Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Zlatan gerði gæfumuninn

    Inter vann mikilvægan 2-0 sigur á PSV Eindhoven í Meistaradeildinni í kvöld. Zlatan Ibrahimovic stal senunni en hann skoraði bæði mörk Inter. Það fyrra úr vítaspyrnu sem hann sótti sjálfur.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Smith: Enginn bjóst við þessu

    Walter Smith, knattspyrnustjóri Glasgow Rangers, viðurkennir að vera furðu lostinn eftir að lið hans vann frönsku meistarana í Lyon 3-0. Skoska liðið hefur nú unnið báða leiki sína í Meistaradeildinni.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Sir Alex: Heppnin var með okkur

    Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, viðurkennir að lið hans hafi verið nokkuð heppið að fá þrjú stig úr leiknum gegn Roma í kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Wenger: Sýndum skynsemi

    Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að sérstakur andi sé yfir liðinu um þessar mundir og vonast til að hann endist. Liðið vann Steaua Búkarest í kvöld 1-0 í Meistaradeild Evrópu.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Rooney tryggði United sigur

    Manchester United vann 1-0 sigur á Roma í Meistaradeild Evrópu í kvöld og skaust á toppinn í sínum riðli. Wayne Rooney skoraði eina mark leiksins með skoti sem fór í stöngina og inn á 71. mínútu.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Jafntefli í Moskvu

    CSKA Moskva og Fenerbache gerðu 2-2 jafntefli í G-riðli Meistaradeildar Evrópu í dag. Gestirnir jöfnuðu leikinn fjórum mínútum fyrir leikslok. Inter og PSV Eindhoven mætast í hinum leik riðilsins sem fer að hefjast.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Leikir kvöldsins í Meistaradeildinni

    Í kvöld hefst 2. umferð í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Reyndar er einn leikur hafinn en það er viðureign CSKA Moskva og Fenerbache í G-riðli. Aðrir leikir kvöldsins hefjast allir klukkan 18:45.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Totti vill vinna United 7-0

    Francesco Totti, fyrirliði Roma, vill koma fram hefndum á morgun þegar liðið mætir Manchester United. Flestum er enn í fersku minni 7-1 sigur United á Roma á síðustu leiktíð.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Uefa ætlar ekki að banna Grant

    Talsmaður Knattspyrnusambands Evrópu segir að ekki standi til að banna Avram Grant að stýra liði Chelsea í Meistaradeildinni. Grant er ekki með opinbert atvinnuleyfi til að þjálfa og er á undanþágu, en Uefa segir málið ekki í sínum höndum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Roma leitar hefnda

    Önnur umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu fer fram í næstu viku þar sem nokkrir stórleikir verða á dagskrá. Einn af athygliverðari leikjunum verður án efa slagur Manchester United og Roma, en þar eiga Rómverjar sannarlega harma að hefna eftir útreiðina á síðustu leiktíð.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Cesar: Mancini var reiður

    Markvörðurinn Julio Cesar var besti maður Inter Milan í kvöld þegar liðið tapaði nokkuð óvænt 1-0 fyrir tyrkneska liðinu Fenerbahce á útivelli í Meistaradeildinni. Það sem kom meira á óvart í leiknum voru yfirburðir heimamanna, sem gerðu harða atlögu að ítölsku meisturunum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Meistaradeildin er erfiðari

    Juande Ramos, þjálfari Sevilla, sagði tap sinna manna gegn Arsenal á Emirates í kvöld vera talandi dæmi um það hvað Meistaradeild Evrópu sé erfið deild. Hann vill þó ekki meina að hans menn hafi verið lélegir í kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Messi: Þetta var ágæt sýning

    Lionel Messi átti góðan leik í kvöld þegar Barcelona lagði Lyon 3-0 í E-riðli Meistaradeildinni. Hann var ánægður með leik sinna manna og sagði þá hafa gert allt sem lögðu upp með fyrir leikinn.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Van Persie: Við erum að spila ótrúlega

    Robin van Persie sagði Arsenal vera að spila hágæða knattspyrnu í kvöld þegar liðið lagði Sevilla örugglega 3-0 á Emirates. Félagi hans Cesc Fabregas segir Arsenal vera lið framtíðarinnar.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Blendnar tilfinningar fyrir Ronaldo

    Portúgalski vængmaðurinn Cristiano Ronaldo hjá Manchester United upplifði blendnar tilfinningar í kvöld þegar hann tryggði enska liðinu sigur á fyrrum félögum sínum í Sporting í Lissabon.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ferguson: Mikilvægt að byrja á sigri

    Sir Alex Ferguson var að vonum ánægður með sigur sinna manna á Sporting í Lissabon í kvöld. Hann var ánægður með frammistöðu Wayne Rooney sem sneri aftur úr meiðslum og á von á að hann verði klár á ný gegn Chelsea á sunnudaginn.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Wenger vill meiri stöðugleika

    Arsene Wenger var nokkuð sáttur við sína menn eftir 3-0 sigurinn á Sevilla í kvöld en vill þó meina að hans menn eigi mikið inni. Hann leitar fyrst og fremst eftir stöðugleika hjá sínum mönnum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Auðvelt hjá Arsenal

    Manchester United og Arsenal unnu góða sigra í Meistaradeild Evrópu í kvöld þegar 8 leikir fóru fram í riðlakeppninni. United vann sanngjarnan 1-0 útisigur á Sporting í Lissabon. Arsenal lagði Sevilla 3-0 en Inter tapaði nokkuð óvænt 1-0 fyrir Fenerbahce í Tyrklandi.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Arsenal leiðir í hálfleik

    Arsenal hefur yfir 1-0 gegn Sevilla þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign liðanna í Meistaradeildinni. Barcelona hefur yfir 1-0 gegn Lyon og markalaust er hjá Sporting og Manchester United í Portúgal.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Crawford kominn með starfsleyfi á ný

    NBA-dómarinn Joey Crawford hefur fengið grænt ljós á að byrja að dæma í deildinni á ný í haust, en hann var settur í bann á síðasta tímabili eftir að hafa farið gróflega yfir strikið í leik San Antonio og Dallas.

    Körfubolti