66 greindust innanlands 66 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Átján þeirra sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 27 prósent nýgreindra. 48 voru utan sóttkvíar, eða um 73 prósent. Innlent 27. ágúst 2021 10:49
Berlusconi aftur lagður inn á sjúkrahús Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, var lagður inn á sjúkrahús í Mílanó í gærkvöldi. Hann hefur ítrekað lent inni á sjúkrahúsi frá því að hann smitaðist af kórónuveirunni í september. Erlent 27. ágúst 2021 10:04
Danir aflétta öllum takmörkunum 10. september Danska ríkisstjórnin hyggst aflétta öllum takmörkunum vegna faraldurs kórónuveirunnar 10. september næstkomandi. Covid-19 verður þá ekki lengur skilgreindur sjúkdómur sem ógnar dönsku samfélagi. Erlent 27. ágúst 2021 09:36
Andlát vegna Covid-19 Sjúklingur á sextugsaldri lést á Landspítala í gær vegna Covid-19. Innlent 27. ágúst 2021 09:07
„Við tengjumst örugglega ekki jákvæðum minningum hjá mjög mörgum“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum finnur ekki fyrir dvínandi trausti almennings í garð stofnunarinnar til að takast á við kórónuveirufaraldurinn. Nýlegar mælingar benda til þess að traust til almannavarna og heilbrigðisyfirvalda sé minna en áður. Víðir telur að ágreiningur um aðgerðir geti spilað þar inn í. Innlent 27. ágúst 2021 07:00
Vinnustaðir fyrir og eftir Covid Um allan heim eru vinnustaðir að móta sér hugmyndir og stefnur um hvernig best er að haga til framtíðinni þar sem fjarvinna er orðin hluti af veruleika atvinnulífsins. BBC Worklife leitaði til nokkurra sérfræðinga eftir áliti á því hvaða breytingar við munum helst sjá í kjölfar Covid. Atvinnulíf 27. ágúst 2021 07:00
Átta hafa sótt um bætur vegna aukaverkana eftir bólusetningu Átta hafa sótt um bætur til Sjúkratrygginga Íslands vegna aukaverkana í kjölfar bólusetninga gegn Covid-19. Ekki er búið að fara yfir umsóknirnar en forsenda greiðslu eru klár orsakatengsl milli bólusetninganna og meints tjóns. Innlent 27. ágúst 2021 06:58
Keppandi á Ólympíumóti fatlaðra fluttur á sjúkrahús með veiruna Keppandi á Ólympíumóti fatlaðra í Tókýó hefur veri fluttur á sjúkrahús eftir að hafa greinst með kórónaveiruna. Japanski fjölmiðlar hafa þó eftir mótshöldurum að keppandinn sé ekki alvarlega veikur. Sport 26. ágúst 2021 23:31
Opna nýja starfsstöð fyrir Covid-19 hraðpróf Sameind og AVÍÖR opna í fyrramálið nýja starfsstöð fyrir greiningu á Covid-19 með hraðprófum. Þar verður hægt að framkvæma tvö- til þrjúþúsund hraðpróf á dag. Innlent 26. ágúst 2021 22:44
Segir óboðlegt að halda tvenn jól í röð án jólatónleika Framkvæmdarstjóri Senu Live telur að það muni margborga sig að ríkið taki á sig þann kostnað sem fylgir nýrri breytingu á sóttvarnarreglum á sitjandi viðburðum. Frá og með 3. september mega fimm hundruð manns koma saman í rými og nándarregla verður afnumin á sitjandi viðburðum gegn því að gestir fari í hraðpróf. Innlent 26. ágúst 2021 20:56
„Maður má ekki vera að væla um djammið, en við þurfum djamm“ Menntaskólanemum finnst að verið sé að svipta þá æskunni, en ljóst er að böll munu ekki falla undir 500 manna sitjandi viðburði með hraðprófi. Stjórnvöld eru að gleyma okkur, segir unga fólkið, sem telur þar að auki að skortur á félagslífi geti komið niður á námsárangri þeirra. Innlent 26. ágúst 2021 20:15
Covid-sjúklingum fækkar um sex milli daga Nú liggja sextán sjúklingar á Landspítala vegna Covid-19 en þar af eru fjórir á gjörgæsludeild. Hefur sjúklingum fækkað um sex síðastliðinn sólarhring og var einn fluttur af gjörgæslu. Innlent 26. ágúst 2021 16:11
Birtir til á Landspítalanum hvað varðar Covid-19 Yfirmaður Covid-göngudeildar á Landspítala segir að ástandið á spítalanum með tilliti til veirunnar hafi skánað síðustu daga. Óhætt sé að aflétta nokkuð af sóttvarnatakmörkunum. Innlent 26. ágúst 2021 15:32
Gætu selt 6.500 miða á landsleikina en útfærsla vegna hraðprófa enn óljós Til stóð að hefja miðasölu á morgun á fyrstu heimaleiki Íslands í undankeppni HM karla í fótbolta. Enn er hins vegar óljóst hve marga miða verður hægt að selja. Fótbolti 26. ágúst 2021 14:31
Blaut bartuska frá Bjarna, Áslaugu og Sigurði Inga Næstu þrjár vikur þurfa skemmtistaðir og barir á Íslandi áfram að loka dyrunum klukkan ellefu og tæma staðinn fyrir miðnætti. Reglugerðin er sem sé óbreytt, sem eru meiri háttar vonbrigði fyrir veitingamenn, og vafalaust margan dyggan viðskiptavininn líka. Innlent 26. ágúst 2021 14:11
Aflétting aðgerða: 500 mega koma saman ef þátttakendur framvísa niðurstöðum hraðprófs Engar takmarkanir verða á sundstöðum og líkamsræktarstöðvum þegar nýjar sóttvarnareglur taka gildi. Þá mega 200 koma saman á íþróttaæfingum og á veitingahúsum og skemmtistöðum. Aðgerðirnar eiga að taka gildi 28. ágúst næstkomandi og gilda í þrjár vikur. Innlent 26. ágúst 2021 11:45
Landamæraskimun verði hætt í Færeyjum Að sögn Michaels Boolsen, formanns farsóttarnefndar Færeyja, er staðan vegna Covid-19 svo góð í Færeyjum að ráðlagt sé að hætta skimun á landamærunum. Erlent 26. ágúst 2021 11:34
103 greindust innanlands í gær 103 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fjörutíu þeirra sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, en 63 utan sóttkvíar. Innlent 26. ágúst 2021 10:50
Andlát vegna Covid-19 Einn sjúklingur lést á gjörgæsludeild Landspítala í nótt vegna Covid-19. Þetta staðfestir Covid-göngudeild í samtali við fréttastofu. Innlent 26. ágúst 2021 10:50
CNN í beinni frá djamminu: „Gefðu mér smá séns hérna, vinur“ Bandaríska sjónvarpsstöðin CNN sendi á dögunum fréttamann til Íslands til þess að kanna hvernig tekist hefur að glíma við kórónuveirufaraldurinn hér á landi. Fór sjónvarpsstöðin í beina útsendingu frá miðborg Reykjavíkur skömmu eftir miðnætti. Djammþyrstir gestir miðborgarinnar trufluðu útsendinguna. Innlent 26. ágúst 2021 10:31
Ráðherra ræddi breytingar á aðgerðum Ríkisstjórnin situr nú á fundi í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu þar sem meðal annars eru til umræðu næstu aðgerðir innanlands í kórónuveirufaraldrinum. Innlent 26. ágúst 2021 09:51
Fangelsisdómur yfir einum þeirra sem ætlaði að ræna ríkisstjóra Dómstóll í Michigan dæmdi karlmann á þrítugsaldri í rúmlega sex ára fangelsi fyrir aðild sína að ráðabruggi um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, í fyrra. Samsærismennirnir voru ósáttir við takmarkanir sem Whitmer setti á vegna kórónuveirufaraldursins. Erlent 26. ágúst 2021 09:08
Stöðva notkun bóluefnis Moderna eftir að agnir fundust í lyfjaglösum Heilbrigðisyfirvöld í Japan og bóluefnaframleiðandinn Moderna hafa ákveðið að bíða með notkun 1,6 milljón bóluefnaskammta eftir að agnir fundust í nokkrum skömmtum af 560 þúsund skammta framleiðslulotu. Erlent 26. ágúst 2021 07:47
Nýi ríkisstjórinn leiðréttir tölu látinna í faraldrinum Raunverulegur fjöldi látinna í kórónuveirufaraldrinum í New York-ríki er um tólf þúsund manns hærri en opinberar tölur sögðu til um. Nýr ríkisstjóri greindi frá þessu eftir að hann tók við embættinu. Erlent 25. ágúst 2021 16:57
Gigtarlyf í flýtimati sem meðferð við Covid-19 Lyfjastofnun Evrópu (EMA) hefur hafið mat á því hvort gigtarlyfið RoActemra nýtist sem meðferð við alvarlegum Covid-19 sjúkdómi. Einna helst er til skoðunar hvort lyfið gagnist fullorðnum sjúklingum sem liggja á sjúkrahúsi, eru á sterameðferð og þurfa súrefnisgjöf eða öndunarvélastuðning. Erlent 25. ágúst 2021 14:52
Vonar að 500 fái að koma saman og hraðpróf komi í stað fjarlægðartakmarkana Ríkisstjórnin fundar á morgun um næstu aðgerðir í baráttunni við faraldurinn en sviðslistafólk hefur verið í samtali við yfirvöld um næstu skref. Innlent 25. ágúst 2021 11:43
Ríkisstjórnin fundar um næstu aðgerðir á morgun Ríkisstjórnin kemur saman til fundar á morgun en núverandi sóttvarnaaðgerðir renna út á föstudag. Bæði sóttvarnalæknir og heilbrigðisráðherra hafa sagt að tilefni sé til að létta á aðgerðum. Innlent 25. ágúst 2021 10:51
Minnst 84 greindust smitaðir í gær Samkvæmt uppfærðum tölum á covid.is greindust 84 smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Innlent 25. ágúst 2021 10:49
Komust ekki að niðurstöðu um uppruna veirunnar Bandarísku leyniþjónustunni tókst ekki að komast til botns í því hvernig nýtt afbrigði kórónurveirunnar barst fyrst í menn. Í skýrslu sem hún skilaði Joe Biden Bandaríkjaforseta er engin afgerandi niðurstaða um hvort að veiran hafi borist náttúrulega úr dýrum í menn eða hvort hún hafi sloppið af rannsóknastofu. Erlent 25. ágúst 2021 10:41
Lögregla leitar ljósum logum að karókíþyrstu Covid-sjúklingunum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu veit engin deili á fólki sem tilkynnt var um að ætlaði sér á karókíkvöld á skemmtistaðnum Gauknum í Reykjavík í gær, þrátt fyrir að hluti hópsins væri Covid-smitaður. Málinu er þó ekki lokið af hálfu lögreglu. Innlent 25. ágúst 2021 10:28