Mourinho býst við konunlegum móttökum Jose Mourinho skortir ekki sjálfstraustið frekar en fyrri daginn. Nú hefur hann lýst því yfir að hann búist við konunglegum móttökum þegar hann heimsækir Porto í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í febrúar. Mourinho gerði Porto að Evrópumeisturum fyrir rúmum tveimur árum. Fótbolti 27. desember 2006 22:00
Strachan mjög ánægður með að mæta Milan Gordon Strachan, þjálfari skoska liðsins Glasgow Celtic, segist mjög ánægður með þá miklu prófraun sem leikmenn hans fá í febrúar eftir að liðið lenti á móti ítalska liðinu AC Milan í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fótbolti 15. desember 2006 16:38
Laporta hlakkar til að heimsækja Bítlaborgina Joan Laporta, forseti Barcelona, segir að enska liðið Liverpool sé sannkallaður óskamótherji í næstu umferð Meistaradeildarinnar og segist ekki geta beðið eftir að heimsækja Bítlaborgina þegar Evrópumeistarar síðustu tveggja ára reyna með sér í 16-liða úrslitunum. Fótbolti 15. desember 2006 16:32
Ferguson ætlar að snúa við blaðinu Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að ekki komi til greina að endurtaka klúðrið frá því í fyrra þegar liðið náði aðeins einu stigi gegn franska liðinu Lille í Meistaradeildinni en það varð öðru fremur til þess að enska liðið féll úr keppni. Liðin mætast nú í 16-liða úrslitum keppninnar og er Lille talið eitt veikasta liðið í þeim hópi. Fótbolti 15. desember 2006 16:09
Við höfum engu að tapa Rafa Benitez, stjóri Liverpool, segir að sínir menn hafi engu að tapa í 16-liða úrslitum meistaradeildarinnar eftir að ljóst var að liðið myndi mæta Eiði Smára og félögum í Barcelona í næstu umferð. Fótbolti 15. desember 2006 16:01
Barcelona mætir Liverpool Í morgun var dregið í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Eiður Smári Guðjohnsen og félagar í Barcelona mæta enska liðinu Liverpool, en þetta eru sigurvegarar keppninnar síðustu tvö ár. Þá mætir Jose Mourinho sínum gömlu félögum í Porto með liði Chelsea. Fótbolti 15. desember 2006 13:11
Reyes vill mæta Arsenal í Meistaradeildinni Spænski landsliðsmaðurinn Jose Antonio Reyes hjá Arsenal, sem nú leikur sem lánsmaður hjá Real Madrid, segist óska þess að liðin lendi saman í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fótbolti 12. desember 2006 16:45
Atouba fær tveggja leikja bann og sekt Kamerúnmaðurinn Timothee Atouba hjá HSV í Þýskalandi hefur verið settur í tveggja leikja bann og gert að greiða sekt í kjölfar þess að hann sýndi stuðningsmönnum liðsins dónalegt fingramál þegar honum var skipt af velli í sigri HSV á CSKA Moskva í gærkvöld. Fótbolti 7. desember 2006 15:23
Leikmenn Arsenal voru taugaóstyrkir Arsene Wenger viðurkennir að hans menn hafi verið of varkárir og taugaóstyrkir í kvöld þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Porto á útivelli í Meistaradeildinni, en það tryggði liðinu engu að síður efsta sætið í riðlinum. Fótbolti 6. desember 2006 23:01
Ferguson ánægður að sjá fimm bresk lið í 16-liða úrslitunum Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segist afar sáttur við að sjá fimm bresk lið í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í ár eftir sigur United á Benfica í kvöld. "Það er frábært að sjá þessi lið komast áfram og það er ljóst að eitt þeirra á góða möguleika á að vinna keppnina. Ég vona bara að það verði okkar lið," sagði Ferguson. Fótbolti 6. desember 2006 22:53
Atouba í vondum málum Kamerúnski landsliðsmaðurinn Timothee Atouba hjá Hamburg á væntanlega von á mjög harðri refsingu frá félagi sínu og aganefnd knattspyrnusambands Evrópu eftir að hann sýndi stuðningsmönnum Hamburg miðfingurinn þegar honum var skipt af velli í langþráðum sigri liðsins í Meistaradeildinni í kvöld. Fótbolti 6. desember 2006 22:29
Góður sigur United á Benfica Manchester United tryggði sér efsta sætið í F-riðli Meistaradeildarinnar og sæti í 16-liða úrslitum með 3-1 sigri á Benfica á Old Trafford í kvöld. Nélson kom Benfica óvænt yfir í leiknum en Nemanja Vidic jafnaði í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Þeir Ryan Giggs og Louis Saha bættu svo við tveimur mörkum í þeim síðari og tryggðu enska liðinu sigurinn. Nú er ljóst hvaða lið fara í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Fótbolti 6. desember 2006 21:33
Jafnt í hálfleik á Old Trafford Nú er kominn hálfleikur í frábærum leik Manchester United og Benfica á Old Trafford í Meistaradeildinni og er staðan jöfn 1-1. Gestirnir frá Portúgal komust yfir þvert gegn gangi leiksins þegar bakvörðurinn Nélson skoraði með glæsilegu skoti eftir 27 mínútur, en Nemanja Vidic jafnaði fyrir heimamenn í uppbótartíma. Leikurinn hefur verið eign Manchester United síðasta hálftímann og sóknarleikurinn í fyrirrúmi. Fótbolti 6. desember 2006 20:32
Við verðum að nýta færin í kvöld Sir Alex Ferguson segir að sínir menn í Manchester United verði að nýta færi sín til hins ítrasta í leiknum við Benfica í Meistaradeildinni í kvöld ef þeir ætli sér að ná hagstæðum úrslitum. Enska liðinu nægir stig til að komast áfram, en liðið hefur átt það til að fara illa með færi sín í keppninni til þessa og það hefur kostað liðið að mati knattspyrnustjórans. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn klukkan 19:30. Fótbolti 6. desember 2006 14:51
Wenger ætlar að sækja til sigurs Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segist ekki ætla að fara til Porto í kvöld með það fyrir augum að hanga á jafntefli þó sú niðurstaða yrði nóg fyrir hans menn til að komast áfram í 16-liða úrslit keppninnar. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Extra í kvöld klukkan 19:30. Fótbolti 6. desember 2006 14:40
Barcelona áfram Barcelona tryggði sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu með nokkuð öruggum 2-0 sigri á Werder Bremen á heimavelli sínum. Ronaldinno og Eiður Smári Guðjohnsen skoruðu mörk spænska liðsins í frábærum leik í beinni útsendingu á Sýn. Fótbolti 5. desember 2006 21:34
Barcelona í góðum málum Ronaldinho og Eiður Smári Guðjohnsen eru á skotskónum hjá Barcelona í Meistaradeildinni í kvöld en liðið hefur 2-0 forystu gegn Bremen á heimavelli sínum og er því í ágætri stöðu til að komast áfram í 16-liða úrslitin. Leikurinn hefur verið mjög skemmtilegur og auk þess að skora átti Eiður Smári sín bestu tilþrif í vetur þegar hann lék á þrjá varnarmenn Bremen en skot hans hafnaði í stönginni. Fótbolti 5. desember 2006 20:28
Eiður í byrjunarliði Barcelona Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Barcelona sem tekur á móti Werder Bremen í Meistaradeildinni nú klukkan 19:45 en bein útsending frá leiknum hefst á Sýn klukkan 19:30. Hér fyrir neðan má sjá byrjunarliðin. Fótbolti 5. desember 2006 19:03
Magath á von á skemmtilegum leik í kvöld Felix Magath, þjálfari Bayern Munchen, segist eiga von á góðri skemmtun fyrir áhorfendur í kvöld þegar Bayern tekur á móti Inter Milan í leiknum um toppsætið í B-riðli Meistaradeildarinnar. Leikurinn er sýndur beint á Sýn Extra 2 í kvöld. Fótbolti 5. desember 2006 17:45
Rijkaard heimtar sigur og ekkert annað Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona, segir að ekkert annað en sigur komi til greina í kvöld þegar Barcelona tekur á móti Bremen í sterkum A-riðli Meistaradeildarinnar. Eiður Smári Guðjohnsen verður væntanlega í byrjunarliði Barca í leiknum, sem sýndur verður beint á Sýn klukkan 19:30. Fótbolti 5. desember 2006 16:27
Barcelona - Bremen í beinni á Sýn Það verða að venju þrír leikir í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðvum Sýnar úr Meistaradeild Evrópu í kvöld. Aðalleikurinn á Sýn er viðureign Barcelona og Werder Bremen, þar sem spænska liðið verður að vinna til að komast áfram í keppninni. Leikur Roma og Valencia er sýndur á Sýn Extra og leikur Bayern og Inter á Sýn Extra 2. Útsending hefst klukkan 19:30 á öllum leikjunum. Fótbolti 5. desember 2006 14:37
Blendnar tilfinningar hjá Mourinho Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, vissi ekki alveg í hvorn fótinn hann ætti að stíga þegar hann var spurður að því í dag hvort hann vildi að Manchester United og Arsenal kæmust áfram í Meistaradeild Evrópu. Ensku liðin eru í baráttu við tvo lið frá Portúgal, heimalandi Mourinho. Fótbolti 4. desember 2006 22:00
Ronaldinho segir að Barca muni sækja til sigurs Brasilíski snillingurinn Ronaldinho segist sannfærður um að Barcelona verði í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Hann sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Katalóníu í dag. Fótbolti 4. desember 2006 20:54
Leikmenn Bremen óttast ekki Barcelona Þýski landsliðsmaðurinn Thorsten Frings og leikmaður Werder Bremen segir að leikmenn liðsins óttist Evrópumeistara Barcelona ekki neitt og að liðið muni spila til sigurs í viðureign liðanna í Meistaradeildinni á morgun. Lið Bremen kom til Barcelona í morgun og æfði á Nou Camp í morgun. Fótbolti 4. desember 2006 20:15
Juninho gagnrýnir brasilíska landsliðið Juninho, leikmaður Lyon í Frakklandi og fyrrum landsliðsmaður Brasilíu, gagnrýnir harðlega undirbúning Brassa fyrir HM í Þýskalandi í sumar og segir að liðið hafi farið á mótið með hangandi hendi. Hann segist þó ánægður með störf nýja landsliðsþjálfarans Dunga það sem af er. Fótbolti 28. nóvember 2006 17:15
Chelsea tapaði fyrir Bremen Chelsea tapaði sínum fyrsta leik í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld þegar liðið lá 1-0 fyrir þýska liðinu Werder Bremen. Á sama tíma vann Barcelona 2-0 sigur á Levski Sofia með mörkum frá Giuly og Iniesta, en Eiður Smári Guðjohnsen náði ekki að koma sér á blað þrátt fyrir að eiga nokkur ágæt færi í leiknum. Chelsea og Bremen eru jöfn í efsta sæti riðilsins með 10 stig en Barcelona hefur 8 stig. Fótbolti 22. nóvember 2006 21:37
Bremen hefur yfir gegn Chelsea Nú er kominn hálfleikur í leikjunum sjö sem standa yfir í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu. Þýska liðið Werder Bremen hefur yfir 1-0 gegn Chelsea á heimavelli sínum og þá hefur Barcelona yfir 1-0 gegn Levski Sofia í Búlgaríu. Ekkert mark er komið í leik Liverpool og PSV, en markaskorara kvöldsins má sjá á Boltavaktinni hér á íþróttasíðu Vísis. Fótbolti 22. nóvember 2006 20:44
Vafasamt met hjá Spartak Bayern Munchen fór langt með að tryggja sér efsta sætið í B-riðli Meistaradeildarinnar í kvöld þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Spartak í Moskvu á gervigrasvelli liðsins. Spartak setti vafasamt met með jafnteflinu, því liðið hefur nú spilað 22 leiki án sigurs í Meistaradeildinni. Fótbolti 22. nóvember 2006 19:47
Ancelotti hefur miklar áhyggjur Carlo Ancelotti, þjálfari AC Milan, segist hafa miklar áhyggjur af slöku gegni liðs síns á leiktíðinni. Þessi ummæli lét hann falla eftir að Milan tapaði 1-0 fyrir AEK frá Aþenu í Meistaradeildinni í gær. Milan hefur þegar tryggt sér sæti í 16-liða úrslitunum, en það dregur ekki úr áhyggjum þjálfarans. Fótbolti 22. nóvember 2006 19:13
Mikil pressa á Eiði Smára í kvöld Útlit er fyrir að pressan sé mikil á Eið Smára Guðjohnsen hjá Barcelona í kvöld þegar liðið sækir Levski Sofia í Búlgaríu í Meistaradeildinni. Barcelona þarf nauðsynlega á sigri að halda og á heimasíðu félagsins í dag stendur að liðið muni treysta á að íslenski framherjinn sýni aðra eins frammistöðu og þegar hann skoraði tvö mörk gegn Mallorca í spænsku deildinni á dögunum. Fótbolti 22. nóvember 2006 18:15
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti