Jólavefur Vísis

Jólavefur Vísis

Allt um undirbúninginn, aðventuna, uppskriftir, jólalög og margt fleira.

Fréttamynd

„Það eru engin jól án tónlistar“

„Það er mjög skemmtilegt að undirbúa tónleikana. Finna til jólaskraut, fara í sitt fínasta púss og pakka inn happdrættisvinningunum. Þetta kemur manni í jólaskap,“ segir Katla Margrét Þorgeirsdóttir leikkona og ein af meðlimum Heimilistóna en sveitin heldur sína seinni jólatónleika í Húsi máls og menningar nú í kvöld.

Lífið
Fréttamynd

8.000.000.000 manna, ágirnd og Jesúbarnið

15. nóvember síðastliðinn fæddist enn eitt Jesúbarnið í heiminum, Jesúbarn númer 8000000000. Hvort Kaspar, Melkjór og Baltasar gáfu því gull, reykelsi og myrru kom ekki fram í fréttatilkynningu Sameinuðu þjóðanna. Hins vegar benda samtökin á að menn, karlar og konur, verði um 9 milljarðar talsins 2037, og 10 milljarðar tuttugu árum síðar, eða 2057.

Skoðun
Fréttamynd

Fullkominn gljái á hamborgarhrygginn

Íslendingar halda fast í hefðirnar á jólum og sá réttur sem ratar hvað oftast á jólaborðið er saltað og reykt grísakjöt, hamborgarhryggurinn sjálfur. Sögu hamborgarhryggsins má rekja til Þýskalands en Íslendingar komust þó á bragðið frá Danmörku. Ali hamborgarhryggur hefur verið hluti af íslenskri hátíðarhefð í yfir 75 ár og ein sá vinsælasti á markaðinum.

Samstarf
Fréttamynd

Jóla­daga­tal Vísis: Skíta­mórall meðal ferða­langa

Upp er runninn 20. Desember. Óveðrið síðustu daga hefur líklega ekki farið fram hjá nokkrum landsmanni, en ein af afleiðingum þess var sú að fjölmargir sátu eftir með sárt ennið og komust ekki í flug. Spenntir strandaglópar sem þyrsti í sól og sumaril eiga hug okkar allan og lag dagsins í Jóladagatali Vísis er tileinkað þeim. Við vonum að veðurguðirnir veiti þeim vægð og allir komist á áfangastað.

Jól
Fréttamynd

„Alltaf svo gaman að sjá hvað fólki finnst eiga við mann“

Leikarinn Villi Neto hefur verið áberandi í íslensku grínsenunni síðustu ár og sló eftirminnilega í gegn í áramótaskaupinu. Á þessu ári gekk hann svo til liðs við Borgarleikhúsið og hefur farið með hlutverk í sýningunum Emil í Kattholti og Bara smástund. Villi Neto er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Jól
Fréttamynd

Syngjandi starfsmenn á Kirkjuhvoli á Hvolsvelli

Það skortir ekkert á hæfileika starfsmanna hjúkrunar- og dvalarheimilisins Kirkjuhvols á Hvolsvelli þegar hljóðfæraleikur og söngur er annars vegar, því á aðventunni skemmtir starfsfólk heimilisfólki með söng og spili á sérstökum kaffihúsa jólatónleikum.

Innlent
Fréttamynd

Börnin sem slógu í gegn í jóla­myndum: Hvar eru þau nú?

Í dag er fjórði í aðventu og eiga því eflaust einhverjir eftir að setja jólamynd í tækið. Jólin eru oft nefnd hátíð barnanna og eru það oft börn sem fara með lykilhlutverk í jólamyndunum. Vísir tók saman lista yfir tíu barnastjörnur sem birtast okkur á skjánum hver einustu jól.

Jól
Fréttamynd

Gógó-dansarar sungu Sweet Caroline þegar klukkan sló sex á að­fanga­dag

Fjölmiðlakonan Ingileif Friðriksdóttir eyddi síðustu jólum vopnuð grímu, hönskum og spritti, þar sem hún og María Rut, eiginkona hennar, voru smitaðar af Covid en synir þeirra ekki. Nú er hún nýflutt í draumahúsið og hlakkar til að halda jólin í faðmi fjölskyldunnar á nýja heimilinu. Ingileif er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Jól
Fréttamynd

Allur Vest­manna­eyja­bær þakinn snjó

Ekki er hægt að segja að veturinn hafi verið snjóþungur hingað til en þó virðist það eitthvað vera að breytast á næstu sólarhringum. Á vefmyndavélum í Vestmannaeyjum má nú sjá snævi þakta jörð hvert sem litið er.

Innlent
Fréttamynd

Jólagjöfunum reddað í ár

Jólin eru tími kærleika og friðar og okkar tími til að njóta samveru fjölskyldunnar, skiptast á gjöfum og hafa það notalegt. Oft er þó erfitt að finna gjafir fyrir alla í fjölskyldunni.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Opnaði fyrstu jóla­gjöfina frá kærastanum og bað hann um að gefa sér aldrei aftur gjöf

Lífskúnstnerinn og gleðigjafann Siggu Kling þarf vart að kynna en hún hefur spáð fyrir landsmönnum í mörg ár. Þessa dagana nýtur Sigga jólaljósanna, jólatónlistarinnar og samheldninnar sem ríkir á þessum árstíma. Hún segist jafnframt einbeita sér að því að setja jól í hverja einustu mínútu sem almættið færir henni. Sigga Kling er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Jól
Fréttamynd

Pottaskefill kom til byggða í nótt

Pottasskefill er fimmti jólasveinninn sem kemur til byggða. Hann hirti skítuga pottana úr eldhúsinu og skóf þá að innan með puttunum. Þá þurfti ekki að þvo þá.

Jól
Fréttamynd

Skandar og einhyrningaþjófurinn heillar unga lesendur

Ný ævintýrhetja hefur litið dagsins ljós! Sjaldan hefur sést bók sem hefur fengið hefur annan eins meðbyr og Skandar – sem bóksalar veittu í gærkvöldi verðlaun og völdu eina af þremur bestu þýddu barnabókunum í ár! Bókin var einnig valin barnabók ársins 2022 hjá bresku bókakeðjunni Waterstones.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Ekki ákjósanlegar horfur fyrir þá sem vilja jólasnjó en getur allt gerst

Neyðaráætlun Reykjavíkurborgar vegna heimilislausra hefur verið virkjuð vegna fimbulkulda sem gert hefur vart við sig að undanförnu, en skárra veður er ekki í kortunum. Á morgun getur frostið farið niður í tuttugu stig inn til landsins segir veðurfræðingur. Spurður um hvít eða rauð jól segir hann stöðuna í veðurkerfinu ekki ákjósanlega fyrir þá sem vilja jólasnjó.

Innlent