Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Frank Lampard: Þetta var frábær fótboltaleikur

    Chelsea sló Liverpool út úr Meistaradeildinni annað árið í röð þegar liðin gerðu 4-4 jafntefli í seinni leiknum á Brúnni í kvöld. Chelsea vann því samanlagt 7-5. Frank Lampard og Didier Drogba áttu mikinn þátt í því að Chelsea náði að vinna upp forskot Liverpool frá því í fyrri hálfleik.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Gerrard ekki með Liverpool í kvöld

    Fyrirliðinn Steven Gerrard verður ekki með liði Liverpool í kvöld þegar það sækir Chelsea heim í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ferdinand verður í byrjunarliðinu

    Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United hefur staðfest að Rio Ferdinand verði í hjarta varnarinnar annað kvöld þegar liðið sækir Porto heim í Meistaradeildinni.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Wenger: Við ætlum að vinna

    Arsene Wenger og hans menn í Arsenal ætla ekki að leika upp á jafntefli þegar þeir taka á móti Villarreal í síðari leik liðanna í Meistaradeildinni annað kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Cole: Forskot okkar of mikið fyrir Liverpool

    Varnarmaðurinn Ashley Cole hjá Chelsea vill meina að liðið hafi náð svo góðu forskoti á Liverpool í fyrri leik liðanna í Meistaradeildinni að þeir rauðu nái ekki að vinna það upp í þeim síðari.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Mourinho ekki kærður

    Ekkert verður aðhafst frekar í máli Jose Mourinho og stuðningsmanns Manchester United sem sakaði Mourinho um að hafa ráðist á sig eftir leik United og Inter í Meistaradeildinni.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Barcelona með besta lið Evrópu

    Yaya Toure, leikmaður Barcelona, segir að hann sé í besta liði í Evrópu í dag. Börsungar unnu 4-0 sigur á Bayern München í Meistaradeildinni nú í vikunni og eru í efsta sæti spænsku úrvalsdeildarinnar.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Rétt hjá mér að gefa Terry gult

    Danski dómarinn Claus Bo Larsen segir að það hafi verið rétt ákvörðun hjá sér að gefa John Terry, fyrirliða Chelsea, áminningu í leiknum gegn Liverpool í Meistaradeild Evrópu í gær.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Staða Klinsmann í hættu

    Þýskir fjölmiðlar spá því að staða Jürgen Klinsmann, knattspyrnustjóra Bayern München, sé í mikilli hættu eftir að liðið beið afhroð í Barcelona í Meistaradeild Evrópu í gær.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Guardiola: Erum ekki komnir áfram

    Pep Guardiola hefur varað leikmenn sína við því að þeir eru ekki enn komnir í undanúrslit Meistaradeildarinnar þrátt fyrir 4-0 sigur Barcelona á Bayern München í kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Úrslitin komu Hiddink á óvart

    Guus Hiddink sagði að sigur sinna manna í Chelsea á Liverpool í Meistaradeild Evrópu í kvöld hafi verið sanngjarn en úrslitin hafi komið sér á óvart.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Benitez: Chelsea átti skilið að vinna

    Rafael Benitez, stjóri Liverpool, sagði Chelsea hafa verðskuldað sigurinn í leik liðanna í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Chelsea vann leikinn, 3-1, eftir að Liverpool komst 1-0 yfir.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Allir meistararnir á bekknum hjá Chelsea

    Chelsea mætir Liverpool á eftir á Anfield í 8 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu og það þykir mörgum skondið að Gus Hiddink, stjóri liðsins, er með alla fyrrum sigurvegara í Meistaradeildinni á bekknum hjá sér. Það er hinsvegar enginn fyrrum meistari í byrjunarliðinu.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Benitez ögrar fyrirliða sínum

    Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, hefur verið í fantaformi með liði sínu að undanförnu. Rafa Benitez knattspyrnustjóri liðsins segir að miðjumaðurinn standi frammi fyrir mikilli áskorun í einvíginu við Chelsea í Meistaradeildinni sem hefst í kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Terry hefur ekki áhyggjur af leikbanni

    Varnarjaxlinn John Terry hjá Chelsea segist ekki hafa áhyggjur af því að lenda í leikbanni í kvöld þegar Chelsea sækir Liverpool heim á Anfield í Meistaradeildinni í kvöld.

    Fótbolti