Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

covid.is
Upplýsingar um faraldurinn er að finna á covid.is, upplýsingavef Embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Landsmenn eru minntir á mikilvægi persónulegra sóttvarna. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.

Staðan á Landspítala:
Á vef Landspítala má finna upplýsingar um stöðuna á spítalanum.

Tímalína faraldurs kórónuveirunnar:
Fyrsta kórónuveirusmitið var greint á Íslandi 28. febrúar 2020. Hér er fjallað um upphaf kórónuveirufaraldursins og fyrstu bylgju hans.

Í maí 2020 var hafist handa við að létta á samkomutakmörkunum, og var faraldurinn í lægð um tíma um sumarið. Hér má finna allt það helsta um það tímabil ásamt annarri og þriðju bylgjunni sem komu í kjölfarið.

Í lok árs var kórónuveirufaraldurinn á árinu 2020 tekinn saman í grein sem hér má finna.

26. júní 2021 var síðan öllum takmörkunum innanlands aflétt.

Í lok árs 2021 fór fréttastofa síðan yfir gengi ársins í bólusetningum, auk þess að rifja upp áhrif takmarkana á samkomur á árinu.

Að neðan má sjá yfirlit um stöðu Covid-19 faraldursins á Íslandi.




Fréttamynd

Grikk­land opnar landa­mærin

Grikkland hefur opnað landamæri sín á ný en aðeins er alþjóðlegum flugum heimilt að lenda á flugvellinum í Aþenu. Farþegar verða skimaðir við komu og er þeim skylt að gista í eina nótt á sérstöku hóteli.

Erlent
Fréttamynd

Biðja fólk um að sækja ekki kirkjur í bráð

Yfirvöld Suður-Kóreu hafa beðið viðkvæma íbúa ríkisins að halda sig heima og á sérstaklega í höfuðborg ríkisins, Seoul. Fjöldi þeirra sem smitast hafa af Covid-19 í Seoul hefur aukist á undanförnum dögum.

Erlent
Fréttamynd

Frestar fundi G7 aftur

Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í morgun að hann myndi þrátt fyrir allt fresta fundi G7 ríkjanna í ár fram í september. Trump sagði í síðustu viku að líklegast yrði fundurinn haldinn í Washington, þar sem leiðtogarnir myndu hittast augliti til auglits.

Erlent
Fréttamynd

"Lag á dag“ frá matreiðslumeistara í Þorlákshöfn

Ásgeir Kristján Guðmundsson, matreiðslumeistari og trúbador í Þorlákshöfn hefur slegið í gegn á Facebook síðustu 64 daga en hann hefur spilað og sungið á hverjum degi lög, sem hann hefur flutt á Facebook. Ásgeir missti vinnuna vegna kórónuveirunnar en ætlar að spila alveg þangað til að hann fær vinnu aftur.

Innlent
Fréttamynd

Staðsetning án starfa

Nýlega bárust af því fréttir að öllum aðstoðarmönnum tollvarða á Seyðisfirði hefði verið sagt upp störfum. Uppsagnirnar eru sagðar til hagræðingar í kjölfar þess að tollurinn hefur misst sértekjur vegna falls WOW og Covid–19.

Skoðun
Fréttamynd

Segja of snemmt að draga úr félagsforðun í Bretlandi

Breskir vísindamenn sem ráðleggja yfirvöldum segja of snemmt að létta á félagsforðun í Bretlandi. Þeir segja dreifingu Covid-19 enn of mikla til að rétt sé að slaka á reglum og tilmælum og að undirbúningur varðandi rakningu smita sé ekki nógu langt kominn.

Erlent