Tuttuguogsjö marka stórsigur í fyrsta leik á EM Íslenska karlalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum tuttugu ára og yngri fer vel af stað á EM í Slóveníu. Í dag vann Ísland risasigur á Úkraínu, 49-22. Handbolti 10. júlí 2024 11:36
Hans syrgir pabba sinn en fer 42 ára á ÓL Hans Óttar Lindberg er óvænt á leiðinni á Ólympíuleikana í París, 42 ára gamall. Það skiptast á skin og skúrir hjá þessum íslenskættaða handboltamanni sem á dögunum missti pabba sinn, Tómas Erling Lindberg Hansson. Handbolti 9. júlí 2024 23:30
Verða að borga Eriksen og dönsku stjörnunum tugi milljóna króna Christian Eriksen, ásamt tuttugu og tveimur öðrum dönskum íþróttastjörnum, vann mál gegn veðmálafyrirtækinu Bet365. Fótbolti 8. júlí 2024 11:01
Íþróttahjón opna apótek saman: „Þetta var búið að blunda í okkur í einhvern tíma“ Vignir Stefánsson lagði handboltaskóna á hilluna í vor eftir að hafa orðið Evrópubikarmeistari með Val. Í leit að nýjum ævintýrum hefur hann opnað apótek með eiginkonu sinni Hlíf Hauksdóttur, lyfjafræðingi og fyrrum knattspyrnukonu. Sport 7. júlí 2024 10:00
Töpuðu rétt eftir risasigurinn Lærimeyjar Þóris Hergeirssonar í norska kvennalandsliðinu í handbolta mættu heims-og ólympíumeisturum Frakka í annað sinn á þremur dögum í kvöld, og urðu að sætta sig við tap. Handbolti 6. júlí 2024 18:28
„Fannst ég ekki bæta mig nægilega mikið á þessum tveimur árum“ Landsliðsmarkvörður Íslands í handbolta leikur með pólsku meisturunum á næsta tímabili. Hann segist hafa viljað komast aftur í umhverfi þar sem unnið er með markmannsþjálfara alla daga. Handbolti 5. júlí 2024 08:02
Stelpurnar hans Þóris völtuðu yfir ólympíumeistarana Norska kvennalandsliðið í handbolta, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, virðist vera á réttri braut nú þegar styttist í Ólympíuleikana í París. Liðið vann stórsigur á ríkjandi ólympíumeisturum Frakka í kvöld, 34-22. Handbolti 4. júlí 2024 19:31
Úlfurinn snýr aftur til Kiel Þýska stórveldið THW Kiel hefur keypt upp samning þýska landsliðsmarkvarðarins Andreas Wolff við Kielce. Handbolti 4. júlí 2024 15:46
„Miklar tilfinningasveiflur sem tóku við“ Elín Klara Þorkelsdóttir var valin í úrvalslið HM í handbolta fyrst íslenskra kvenna á dögunum eftir frábæra frammistöðu með undir tuttugu ára landsliði Íslands sem náði besta árangri íslensks kvennalandsliðs á stórmóti með því að tryggja sér sjöunda sæti mótsins. Elín segir kjarnann sem myndaði lið Íslands á mótinu einstakan. Persónuleg frammistaða Elínar, sem er leikmaður Hauka, á HM mun án efa varpa kastljósinu á hana. Elín er hins vegar ekki á leið út í atvinnumennsku alveg strax. Handbolti 4. júlí 2024 10:00
Íslendingar mættu stundum hugsa sinn gang Enn þann dag í dag er Guðmundi Guðmundssyni þakkað fyrir Ólympíugullið sem hann vann með danska landsliðinu í handbolta árið 2016. Hann segir Íslendinga hins vegar, marga hverja, fljóta að gleyma. Handbolti 3. júlí 2024 09:31
Markvörðurinn Ísak til Drammen Ísak Steinsson, markvörður íslenska U-20 ára landsliðs drengja í handbolta, hefur samið við norska úrvalsdeildarfélagið Drammen til næstu þriggja ára. Handbolti 2. júlí 2024 17:00
Hanna Guðrún næsti aðstoðarþjálfari Stjörnunnar Hanna Guðrún Stefánsdóttir verður aðstoðarþjálfari Stjörnunnar á komandi leiktíð í Olís-deild kvenna í handbolta. Frá þessu greindi Stjarnan á samfélagsmiðlum sínum. Handbolti 2. júlí 2024 14:30
„Geri mér alveg grein fyrir því að þetta sé á einhvern hátt umdeilt“ Landsliðsþjálfari Íslands í handbolta verður aðstoðarþjálfari kvennaliðs Fram í Olís-deild kvenna á næsta tímabili. Hann segir að ekki ættu að koma upp hagsmunaárekstrar. Handbolti 2. júlí 2024 10:01
Elín Klara valin í lið mótsins á HM Íslenska handboltakonan Elín Klara Þorkelsdóttir var valin í liði mótsins á heimsmeistaramóti tuttugu ára landsliða sem lauk í Norður Makedóníu í gær. Íslensku stelpurnar urðu í sjöunda sæti sem er besti árangur Íslands á þessu móti. Handbolti 1. júlí 2024 17:01
Evrópubikarmeistarinn skoraði tvö mörk í fjórðu deildinni Benedikt Gunnari Óskarssyni er greinilega fleira til lista lagt en að spila handbolta. Hann skoraði nefnilega tvö mörk í 4. deildinni í fótbolta í gær. Íslenski boltinn 30. júní 2024 12:15
Stelpurnar tryggðu sér sjöunda sætið Stelpurnar í íslenska U-20 ára landsliðinu í handbolta tryggðu sér 7. sætið á HM í Norður-Makedóníu með sigri á Sviss í morgun, 29-26. Handbolti 30. júní 2024 09:56
Íslensku stelpurnar spila um sjöunda sætið eftir tap í spennuleik Íslensku stelpurnar gáfust ekki upp þótt á móti blési á móti sterku liði Svía á HM í dag en urðu að lokum að sætta sig við tap eftir æsispennandi leik. Handbolti 28. júní 2024 17:36
Þórsararnir halda áfram að skila sér heim Línumaðurinn Þórður Tandri Ágústsson er genginn í raðir Þórs á nýjan leik eftir þriggja ára dvöl hjá Stjörnunni. Handbolti 28. júní 2024 15:00
Segir framlög til afreksíþrótta alltof lág: „Þessar 392 milljónir duga engan veginn“ Landsliðsþjálfari Íslands í handbolta segir að setja þurfi miklu meiri fjármuni í allt íþróttastarf hér landi. Forvarnir ættu að spara marga milljarða inni í heilbrigðiskerfinu. Handbolti 28. júní 2024 08:01
Riðlar Meistaradeildarinnar klárir: Íslendingar áberandi í bestu deild í heimi Þrettán Íslendingar fengu að vita hverjir mótherjar sínir verða í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í handbolta þegar dregið var í dag í Vínarborg. Óhætt er að segja að B-riðill keppninnar sé hálfgerður martraðarriðill. Handbolti 27. júní 2024 21:46
Hetjuleg barátta dugði ekki til sigurs gegn Evrópumeisturunum Íslenska kvennalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri laut í lægra haldi gegn Evrópumeisturunum frá Ungverjalandi í framlengdum leik átta liða úrslitum á HM í kvöld. Stelpurnar okkar sýndu hetjulega baráttu í leiknum. Handbolti 27. júní 2024 15:31
HSÍ er okkur öllum til skammar Guðmundur B. Ólafsson formaður HSÍ segir í viðtali við Stöð 2 (og Vísi) að fólk sem gagnrýni Handknattleikssamband Íslands fyrir að gera styrktarsamning við ísraelska fyrirtækið Rapyd viti ekkert hvað það sé að tala um. Skoðun 27. júní 2024 10:30
Íslensku stelpurnar mæta Ungverjum í átta liða úrslitum Íslenska kvennalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri mun mæta Ungverjum í átta líða úrslitum HM sem nú fer fram í Norður-Makedóníu. Handbolti 25. júní 2024 17:26
„Held að Guðmundur hafi gert afskaplega lítið gott fyrir íslenskan handbolta og HSÍ“ Hannes Jón Jónsson, þjálfari Alpla Hard í Austurríki, birti mikla eldræðu um HSÍ á Instagram í dag. Óhætt er að segja að hann fari engum silkihönskum um formanninn Guðmund B. Ólafsson í henni. Handbolti 25. júní 2024 13:19
Kiel reyndi að fá Aron aftur Íþróttastjóri Kiel staðfestir að félagið hafi rætt við Aron Pálmarsson um möguleikann á að snúa aftur á fornar slóðir. Handbolti 25. júní 2024 10:31
„Fólk sem vissi ekkert hvað það var að tala um“ Formaður HSÍ Guðmundur B. Ólafsson, segir umræðuna, sem spratt upp í kringum samstarfssamninga sambandsins við fyrirtækin umdeildu, Arnarlax og Rapyd, hálf broslega og skakka. Fyrirtækin séu stoltir samstarfsaðilar HSÍ og að það fólk sem hafði hátt á samfélagsmiðlum um samstarfið „vissi náttúrulega bara ekkert hvað það var að tala um.“ Handbolti 25. júní 2024 08:01
Öruggur sigur á Svartfjallalandi tryggði sæti í 8-liða úrslitum U20 ára landslið Íslands tryggði sér nú rétt í þessu sæti í 8-liða úrslitum heimsmeistaramóts 20 ára landsliða kvenna í handbolta með öruggum 35-27 sigri á Svartfjallalandi. Handbolti 24. júní 2024 18:11
Gagnrýnir máttlausan stuðning ríkisins við afreksíþróttir Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvennaliðs Íslands í handbolta, gagnrýnir ríkisstjórn Íslands í pistli á Facebook fyrir dræman stuðning við afreksíþróttir en upphæðin sem fer í íþrótta- og æskulýðsmál hefur lækkað ár frá ári. Handbolti 23. júní 2024 07:01
Íslensku stelpurnar gjörsigruðu Bandaríkin Íslenska U20 landsliðið í handbolta kláraði sinn undanriðil á HM með glans í dag þegar liðið vann yfirburða sigur á Bandaríkjunum, 36-20. Sport 22. júní 2024 18:52
Staða HSÍ grafalvarleg Formaður Handknattleikssambands Íslands segir stöðu sambandsins grafalvarlega. Tugmilljóna króna tap var á rekstri þess á síðasta ári. Eigið fé HSÍ er einnig neikvætt um tugi milljóna og mun sambandið þurfa að skera niður ef ríkið grípur ekki inn í. Handbolti 22. júní 2024 08:07