„Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Arnar Pétursson er ánægður að hafa tilkynnt leikmannahóp fyrir komandi Evrópumót kvenna í handbolta sem Ísland tekur þátt í. Mótið hefst í lok mánaðar. Handbolti 13. nóvember 2024 16:49
Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, segir því hafa fylgt jákvæður hausverkur að velja hópinn sem fer á Evrópumótið í Austurríki síðar í þessum mánuði. Handbolti 13. nóvember 2024 14:54
Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, hefur tilkynnt hvaða átján leikmenn keppa fyrir hönd þess á EM. Handbolti 13. nóvember 2024 14:12
Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi HSÍ þar sem hópur íslenska kvennalandsliðsins sem keppir á EM 2024 var kynntur. Handbolti 13. nóvember 2024 13:30
Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Íslenski landsliðsmaðurinn í handbolta, Þorsteinn Leó Gunnarsson, hefur stimplað sig inn í atvinnumennskuna af krafti með liði sínu Porto. Þorsteinn, sem minnti rækilega á sig með skotsýningu í landsleik Íslands gegn Bosníu á dögunum, tók skrefið út í atvinnumennskuna og samdi við sigursælasta lið Portúgal, Porto fyrir yfirstandandi tímabil frá Aftureldingu þar sem hann hefur náð að fóta sig vel og býr úti ásamt kærustu sinni. Handbolti 13. nóvember 2024 10:01
Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Til stóð að að Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta myndi tilkynna EM hóp Íslands í höfuðstöðvum Icelandair núna klukkan tvö. Blaðamannafundinum var hins vegar aflýst á síðustu stundu. Handbolti 12. nóvember 2024 13:51
Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður Wisla Plock í Póllandi og íslenska landsliðsins í handbolta, var valinn í úrvalslið fyrstu tveggja umferða undankeppni Evrópumóts karla í handbolta sem fram fer 2026. Handbolti 11. nóvember 2024 21:45
Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Íslendingalið Blomberg-Lippe fór létt með Metzungen, lið Söndru Erlingsdóttur, þegar þau mættust í Evrópudeild kvenna í handbolta. Handbolti 10. nóvember 2024 17:31
Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Íslenska landsliðkonan Dana Björg Guðmundsdóttir nýtti öll þrjú skotin sín þegar Volda gerði 25-25 jafntefli við Åsane í norsku b-deildinni í handbolta í dag. Handbolti 10. nóvember 2024 16:40
Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Þýska karlalandsliðið í handbolta byrjar undankeppni EM 2026 vel alveg eins og íslenska landsliðið. Handbolti 10. nóvember 2024 15:47
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Ísland hefur fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leiki sína í undankeppni EM 2026 í handbolta karla. Íslenska liðið gerði góða ferð til Georgíu og sótti tvo punkta þangað. Flottur kafli um miðbik seinni hálfleiks lagði grunninn að sigrinum. Handbolti 10. nóvember 2024 15:36
Frábær þriggja marka sigur Vals Valur vann öflugan þriggja marka sigur á Kristianstad frá Svíþjóð í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópubikars kvenna í handbolta. Lokatölur á Hlíðarenda 27-24 en síðari leikur liðanna fer fram í Svíþjóð að viku liðinni. Handbolti 9. nóvember 2024 18:11
Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Gróttukonur unnu tólf marka stórsigur á ÍBV, 31-19, í Vestmannaeyjum í Olís deild kvenna í handbolta í dag. Handbolti 9. nóvember 2024 16:25
Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Framkonur komust upp að hlið Haukum í öðru sæti Olís deildar kvenna í handbolta eftir sex marka sigur á Stjörnunni í Mýrinni í dag, 24-18. Framliðið endaði fyrri hálfleikinn vel og var með ágæt tök á leiknum í seinni. Alfa Brá Hagalín skoraði átta mörk fyrir Fram. Handbolti 9. nóvember 2024 15:27
Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri „Heilt yfir er ég ánægð. Ánægð með þennan sigur, ekki sjálfgefið að taka tvo punkta hér,“ sagði Rakel Dögg Bragadóttir, þjálfari Fram, eftir sigur síns liðs á Stjörnunni í Olís-deild kvenna. Lokatölur 18-24 og með sigrinum er Fram komið í annað sæti deildarinnar. Handbolti 9. nóvember 2024 15:07
Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Haukar unnu góðan þriggja marka sigur þegar liðið sótti Selfoss heim í Olís-deild kvenna. Handbolti 8. nóvember 2024 22:10
Má búast við hasar í hörkuverkefni Valur mætir sterku Íslendingaliði Kristianstad í EHF-bikar kvenna í handbolta að Hlíðarenda klukkan 16:30 á morgun. Þjálfari Vals vill viðhalda góðu gengi gegn sterkum andstæðingi. Handbolti 8. nóvember 2024 15:32
Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Gísli Þorgeir Kristjánsson verður ekki hluti af leikmannahópi íslenska landsliðsins í handbolta sem mætir Georgíu ytra í undankeppni EM 2026 á sunnudaginn kemur. Gísli er að glíma við meiðsli. Handbolti 8. nóvember 2024 13:31
Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Baldur Fritz Bjarnason, leikmaður ÍR, er markahæsti leikmaður Olís deildar karla í handbolta nú þegar deildin er komin í landsleikjafrí. Handbolti 8. nóvember 2024 12:02
Galdraskot Óðins vekur athygli Íslenski landsliðsmaðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson er skotmaður góður og hefur sýnt það og sannað margoft inn á handboltavellinum, bæði með félagsliðum og landsliðum. Handbolti 8. nóvember 2024 08:21
Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Þýskaland vann Sviss örugglega í fyrstu umferð undankeppni Evrópumótsins í handbolta. Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar fóru með 35-26 sigur. Handbolti 7. nóvember 2024 19:24
Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Grípa, upp, skjóta og BÚMM! Aftur og aftur og aftur. Stundum er fegurðin fólgin í því frumstæða, handboltanum í sinni hráustu mynd. Þorsteinn Leó Gunnarsson minnti okkur á það í gær. Handbolti 7. nóvember 2024 12:02
Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Leikur tveggja hálfleika, kannski aðallega sóknarlega,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, eftir sex marka sigur liðsins gegn Bosníu í kvöld. Handbolti 6. nóvember 2024 22:04
„Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Þorsteinn Leó Gunnarsson átti frábæra innkomu er íslenska karlalandsliðið í handbolta vann sex marka sigur gegn Bosníu í undankeppni EM 2026 í kvöld. Handbolti 6. nóvember 2024 21:31
ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra ÍBV, Stjarnan og Grótta eru komin áfram í bikarkeppni kvenna í handbolta eftir nokkuð örugga sigra á útivelli í kvöld. Handbolti 6. nóvember 2024 20:47
Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann sterkan sex marka sigur er liðið tók á móti Bosníu í fyrsta leik undankeppni EM 2026 í Laugardalshöll í kvöld, 32-26. Handbolti 6. nóvember 2024 18:47
Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Grikkland og Georgía eru með íslenska karlalandsliðinu í handbolta í riðli í undankeppni EM 2026. Þjóðirnar mættust í dag og þar höfðu Grikkir betur með minnsta mun. Handbolti 6. nóvember 2024 17:37
Snorri missir ekki svefn, ennþá Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, fagnar því að fá fágætan landsliðsglugga til að fara yfir málin með strákunum okkar. Hann hlakkar til leiks kvöldsins við Bosníu í Laugardalshöll. Handbolti 6. nóvember 2024 14:31
Segir æðislegt að fá Aron til sín Bjarki Már Elísson og félagar í íslenska karlalandsliðinu í handbolta mæta Bosníu í Laugardalshöllinni í kvöld í undankeppni EM 2026. Handbolti 6. nóvember 2024 10:00
Valskonur óstöðvandi Íslandsmeistarar Vals eru hreint út sagt óstöðvandi í Olís-deild kvenna í handbolta. Þær unnu í kvöld átta marka útisigur á ÍR, lokatölur í Breiðholti 23-31. Handbolti 5. nóvember 2024 23:02