Jólavefur Vísis

Jólavefur Vísis

Allt um undirbúninginn, aðventuna, uppskriftir, jólalög og margt fleira.

Fréttamynd

Hátíðleg kertaljósastund

Skreytingameistarar Blómavals vita upp á hár hvernig nýjasta tíska í aðventukrönsum og jólaskreytingum á að vera. Þar slá Bollywood-áhrif nýjan tón.

Jól
Fréttamynd

Hátíðlegar arabískar kræsingar

Sigurþór Gunnlaugsson á fleiri matreiðslubækur en hann hefur tölu á og les þær eins og góðar bókmenntir. Hann ferðast oft til Sádi-Arabíu vegna vinnu sinnar og hefur lært að meta matarmenningu landsins. Hann gefur hér uppskriftir að arabískri veislu.

Jól
Fréttamynd

Passar að jólin týnist ekki

Jólin hafa tekið sér bólstað í ægifagurri Eyjafjarðarsveit, nánar tiltekið í Jólagarði Benedikts Grétarssonar. Þar gerast galdrar og þangað koma þeir sem hafa týnt jólunum til að finna bernskujólin í hjarta sínu á ný.

Jól
Fréttamynd

Tími kærleikans

Gefðu sjálfum þér uppbyggjandi gjöf á aðventunni með því að opna daglega óvænta glugga í jóladagatali kirkjunnar.

Jól
Fréttamynd

Gefur gjöfunum meira gildi

Fallega skreyttir pakkar segja meira en mörg orð. Að baki þeim liggur falleg hugsun og hlýja. Vöruhönnuðurinn Anna Þórunn Hauksdóttir reynir eftir fremsta megni að gera þá pakka sem hún gefur persónulega.

Jól
Fréttamynd

Náttúran innblásturinn

Eva Sól Jakobsdóttir og Heather Renee Edgar skelltu sér í þriggja vikna blómaskreytinganám til heimabæjar Heather í Ohio í sumar. Vinkonurnar áttu því ekki í nokkrum vandræðum með að gefa hugmynd að jólalegri borðskreytingu.

Jól
Fréttamynd

Sósan má ekki klikka

Góð sósa er ómissandi með flestum hátíðarréttum. Það er hins vegar nokkur kúnst að útbúa bragðgóða sósu og mikilvægt að hafa réttar leiðbeiningar við höndina. Kokkurinn Ívar Örn Hansen kann til verka.

Jól
Fréttamynd

Jólahald bræðranna á Kollaleiru

Slóvakísku munkarnir David, Pétur og Pétur, af reglu hettumunka, búa í klaustri á Kollaleiru í Reyðarfirði. Þeir ferðast mikið um jólin og messa yfir kaþólskum sóknarbörnum á Austurlandi. Á aðfangadag opna þeir gjafir og borða steiktan fisk.

Jól
Fréttamynd

Jólapappírinn endurnýttur

Gamall og lúinn jólapappír þarf ekki að enda í tunnunni heldur getur sómt sér prýðisvel uppi á vegg. Allt sem þarf eru skæri og heftari, sæmilegt pappaspjald og glymjandi jólatónlist í útvarpinu.

Jól
Fréttamynd

Köttur og krans

Arndís Ósk Ólafsdóttir Arnalds er verkfræðingur með brennandi prjónaáhuga. Hún hannaði tvenns konar prjónað jólaskraut, jólakött og jólakrans fyrir Jólablaðið.

Jól
Fréttamynd

Jólaandann er ekki hægt að kaupa

Best er að byrja snemma að skipuleggja, stilla væntingum í hóf og gera ekki óhóflegar kröfur á sjálfan sig og aðra til að jólahátíðin verði sem best heppnuð að sögn Kristbjargar Þórisdóttur, sálfræðings hjá Þjónustumiðstöð Breiðholts.

Jól
Fréttamynd

Fiskur er hátíðarmatur á Ítalíu

Elsa Waage óperusöngkona gefur uppskrift að pasta með laxi, kúrbít og gulrótum, humarsalati „Scampi alla Busara“ og sítrónufrómas Clöru. Elsa bjó á Ítalíu í tæp tuttugu ár og dvaldi þar flest jól þótt stundum hafi hún komið heim. Ítölsk jól eru ólík þeim íslensku að mörgu leyti. Mikið er lagt upp úr að sitja lengi við matarborðið.

Jól
Fréttamynd

Hollt góðgæti fyrir jólin

Sigrún Þorsteinsdóttir heldur úti vefsíðunni Cafe Sigrún þar sem hún birtir uppskriftir að alls kyns hollustugóðgæti. Sigrún gefur hér lesendum uppskriftir að hollu góðgæti fyrir jólin.

Jól
Fréttamynd

Frystir jólaskreytingarnar

Laufey Skúladóttir, bóndi á Stórutjörnum, útbýr borðskreytingar og kransa úr lyngi og greinum. Henni finnst best að binda kransana strax á haustin og geyma þá í frysti fram að jólum. Eftir það geta skreytingarnar jafnvel staðið fram á sumar.

Jól
Fréttamynd

Endurgerð á ömmusalati

Kristjana Stefánsdóttir tónlistarmaður hefur uppfært margar af uppskriftum ömmu sinnar. Hún býður gestum sem reka inn nefið á aðventunni upp á majóneslaust síldarsalat og glúteinlaust súkkulaðisælgæti og segir alla falla fyrir kræsingunum um leið.

Jól
Fréttamynd

Þýskar kanilstjörnur

Þýskar kanilstjörnur, eða Zimtsterne, eru hluti af órjúfanlegri hefð á þýskri aðventu. Stærðfræðikennarinn Bjarnheiður Kristinsdóttir lærði að galdra þær fram meðfram námi í stærðfræðijarðvísindum við háskólann í Freiberg í Þýskalandi.

Jól
Fréttamynd

Börnin baka jólaskrautið

Heimatilbúið leikdeig er bráðsniðugt í jólaföndrið fyrir krakkana á aðventunni en það má þurrka eða baka í ofni og mála svo í viðeigandi litum. Með því að bæta matarlit út í deigið verður það enn þá einfaldara.

Jól