Loftslagsmál

Loftslagsmál

Fréttamynd

Vist­morð: brýnt tíma­spurs­mál

Eitt allra mikilvægasta verkefni stjórnmálanna og samfélagsins alls er að ná viðsnúningi í umgengni mannfólks við náttúruna. Loftslagsvandinn er ein birtingarmynd – og sú sem hefur einna helst verið rædd undanfarin ár – en það er mikilvægt að líta ekki framhjá hinum stóru hnattrænu vandamálunum; útdauða tegunda og mengun.

Skoðun
Fréttamynd

Hvernig lítur Ís­land út 2040?

Heimurinn er á hraðri leið inn í nýja framtíð. Á síðustu öld hófst ein mesta umbreyting okkar tíma í átt að kolefnishlutlausum heimi þegar að þjóðir heims komu sér saman um að draga úr hlýnun jarðar. Heilsa jarðar og lífríki jarðar er í húfi og loftslagsmál varða okkur öll.

Skoðun
Fréttamynd

Sam­eigin­leg veg­ferð Evrópu

Þjóðir heims hafa sett sér markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Íslendingar hafa í samfloti með öðrum þjóðum í Evrópu sett sér metnaðarfull markmið um samdrátt í losun. Markmið þjóða heims eru fjölþætt en stór hluti þeirra snýr að orkuskiptum, að hætta notkun jarðefnaeldsneytis og notast á endanum aðeins við orku úr endurnýjanlegum auðlindum.

Skoðun
Fréttamynd

Magnað að sjá bara vatnsgufu úr hreyflinum en enga mengun

Stórri farþegaflugvél, sömu gerðar og Icelandair notar í innanlandsfluginu, hefur í fyrsta sinn í sögunni verið flogið á vetni. Fulltrúi Icelandair var viðstaddur þetta tímamótaflug vestanhafs en þetta er meðal þeirra lausna sem félagið skoðar til orkuskipta í fluginu á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Engri losun vegna kola sópað undir teppið

Losun gróðurhúsalofttegunda vegna kolanotkunar stóriðju á Íslandi er talin fram í losunarbókhaldi hennar þrátt fyrir að Orkustofnun telji kolin ekki lengur hluta af frumorkunotkun á landinu. Sviðsstjóri hjá Orkustofnun segir að engin losun sé dulin með breytingunni.

Innlent
Fréttamynd

Bréfið fæst ekki heldur af­hent frá Evrópu

Svarbréf Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við erindi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra frá því í júní í fyrra, fæst ekki afhent frá framkvæmdastjórninni, þar sem svo er metið að ekki sé um opinber gögn að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Kaupa heimildir annarra til að standa við Kýótó-skuld­bindingar

Loftslagsráðuneytið hefur komist að þeirri niðurstöðu að æskilegast sé að íslensk stjórnvöld kaupi losunarheimildir annarra ríkja eða einingar fyrir loftslagsverkefnið í þróunarríkjum til þess að standast skuldbindingar sínar gagnvart Kýótó-bókuninni. Þingmaður Pírata segir Ísland komast upp með rosalegt yfirskot vegna galla í samningnum.

Innlent
Fréttamynd

Á­skoranir og tæki­færi í loftslagsmálum

Íslenska þjóðin er mjög háð sínum náttúruauðlindum enda eru þær undirstaða velferðar og framfara í þessu landi. Það gerir það að verkum að áskoranir tengdar loftslagsbreytingum eru af mörgum toga og flókið verkefni að vinna gegn.

Skoðun
Fréttamynd

Mikilvægt að fleiri leggi stund á umhverfisfræði

„Enn er margt óljóst um áhrif hlýnunar jarðar. Áhrifanna gætir hraðar en áður var talið á stöðum sem liggja hátt og við verðum að skilja betur hvernig þeir munu halda áfram að breytast og hvernig við þurfum að bregðast við og aðlagast breytingum. Það er því afar mikilvægt að fleiri leggi stund á umhverfisfræði,“ segir Alejandro Salazar Villegas brautarstjóri Umhverfisbreytingar á Norðurslóðum (EnCHiL), tveggja ára meistaranámsbrautar við Landbúnaðarháskóla Íslands.

Samstarf
Fréttamynd

Segir methagnað uppskeru af uppbyggingu virkjana

Landsvirkjun skilaði fjörutíuogfimm milljarða króna hagnaði á síðastliðnu ári og leggur stjórn fyrirtækisins til að tuttugu milljarða króna arður verði greiddur í ríkissjóð, fimm milljörðum meira en fjárlög gera ráð fyrir. Forstjórinn segir þetta uppskeru virkjanauppbyggingar síðustu áratuga en endursamningar við stóriðju séu þó stærsti áhrifaþátturinn í góðri afkomu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Meg­um ekki hika í ork­u­skipt­um

Við eigum möguleika á að verða fyrsta landið til að nota eingöngu endurnýjanlega orku. Því miður hefur stjórnmálafólk og embættismannakerfið sofið á verðinum. Raforkukerfið er uppselt og keyrt við þanmörk. Það má rekja til stöðnunar í málaflokknum í um áratug. Hvernig eiga orkuskiptin – að hætta notkun á olíu og nýta endurnýjanlega orkugjafa – að fara fram við þessar aðstæður?

Umræðan
Fréttamynd

Tekist á um gróður­setningu trjáa: „Þetta er svo mikil svika­mylla“

Fyrrverandi forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands gagnrýnir að gróðursetning trjáa sé seld undir þeim forsendum að með því sé verið að kolefnisjafna. Stjórnarformaður Kolviðar segir skýrt tekið fram að það taki tíma fyrir trén að kolefnisjafna og að gróðursetning sé sannarlega betra en að gera ekki neitt. 

Innlent
Fréttamynd

Kol­efnis­hlut­laus vöru­flutninga­geiri

Á ársfundi Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum), sem haldinn var í janúar 2023 í Davos, voru gefnar út nýjar leiðbeiningar til að styðja við flutningsgeirann til að draga úr losun og ná kolefnishlutleysi. Viðstaddir í Davos fengu tækifæri til að sjá hvernig flutnings- og vörustjórnunarfyrirtæki geti náð betri stjórn á og fylgst betur með, losun sinni.

Skoðun
Fréttamynd

Alþjóðlegur dagur votlendis, líka í Hafnarfirði

Við Hafnfirðingar erum ekki ríkir af votlendi. Það sem einkennir bæjarlandið er hraun, holt og melar, en nánast ekkert votlendi. Segja má að Hafnarfjörður sé heldur þurr á yfirborðinu þótt við vitum að vatnið renni undir hrauninu.

Skoðun
Fréttamynd

Óttast að illa verði komið fyrir húsvernd með sameiningu

Sviðsstjóri hjá Minjastofnun er hræddur um að illa verði komið fyrir húsvernd í landinu ef Minjastofnun verður undirsvið í mun stærri stofnun. Ekki hafi verið hlustað á sjónarmið starfsfólks Minjastofnunar í sameiningarferlinu. Minjavernd eigi miklu frekar heima í ráðuneyti menningarmála.

Innlent
Fréttamynd

Tíu stofnanir verða að þremur

Áform eru um að sameina tíu stofnanir sem heyra undir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið í þrjár stofnanir. Ráðherra segir að markmiðið með sameiningunni sé að efla stofnanir ráðuneytisins. 

Innlent
Fréttamynd

Mikil vonbrigði hjá Votlendissjóði og Einar hættir störfum

Stjórn Votlendissjóðs og framkvæmdastjóri hafa ákveðið að draga úr rekstri sjóðsins. Ástæðan er sögð skortur á jörðum til endurheimtar votlendis og áhrif krafna um vottun á fjármögnun verkefna. Þar til alþjóðleg vottun kolefniseininga sjóðsins er í höfn verður dregið úr rekstrinum.

Innlent