Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

covid.is
Upplýsingar um faraldurinn er að finna á covid.is, upplýsingavef Embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Landsmenn eru minntir á mikilvægi persónulegra sóttvarna. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.

Staðan á Landspítala:
Á vef Landspítala má finna upplýsingar um stöðuna á spítalanum.

Tímalína faraldurs kórónuveirunnar:
Fyrsta kórónuveirusmitið var greint á Íslandi 28. febrúar 2020. Hér er fjallað um upphaf kórónuveirufaraldursins og fyrstu bylgju hans.

Í maí 2020 var hafist handa við að létta á samkomutakmörkunum, og var faraldurinn í lægð um tíma um sumarið. Hér má finna allt það helsta um það tímabil ásamt annarri og þriðju bylgjunni sem komu í kjölfarið.

Í lok árs var kórónuveirufaraldurinn á árinu 2020 tekinn saman í grein sem hér má finna.

26. júní 2021 var síðan öllum takmörkunum innanlands aflétt.

Í lok árs 2021 fór fréttastofa síðan yfir gengi ársins í bólusetningum, auk þess að rifja upp áhrif takmarkana á samkomur á árinu.

Að neðan má sjá yfirlit um stöðu Covid-19 faraldursins á Íslandi.




Fréttamynd

Skólar á Akra­nesi opna á morgun

Gert er ráð fyrir allar stofnanir á skóla- og frístundasviði Akraness verði með starfsemi á morgun, en vegna fjölgunar smitaðra í sveitarfélaginu fyrir helgi var brugðið á það ráð að fella skólastaf niður.

Innlent
Fréttamynd

„Einn að kalla: passið ykkur“

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir erfitt að hvetja til samstöðu í samfélaginu á sama tíma og ráðamenn tali sóttvarnaaðgerðir niður. Hann kallar eftir því að þeir beri ábyrgð á orðum sínum.

Innlent
Fréttamynd

Telur ekki að nýjar takmarkanir breyti miklu

Kórónuveirufaraldurinn hefur verið á mikilli uppsiglingu undanfarna daga og hefur það haft talsverð áhrif á störf farsóttarhúsa Rauða Krossins. Um ellefu hundruð manns eru í einangrun þessa stundina og farsóttarhúsin að sprengja utan af sér.

Innlent
Fréttamynd

Spítalinn geti ekki starfað eðlilega nema með fleiri hjúkrunarrýmum

Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítalans, segir starfsemi spítalans að miklu leyti standa og falla með fjölda hjúkrunarrýma í landinu. Á meðan hjúkrunarrýmin séu þetta fá geti spítalinn ekki starfað með eðlilegum hætti. Landspítalinn var færður á hættustig í gær.

Innlent
Fréttamynd

Land­spítalinn á hættu­stig

Landspítali var færður á hættustig kl. 16 í dag. Í tilkynningu á Facebooksíðu spítalans segir að þá hafi viðbragðsstjórn komið saman til fundar ásamt farsóttanefnd og tekið ákvarðanir sem varða breytta starfsemi.

Innlent
Fréttamynd

Grunur um að fjórir séu smitaðir um borð í Málmey

Grunur er uppi um að fjórir skipverjar á Málmey SK-1, sem gerð er út af útgerðinni FISK á Sauðárkróki, séu smitaðir af Covid-19. Togarinn er nú á leið í land á Sauðárkróki og mun áhöfn fara í skimun í fyrramálið. 

Innlent
Fréttamynd

Svona var 190. upplýsingafundurinn

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boðuðu til upplýsingafundar í dag klukkan 15:00. Á fundinum fór Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir yfir framgang faraldursins hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Frelsis­skerðingar í boði frelsis­flokksins

Enn á ný þurfum við Íslendingar að herða takmarkanir innanlands vegna COVID-19 veirunnar. Mörg eru eflaust orðin ansi þreytt á þessu sífellda herða-losa-herða mynstri sem við virðumst vera föst í.

Skoðun
Fréttamynd

„Þessu rugli verður að linna“

Jón Bjarni Steinsson veitingamaður í Reykjavík fordæmir hinar nýju sóttvarnarreglur sem kynntar hafa verið. Hann segir þetta reiðarslag fyrir veitingageirann.

Innlent
Fréttamynd

Opið bréf til heil­brigðis­ráð­herra og sótt­varna­læknis

Nú hefur íslenska þjóðin búið við gríðarlegar samkomutakmarkanir og á tíðum þurft að sæta frelsisskerðingum og óþarfa inngripum af hálfu ríkisvaldssins í vel á annað ár. Ástæðan er öllum kunn - það mun vera kórónuveiran. Í upphafi átti þetta ástand að vara stutt og stefnt var að því að „fletja út kúrvuna”.

Skoðun
Fréttamynd

Sextán ára og eldri fái örvunarskammt

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, mælir með því að allir sextán ára og eldri fái þriðja skammt bóluefnis. Veita eigi þann skammt sex mánuðum frá grunnbólusetningu gegn Covid-19.

Innlent