Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Mourinho býst við konunlegum móttökum

    Jose Mourinho skortir ekki sjálfstraustið frekar en fyrri daginn. Nú hefur hann lýst því yfir að hann búist við konunglegum móttökum þegar hann heimsækir Porto í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í febrúar. Mourinho gerði Porto að Evrópumeisturum fyrir rúmum tveimur árum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Strachan mjög ánægður með að mæta Milan

    Gordon Strachan, þjálfari skoska liðsins Glasgow Celtic, segist mjög ánægður með þá miklu prófraun sem leikmenn hans fá í febrúar eftir að liðið lenti á móti ítalska liðinu AC Milan í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Laporta hlakkar til að heimsækja Bítlaborgina

    Joan Laporta, forseti Barcelona, segir að enska liðið Liverpool sé sannkallaður óskamótherji í næstu umferð Meistaradeildarinnar og segist ekki geta beðið eftir að heimsækja Bítlaborgina þegar Evrópumeistarar síðustu tveggja ára reyna með sér í 16-liða úrslitunum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ferguson ætlar að snúa við blaðinu

    Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að ekki komi til greina að endurtaka klúðrið frá því í fyrra þegar liðið náði aðeins einu stigi gegn franska liðinu Lille í Meistaradeildinni en það varð öðru fremur til þess að enska liðið féll úr keppni. Liðin mætast nú í 16-liða úrslitum keppninnar og er Lille talið eitt veikasta liðið í þeim hópi.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Við höfum engu að tapa

    Rafa Benitez, stjóri Liverpool, segir að sínir menn hafi engu að tapa í 16-liða úrslitum meistaradeildarinnar eftir að ljóst var að liðið myndi mæta Eiði Smára og félögum í Barcelona í næstu umferð.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Barcelona mætir Liverpool

    Í morgun var dregið í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Eiður Smári Guðjohnsen og félagar í Barcelona mæta enska liðinu Liverpool, en þetta eru sigurvegarar keppninnar síðustu tvö ár. Þá mætir Jose Mourinho sínum gömlu félögum í Porto með liði Chelsea.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Atouba fær tveggja leikja bann og sekt

    Kamerúnmaðurinn Timothee Atouba hjá HSV í Þýskalandi hefur verið settur í tveggja leikja bann og gert að greiða sekt í kjölfar þess að hann sýndi stuðningsmönnum liðsins dónalegt fingramál þegar honum var skipt af velli í sigri HSV á CSKA Moskva í gærkvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Leikmenn Arsenal voru taugaóstyrkir

    Arsene Wenger viðurkennir að hans menn hafi verið of varkárir og taugaóstyrkir í kvöld þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Porto á útivelli í Meistaradeildinni, en það tryggði liðinu engu að síður efsta sætið í riðlinum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ferguson ánægður að sjá fimm bresk lið í 16-liða úrslitunum

    Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segist afar sáttur við að sjá fimm bresk lið í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í ár eftir sigur United á Benfica í kvöld. "Það er frábært að sjá þessi lið komast áfram og það er ljóst að eitt þeirra á góða möguleika á að vinna keppnina. Ég vona bara að það verði okkar lið," sagði Ferguson.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Atouba í vondum málum

    Kamerúnski landsliðsmaðurinn Timothee Atouba hjá Hamburg á væntanlega von á mjög harðri refsingu frá félagi sínu og aganefnd knattspyrnusambands Evrópu eftir að hann sýndi stuðningsmönnum Hamburg miðfingurinn þegar honum var skipt af velli í langþráðum sigri liðsins í Meistaradeildinni í kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Góður sigur United á Benfica

    Manchester United tryggði sér efsta sætið í F-riðli Meistaradeildarinnar og sæti í 16-liða úrslitum með 3-1 sigri á Benfica á Old Trafford í kvöld. Nélson kom Benfica óvænt yfir í leiknum en Nemanja Vidic jafnaði í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Þeir Ryan Giggs og Louis Saha bættu svo við tveimur mörkum í þeim síðari og tryggðu enska liðinu sigurinn. Nú er ljóst hvaða lið fara í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Jafnt í hálfleik á Old Trafford

    Nú er kominn hálfleikur í frábærum leik Manchester United og Benfica á Old Trafford í Meistaradeildinni og er staðan jöfn 1-1. Gestirnir frá Portúgal komust yfir þvert gegn gangi leiksins þegar bakvörðurinn Nélson skoraði með glæsilegu skoti eftir 27 mínútur, en Nemanja Vidic jafnaði fyrir heimamenn í uppbótartíma. Leikurinn hefur verið eign Manchester United síðasta hálftímann og sóknarleikurinn í fyrirrúmi.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Við verðum að nýta færin í kvöld

    Sir Alex Ferguson segir að sínir menn í Manchester United verði að nýta færi sín til hins ítrasta í leiknum við Benfica í Meistaradeildinni í kvöld ef þeir ætli sér að ná hagstæðum úrslitum. Enska liðinu nægir stig til að komast áfram, en liðið hefur átt það til að fara illa með færi sín í keppninni til þessa og það hefur kostað liðið að mati knattspyrnustjórans. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn klukkan 19:30.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Wenger ætlar að sækja til sigurs

    Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segist ekki ætla að fara til Porto í kvöld með það fyrir augum að hanga á jafntefli þó sú niðurstaða yrði nóg fyrir hans menn til að komast áfram í 16-liða úrslit keppninnar. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Extra í kvöld klukkan 19:30.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Barcelona áfram

    Barcelona tryggði sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu með nokkuð öruggum 2-0 sigri á Werder Bremen á heimavelli sínum. Ronaldinno og Eiður Smári Guðjohnsen skoruðu mörk spænska liðsins í frábærum leik í beinni útsendingu á Sýn.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Barcelona í góðum málum

    Ronaldinho og Eiður Smári Guðjohnsen eru á skotskónum hjá Barcelona í Meistaradeildinni í kvöld en liðið hefur 2-0 forystu gegn Bremen á heimavelli sínum og er því í ágætri stöðu til að komast áfram í 16-liða úrslitin. Leikurinn hefur verið mjög skemmtilegur og auk þess að skora átti Eiður Smári sín bestu tilþrif í vetur þegar hann lék á þrjá varnarmenn Bremen en skot hans hafnaði í stönginni.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Eiður í byrjunarliði Barcelona

    Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Barcelona sem tekur á móti Werder Bremen í Meistaradeildinni nú klukkan 19:45 en bein útsending frá leiknum hefst á Sýn klukkan 19:30. Hér fyrir neðan má sjá byrjunarliðin.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Magath á von á skemmtilegum leik í kvöld

    Felix Magath, þjálfari Bayern Munchen, segist eiga von á góðri skemmtun fyrir áhorfendur í kvöld þegar Bayern tekur á móti Inter Milan í leiknum um toppsætið í B-riðli Meistaradeildarinnar. Leikurinn er sýndur beint á Sýn Extra 2 í kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Rijkaard heimtar sigur og ekkert annað

    Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona, segir að ekkert annað en sigur komi til greina í kvöld þegar Barcelona tekur á móti Bremen í sterkum A-riðli Meistaradeildarinnar. Eiður Smári Guðjohnsen verður væntanlega í byrjunarliði Barca í leiknum, sem sýndur verður beint á Sýn klukkan 19:30.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Barcelona - Bremen í beinni á Sýn

    Það verða að venju þrír leikir í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðvum Sýnar úr Meistaradeild Evrópu í kvöld. Aðalleikurinn á Sýn er viðureign Barcelona og Werder Bremen, þar sem spænska liðið verður að vinna til að komast áfram í keppninni. Leikur Roma og Valencia er sýndur á Sýn Extra og leikur Bayern og Inter á Sýn Extra 2. Útsending hefst klukkan 19:30 á öllum leikjunum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Blendnar tilfinningar hjá Mourinho

    Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, vissi ekki alveg í hvorn fótinn hann ætti að stíga þegar hann var spurður að því í dag hvort hann vildi að Manchester United og Arsenal kæmust áfram í Meistaradeild Evrópu. Ensku liðin eru í baráttu við tvo lið frá Portúgal, heimalandi Mourinho.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ronaldinho segir að Barca muni sækja til sigurs

    Brasilíski snillingurinn Ronaldinho segist sannfærður um að Barcelona verði í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Hann sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Katalóníu í dag.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Leikmenn Bremen óttast ekki Barcelona

    Þýski landsliðsmaðurinn Thorsten Frings og leikmaður Werder Bremen segir að leikmenn liðsins óttist Evrópumeistara Barcelona ekki neitt og að liðið muni spila til sigurs í viðureign liðanna í Meistaradeildinni á morgun. Lið Bremen kom til Barcelona í morgun og æfði á Nou Camp í morgun.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Juninho gagnrýnir brasilíska landsliðið

    Juninho, leikmaður Lyon í Frakklandi og fyrrum landsliðsmaður Brasilíu, gagnrýnir harðlega undirbúning Brassa fyrir HM í Þýskalandi í sumar og segir að liðið hafi farið á mótið með hangandi hendi. Hann segist þó ánægður með störf nýja landsliðsþjálfarans Dunga það sem af er.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Chelsea tapaði fyrir Bremen

    Chelsea tapaði sínum fyrsta leik í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld þegar liðið lá 1-0 fyrir þýska liðinu Werder Bremen. Á sama tíma vann Barcelona 2-0 sigur á Levski Sofia með mörkum frá Giuly og Iniesta, en Eiður Smári Guðjohnsen náði ekki að koma sér á blað þrátt fyrir að eiga nokkur ágæt færi í leiknum. Chelsea og Bremen eru jöfn í efsta sæti riðilsins með 10 stig en Barcelona hefur 8 stig.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Bremen hefur yfir gegn Chelsea

    Nú er kominn hálfleikur í leikjunum sjö sem standa yfir í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu. Þýska liðið Werder Bremen hefur yfir 1-0 gegn Chelsea á heimavelli sínum og þá hefur Barcelona yfir 1-0 gegn Levski Sofia í Búlgaríu. Ekkert mark er komið í leik Liverpool og PSV, en markaskorara kvöldsins má sjá á Boltavaktinni hér á íþróttasíðu Vísis.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Vafasamt met hjá Spartak

    Bayern Munchen fór langt með að tryggja sér efsta sætið í B-riðli Meistaradeildarinnar í kvöld þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Spartak í Moskvu á gervigrasvelli liðsins. Spartak setti vafasamt met með jafnteflinu, því liðið hefur nú spilað 22 leiki án sigurs í Meistaradeildinni.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ancelotti hefur miklar áhyggjur

    Carlo Ancelotti, þjálfari AC Milan, segist hafa miklar áhyggjur af slöku gegni liðs síns á leiktíðinni. Þessi ummæli lét hann falla eftir að Milan tapaði 1-0 fyrir AEK frá Aþenu í Meistaradeildinni í gær. Milan hefur þegar tryggt sér sæti í 16-liða úrslitunum, en það dregur ekki úr áhyggjum þjálfarans.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Mikil pressa á Eiði Smára í kvöld

    Útlit er fyrir að pressan sé mikil á Eið Smára Guðjohnsen hjá Barcelona í kvöld þegar liðið sækir Levski Sofia í Búlgaríu í Meistaradeildinni. Barcelona þarf nauðsynlega á sigri að halda og á heimasíðu félagsins í dag stendur að liðið muni treysta á að íslenski framherjinn sýni aðra eins frammistöðu og þegar hann skoraði tvö mörk gegn Mallorca í spænsku deildinni á dögunum.

    Fótbolti