Jólavefur Vísis

Jólavefur Vísis

Allt um undirbúninginn, aðventuna, uppskriftir, jólalög og margt fleira.

Fréttamynd

Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO

 Annað árið í röð er jólagjöf ársins snjallsími en yfir fimm þúsund svör bárust í árvissri jólakönnun ELKO sem send er á á viðtakendur póstlista fyrirtækisins í aðdraganda jóla.  Efst á óskalista svarenda er jafnframt að finna snjallúr, pizzaofna, leikjatölvur og heyrnartól. 

Samstarf
Fréttamynd

Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn

Einn þekktasti uppskriftarhöfundur landsins Linda Benediktsdóttir er væntanleg á skjáinn í fyrsta skiptið í kvöld á Stöð 2 í nýrri seríu, Aðventan með Lindu Ben. Linda sem er fyrir löngu orðin landsþekkt fyrir einstakar uppskriftir sínar og bakstursvörur mun í þáttunum deila nokkrum af sínum uppáhalds uppskriftum og gefa góð ráð fyrir aðventuna.

Lífið
Fréttamynd

Höfundar lesa upp í beinni

Verið velkomin á fyrsta Bókakonfekt ársins í Bókabúð Forlagsins Fiskislóð 39.  Hægt er að fylgjast með upplestrinum í beinni útsendingu hér á Vísi.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Upp­lifun og dýr­mætar minningar í jóla­gjöf

„Óskaskrín er frábær valkostur fyrir fyrirtæki sem vantar jólagjöf fyrir starfsfólkið sitt. Það getur verið mjög snúið að velja gjöf fyrir stóran og fjölbreyttan starfsmannahóp sem allir eru sáttir með og því eru fyrirtækjapakkarnir okkar tilvalin gjöf með allri sinni fjölbreytni og fjölmörgum valmöguleikum til að allir finni eitthvað við sitt hæfi,” segir Hrönn Bjarnadóttir, sölu- og markaðsstjóri Óskaskríns.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Jóla­boð sem gleður og yljar á að­ventunni

Þann 14. nóvember næstkomandi hefjast sýningar á Jólaboðinu í Þjóðleikhúsinu en sýningin hefur tvisvar áður verið á fjölum leikhússins. Gísli Örn Garðarsson leikstýrir og skrifar handritið ásamt Melkorku Tekla Ólafsdóttur.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Rit­höfundar sjaldan verið í eins harðri sam­keppni um at­hygli og nú

Þrátt fyrir að það hafi komið í ljós í könnun Maskínu á dögunum að yfirgnæfandi meirihluti landsmanna sé ánægður með stjórnarslit þá eru rithöfundar uggandi vegna kosninganna og þeirri fyrirferð sem óhjákvæmilega fylgir þeim. Formaður Rithöfundasambands Íslands segir að það sé smá skellur að fá kosningar ofan í þann tíma sem skipti langmestu máli fyrir bóksölu á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

„Þau hlæja að þessum fífla­gangi en mér er dauðans al­vara“

Græna jólatertan frá Myllunni kann að virðast ósköp venjuleg brún lagkaka með hvítu kremi en fyrir stórum hópi Íslendinga er hún svo miklu meira en það. Stærsti aðdáandi jólatertunnar frystir hana í tugatali til að geta borðað hana árið um kring og hefur jafnvel ferðast með hana til útlanda.

Lífið
Fréttamynd

Upp­gefin á stressinu um mið­nætti

Vinahjón segjast hafa fengið nóg af því að hafa einungis getað valið á milli sælgætis og plastsdrasl eða rándýrra leikfanga fyrir jólasveina til að gefa börnum þeirra í skóinn. Þau ákváðu því að taka málin í eigin hendur og taka á sig þriðju vaktina fyrir jólasveina.

Lífið
Fréttamynd

Jólin byrja í Kjöt­kompaní

Jólin eru einn stærsti tími ársins hjá Kjötkompaní sem býður upp á mikið úrval af gæða vörum fyrir heimili landsins og fyrirtæki sem eru farin að skipuleggja jólin.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Hvað leynist í jóla­pökkum starfs­fólks?

Í vetur ætlar Vísir að taka ákveðin þemu til umfjöllunar ásamt samstarfsaðilum og af því að við erum komin í blússandi jólaskap ætlum við að taka fyrir jólagjafir fyrirtækja næstu daga. Hvað mun leynast í jólapökkum starfsmanna í ár?

Lífið samstarf
Fréttamynd

Geitin er risin fyrr en nokkru sinni

IKEA-geitin er risin í Kauptúni og er sérstaklega snemma á ferðinni. Hún hefur undanfarin ár verið tendruð um miðjan október en er nú komin á sinn stað nokkrum dögum fyrr.

Lífið
Fréttamynd

Hart barist á hundruð milljóna jóla­markaði

„IceGuys jólatónleikarnir eru orðnir þeir stærstu í lýðveldissögunni,“ sagði Máni Pétursson skipuleggjandi jólatónleika IceGuys í Laugardalshöll hróðugur fyrr í vikunni eftir að nítján þúsund miðar seldust á tónleikana. Það er stór fullyrðing, enda eru tónleikarnir langt frá því að vera einu jólatónleikar ársins. Hart er barist á hundruð milljóna jólamarkaði þar sem framboðið hefur aldrei verið eins mikið.

Lífið
Fréttamynd

Allir í jóla­skapi í Jólagarðinum

Það styttist og styttist til jóla en það er þó sennilega engin komin í jólaskap nema þá kannski starfsfólk Jólagarðsins i Eyjafirði, sem eru að vinna í kringum jólin allt árið við móttöku á gestum og þarf því að vera í jólaskapi.

Lífið
Fréttamynd

Fjöru­tíu blaða­mönnum boðið en enginn mætti

Emmsjé Gauti hyggst snúa aftur heim í Breiðholt með árlega jólatónleika sína Julevenner. Tónleikarnir munu fara fram í glænýju ÍR heimili í ár og flytjast því frá Háskólabíó þar sem þeir hafa farið fram undanfarin ár. Tónlistarmaðurinn hélt blaðamannafund af þessu tilefni þar sem mæting var dræmari en hann átti von á.

Tónlist
Fréttamynd

Leik­skólar Árborgar verða lokaðir á milli jóla- og ný­árs

Nýtt tilraunaverkefni er að hefjast í leikskólum Árborgar þar sem ákveðið hefur verið að leikskólar verði lokaðir á mill jóla- og nýárs. Þá hefur menntuðum leikskólakennurum fækkað í leikskólum Árborgar, sem er mikið áhyggjuefni en sex leikskólar eru í sveitarfélaginu með um 660 börnum.

Innlent
Fréttamynd

Álfa- og jólahúsið í Laugar­dalnum heyrir sögunni til

Birna Sigmundsdóttir hefur komið upp miklu jólaþorpi í garði sínum að Dragavegi fimm í Laugardalnum ár hvert í fimmtán ár. Nú standa yfir nágrannaerjur við fólk á efri hæðinni sem vill ekkert með skreytingarnar hafa. Birna hefur yfirleitt skreytt garðinn með álfastyttum í stað jólakrauts á sumrin.

Lífið
Fréttamynd

Undur jólanna!

Jólunum er lokið. Sennilega lauk þeim fyrir þó nokkru síðan hjá allflestum. En miðað við hina klassísku 13 jóladaga lauk jólahátíðinni formlega á laugardaginn var, á þrettándanum

Skoðun
Fréttamynd

Þrettándabrennur víða um land

Þrettándagleði fer nú víða fram um landið en á þessum degi kveðjum við Íslendingar jólahátíðina. Brennur eru í nánast hverju sveitarfélagi.

Innlent