Jólavefur Vísis

Jólavefur Vísis

Allt um undirbúninginn, aðventuna, uppskriftir, jólalög og margt fleira.

Fréttamynd

Hurðaskellir kom til byggða í nótt

Hurðaskellir er sjöundi jólasveinninn sem kemur til byggða. Honum fannst ekkert skemmtilegra en að skella hurðum og notaði til þess hvert tækifæri sem gafst.

Jól
Fréttamynd

Askasleikir kom til byggða í nótt

Askasleikir er sjötti jólasveinninn sem kemur til byggða. Hann stal öskum fólks, faldi sig með þá og skilaði ekki aftur fyrr en þeir voru tómir.

Jól
Fréttamynd

Sykurlausar sörur hinna lötu

Hafdís Priscilla Magnúsdóttir, sem heldur úti kökublogginu Dísukökur, bakar alltaf sykurlaust. Hún rakst á uppskrift að sörum hinna uppteknu fyrir einhverjum árum og ákvað að útbúa sykurlausa útgáfu sem slegið hefur í gegn.

Jól
Fréttamynd

Umstangið á aðfangadag í lágmarki

Kraftlyftingakonan Hulda B. Waage er alltaf með hnetusteik á jólunum. Í henni er ýmislegt jólakrydd sem gerir hana hátíðlega. Hún segir best að gera hana nokkrum dögum fyrir jól, þá sé hún best.

Jól
Fréttamynd

Aldrei verið einmana á jólanótt

Söngkonan Diddú var 23 ára ástfanginn söngnemi í Lundúnum þegar hún var fengin til að syngja svo eftirminnilega tregafullt jólaballöðuna Einmana á jólanótt í hljóðveri á enskri grundu. Hún vonar að fólk í ástarsorg eigi góða ættingja og vini um jólin.

Jól
Fréttamynd

Vinsælustu jólasmákökurnar í Garðaskóla

Hulda Sigurjónsdóttir kennir heimilisfræði við Garðaskóla. Í desember fá nemendur að spreyta sig á smákökubakstri og ilmurinn af kökunum skapar mikla jólastemmingu í skólanum. Súkkulaðibitakökurnar slá alltaf í gegn.

Jólin
Fréttamynd

Jólafrómas að færeyskum hætti

Söngkonan Hjördís Ásta Þórisdóttir heldur jólin í foreldrahúsum og hennar hlutverk er að útbúa jólafrómasinn eftir uppskrift frá Færeyjum. Þessi jól eru sérstök því Hjördís var að gefa út jólalagið Vetur sem var í nær áratug í undirbúningi.

Jólin
Fréttamynd

Þvörusleikir kom til byggða í nótt

Þvörusleikir er fjórði jólasveinninn sem kemur til byggða. Hann var mjór eins og girðingarstaur og þótti best að sleikja þvörur sem notaðar voru til að hræra í pottum.

Jól
Fréttamynd

Jólaþorp úr mjólkurfernum

Tómar fernur eru fyrirtaks efniviður í föndur. Þær eru úr stífum pappa sem klippa má í ýmis form og yfirleitt er nóg til af þeim á hverju heimili. Lagið á fernunum býður sérstaklega upp á að forma úr þeim hús með hallandi þaki.

Jól
Fréttamynd

Jólatrén fimm þegar mest var

Ásrún Aðalsteinsdóttir gengur alla leið í skreytingum um hver jól. Hún er komin í bann þegar velja á jólatré eftir að hífa þurfti tréð eitt árið inn um svalirnar. Hún safnar bollastellum og ýmsum gömlum munum og stillir upp litlum sviðsmyndum um allt hús.

Jól
Fréttamynd

46 Jesúbörn færa jólin í bæinn

Sigurveig Huld Sigurðardóttir hefur safnað jólajötum síðan um aldamót og á orðið dágott safn sem vinir og velunnarar hafa fært henni úr öllum heimshornum. Hin heilaga fjölskylda er til í ýmsum útgáfum og færir jólaandann í hvern krók og kima á heimilinu.

Jól
Fréttamynd

Stúfur kom til byggða í nótt

Stúfur er þriðji jólasveinninn sem kemur til byggða. Honum fannst best að kroppa leifarnar af pönnunum, sérstaklega ef þær voru vel viðbrenndar.

Jól
Fréttamynd

Saknar fjölskyldunnar alltaf sárt

Það fer geðshræring um marga þegar þeir heyra söngkonuna Svölu Björgvins syngja jólalagið Þú og ég og jól, af sárri tilfinningu þess sem saknar æskujólanna og fólksins síns á jólum. Svala heldur jólin í Kaliforníu en heldur enn í jólasiði frá æskuheimilinu.

Jól
Fréttamynd

Einhver hamingja er í loftinu

Á mótþróaskeiðinu fannst Sigvalda Ástríðarsyni, stjórnanda harðkjarnatónlistarþáttarins Dordinguls, jólin bæði hallærisleg og tilgangslaus.

Jól
Fréttamynd

Góð samvera besta jólagjöfin

Hreindís Ylfa Garðarsdóttir Holm, söng- og leikkona, minnist þess hvernig skortur á götulýsingu var notaður sem afsökun fyrir því að setja upp jólaljós í nóvember.

Jól
Fréttamynd

Heklar flestar jólagjafirnar sjálf

Ella Helgadóttir gefur nær eingöngu jólagjafir sem hún heklar. Hún segir það mjög skemmtilegt að gefa gjafir sem séu sérsniðnar að viðtakandanum og að viðbrögðin sem hún fái séu eitt það besta við jólin.

Jól
Fréttamynd

Fátt skemmtilegra en jólasokkur

Nichole Leigh Mosty, leikskólakennari og fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar, kom fyrst til Íslands um jól. Hún heillaðist af jólahaldi Íslendinga og heldur aðfangadagskvöld heilagt að íslenskum sið en heldur í bandarískar jólahefðir á jóladag.

Jól