Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Liverpool yfir í hálfleik

    Liverpool hefur yfir 1-0 gegn Chelsea þegar flautað hefur verið til hálfleiks í síðari leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Það var danski varnarmaðurinn Daniel Agger sem skoraði mark heimamanna á 22. mínútu og staðan í einvíginu er því jöfn 1-1. Leikurinn er sýndur á Sýn í beinni lýsingu Arnars Björssonar frá Anfield.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Agger kemur Liverpool yfir

    Liverpool er komið yfir 1-0 gegn Chelsea í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Agger skoraði með laglegu skoti eftir fyrirgjöf Steven Gerrard sem kom upp úr vel tekinni aukaspyrnu á vinstri vængnum á 22. mínútu. Staðan er nú orðin 1-1 í einvíginu.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Vidic og Ferdinand klárir í slaginn

    Miðverðirnir Nemanja Vidic og Rio Ferdinand hafa báðir fengið grænt ljós á að spila með liði sínu Manchester United annað kvöld þegar liðið sækir AC Milan heim í síðari leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Gennaro Gattuso hefur sömuleiðis náð sér af meiðslum hjá Milan en varnarmaðurinn Paolo Maldini er mjög tæpur.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Byrjunarliðin klár

    Nú styttist í að flautað verði til leiks í síðari undanúrslitaleikur Liverpool og Chelsea hefjist á Anfield í Liverpool. Arnar Björnsson lýsir leiknum beint frá Liverpool og verður hann sýndur beint á Sýn. Byrjunarliðin eru klár og þau má sjá hér fyrir neðan.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Shevchenko er ekki í deilum við Chelsea

    Chelsea hefur gefið út yfirlýsingu þar sem fram kemur að ástæða þess að Andiy Shevchenko fer ekki með liðinu til Liverpool sé meiðsli en ekki deilur við knattspyrnustjórann. Shevchenko tilkynnti í gær að hann gæti ekki spilað gegn Liverpool vegna nárameiðsla, en bresku blöðin héldu því fram að hann hefði neitað að fara með liðinu eftir að honum hafi verið tjáð að hann væri ekki í byrjunarliðinu í kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Shevchenko verður ekki með gegn Liverpool

    Úkraínski framherjinn Andriy Shevchenko verður ekki með liði sínu Chelsea þegar það sækir Liverpool heim í síðari undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeild Evrópu annað kvöld. Þegar er ljóst að liðið verður án þeirra Ricardo Carvalho og Michael Ballack, sem báðir eru meiddir.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Finnan og Essien verða með annað kvöld

    Bakvörðurinn Steve Finnan verður leikfær með Liverpool annað kvöld þegar liðið tekur á móti Chelsea í síðari leiknum í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Þá kemur miðjumaðurinn Michael Essien aftur inn í lið Chelsea. Leikurinn er á Anfield í Liverpool og verður sýndur beint á Sýn.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Benitez: Hringlið í Mourinho kostaði Chelsea titilinn

    Rafa Benitez, stjóri Liverpool, hefur nú bætt enn í sálfræðistríðið við Jose Mourinho kollega sinn hjá Chelsea fyrir síðari leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar annað kvöld. Benitez segir að Mourinho hafi eyðilagt möguleika Chelsea á Englandsmeistaratitlinum um síðustu helgi með því að gera of miklar breytingar á byrjunarliði sínu.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Grískir lögreglumenn hóta verkfalli

    Lögreglumenn í Aþenu í Grikklandi hafa nú skapað nokkra spennu þar í borg, því þeir hóta að fara í verkfall daginn sem úrslitaleikurinn í Meistaradeild Evrópu fer fram í borginni þann 23. maí næstkomandi. Lögreglumennirnir ætla að nota þessa hótun í kjarabaráttu sinni þar sem þeir fara fram á bætta vinnuaðstöðu og hærri tekjur.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Kaka: United spilar brasilískan bolta

    Miðjumaðurinn Kaka hjá AC Milan segir að Manchester United spili eins og lið frá Brasilíu og var hann hrifinn af spilamennsku liðsins þegar það tók á móti Milan í Meistaradeildinni í vikunni. Hann segir ekki rétt að Arsenal spili brasilískan bolta eins og sumir hafi haldið fram.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Stuðningsmaður Milan setti Dida á uppboð á eBay

    Svekktur stuðningsmaður AC Milan sýndi vilja sinn í verki í gær og setti markvörðinn Dida á uppboð á netinu í gær eftir að honum þótti brasilíski markvörðurinn ekki standa sig nógu vel í fyrri leiknum gegn Manchester United í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á dögunum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Shevchenko: Kaka er sá besti

    Andriy Shevchenko, leikmaður Chelsea, segir að fyrrum félagi hans hjá AC Milan, Brasilíumaðurinn Kaka, sé besti knattspyrnumaður heimsins í dag. Kaka fór á kostum með Milan gegn Manchester United í Meistaradeildinni í vikunni og skoraði tvö mörk á Old Trafford.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Uppselt á San Siro

    Ítalska félagið AC Milan hefur tilkynnt að þegar sé uppselt á síðari leik liðsins við Manchester United í undanúrslitum Meistaradeildarinnar næsta miðvikudag. 67,500 áhorfendur munu fylgjast með leiknum, þar sem heimamenn þurfa að snúa við blaðinu eftir 3-2 tap á Englandi til að komast í úrslitaleikinn í Aþenu.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Reina: Leikmenn Chelsea eru þreyttir

    Markvörðurinn Jose Reyna hjá Liverpool segir að stíf keppni á öllum vígstöðvum sé greinilega farin að taka sinn toll af leikmönnum Chelsea. Hann segir þá hafa virkað þreytta í síðari hálfleiknum gegn Liverpool í gær. „Þeir eiga erfiðan leik í deildinni á laugardaginn og kannski verða þeir enn þreyttari í síðari leiknum gegn okkur," sagði Reina.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Mourinho: Við ætlum að skora á Anfield

    Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, var sáttur við 1-0 sigur sinna manna í Liverpool í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Hann segir sína menn staðráðna í því að ná að skora í síðari leiknum á Anfield í næstu viku, því það muni fara langt með að fleyta liðinu í úrslitaleikinn.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Chelsea lagði Liverpool

    Chelsea vann í kvöld 1-0 baráttusigur á Liverpool í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Það var Joe Cole sem skoraði mark heimamanna eftir góðan undirbúning Didier Drogba eftir hálftíma leik og ljóst að mikið er eftir af þessu harða einvígi. Síðari leikurinn fer fram á Anfield í næstu viku.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Chelsea yfir í hálfleik

    Chelsea hefur yfir 1-0 gegn Liverpool í hálfleik í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Heimamenn hafa verið sterkari aðilinn í leiknum og það var Joe Cole sem braut ísinn fyrir heimamenn eftir frábæran undirbúning Didier Drogba á 29. mínútu.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Byrjunarliðin klár hjá Chelsea og Liverpool

    Nú er búið að tilkynna byrjunarlið Chelsea og Liverpool fyrir fyrri leik þeirra í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Liðskipan má sjá hér fyrir neðan, en leikurinn verður sýndur beint á Sýn.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Stuðningsmenn United og Roma sektaðir

    Knattspyrnusamband Evrópu sektaði í dag Manchester United og Roma vegna óláta stuðningsmanna félaganna á fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Roma var sektað um 31,000 pund en United um 14,500 pund. Félögin hafa þrjá daga til að áfrýja sektunum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Sálfræðistríðið heldur áfram

    Sálfræðistríð þeirra Rafa Benitez og Jose Mourinho hefur nú náð hámarki fyrir fyrri leik Chelsea og Liverpool í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Leikurinn verður að sjálfssögðu sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn og hefst útsending klukkan 18:30 að lokinni upphitun með Guðna Bergs.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Kaka: Okkur varð hugsað til Roma-leiksins

    Brasilíski miðjumaðurinn Kaka hjá AC Milan sagði að sér hafi verið hugsað til leiks Manchester United og Roma þegar heimamenn skoruðu fyrsta markið eftir aðeins fimm mínútur í leiknum í kvöld. Hann vonast til þess að stuðningur áhorfenda nægi til að koma liði Milan í úrslitaleikinn.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Rooney: Scholes er snillingur

    Wayne Rooney var að vonum ánægður eftir sigur Manchester United á AC Milan í kvöld, en hann skoraði jöfnunarmarkið og tryggði liði sínu sigur með glæsilegu marki í uppbótartíma. Hann segir félaga sína aldrei hafa misst trú á verkefninu þó liðið hafi lent undir.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ferguson: Liðið spilaði frábæran fótbolta

    Sir Alex Ferguson var mjög ánægður með sigurinn á AC Milan í kvöld og sagði sína menn hafa spilað frábæran fótbolta á tíðum í leiknum. Hann segir sína menn eiga góða möguleika á að fara í úrslitaleikinn.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Rooney tryggði United sigur á elleftu stundu

    Manchester United lagði AC Milan 3-2 í frábærum fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Ítalska liðið komst í 2-1 í fyrri hálfleik en Wayne Rooney tryggði enska liðinu dýrmætan sigur með marki í uppbótartíma.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Rooney jafnar fyrir United

    Staðan í leik Manchester United og AC Milan er orðin jöfn 2-2. Það var Wayne Rooney sem jafnaði leikinn fyrir United eftir klukkutíma leik og heimamenn allir að lifna við eftir kjaftshöggið sem þeir fengu í fyrri hálfleik.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Milan leiðir í hálfleik á Old Trafford

    AC Milan hefur yfir 2-1 í hálfleik gegn Manchester United í fyrri leik liðanna á Old Trafford í Manchester. Heimamenn byrjuðu betur í leiknum og komust í 1-0 eftir fimm mínútur þegar markvörðurinn Dida sló boltann í eigið net. Það var svo Brasilíumaðurinn Kaka sem stal senunni fyrir gestina og kom liði sínu í 2-1 með mörkum á 22. og 37. mínútu.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Kaka kemur Milan yfir á Old Trafford

    AC Milan hefur náð 2-1 forystu gegn Manchester United í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Það var Brasilíumaðurinn Kaka sem var aftur á ferðinni fyrir ítalska liðið og skoraði á 37. mínútu. Heimamenn eru því komnir í vond mál í einvíginu.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Kaka jafnar

    Snillingurinn Kaka hjá AC Milan er búinn að jafna fyrir AC Milan gegn Manchester United á Old Trafford. Markið kom á 22. mínútu eftir fallega spilamennsku hjá Milan-liðinu þar sem Kaka fékk góða sendingu inn fyrir vörnina og lagði boltann í hornið.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    United komið yfir

    Það tók Manchester United aðeins 5 mínútur að ná forystu gegn AC Milan í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Cristiano Ronaldo átti fínan skalla að marki ítalska liðsins, en markvörðurinn Dida gerði mistök og kýldi boltann í eigið net.

    Fótbolti