Barcelona er besta lið í heimi Brasilíumaðurinn Rivaldo sem var lykilmaður í liði Barcelona þegar það varð Spánarmeistari árið 1999, segir að Barcelona sé besta félagslið heimsins í dag og spáir að Barca slái Chelsea út úr Meistaradeildinni í kvöld. Sport 7. mars 2006 18:47
Við erum meira en hálfnaðir Arsene Wenger segir sína menn í Arsenal vera rúmlega hálfnaða með verkefni sitt gegn Real Madrid í Meistaradeildinni eftir að Arsenal vann fyrri leik liðanna í Madrid á dögunum og lítur því á það sem formsatriði að ná hagstæðum úrslitum á Highbury annað kvöld. Sport 7. mars 2006 17:10
Vill gera hið ómögulega Alex McLeish og lærisveinar hans í skoska liðinu Glasgow Rangers eiga erfitt verkefni fyrir höndum í kvöld þegar liðið mætir spænska liðinu Villareal á útivelli í síðari leiknum í Meistaradeildinni. Fyrri leiknum í Skotlandi lauk með 2-2 jafntefli og McLeish leitast við að koma enn einu sinni á óvart og stela sigrinum. Sport 7. mars 2006 16:03
Hugsar um Arsenal, ekki Ronaldo Fernando Martin, nýráðinn forseti Real Madrid, segir að honum sé efst í huga að vinna sigur á Arsenal í Meistaradeildinni annað kvöld en ekki að velta sér upp úr því hvort Brasilíumaðurinn Ronaldo verði í liðinu eða ekki. Miklar vangaveltur hafa verið uppi um framtíð framherjans hjá liðinu og hafa þær á tíðum varpað skugga á leikinn mikilvæga annað kvöld. Sport 7. mars 2006 15:52
Mourinho ætlar að tvídekka Messi Jose Mourinho hefur gefið það út að hann ætli að láta leikmenn sína tvídekka ungstirnið Lionel Messi hjá Barcelona í leik liðanna á Nou Camp í kvöld. Messi fór á kostum í fyrri leik liðanna á Stamford Bridge, en Mourinho ætlar ekki að láta það koma fyrir aftur. Sport 7. mars 2006 15:40
Rijkaard stillir til friðar Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona, vill að stuðningsmenn Barcelona sýni Jose Mourinho og lærisveinum hans í Chelsea virðingu og taki vel á móti þeim þegar liðin mætast á Nou Camp í meistaradeildinni annað kvöld, en leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn. Sport 6. mars 2006 21:30
Lampard verður með gegn Barcelona Miðjumaðurinn Frank Lampard verður í byrjunarliði Chelsea gegn Barcelona í síðari leik liðanna í meistaradeild Evrópu annað kvöld eftir að hann komst vel frá æfingu með liði sínu í kvöld. Lampard hefur átt við meiðsli að stríða, en hefur nú náð sér nógu vel til að spila leikinn mikilvæga annað kvöld. Sport 6. mars 2006 20:10
Hyypia verður klár gegn Benfica Finnski varnarmaðurinn Sami Hyypia hjá Liverpool verður væntanlega tilbúinn í slaginn í síðari leiknum gegn Benfica í Meistaradeild Evrópu á miðvikudagskvöldið, en óttast var að hann mundi missa af leiknum vegna meiðsla sem hann hlaut í leiknum gegn Charlton um helgina. Sport 6. mars 2006 17:03
Ætlar að þagga niður í Mourinho Argentínska undrabarnið Lionel Messi hjá Barcelona ætlar að þagga niður í Jose Mourinho hjá Chelsea í síðari leik liðanna í Meistaradeildinni annað kvöld, en Mourinho ásakaði Messi um leikaraskap eftir fyrri leik liðanna. Sport 6. mars 2006 16:55
Ronaldinho hefur engan áhuga á Chelsea Besti knattspyrnumaður í heimi, Ronaldinho, segist ekki hafa neinn áhuga á því að ganga til liðs við Chelsea. Barcelona tekur á móti Englandsmeisturunum í seinni leik liðanna í Meistaradeildinni á morgun. Sport 6. mars 2006 08:00
Sissoko á góðum batavegi Mohamed Sissoko, miðvallarleikmaður Liverpool segist ætla að leika aftur með liðinu áður en þetta tímabil er á enda. Sissoko meiddist alvarlega á auga í Meistaradeildarleiknum gegn Benfica í lok febrúar eftir að Beto, leikmaður portúgalska liðsins, slysaðist til að sparka í auga leikmannsins. Nú hefur komið í ljós að meiðsli Sissoko eru ekki eins alvarleg og talið var í fyrstu. Sport 5. mars 2006 16:29
Del Horno fær eins leiks bann Aganefnd Knattspyrnusambands Evrópu hefur tilkynnt að Asier del Horno, varnarmaður Chelsea, fái aðeins eins leiks bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk í leiknum gegn Barcelona í síðustu viku, í stað þriggja leikja banns eins og venja er. Þetta þýðir að Del Horno gæti spilað með Chelsea strax í átta liða úrslitum keppninar ef liðinu tekst að slá Barcelona út. Sport 27. febrúar 2006 20:13
Hauge dómara hótað Forráðamenn Chelsea hafa lofað að hrinda af stað rannsókn vegna morðhótana á hendur norska dómarans Terje Hauge á spjallborðum á heimasíðu félagins, en dómarinn á fáa vini þar eftir að hann vísaði Asier del Horno af velli í leiknum gegn Barcelona í vikunni. Sport 24. febrúar 2006 17:30
Sissoko spilar ekki meira á leiktíðinni Rafa Benitez segist óttast að Mohamed Sissoko spili ekki meira með liðinu á þessari leiktíð vegna augnmeiðslanna sem hann hlaut í Meistaradeildinni á dögunum, en segir að mestu máli skipti að leikmaðurinn nái sér að fullu. "Ég er viss um að hann nær sér og muni geta spilað aftur," sagði Benitez, en Sissoko mun hitta sérfræðinga eftir viku þar sem ástand hans verður metið á ný. Sport 24. febrúar 2006 17:26
Messi tekur við af mér Knattspyrnugoðið Diego Maradona er ekki í vafa um að eftirmaður sinn í argentínska landsliðinu sé fundinn eftir að hann sá Lionel Messi fara á kostum með liði Barcelona gegn Chelsea í Meistaradeildinni. Sport 24. febrúar 2006 16:08
Útlitið dökkt hjá Sissoko Mohamed Sissoko, leikmaður Liverpool sem fékk spark í augað í leiknum gegn Benfica í Meistaradeildinni á þriðjudagskvöldið, gæti þurft að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla sinna. Læknar sem hafa hann til meðhöndlunar segja að öruggt sé að sjón hans á hægra auga sé sködduð, en geta ekki metið skaðann fyrr en eftir 2-3 daga. Sport 23. febrúar 2006 14:30
Við erum langt í frá hættir Alex McLeish segir að sínir menn séu langt frá því að hafa sagt sitt síðasta orð í Meistaradeildinni eftir að hafa tvisvar komið til baka eftir að hafa lent undir í viðureign sinni gegn Villareal í gær og náð jafntefli 2-2 á heimavelli sínum. Sport 23. febrúar 2006 13:45
Við getum komist áfram Thomas Schaaf, þjálfari Werder Bremen hefur fulla trú á að hans menn geti slegið sterkt lið Juventus út úr 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar er þeir sýna sömu baráttugleði og þeir gerðu á heimavelli sínum í gær, þegar þeir skoruðu 2 mörk á lokamínútum leiksins og sneru vonlausri stöðu sér í hag. Sport 23. febrúar 2006 13:15
Mark Chelsea hjálpaði okkur Frank Rijkaard var skiljanlega ánægður með sína menn eftir sigurinn á Chelsea á Stamford Bridge í Meistaradeildinni í gær og sagði að markið sem Chelsea skoraði hefði hjálpað liði sínu á undarlegan hátt. Sport 23. febrúar 2006 12:45
Óhress með Messi Jose Mourinho var ekki par hrifinn af rauða spjaldinu sem leikmaður hans Asier del Horno fékk að líta í leiknum við Barcelona í Meistaradeildinni í gær og þótti Lionel Messi sýna full leikræna tilburði þegar atvikið átti sér stað. Sport 23. febrúar 2006 10:00
Barcelona í vænlegri stöðu Spænsku meistararnir í Barcelona eru komnir í draumastöðu í einvígi sínu við Chelsea eftir 2-1 sigur í fyrri leik liðanna á Stamford Bridge í kvöld. Það var Samuel Eto´o sem tryggði spænska liðinu sigurinn með marki á 80. mínútu, eftir að Thiago Motta og John Terry höfðu báðir skorað sjálfsmörk. Sport 22. febrúar 2006 21:40
Jafnt hjá Chelsea og Barcelona í hálfleik Nú er kominn hálfleikur í leikjunum fjórum í Meistaradeild Evrópu. Staðan er 0-0 í leik Chelsea og Barcelona á Stamford Bridge, en leikurinn hefur verið mjög fjörugur. Leikmenn Chelsea eru þó orðnir manni færri, því Asier del Horno var vikið af leikvelli á 37. mínútu eftir ljótt brot á Lionel Messi. Sport 22. febrúar 2006 20:32
Eiður Smári í byrjunarliði Chelsea Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Chelsea sem tekur á móti Barcelona í Meistaradeild Evrópu í kvöld og verður leikurinn sýndur í beinni útsendingu á Sýn og hefst útsending klukkan 19:30. Sport 22. febrúar 2006 18:49
Barcelona hefur enn áhuga á Henry Forráðamenn Barcelona neita því ekki að ef framherjinn Thierry Henry skrifar ekki undir samning við Arsenal fljótlega, muni félagið reyna að klófesta hann enda sé hann alltaf ofarlega á óskalistanum. Sport 22. febrúar 2006 17:06
Fínt að vera vanmetinn Alex McLeish, stjóri Glasgow Rangers, segist fagna því að mótherjar liðsins í Meistaradeildinni skuli vera sigurvissir fyrir leikinn í kvöld, en liðsmenn spænska liðsins Villareal fögnuðu ákaft þegar ljóst varð að þeir fengju skosku meistarana sem mótherja í 16-liða úrslitunum. Sport 22. febrúar 2006 16:30
Sissoko alvarlega meiddur Meiðsli Mohamed Sissoko hjá Liverpool, sem fékk spark í andlitið í leiknum gegn Benfica í gær eru nokkuð alvarleg eins og óttast var, en eftir læknisskoðun í dag kom í ljós að hann er með skaddaða augnhimnu. Ekki er enn vitað hvort hann nær sér að fullu, eða hvenær hann getur þá snúið aftur á knattspyrnuvöllinn. Sport 22. febrúar 2006 16:15
Mourinho yrði sáttur við markalaust jafntefli Jose Mourinho segir að hann yrði sáttur ef lið hans Chelsea gerði markalaust jafntefli við Barcelona á Stamford Bridge í kvöld, en bætir við að hann sjái ekki að Barcelona standi betur að vígi þó liðið spili seinni leikinn á heimavelli sínum. Sport 22. febrúar 2006 15:05
Mikið sálfræðistríð á Stamford Bridge Leikmenn Barcelona voru í dag reknir af æfingu sinni í Stamford Bridge, þar sem þeir mæta Chelsea í Meistaradeildinni í kvöld, en leikmennirnir höfðu farið fram á að æfa lengur en þann klukkutíma sem þeim var fenginn til að æfa við þau lélegu vallarskilyrði sem þar eru nú eftir miklar rigningar í London. Sport 22. febrúar 2006 14:37
Vissi að við mundum tapa David Beckham var alls ekki sáttur við leik sinna manna í Real Madrid á heimavelli gegn Arsenal í Meistaradeildinni í gær, en Real tapaði leiknum 1-0 og á erfitt verkefni fyrir höndum á Englandi. "Þegar fimm mínútur voru liðnar af leiknum, vissi ég að við mundum tapa," sagði Beckham. "Við börðumst ekki nógu vel og hefðum getað tapað stærra." Sport 22. febrúar 2006 14:00
Miður sín vegna augnameiðsla Sissoko Mohamed Sissoko er ennþá á spítala í Lisbon eftir að hafa fengið spark í augað í leik Liverpool og Benfica í Meistaradeildinni í gær. Beto, leikmaðurinn sem sparkaði í Sissoko, er miður sín vegna atvikisins. Sport 22. febrúar 2006 11:45
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti