Þorsteinn Leó fór hamförum Handknattleiksmaðurinn Þorsteinn Leó Gunnarsson átti stórleik í liði Porto sem vann gríðarlega öruggan 22 marka sigur á Nazaré Dom Fuas AC í efstu deild Portúgals. Þorsteinn Leó skoraði fjórðung marka Porto sem skoraði 44 mörk í leiknum. Handbolti 28. september 2024 11:15
„Varnarleikurinn var skelfilegur” Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, var niðurlútur eftir tap á móti Fram í Úlfarsárdal í kvöld. Þeim gekk illa að stöðva sóknarmenn Fram og var Ásgeir Örn virkilega óánægður með varnarleik liðsins. Handbolti 27. september 2024 22:30
FH á toppinn eftir sigur í Garðabæ Íslandsmeistarar FH unnu fjögurra marka útisigur á Stjörnunni í 4. umferð Olís-deildar karla í handbolta. FH hefur nú unnið síðustu þrjá leiki sína og er komið með átta stig að loknum fimm leikjum. Handbolti 27. september 2024 22:01
„Komnir með miklu fleiri stig en ég átti von á“ Einar Jónsson, þjálfari Fram, stýrði sínum mönnum til sigurs í kvöld á móti Haukum í Olís-deild karla í handknattleik. Það var mikið skorað í Úlfarsárdalnum en leikurinn fór 37-34 fyrir Fram og að vonum var Einar kampakátur með sóknarleik liðsins í kvöld. Handbolti 27. september 2024 22:00
Uppgjörið: Fram - Haukar 37-34 | Framarar gengu á lagið í síðari hálfleik Fram lagði Hauka í miklum markaleik í Úlfarsárdal í kvöld en leikurinn fór 37-34. Framarar léku við hvern sinn fingur, sérstaklega í síðari hálfleik og skoruðu 21 mark gegn andlausum varnarmönnum Hauka. Handbolti 27. september 2024 21:10
Tíu marka sigur Íslands Íslenska kvennalandsliðið í handbolta vann tíu marka sigur á tékkneska félagsliðinu Házená Kynzvart, 35-25. Ísland er í óðaönn að undirbúa sig fyrir Evrópumótið í nóvember. Handbolti 27. september 2024 18:30
Viktor Gísli öflugur gegn PSG Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson átti góðan leik í marki Wisla Plock sem mátti þola naumt tap gegn París Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld. Kristján Örn Kristjánsson átti þá góðan leik í efstu deild Danmerkur. Handbolti 26. september 2024 22:01
ÍBV og Grótta með sigra Þrír leikir fóru fram í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. ÍBV lagði Fjölni í Vestmannaeyjum, Grótta lagði HK í Kópavogi á meðan ÍR og Afturelding gerðu jafntefli í Breiðholti. Handbolti 26. september 2024 21:15
Andri Már spilaði stóran þátt í sigri Leipzig Andri Már Rúnarsson átti góðan leik í liði Leipzig sem lagði Rhein-Neckar Löwen í þýsku úrvalsdeild karla í handbolta. Þá vann Íslendingalið Melsungen góðan útisigur á Kiel. Handbolti 26. september 2024 19:14
Töpuðu með ellefu í Tékklandi Íslenska kvennalandsliðið tapaði fyrir Póllandi með 11 marka mun í fyrsta leik liðanna á þriggja liða æfingamóti sem fram fer í Cheb í Tékklandi, lokatölur 26-15. Handbolti 26. september 2024 19:06
Haukur frábær í öruggum sigri Búkarest Haukur Þrastarson var upp á sitt besta í öruggum sigri Dinamo Búkarest á Pelister í Meistaradeild Evrópu karla í handbolta. Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar í Fredericia máttu þá þola tap á heimavelli gegn Füchse Berlín. Handbolti 26. september 2024 18:32
Sporting rúllaði yfir Veszprém Orri Freyr Þorkelsson og félagar í Sporting áttu ekki í vandræðum með Veszprém, lið Bjarka Más Elíssonar, þegar þau mættust í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld. Handbolti 25. september 2024 20:29
Loks vann Valur leik Það tók Val fjórar umferðir að vinna leik í Olís-deild karla í handbolta. Eftir þrjár umferðir án sigurs mættu KA-menn á Hlíðarenda og sáu aldrei til sólar, lokatölur 38-27. Handbolti 25. september 2024 19:46
Sigvaldi Björn magnaður í fyrsta sigri Kolstad Kolstad er komið á blað í Meistaradeild Evrópu karla í handbolta og það er að mestu ótrúlegum leik Sigvalda Björns Guðjónssonar að þakka. Þá gerðu Álaborg og Magdeburg jafntefli þar sem íslenska tvíeykið fór mikið í liði gestanna. Handbolti 25. september 2024 18:59
HR og HSÍ taka höndum saman: „Engin meðalmennska hér, það er tekið á því“ Mikilvæg skref voru tekin í starfi íslenska kvennalandsliðsins í handbolta í Háskólanum í Reykjavík í dag þegar að leikmenn liðsins gengust undir ítarleg próf sem skila niðurstöðum sem gera vinnu leikmanna og þjálfara markvissari og skipulagðari. Handbolti 24. september 2024 19:46
Serbarnir fá aldrei aftur að dæma Serbnesku dómararnir Aleksander Pandzic og Ivan Mosorinski, sem grunaðir hafa verið um hagræðingu úrslita, fá ekki að dæma fleiri handboltaleiki. Handbolti 24. september 2024 14:03
Háspenna er FH vann Hafnarfjarðarslaginn FH vann Hauka með minnsta mun í Hafnarfjarðarslag kvöldsins í Olís-deild karla í handbolta. Liðin eru þá jöfn á toppi deildarinnar. Handbolti 23. september 2024 21:06
Hörmulegur seinni hálfleikur varð þýsku meisturunum að falli Þýskalandsmeistarar Magdeburg, með landsliðsmennina Ómar Inga Magnússon og Gísla Þorgeir Kristjánsson innanborðs, máttu þola sitt fyrsta tap á tímabilinu er liðið tók á móti Kiel í þýska handboltanum í dag. Handbolti 22. september 2024 17:59
Orri skoraði þrjú er Sporting valtaði yfir Íslendingaslaginn Orri Freyr Þorkelsson skoraði þrjú mörk fyrir Sporting er liðið vann öruggan 16 marka sigur gegn Stiven Tobar Valencia og félögum hans í Benfica í portúgalska handboltanum í dag, 38-22. Handbolti 22. september 2024 16:40
Fínn leikur Íslendinganna í Þýskalandi dugði ekki til Íslendingalið Melsungen mátti þola tap í þýsku úrvalsdeild karla í handbolta í kvöld. Sömu sögu er að segja af Ými Erni Gíslasyni og félögum í Göppingen. Aldís Ásta Heimisdóttir átti hins vegar góðan leik þegar lið hennar Skara vann stórsigur í Svíþjóð. Handbolti 21. september 2024 22:16
Þjálfarinn í byrjunarliðinu: „Mér fannst þörf á smá aga í leikinn“ Gunnar Steinn Jónsson stýrði og spilaði með liði Fjölnis sem vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu í Olís deild karla í kvöld, 28-27 í háspennuleik þar sem flautumark á lokasekúndunni fékk ekki að gilda. Handbolti 20. september 2024 20:52
Sjö mörk Jóhönnu hjálpuðu til við að landa fyrsta sigrinum Íslenska landsliðskonan í handbolta, Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, átti frábæran leik fyrir sænska úrvalsdeildarliðið Kristianstad HK sem hafði betur gegn Skövde í kvöld í 2.umferð deildarinnar. Lokatölur urðu 33-22, ellefu marka sigur Kristianstad. Handbolti 20. september 2024 20:46
Uppgjörið: Fjölnir - HK 28-27 | Flautumarkið fékk ekki að standa og Fjölnir slapp með sigur Nýliðar Fjölnis unnu sinn fyrsta sigur á tímabilinu í Olís deild karla, 28-27 gegn HK í háspennuleik á lokamínútunum. Handbolti 20. september 2024 20:00
Ihor fór mikinn í stórsigri Aftureldingar Afturelding vann yfirburðarsigur gegn KA í þriðju umferð Olís deildar karla í handbolta í kvöld. Lokatölur í Mosfellsbæ urðu 33-22, ellefu marka sigur Aftureldingar. Handbolti 20. september 2024 19:59
Fullkomin byrjun lærisveina Arnórs heldur áfram Lærisveinar Arnórs Þórs Gunnarssonar í þýska B-deildar liðinu Bergischer unnu í kvöld stórsigur á liði Bayer Dormagen og sáu til þess að fullkomin byrjun liðsins í deildinni heldur áfram. Handbolti 20. september 2024 19:49
Ólafur með fjögur mörk í fyrsta sigri Karlskrona Ólafur Guðmundsson skoraði fjögur mörk þegar að lið hans Karlskrona vann sjö marka sigur á IFK Skövde, 28-21, í 2.umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í kvöld. Handbolti 20. september 2024 18:51
Aðeins einn löglegur dúkur svo Valur og FH byrja saman í Krikanum Það verður sannkölluð handboltaveisla í Kaplakrika 15. október þegar Íslendingaliðin Gummersbach, undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar, og Porto mæta þangað og spila við FH og Val í Evrópudeild karla. Handbolti 20. september 2024 11:00
Arftaki Kristjáns óvænt hættur Svíar eru í leit að nýjum landsliðsþjálfara í handbolta eftir að Glenn Solberg tilkynnti óvænt að hann væri hættur, tveimur árum fyrir lok samningstíma. Handbolti 20. september 2024 10:02
Guðmundur miður sín eftir stórtap: „Eitt það versta sem ég hef upplifað lengi“ Fredericia tapaði með átján marka mun fyrir Sporting í Meistaradeild Evrópu í handbolta karla í gær. Guðmundur Guðmundsson, þjálfari liðsins, var miður sín eftir útreiðina. Handbolti 20. september 2024 09:03
Elín Klara og Sara Sif sáu um Stjörnuna Haukar lentu ekki í teljandi vandræðum með Stjörnuna í 3. umferð Olís-deildar kvenna í handbolta þökk sé frábærri frammistöðu tveggja lykilmanna. Handbolti 19. september 2024 22:45