembermánuð sem birtar voru í Kauphöll í dag að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Þrátt fyrir þetta nam heildarfjöldi farþega í millilandaflugi um 14.500 í desember sem jafngildir 95 prósenta samdrætti milli ára. Viðskipti innlent 6. janúar 2021 17:54
Öll nema eitt á heimleið frá Póllandi Öll sem greindust með veiruna á landamærum í dag eru búsett á Íslandi og voru öll nema eitt á heimleið frá Póllandi. Yfirmaður smitrakningateymis almannavarna segir þessar sveiflur á landamærum viðbúnar þegar fólk snýr heim til Íslands eftir hátíðarnar. Innlent 6. janúar 2021 16:48
Svar við bréfi Boga Mér hafa borist tvö bréf á síðustu dögum frá Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair Group. Skoðun 6. janúar 2021 16:00
Rannsaka „óábyrga“ auglýsingaherferð Ryanair Auglýsingamálastofnun Bretlands hafa borist kvartanir vegna auglýsinga flugfélagsins Ryanair, þar sem fólk er hvatt til ferðalaga í ljósi bólusetninga þar í landi. Flestir þeir sem kvarta telja auglýsingarnar villandi og „óábyrgar“ og að þær geri lítið úr áhrifum faraldursins. Stofnunin hefur ákveðið að hefja formlega rannsókn. Viðskipti erlent 5. janúar 2021 21:59
Færri flug, færri flugslys, fleiri dauðsföll Fleiri létust í flugslysum þar sem farþegaflugvélar áttu í hlut á nýliðnu ári en árið 2019, þrátt fyrir að mun færri flugslys hafi orðið á sama tíma og flugferðum fækkaði mikið. Viðskipti erlent 2. janúar 2021 14:18
Grænland lokað næstu tvær vikur Grænlenska landsstjórnin hefur bannað allt farþegaflug til Grænlands næstu tvær vikur, til 12. janúar. Aðeins verður leyft farþegaflug á vegum stjórnvalda og neyðarflug. Þetta kom fram á fréttamannafundi sem Kim Kielsen forsætisráðherra og Henrik L. Hansen, landlæknir Grænlands, héldu í Nuuk í gær. Erlent 31. desember 2020 06:12
Flytja höfuðstöðvarnar frá Nauthólsvegi á Flugvelli Icelandair Group skrifaði í dag undir samning við fasteignafélagið Reiti um sölu á skrifstofuhúsnæði félagsins við Nauthólsveg 50. Söluverðið er tæplega 2,3 milljarðar króna, sem verður nýtt að hluta til uppgreiðslu láns sem er áhvílandi á fasteigninni og styrkja lausafjárstöðu félagsins. Viðskipti innlent 30. desember 2020 20:27
Telur árið vera það erfiðasta frá upphafi Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir árið sem er að líða vera það erfiðasta fyrir Icelandair og fluggeirann í heild sinni frá því að ferðalög hófust. Krísan hafi verið fordæmalaus og breytt öllum áætlunum fyrir ár sem stefndi annars í að vera með þeim stærri frá upphafi. Viðskipti innlent 30. desember 2020 19:10
Brottreknir sársvekktir með að fá ekki jólagjöf frá starfsmannafélagi Isavia Tæpir fimmtíu starfsmenn luku störfum hjá Isavia um mánaðarmótin nóvember/desember. Þeim sumum þykir súrt í broti að hafa ekki fengið jólagjöf frá starfsmannafélagi fyrirtækisins. Innlent 30. desember 2020 16:23
Ellefu flugmönnum sagt upp hjá Bláfugli Fragtflugfélagið Bláfugl hefur sagt upp ellefu flugmönnum fyrirtækisins í hagræðingarskyni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Viðskipti innlent 30. desember 2020 13:46
Forstjóri Icelandair segir óraunhæft að vera með tvö íslensk flugfélög Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir það fullreynt að reka tvö íslensk flugfélög sem séu með tengimiðstöð á Keflavíkurflugvelli. Það hafi fyrst verið reynt með Iceland Express og svo WOW air. Viðskipti innlent 30. desember 2020 06:54
Þröng á þingi á Reykjavíkurflugvelli Töluverður fjöldi er samankominn á Reykjavíkurflugvelli í morgunsárið þar sem nokkrar flugvélar eru á leiðinni út á land og til baka. Lítið hefur verið flogið innanlands um hátíðarnar og aflýsa þurfti fjölmörgum flugferðum í gær vegna veðurs. Innlent 28. desember 2020 10:30
Flugvélin með bóluefnið lent í Keflavík Flugvél með fyrstu skammtana af Pfizer bóluefninu lendir á Keflavíkurflugvelli í morgunsárið. Skammtarnir eru ætlaðir starfsmönnum Covid-göngudeildar Landspítalans, framlínustarfsfólki á spítölunum og íbúum á hjúkrunarheimilum. Vísir fylgist með lendingu flugvélarinnar í beinni útsendingu. Innlent 28. desember 2020 08:19
Neyddust til að lenda Boeing 737-8 MAX vegna bilunar í vélarbúnaði Óvænt þurfti að lenda Boeing 737-8 MAX vél Air Canada, eftir að flugmenn vélarinnar neyddust til að slökkva á öðrum hreyfli þotunnar. Engir farþegar voru í vélinni heldur aðeins þriggja manna áhöfn. Erlent 26. desember 2020 14:08
Icelandair selur tvær Boeing 737 MAX 9 og semur um leigu Icelandair skrifaði í dag undir samning um sölu og endurleigu á tveimur Boeing 737 MAX 9 flugvélum við Sky Aero Management (SKY Leasing). Þetta kemur fram í tilkynningu Icelandair til fjölmiðla en flugfélagið hefur sent tilkynnt um viðskiptin til Kauphallar. Viðskipti innlent 24. desember 2020 23:41
Primera dómurinn - Mikilvægt dómafordæmi varðandi verktakasamninga flugmanna Nýlega féll dómur félagsdóms í Danmörku þar sem staðfest var að flugfélagið Primera braut gegn lögum með því að ráða flugmenn með heimahöfn (e. home base) í Danmörku sem verktaka. Skoðun 23. desember 2020 10:01
Telur ekki ástæðu til að grípa til harðari aðgerða á landamærum Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, telur ekki ástæðu á þessu stigi til þess að grípa til harðari aðgerða á landamærum hér þrátt fyrir nýtt afbrigði kórónuveirunnar sem greinst hefur í Bretlandi og virðist vera meira smitandi en önnur afbrigði. Innlent 21. desember 2020 10:24
Banna flug frá Bretlandi vegna nýja afbrigðisins Nokkur Evrópulönd hafa gripið til þeirra ráða að banna samgöngur frá Bretlandi og hefur flugi til að mynda verið aflýst. Er þetta gert vegna þess nýja afbrigðis kórónuveirunnar sem hefur fundist í Bretlandi og er talið vera sjötíu prósent meira smitandi en önnur afbrigði. Erlent 20. desember 2020 13:30
Saka FAA og Boeing um að leyna upplýsingum um 737 MAX slysin Rannsókn sem gerð var fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings segir sýna fram á að bæði flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum (FAA) og flugvélaframleiðandinn Boeing hafi reynt að koma í veg fyrir að mikilvægar upplýsingar um Boeing 737 MAX vélarnar kæmu fram í kjölfar tveggja mannskæðra flugslysa. Viðskipti erlent 19. desember 2020 10:30
Harpa og Isavia fá ríkisaðstoð ESA, eftirlitsstofnun EFTA, samþykkti í dag ríkisaðstoð Íslands til Hörpu og Isavia vegna tjóns af völdum kórónuveirufaraldursins. Harpa mun fá beinan 400 milljón króna styrk en tjón Isavia verður bætt með auknu hlutafé. Viðskipti innlent 18. desember 2020 11:42
Ætla að herða eftirlit með sóttvörnum á Keflavíkurflugvelli Lögreglan á Keflavíkurflugvelli ætlar að herða eftirlit með sóttvörnum. Til greina kemur að sekta fólk fyrir að brjóta gegn sóttvarnareglum varðandi það að sækja vini og vandamenn á flugvöllinn. Innlent 16. desember 2020 19:10
Sækja ástvini á flugvöllinn þvert á tilmæli Nokkuð hefur borið á því að farþegar sem komið hafa til landsins með flugi síðustu daga séu sóttir á Keflavíkurflugvöll, þvert á tilmæli sóttvarnayfirvalda. Innlent 16. desember 2020 16:15
Flugsamgöngur milli Íslands og Bretlands tryggðar eftir Brexit Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, undirritaði í dag fyrir Íslands hönd loftferðasamning milli Íslands og Bretlands. Flugsamgöngur hafa því verið tryggðar á milli ríkjanna eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Innlent 16. desember 2020 15:44