Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

„Man ekki eftir að hafa tapað hérna“

Selfyssingurinn Elvar Örn Jónsson skoraði sjö mörk fyrir þýska stórliðið MT Melsungen er liðið vann fimm marka sigur gegn Val í fjórðu umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

„Elvar er einn mesti stríðs­maður sem við eigum“

Valur mætir Elvari Erni Jónssyni, Arnari Frey Arnarssyni og félögum þeirra í Melsungen, toppliði þýsku úrvalsdeildarinnar, á Hlíðarenda í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, hlakkar til að takast á við Íslendingana og stjörnurnar í liði Melsungen og vonast eftir betri frammistöðu hjá sínum mönnum en í fyrri leiknum.

Handbolti
Fréttamynd

Ein sú besta ó­létt

Norska handknattleikskonan Nora Mørk er ólétt. Hún hefur undanfarin ár verið ein albesta handknattleikskona heims. Faðirinn er sænski handknattleiksmaðurinn Jerry Tollbring en hann spilar með Füchse Berlín í Þýskalandi.

Handbolti
Fréttamynd

„Vel liðið eftir minni eigin sann­færingu og fylgi því“

Ís­lenska karla­lands­liðið í hand­bolta kemur bráðum saman og hefur keppni í undan­keppni Evrópu­mótsins 2026. Augu liðsins eru þó einnig á undir­búningi fyrir næsta stór­mót. Sjálft heims­meistara­mótið í janúar Þeir fáu dagar sem liðið fær saman á næstu mánuðum eru mikil­vægir og segir Snorri Steinn Guð­jóns­son, lands­liðs­þjálfari hug sinn vafa­laust á öðrum stað en hugur leik­manna á þessum tíma­punkti. Snorri gerir eina stóra breytingu á hópi Íslands. Sveinn Jóhannsson fær tækifærið í línumannsstöðunni. Reynsluboltinn Arnar Freyr Arnarsson þarf að sitja eftir heima.

Handbolti