Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Kennum okkur sjálfum um tapið

    Ryan Giggs, leikmaður Manchester United, segir að tap liðsins gegn Celtic í Meistaradeildinni í gærkvöld sé engum öðrum að kenna en leikmönnunum sjálfum, sem hafi fengið á baukinn fyrir að nýta ekki færin sín. Hann hefur ekki stórar áhyggjur af því að mæta Benfica í lokaleiknum í riðlakeppninni.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Benitez vill hirða toppsætið

    Rafa Benitez, stjóri Liverpool, hefur lagt ríka áherslu á það við leikmenn sína að reyna að ná toppsætinu í C-riðli Meistaradeildarinnar í undirbúningi liðsins fyrir leikinn við PSV á Anfield í kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Þrír leikir í beinni á Sýn í kvöld

    Keppni í Meistaradeild Evrópu heldur áfram með miklum látum í kvöld og sjónvarpsstöðvar Sýnar verða með þrjá leiki í beinni útsendingu. Leikur Werder Bremen og Chelsea verður í beinni á Sýn klukkan 19:30, Liverpool - PSV verður í beinni á Sýn Extra og Levski - Barcelona verður í beinni á Sýn Extra 2 á sama tíma.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Vissi að Saha næði ekki að skora

    Neil Lennon, fyrirliði Glasgow Celtic, hefur gefið það upp að Gary Neville hjá Manchester United hafi komið til sín skömmu áður en Louis Saha tók vítaspyrnuna á lokamínútum leiks liðanna í Meistaradeildinni í gær og sagt sér að Saha myndi ekki skora úr henni.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Mourinho ætlar að spila til sigurs

    Jose Mourinho segir sína menn í Chelsea ætla að sækja til sigurs gegn Werder Breen í Meistaradeildinni í kvöld, þó sigur gæti í raun orðið til þess að hjálpa erkifjendunum Barcelona að komast áfram upp úr riðlinum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Áfall að tapa þessum leik

    Sir Alex Ferguson segir að það hafi verið algjört áfall fyrir sig og sína menn í Manchester United að tapa fyrir Celtic í Meistaradeildinni í kvöld, en enska liðið hafði tögl og haldir áður en frábær aukaspyrna Japanans Nakamura tryggði Celtic sigurinn.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Nakamura tryggði Celtic sigur á Man Utd

    Manchester United tapaði öðrum leik sínum í röð í Meistaradeild Evrópu í kvöld þegar liðið lá 1-0 fyrir Glasgow Celtic í Skotlandi. Enska liðið var mun betri aðilinn í leiknum en eins og til að kóróna slæmt kvöld hjá liðinu, misnotaði Louis Saha vítaspyrnu á lokamínútum leiksins. Það var japanski aukaspyrnusérfræðingurinn Nakamura sem tryggði Celtic sigur með stórkostlegu marki beint úr aukaspyrnu, en hann skoraði einnig beint úr aukaspyrnu í fyrri leik liðanna í haust.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Hamburg yfir gegn Arsenal í hálfleik

    Nú er kominn hálfleikur í leikjunum sjö sem standa yfir í Meistaradeild Evrópu. Þýska liðið Hamburg hefur yfir 1-0 gegn Arsenal á Emirates þar sem Rafael van der Vaart skoraði strax á 4. mínútu og Lyon hefur yfir 2-1 gegn Real Madrid á Bernabeu. Enn er markalaust í baráttunni um Bretland á Celtic Park, en stöðuna í leikjum kvöldsins má sjá á Boltavaktinni hér á Vísi og svo eru þrír leikir í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðvum Sýnar.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Porto tók CSKA Moskvu í kennslustund

    Einum leik er lokið í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Porto vann öruggan og sannfærandi útisigur á CSKA Moskvu 2-0 með mörkum frá Ricardo Quaresma og Lucho Gonzalés og er liðið fyrir vikið komið í toppsætið í G-riðli.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Fjórir leikir í beinni á Sýn í dag

    Sjónvarpsstöðvar Sýnar verða með fjórar beinar útsendingar frá Meistaradeildinni í dag. Hátíðin hefst með leik CSKA Moskvu og Porto klukkan 17:15 á Sýn. Klukkan 19:30 hefst svo leikur Celtic og Manchester United á Sýn og á sama tíma verða leikir Arsenal og HSV á Sýn Extra og leikur Real Madrid og Lyon á Sýn Extra 2.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Celtic ætti fullt erindi í ensku úrvalsdeildina

    Gordon Strachan og lærisveinar hans í skoska liðinu Glasgow Celtic mæta Manchester United í Meistaradeildinni í kvöld og á blaðamannafundi fyrir leikinn sagði Strachan að ekki væri jafn mikill munur á ensku úrvalsdeildinni og þeirri skosku og margir héldu.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Geir verður eftirlitsmaður í Meistaradeildinni

    Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, verður eftirlitsmaður UEFA á leik Benfica og FC Kaupmannahöfn í Meistaradeild Evrópu á morgun. Leikurinn er liður í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, en liðin eru í F-riðli keppninnar.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Eiður kippir sér ekki upp við ummæli Mourinho

    Eiður Smári Guðjohnsen lét sér fátt um finnast í dag þegar hann var spurður út í ummæli fyrrum stjóra síns í sinn garð, en Jose Mourinho kallaði hann leikara fyrir leik Barcelona og Chelsea í síðasta mánuði.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ole Gunnar frá í nokkrar vikur

    Norski markaskorarinn Ole Gunnar Solskjær hjá Manchester United verður frá keppni í nokkrar vikur eftir að hafa tognað aftan á læri í Meistaradeildarleiknum á Parken í gærkvöldi. Alex Ferguson knattspyrnustjóri liðsins segist hafa verið feginn að heyra að vandamálið var ekki alvarlegra en raun bar vitni og sagðist hafa óttast að hnéð hefði gefið sig þegar hann fór að haltra undir lok leiksins.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Stórhuga í Meistaradeildinni

    Jose Mourinho segir að lið sitt sé að spila betur en nokkru sinni fyrr í Meistaradeild Evrópu og bendir á að þó samkeppnin sé hörð, hafi hans menn alla möguleika á að fara alla leið í keppninni að þessu sinni.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Hugsanlega besti leikur okkar í Meistaradeildinni

    Arsene Wenger var ekkert að velta sér upp úr því að lið hans hafi farið illa með fjölda færa og því þurft að sætta sig við markalaust jafntefli á heimavelli við CSKA Moskva í kvöld. Hann segir spilamennsku liðsins hafa verið frábæra.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Við verðum að ná í stig gegn Celtic

    Sir Alex Ferguson var ekki á þeim buxunum að koma með lélegar afsakanir í kvöld eftir að hans menn afhentu FC Kaupmannahöfn fyrsta sigur sinni í Meistaradeildinni í sögu félagsins. Ferguson sagði sína menn hafa fengið á baukinn fyrir að nýta ekki færi sín.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    United lá í Kaupmannahöfn

    Manchester United þurfti að sætta sig við 1-0 tap fyrir FC Kaupmannahöfn í Danmörku í kvöld og Arsenal og CSKA Moskva gerðu markalaust jafntefli í G-riðli, þar sem allt er nú opið.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Dauft hjá enskum í fyrri hálfleik

    Ensku liðunum Arsenal og Manchester United hefur ekki gengið vel í fyrri hálfleik í leikjum sínum í Meistaradeild Evrópu sem sýndir eru beint á sjónvarpsstöðvum Sýnar í kvöld, en raunar hafa fá mörk verið skoruð í leikjunum átta sem standa yfir.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Meiðsli Eiðs ekki alvarleg

    Ökklameiðsli landsliðsfyrirliðans Eiðs Smára Guðjohnsen í leiknum gegn Chelsea í Meistaradeildinni í gærkvöld voru ekki eins alvarleg og talið var í fyrstu og svo gæti farið að hann yrði klár í slaginn um helgina þegar meistararnir mæta Deportivo í deildinni.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Arsenal - CSKA Moskva í beinni

    Leikur Arsenal og CSKA Moskvu í meistaradeild Evrópu verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn í kvöld klukkan 19:30 og á sama tíma verður leikur FC Kaupmannahöfn og Manchester United sýndur á Sýn Extra.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Baunar áfram á Barcelona

    Jose Mourinho hrósaði baráttuanda sinna manna í gærkvöld þegar lið Chelsea náði jöfnu gegn Barcelona í Meistaradeildinni, en hann gat ekki stillt sig um að bauna aðeins á Frank Rijkaard þjálfara.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Öruggt hjá Liverpool

    Liverpool átti ekki í neinum vandræðum með að leggja Bordaeux af velli á heimavelli sínum í Meistaradeildinni í kvöld. Lokatölur urðu 3-0 og er Liverpool búið að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum, rétt eins og PSV sem sigraði Galatasary, 2-0.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Gleði og sorg hjá Eiði Smára

    Eiður Smári Guðjohnsen skoraði en meiddist illa þegar Barcelona og Chelsea skildu jöfn, 2-2, í stórleik kvöldsins í Meistaradeildinni. Eiður Smári kom Barca í 2-1 á 58. mínútu en meiddist, að því er virtist alvarlega, á ökkla um stundarfjórðungi síðar. Didier Drogba jafnaði leikinn í uppbótartíma.

    Sport
    Fréttamynd

    Barcelona leiðir í hálfleik

    Staðan á Nou Camp leikvanginum í Barcelona er 1-0 fyrir heimamönnum gegn Chelsea þegar flautað hefur verið til hálfleiks í leik liðanna í Meistaradeildinni. Það var Portúgalinn Deco sem skoraði markið strax á 4. mínútu leiksins. Liverpool er yfir gegn Bordeaux á Anfield.

    Sport
    Fréttamynd

    Eiður Smári í byrjunarliðinu

    Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Barcelona sem tekur á móti Chelsea í Meistaradeild Evrópu eftir örfáar mínútur. Leikurinn hefst kl. 19:45 og er í beinni útsendingu á Sýn.

    Sport
    Fréttamynd

    Shevchenko og Drogba með Chelsea á Spáni

    Framherjarnir Andriy Shevchenko og Didier Drogba fóru báðir með liði Chelsea til Spánar þar sem liðið sækir Evrópumeistara Barcelona heim í Meistaradeildinni á þriðjudagskvöld. Báðir leikmenn hafa átt við meiðsli að stríða.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Hefðum átt að vinna stærra

    Jose Mourinho var mjög sáttur við sigur sinna manna á Barcelona í Meistaradeildinni í kvöld og sagðist helst ósáttur við að ná ekki að gera út um leikinn fyrr með því að skora fleiri mörk. Hann segist nú hafa sett stefnuna á að halda toppsætinu í riðlinum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Drogba tryggði Chelsea sigur á Barcelona

    Chelsea vann í kvöld sannfærandi sigur á Barcelona 1-0 í Meistaradeild Evrópu. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Barcelona en náði sér ekki á strik frekar en félagar hans í liðinu og var skipt af velli á 60. mínútu. Didier Drogba skoraði sigurmarkið á 47. mínútu með laglegu skoti og Chelsea er komið í vænlega stöðu í riðlinum með fullt hús eftir þrjá leiki.

    Fótbolti