Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Mark Crouch var stórkostlegt

    Rafa Benitez var ánægður með leik sinna manna í Liverpool í 3-2 sigrinum á Galatasaray í kvöld, þrátt fyrir að gestirnir frá Tyrklandi hafi gert sig líklega til að jafna leikinn eftir að hafa lent undir 3-0. Benitez sá ástæðu til að hrósa hinum leggjalanga Peter Crouch fyrir tilburði sína á vellinum, enda skoraði sá eftirminnilegt mark með hjólhestaspyrnu fyrir framan Kop stúkuna frægu.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Drogba er funheitur

    Jose Mourinho var skiljanlega í skýjunum yfir framherja sínum Didier Drogba eftir leikinn við Levski Sofia í Meistaradeildinni í kvöld, en Fílstrendingurinn sterki skoraði þrennu í 3-1 sigri Chelsea í Búlgaríu.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Liverpool slapp með skrekkinn

    Liverpool vann í kvöld nauman 3-2 sigur á tyrkneska liðinu Galatasaray í Meistaradeild Evrópu í leik sem sýndur var beint á Sýn. Peter Crouch skoraði tvö mörk og Luis Garcia eitt og komu enska liðinu í 3-0, en Tyrkirnir höfðu alls ekki sagt sitt síðasta og skoruðu tvö mörk á sex mínútum um miðjan síðari hálfleikinn. Lengra komust þeir þó ekki og enska liðið slapp með skrekkinn.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Eiður kemur inn fyrir meiddan Eto´o

    Það blæs ekki byrlega fyrir Evrópumeistara Barcelona það sem af er kvöldi, því liðið er ekki aðeins 1-0 undir gegn Werder Bremen á útivelli í Meistaradeildinni, heldur var framherjinn skæði Samuel Eto´o borinn meiddur af leikvelli strax í upphafi síðari hálfleiks. Hann virðist vera nokkuð alvarlega meiddur á hné, en eins dauði er annars brauð og Eiður Smári Guðjohnsen er því kominn inn í lið Barcelona í stað Eto´o á 55 mínútu.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Liverpool í góðum málum

    Nú er kominn hálfleikur í leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Peter Crouch (9.) og Luis Garcia (14.) skoruðu mörk Liverpool sem hefur 2-0 yfir gegn Galatasaray á heimavelli sínum í sjónvarpsleiknum á Sýn. Heimamenn hafa ráðið ferðinni lengst af og útlit fyrir að eftirleikurinn verði þeim auðveldur.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Eiður Smári á varamannabekk Barcelona

    Nú er búið að tilkynna byrjunarlið Barcelona sem sækir þýska liðið Werder Bremen heim í Meistaradeildinni en leikurinn er sýndur beint á Sýn Extra nú klukkan 18:45. Eiður Smári er á varamannabekk Barcelona í kvöld sem áður.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Leikir kvöldsins á rásum Sýnar

    Sjónvarpsstöðin Sýn verður að venju með þrjá leiki í boði í beinni útsendingu úr Meistaradeild Evrópu á rásum sínum. Aðalleikur kvöldsins verður viðureign Liverpool og Galatasaray á Sýn, en þar kemur ekkert annað en sigur til greina hjá fyrrum Evrópumeisturunum eftir að gengi liðsins hefur ekki verið upp á marga fiska í Evrópukeppninni undanfarið.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Schaaf ætlar að koma Barcelona á óvart

    Lið Werder Bremen hefur ekki unnið sigur í fimm síðustu leikjum sínum í Meistaradeild Evrópu en Thomas Schaaf þjálfari ætlar sér að koma Evrópumeisturum Barcelona á óvart í kvöld þegar liðin mætast í A-riðli á Westerstadion í Bremen. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Extra og hefst útsending klukkan 18:30.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Sögulegur leikur í Moskvu í kvöld

    Leikur Spartak Moskvu og Sporting Lissabon á Luzhniki Stadium verður kannski ekki stærsti leikurinn sem verður á dagskrá í Meistaradeild Evrópu í kvöld, en hann verður þó merkilegur fyrir þær sakir að þetta verður í fyrsta sinn sem leikur í riðlakeppni Meistaradeildarinnar verður háður á gervigrasvelli.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Vekur reiði samkynhneigðra

    Fyrrum landsliðsmaðurinn Paul Scholes hjá Manchester United hefur vakið upp nokkra gremju meðal baráttumanna fyrir jafnrétti samkynhneigðra eftir að hann var sakaður um að hafa látið niðrandi orð um samkynhneigða falla í kjölfar þess að hann var spjaldaður í leiknum gegn Benfica í meistaradeildinni í gær.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ætlar að skála í kvöld

    Ítalski landsliðsmaðurinn Francesco Totti hjá Roma vill ólmur næla í þrjú stig með liði sínu þegar það sækir Valencia heim í D-riðli meistaradeildarinnar í kvöld, því hann segist vilja skála við félaga sína í fluginu heim til Ítalíu og halda þannig upp á þrítugsafmæli sitt sem er í dag.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Sjálfstraust leikmanna vex stöðugt

    Arsene Wenger segir að 2-0 sigur Arsenal á Porto í kvöld beri þess merki að sjálfstraust leikmanna sé að vaxa til muna og að liðið sé nú að finna taktinn eftir fremur dapra byrjun á leiktíðinni.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Mark Saha var frábært

    Sir Alex Ferguson sá aðeins það jákvæða við leik sinna manna í sigrinum á Benfica í meistaradeildinni í kvöld og hrósaði frábæru einstaklingsframtaki Louis Saha sem á endanum réði úrslitum í leiknum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Einstaklingsframtak Saha tryggði United sigur

    Franski framherjinn Louis Saha skoraði eina mark leiksins þegar Manchester United náði fram hefndum á Benfica og kom sér í góð mál í riðli sínum með 1-0 sigri. Enska liðið var fjarri sínu besta í leiknum, en Cristiano Ronaldo var maður vallarins og í raun eini maðurinn sem spilaði vel í kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Real í góðum málum

    Nú er kominn hálfleikur í viðureignum kvöldsins í meistaradeildinni. Ekkert mark hefur verið skorað í leik Benfica og Manchester United, þar sem gestirnir frá Englandi hafa verið hreint út sagt lélegir. Betur gengur hjá Arsenal, þar sem fyrirliðinn Thierry Henry hefur komið liðinu yfir gegn Porto á Emirates vellinum. Þá hafa þeir Ruud van Nistelrooy, Jose Antonio Reyes og Raul komið Real Madrid í 3-0 gegn Dynamo frá Kænugarði.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    CSKA lagði Hamburg

    Rússneska liðið CSKA frá Moskvu lagði þýska liðið Hamburg 1-0 í kvöld í fyrsta leiknum sem fram fór í meistaradeildinni. Það var Brasilíumaðurinn Dudu sem skoraði sigurmark CSKA á 59. mínútu og varamaðurinn Benjamin Lauth fékk að líta rauða spjaldið í liði Hamburg aðeins 6 mínútum eftir að honum var skipt inn á. Hamburg hefur því tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í G-riðlinum, þar sem liðið leikur ásamt CSKA, Arsenal og Porto.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Tvær breytingar hjá United

    Sir Alex Ferguson hefur gert tvær breytingar á liði sínu frá leiknum gegn Reading fyrir einvígið gegn Benfica í Portúgal sem er að hefjast í beinni á Sýn nú klukkan 18:45. John O´Shea og Louis Saha koma inn í liðið á ný og þá er Alan Smith á varamannabekknum og gæti spilað sinn fyrsta leik síðan hann fótbrotnaði illa á síðustu leiktíð.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Á von á stórleik frá Rooney og Ronaldo

    Alex Ferguson á von á stórleik frá þeim Cristiano Ronaldo og Wayne Rooney í meistaradeildinni í kvöld þegar Manchester United sækir Benfica heim, en leikurinn verður sýndur beint á Sýn og hefst útsending klukkan 18:30.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ég verð að dreifa álaginu

    Rafa Benitez hefur nú enn á ný þurft að bera hendur fyrir höfuð sér vegna sífelldra breytinga sem hann gerir á byrjunarliði Liverpool, en ljóst þykir að hann muni stokka upp í hópnum fyrir leikinn gegn Galatasaray annað kvöld og verður það 93. leikurinn í röð þar sem Liverpool teflir fram breyttu byrjunarliði.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Benfica - Man Utd í beinni á Sýn í kvöld

    Það verður mikið um dýrðir á sjónvarpsstöðinni Sýn í kvöld eins og venjulega þegar spilað er í meistaradeild Evrópu. Aðalleikur kvöldsins verður viðureign Benfica og Manchester United sem sýndur er á Sýn, en auk þess verða leikir Arsenal - Porto og Real Madrid og Dynamo Kiev sýndir beint á aukarásum Sýnar klukkan 18:30.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Meistaradeildin er óklárað verkefni

    Arsene Wenger segir hungur í velgengni í meistaradeildinni svo mikið að það yrði ekki nóg fyrir sig að vinna keppnina þrjú ár í röð. Arsenal krækti í silfurverðlaun á síðustu leiktíð, en það er fjarri því að nægja Wenger. Arsenal mætir Porto í keppninni í kvöld og verður leikurinn í beinni á Sýn Extra klukkan 18:30.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ósigurinn í París hjálpar okkur

    Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segir þá staðreynd að lið hans var aðeins 13 mínútum frá því að sigra Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð, hjálpi liðinu nú til að ná enn betri árangri í keppninni. Viljinn til að ná árangri gegn líkunum hafi meðal annars fengið Thierry Henry til að vera áfram hjá félaginu.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Aðgangur að öllum mörkum í farsímanum

    Og Vodafone hefur nú aukið þjónustu sína við knattspyrnuáhugamenn til muna en nú geta farsímanotendur séð öll mörkin úr meistaradeildinni og ensku úrvalsdeildinni í gegn um netið í farsímum sínum.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Tapið var mér að kenna

    Danski landsliðsmaðurinn Thomas Gravesen hefur viðurkennt að eiga stóran þátt í tapi Glasgow Celtic gegn Manchester United í meistaradeildinni í gær, en segja má að tvö marka United á Old Trafford hafi komið í kjölfar lélegra sendinga frá Gravesen.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Lyon tók okkur í kennslustund

    Fabio Capello reyndi ekki að beina athygli frá þeirri staðreynd að hans menn í Real Madrid voru yfirspilaðir af franska liðinu Lyon í meistaradeildinni í kvöld og sagði heimamenn hafa verið betri á öllum sviðum leiksins, sérstaklega í fyrri hálfleik.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Við vorum nokkuð heppnir

    Arsene Wenger viðurkenndi að hans menn hefðu verið nokkuð heppnir í kvöld þegar þeir báru sigurorð af Hamburg 2-1 á útivelli í meistaradeildinni. Hamburg missti markvörð sinn af velli með rautt spjald strax í upphafi leiks og sagði Wenger atvikið hafa minnt sig mikið á úrslitaleikinn í meistaradeildinni í vor.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Carlos spilaði 100. leikinn

    Brasilíski bakvörðurinn Roberto Carlos hjá Real Madrid vill eflaust gleyma leiknum gegn Lyon í meistaradeildinni í kvöld sem fyrst, en hann náði þó merkum áfanga í leiknum. Carlos spilaði í kvöld sinn 100. leik í meistaradeildinni, en leikjahæstur frá stofnum deildarinnar er félagi hans Raul með 102 leiki.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Hrósaði baráttuglöðum löndum sínum

    Sir Alex Ferguson var að vonum ánægður með góðan sigur sinna manna í Manchester United á Celtic í kvöld, en tók sér tíma til að hrósa löndum sínum fyrir að gefast aldrei upp. United vann leikinn verðskuldað 3-2, en skoska liðið stóð sig þó með mikilli prýði.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    United vann baráttuna um Bretland

    Manchester United hafði betur í baráttunni um Bretland í meistaradeildinni í kvöld þegar liðið lagði Glasgow Celtic 3-2 í æsilegum leik á Old Trafford. Louis Saha skoraði tvö mörk fyrir United og Ole Gunnar Solskjær skoraði sigurmark liðsins í upphafi síðari hálfleiks. Arsenal vann sigur á Hamburg á útivelli eftir að vera manni fleiri allan leikinn og Real Madrid steinlá gegn Lyon í Frakklandi.

    Fótbolti