Strax komnar fram vangaveltur um að Barcelona ætli að selja Coutinho Philippe Coutinho er nýkominn til Barcelona en spænskir blaðamann eru strax farnir að skrifa um það að Brasilíumaðurinn sé á förum frá spænska félaginu. Fótbolti 27. febrúar 2018 11:30
Neymar brotinn og missir væntanlega af Real-leiknum Maðurinn sem var keyptur til að koma Paris Saint Germain alla leið í Meistaradeildinni verður nær örugglega ekki með liðinu í seinna leiknum á móti Real Madrid í sextán liða úrslitum keppninnar í ár. Fótbolti 27. febrúar 2018 08:15
Forseti UEFA vill ekki VAR í Meistaradeildina Myndbandsdómarar (VAR) verða ekki notaðir í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili því forseta UEFA þykir kerfið valda of miklum usla og misskilningi. Fótbolti 26. febrúar 2018 18:30
Neymar borinn útaf á börum í gærkvöldi Mikil óvissa er um þátttöku Neymar í leik upp á líf eða dauða í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir að Brasilíumaðurinn var borinn af velli í gærkvöldi. Fótbolti 26. febrúar 2018 08:30
Óskar Hrafn: Leiðinlegur Mourinho er að eyðileggja Manchester United Óskar Hrafn Þorvaldsson var ekki ánægður með Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Manchester United, eftir slaka frammistöðu liðsins gegn Sevilla í Meistaradeild Evrópu í gær. Fótbolti 22. febrúar 2018 10:00
Mourinho við blaðamann: „Má ég knúsa þig?“ Jose Mourinho, stjóri Manchester United, var ánægður með blaðamann BT Sport er hann spurði stjórann út í frammistöðu Skotans Scott McTominay í Meistaradeildarleik gegn Sevilla í kvöld. Enski boltinn 21. febrúar 2018 22:29
Aukaspyrnumark Fred tryggði Shaktar sigur | Sjáðu mörkin Shaktar Donetsk kom til baka gegn Roma á heimavelli í fyrri leik og vann 2-1 sigur í leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 21. febrúar 2018 21:30
De Gea frábær er United gerði markalaust jafntefli | Sjáðu allt það helsta Sevilla og Manchester United gerðu markalaust jafntefli í kvöld, en leikurinn var fyrri leikur liðanna í 16-liða úrslitunum. Fótbolti 21. febrúar 2018 21:30
Pogba á bekknum gegn Sevilla Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, verður varamaður í kvöld í leik liðsins gegn Sevilla í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. BBC greinir frá þessu á vef sínum. Fótbolti 21. febrúar 2018 17:47
Ætlum að binda Sanchez og vonandi spilar Pogba ekki Það er óhætt að segja að Vincenzo Montella, þjálfari Sevilla, beri mikla virðingu fyrir andstæðingi sínum í Meistaradeildinni í kvöld, Man. Utd. Fótbolti 21. febrúar 2018 09:30
Messi braut loks ísinn gegn Chelsea │ Sjáðu mörkin Chelsea og Barcelona gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, en Lionel Messi tókst loksins að skora gegn Chelsea. Áður hafði hann spilað átta leiki gegn liðinu án þess að skora mark. Fótbolti 20. febrúar 2018 22:45
Bayern rústaði Besiktas │ Sjáðu mörkin Bayern München rúllaði yfir Besiktast í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, en þetta var fyrsti útsláttarleikur Besiktast í Meistaradeild Evrópu. Hann endaði með 5-0 tapi. Fótbolti 20. febrúar 2018 22:30
Rifja upp sögu Eiðs Smára í tilefni leiks Chelsea og Barca │ Myndband Facebook-síðan Dream Team rifjar upp feril Eiðs Smára Guðjohnsen, en tilefnið er leikur Chelsea og Barcelona í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fótbolti 20. febrúar 2018 20:00
Sigurvegari kvöldsins vinnur líklega Meistaradeildina Það gæti komið í ljós í kvöld hverjir enda sem sigurvegarar Meistaradeildar Evrópu ef marka má söguna, því í þrjú síðustu skipti sem Chelsea og Barcelona mættust í útsláttarkeppninni þá vann sigurlið þess einvígis keppnina. Fótbolti 20. febrúar 2018 15:45
Ter Stegen fékk nauðungarkost 10 ára: „Ferð í mark eða yfirgefur klúbbinn“ Marc-Andre ter Stegen er einn fremsti markmaður heims, ver mark Barcelona og þýska landsliðsins. En hann má þakka furðulegum hlaupastíl fyrir það að hann varð markvörður. Fótbolti 20. febrúar 2018 14:00
Conte sefur ekki fyrir áhyggjum af Messi Antonio Conte, knattspyrnustjóri Chelsea, sefur ekki fyrir áhyggjum af því hvernig hann eigi að sigra Barcelona en fyrri leikur liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu fer fram í kvöld. Fótbolti 20. febrúar 2018 11:00
Conte: Veikleikar Barcelona eru án boltans Antonio Conte, stjóri Chelsea, segir að lærisveinar hans þurfi að nýta sér veikleika Barcelona á þriðjudaginn þegar liðin mætast í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Conte segir að veikleikar Börsunga felist í því þegar þeir eru ekki með boltann. Fótbolti 18. febrúar 2018 12:00
Þjálfari PSG kennir dómaranum um tapið Unai Emery var ósáttur við nokkrar ákvarðanir dómarans í tapinu á Bernabéu í gærkvöldi. Fótbolti 15. febrúar 2018 11:00
Martraðarmet féllu á Drekavellinum Porto steinlá á heimavelli gegn Liverpool í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gærkvöld. Enski boltinn 15. febrúar 2018 06:00
Klopp: Robertson týndi fyrirgjöfum sínum í Skotlandi en fann þær aftur í kvöld Jurgen Klopp var að vonum hæstánægður með frammistöðu sinna manna í Liverpool sem rúlluðu Porto upp í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 14. febrúar 2018 22:22
Real kláraði PSG á lokasprettinum │ Sjáðu mörkin Evrópumeistarar Real Madrid hafa unnið Meistaradeildina tvö ár í röð og sýndu meistaratakta með því að næla sér í sigur gegn PSG í kvöld eftir að jafnt hafði verið með liðunum mest allan leikinn. Fótbolti 14. febrúar 2018 21:45
Þrenna Mane gerði út um Porto │ Sjáðu mörkin Porto steinlá á heimavell í fyrri leik liðsins gegn Liverpool í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Fótbolti 14. febrúar 2018 21:30
Sögulegt mark Ronaldo Cristiano Ronaldo skoraði sitt 100. mark fyrir Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í kvöld þegar hann jafnaði metin gegn Paris Saint-Germain í leik liðanna í 16-liða úrslitum keppninnar. Fótbolti 14. febrúar 2018 21:15
Roberto Firmino: Ætlum að láta leikmenn Porto þjást í kvöld Roberto Firmino hefur verið í miklu stuði með Liverpool í Meistaradeildinni. Fótbolti 14. febrúar 2018 16:00
Blaðamenn, ekki spyrja Klopp um Meistaradeildarsigur Liverpool frá 2005 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, stýrir liðinu í kvöld í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Hann mætti á blaðamannafund í gær þar sem hann var ekki hrifinn af því að fjölmiðlamenn væru að spyrja hann um síðasta sigur Liverpool í Meistaradeildinni. Enski boltinn 14. febrúar 2018 11:30
Sjáðu sögulegt mark Kane í endurkomu Tottenham og rústið hjá City Harry Kane heldur áfram að setja met í markaskorun. Fótbolti 14. febrúar 2018 08:00
Kane jafnaði markamet Gerrard í Meistaradeildinni Harry Kane, framherij Tottenham, jafnaði í gærkvöldi met Steven Gerrard um mörk skoruð á einu keppnistímabili í Meistaradeild Evrópu. Enski boltinn 14. febrúar 2018 07:00
Ástríðan skiptir meira máli en leikskipulagið Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að ástríða og hjarta leikmanna muni skipta meira máli í leiknum mikilvæga gegn Porto í kvöld heldur en leikskipulag hans. Enski boltinn 14. febrúar 2018 06:00
Tottenham kom til baka í Tórínó og eru með pálmann í höndunum Tottenham gerði góða ferð til Ítalíu í kvöld þegar liðið mætti Juventus í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Eftir erfiða byrjun fyrir gestina urðu lokatölur 2-2. Fótbolti 13. febrúar 2018 21:45