Loftslagsmál

Loftslagsmál

Fréttamynd

Álverin óttast áhrif kolefnisgjalds á innflutt ál

Íslenskir og evrópskir álframleiðendur óttast að nýtt gjald sem Evrópusambandið hyggst leggja á innflutt ál geti skekkt enn frekar samkeppnisstöðu þeirra á alþjóðamarkaði og gert fyrirtæki sem framleiða álvörur ósamkeppnishæf. Kerfið gæti dýpkað loftslagsvandann í stað þess að draga úr honum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hreyfi­aflið í opin­berum inn­kaupum

Í opinberum innkaupum þar sem lögð er áhersla á sjálfbærni (e.Sustainable Public Procurement) liggur gífurlega öflugt hreyfiafl í átt að sjálfbærum viðskiptum, nýsköpun og mannvirkjagerð. Víða erum við að sjá stór skref tekin í að nýta þau til að færa okkur nær sjálfbærni og úr línulegu hagkerfi yfir í hringrásarhagkerfið. Þarna þarf markvisst samstarf löggjafans, ríkis, sveitarfélaga og einkageirans.

Skoðun
Fréttamynd

Efast um að skemmti­ferða­skip séu góð nýting auð­linda

Fráfarandi ferðamálastjóri efast verulega um skynsemi þess að taka á móti miklum fjölda farþega skemmtiferðaskipa og gagnrýnir að hafnarstjórar hafi of mikil völd að ákveða fjöldann sem kemur. Á næsta ári stefnir í algera sprengingu í fjölda farþega sem koma með skemmtiferðaskipum.

Innlent
Fréttamynd

Eld­gosið ógnar sögu­legri lofts­lags­mæli­röð

Athuganastöð sem mælir styrk koltvísýrings á Mauna Loa á Havaí hefur verið stopp frá því að eldgos hófst í fjallinu fyrir rúmri viku. Mæliröðin þar er sú elsta samfellda um vaxandi styrk gróðurhúsalofttegundarinnar í lofthjúpi jarðar.

Erlent
Fréttamynd

Auðgandi við­skipta­módel

Um þessar mundir er náttúran að senda okkur skýr skilaboð um að yfirfærslan úr línulegu hagkerfi í öflugt hringrásarhagkerfi sé óumflýjanleg. Innan hringrásarhagkerfis höldum við auðlindum innan hringrásar bæði í framleiðslu og neyslu og stuðlum að tækniþróun og nýsköpun sem gera okkur kleift að nýta betur allar okkar auðlindir.

Skoðun
Fréttamynd

Mót­mæla því að Kóral­rifið verði sett á hættu­lista

Ástralska ríkisstjórnin ætlar að þrýsta á menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðananna að setja Kóralrifið mikla ekki á lista yfir heimsminjar í hættu. Stofnunin varaði við því að rifið væri í hættu yrði ekki gripið til róttækra aðgerða til þess að vernda það í gær.

Erlent
Fréttamynd

Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar sent Landsvirkjun til yfirlestrar

Orkustofnun hefur sent virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar í Þjórsá til umsækjandans, Landsvirkjunar, til yfirlestrar. Eitt og hálft ár er frá því Landsvirkjun sótti um virkjunarleyfið en umsóknin var send inn í júní árið 2021. Ári síðar, í júní 2022, auglýsti stofnunin umsóknina og gaf þeim sem málið varðar færi á að koma á framfæri sjónarmiðum sínum með skriflegum athugasemdum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Að virkja sig frá lofts­lags­vánni

Það er áríðandi, að mínu mati, að það samtal sem við eigum nú um orkumál og orkuskipti byggist á raunsæi og glöggum upplýsingum. Við erum einfaldlega farin að sjá til botns í hefðbundnum orkulindum okkar; vatnsafli og jarðvarma.

Skoðun
Fréttamynd

Út með ruslið!

Aðventa og jólin eru að koma í allri sinni dýrð, samveran lýsir upp skammdegið, gleðin er við völd og sem fyrr bregðumst við felst öll við með því að leggjast í mikla neyslu. Það má auðveldlega halda því fram að líklega sé aldrei meira úrgangur frá heimilum og fyrirtækjum landsmanna en einmitt á þessum árstíma.

Skoðun
Fréttamynd

Rangæingar segja Hekluskóga miklu stærri en Þorláksskóga

Rangæingar vilja ekki skrifa upp á þá staðhæfingu formanns bæjarráðs Ölfuss að Þorláksskógar séu stærsta skógræktarverkefni á Íslandi. Þeir segja að Hekluskógar í Rangárþingi ytra séu miklu stærri og vitna til upplýsinga frá Skógræktinni máli sínu til stuðnings.

Innlent
Fréttamynd

Ekki eins vongóður eftir loftslagsþingið

Deildar meiningar eru þann árangur sem náðist á COP27 loftslagsþinginu sem lauk í Egyptalandi í gær. Samþykkt um stofnun loftslagshamfarasjóðs þykir mikil tímamót en vonbrigðum hefur verið lýst yfir með samþykktir um samdrátt í losun og notkun á jarðefnaeldsneyti.

Innlent
Fréttamynd

Kín­verjar minnka losun en toppnum enn ekki náð

Losun gróðurhúsalofttegunda í Kína hefur dregist saman frá því í fyrra en ekki er útlit fyrir að hún hafi enn náð hámarki sínu. Niðurstaða nýrrar rannsóknar er að núverandi stefna kommúnistastjórnarinnar samræmist ekki að fullu loftslagsmarkmiðum hennar.

Erlent
Fréttamynd

Veikari texti en fyrir ári séu vonbrigði

Ráðherra sem fór fyrir Íslands hönd á COP27-loftslagsráðstefnuna fagnar því að sögulegur samningur um loftslagshamfarasjóð hafi náðst á ráðstefnunni, einkum í ljósi þess að á tímabili hafi verið tvísýnt hvort samningur næðist yfir höfuð. Það séu þó vonbrigði að ekki hafi tekist að herða á orðalagi í samkomulagi ríkja heims um að draga úr losun. 

Erlent
Fréttamynd

Teymi frá Veðurstofu metur hvort hættan sé liðin hjá

Enn er óvíst hvenær hægt verður að senda mannskap til að hreinsa aurinn sem liggur yfir Grenivíkurveg eftir að stærðarinnar skriða féll á veginn í gærmorgun. Teymi sérfræðinga frá Veðurstofu Íslands er á vettvangi og reynir að meta hvort hættan sé liðin hjá.

Innlent
Fréttamynd

Grænþvottur: Allir þurfa að vera fullvissir um að loforð standist

Grænþvottur – Er allt vænt sem vel er grænt? er yfirskrift fundar sem IcelandSIF stendur fyrir næstkomandi mánudag, en IcelandSIF eru samtök fjármálafyrirtækja, lífeyrissjóða, tryggingafélaga og aukaaðila sem hefur það hlutverk að efla þekkingu félagsaðila á aðferðarfræði sjálfbærra og ábyrgra fjárfestinga.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Samlegðaráhrif af COP27

Nú stendur yfir tuttugasta og sjöunda Loftslagsráðstefna Sameinuðu Þjóðanna (COP27) í Egyptalandi þar sem saman eru komnir fulltrúar nær allra ríkja heims til þess að semja um næstu skrefin í því að takast á við neyðarástandið í loftslagsmálum. Þó svo að lítill árangur hafi enn sem komið er náðst við samningaborðið, þá eru stór skref tekin í baráttunni við loftslagsneyðina af þúsundum annarra þátttakenda sem hafa komið hingað í þessa strandborg við Rauðahaf til þess að takast á við neyðarástandið, hver á sinn máta.

Skoðun
Fréttamynd

Hét nýjum degi fyrir Amason­frum­skóginn

Luiz Inacio Lula da Silva, nýkjörinn forseti Brasilíu, hét því að nýr dagur væri runninn upp fyrir Amasonfrumskóginn og að hann ætlaði að taka á ólöglegu skógarhöggi þar á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í dag.

Erlent