Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Hugsanlega erfiðustu mótherjarnir

    Sir Alex Ferguson fullyrðir að mótherjar Manchester United í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar, franska liðið Lyon, sé einn erfiðasti mótherjinn sem lið hans hefði geta fengið í drættinum í dag.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Liverpool: Þessi verður stór

    Rick Parry, framkvæmdastjóri Liverpool, segir sína menn gera sér fulla grein fyrir því að þeir eigi erfitt verkefni fyrir höndum þegar þeir mæta Inter Milan í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Manchester-bullurnar fá fangelsisdóma

    Útlit er fyrir að stuðningsmenn Manchester United sem handteknir voru í Róm vegna óláta fyrir leik Roma og United í Meistaradeildinni á dögunum þurfi að dúsa í fangelsi fram yfir jól í það minnsta. Þeir voru allir dæmdir í fangelsi í dag.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Arsenal mætir AC Milan

    Nú er klárt hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu sem hefjast í febrúar. Sannkallaðir risaleikir eru á dagskrá í fyrstu umferð útsláttarkeppninnar.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Meistaradeildardrátturinn í beinni á Vísi

    Nú klukkan 11 kemur í ljós hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu og verður drátturinn í beinni útsendingu hér á Vísi. Lið frá sama landi geta ekki lent saman í drættiinum og fara fyrstu leikirnir í 16-liða úrslitum fram dagana 19. og 20. febrúar.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Útsala í Kænugarði

    Forseti Dynamo Kiev hefur lofað að tekið verði rækilega til í herbúðum liðsins eftir arfaslakan árangur þess í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Liðið hafnaði í neðsta sæti og fékk ekki eitt einasta stig.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ólætin vörpuðu skugga á leikinn

    Sir Alex Ferguson sagðist í kvöld vonsvikinn yfir því að ólæti stuðningsmanna hefðu enn á ný sett mark sitt á leik Manchester United og Roma í Meistaradeildinni.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Wenger hefur ekki áhyggjur

    Arsene Wenger segist ekki hafa stórar áhyggjur af því hvaða mótherja Arsenal fær í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir að ljóst varð að liðið náði ekki að landa efsta sætinu í riðlakeppninni.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Sjö Englendingar á sjúkrahús

    Sjö stuðningsmenn Manchester United voru fluttir á sjúkrahús í tengslum við leik liðsins gegn Roma í Róm á Ítalíu í kvöld. Fimm þeirra hlutu stungusár eftir átök sem urðu fyrir utan leikvanginn fyrir leikinn, en tveir þeirra voru ofurölvi að sögn talsmanns sendiráðsins í Róm.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Martröð á Ibrox

    Skoska liðið Glasgow Rangers þurfti að sætta sig við að komast ekki í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar í kvöld eftir að hafa fengið 3-0 skell gegn Lyon á heimavelli sínum Ibrox.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Jafnt á Nývangi í hálfleik

    Nú er kominn hálfleikur í leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Rangers er á leið út úr keppninni eins og staðan er í hálfleik því liðið er 1-0 undir á heimavelli gegn Lyon frá Frakklandi.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Eiður byrjar gegn Stuttgart

    Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Barcelona sem tekur á móti Stuttgart í lokaleik sínum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Barcelona hefur þegar tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum keppninnar.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Þrír stuðningsmenn United stungnir í Róm

    Þrír af stuðningsmönnum Manchester United voru stungnir í átökum fyrir leikinn við Roma í Meistaradeildinni í Róm í kvöld. BBC greinir frá þessu nú rétt í þessu. Síðast þegar liðin mættust enduðu 11 stuðningsmenn á sjúkrahúsi eftir átök.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Eiður Smári í hópnum

    Eiður Smári Guðjohnsen er að venju í leikmannahópi Barcelona en liðið mætir Stuttgart í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Sigurganga Real óslitin í riðlakeppninni

    Real Madrid tryggði sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og varð þar með fyrsta liðið til að komast þangað í 12 sinn í sögu félagsins. Liðið hefur alltaf komist upp úr riðli sínum í Meistaradeildinni og það er einstakur árangur.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Endurkoma Liverpool í sögubækurnar

    Liverpool varð í kvöld aðeins sjöunda liðið í sögu Meistaradeildarinnar til að komast í 16-liða úrslit keppninnar eftir að hafa fengið aðeins eitt stig út úr fyrstu þremur leikjum sínum í riðlinum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Cole: Þetta var fín æfing fyrir okkur

    Leikmenn Chelsea gleymdu skotskónum heima í kvöld þegar þeir gerðu markalaust jafntefli við heillum horfið lið Valencia í lokaleik sínum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Nú einbeitum við okkur að United

    Rafa Benitez hrósaði liði sínu í hástert eftir sigurinn á Marseille í Meistaradeildinni í kvöld en vildi lítið tjá sig um þau skilaboð sem sigurinn sendi forráðamönnum félagsins.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Gerrard: Þetta var úrslitaleikur

    "Við spiluðum þennan leik eins og um sannan úrslitaleik væri að ráða eins og stjórinn vildi og það gekk eftir frá markverði til fremsta manns," sagði Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool eftir 4-0 sigurinn á Marseille í Meistaradeildinni í kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Liverpool í 16-liða úrslitin

    Liverpool tryggði sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu með auðveldum 4-0 útisigri á Marseille í Frakklandi. Liðið hafnaði því í öðru sæti A-riðils á eftir Porto sem lagði Besiktas 2-0.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Liverpool í vænlegri stöðu

    Liverpool er í vænlegri stöðu þegar flautað hefur verið til hálfleiks í leikjum kvöldsins í Meistaradeildinni. Liðið hefur yfir 2-0 gegn slöku liði Marseille á útivelli eftir að Steven Gerrard og Fernando Torres skoruðu mörkin á fyrstu 11 mínútum leiksins.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    2-0 fyrir Liverpool

    Liverpool er komið í ansi vænlega stöðu gegn Marseille í lokaleik sínum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Spánverjinn Fernando Torres bætti við laglegu marki á 11. mínútu - skömmu eftir að Gerrard braut ísinn úr víti.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Dramatík frá fyrstu mínútu

    Leikur Liverpool og Marseille í Meistaradeildinni fer æsilega af stað og það tók enska liðið ekki nema innan við fimm mínútur að ná forystunni. Steven Gerrard fiskaði vítaspyrnu sem hann lét verja frá sér en skoraði úr frákastinu.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Seedorf sjötti maðurinn í 100 leiki

    Hollenski miðjumaðurinn Clarence Seedorf varð í gærkvöld sjötti maðurinn til að spila sinn 100. leik í Meistaradeild Evrópu þegar hann spilaði með AC Milan í 1-0 sigri á Celtic.

    Fótbolti