Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Arsenal lagði Real Madrid

    Leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu er lokið. Arsenal gerði sér lítið fyrir og skellti Real Madrid á útivelli 1-0. Það var Thierry Henry sem skoraði sigurmark enska liðsins með glæsilegu einstaklingsframtaki í upphafi síðari hálfleiks. Liverpool tapaði 1-0 fyrir Benfica.

    Sport
    Fréttamynd

    Ballack með eina mark kvöldsins

    Nú er kominn hálfleikur í leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu og það er miðjumaðurinn sterki Michael Ballack hjá Bayern Munchen sem á þann vafasama heiður að vera eini leikmaðurinn sem er búinn að skora mark það sem af er. Ballack kom sínum mönnum í Bayern yfir gegn AC Milan á 23. mínútu með stórglæsilegu skoti.

    Sport
    Fréttamynd

    Gerrard á varamannabekk Liverpool

    Steven Gerrard fyrirliði Liverpool er á varamannabekk liðsins í kvöld þegar það sækir Benfica heim í Meistaradeildinni, en hann á við smávægileg meiðsli að stríða. Þeir Alexander Hleb og Jose Antonio Reyes koma hinsvegar inn í lið Arsenal sem sækir Real Madrid heim í sjónvarpsleiknum á Sýn sem hefst nú innan tíðar.

    Sport
    Fréttamynd

    Benitez varar við bjartsýni

    Rafa Benitez, stjóri Liverpool, hefur varað stuðningsmenn félagsins við of mikilli bjartsýni fyrir leikina gegn portúgalska liðinu Benfica í Meistaradeildinni, en liðin mætast í Portúgal í kvöld og verður leikurinn í beinni útsendingu á Sýn Extra klukkan 19:35.

    Sport
    Fréttamynd

    Real er betra nú en áður

    Thomas Gravesen, leikmaður Real Madrid, líkar lífið mun betur á Bernabeu eftir að Wanderlei Luxemburgo hætti sem þjálfari liðsins og segir lið Arsenal ekki eiga von á góðu í viðureign liðanna í kvöld.

    Sport
    Fréttamynd

    Við erum fullir sjálfstrausts

    Felix Magath, stjóri Bayern Munchen, segir sína menn fulla sjálfstrausts fyrir leikinn gegn AC Milan í Meistaradeildinni annað kvöld, en Bayern hefur unnið alla 15 leiki sína á nýja heimavellinum sem tekinn var í notkun í sumar.

    Sport
    Fréttamynd

    Mourinho er besti leikmaður Chelsea

    Portúgalski miðjumaðurinn Deco, sem áður lék undir stjórn Mourinho hjá Porto þegar liðið vann Meistaradeildina á sínum tíma, segir að Mourinho sé besti leikmaður Chelsea.

    Sport
    Fréttamynd

    Villareal hefur ekki áhyggjur af Rangers

    Leikmenn Villareal hafa ekki miklar áhyggjur af andstæðingum sínum Glasgow Rangers í Meistaradeildinni og segja varnarmenn liðsins seina og luralega. Leikstjórnandinn knái Juan Roman Riquelme verður til í slaginn eftir rúmlega tveggja vikna fjarveru vegna meiðsla.

    Sport
    Fréttamynd

    Bayern Munchen er sigurstranglegast

    Fabio Capello, stjóri ítölsku meistaranna í Juventus, segir að Bayern Munchen sé sigurstranglegasta liðið í Meistaradeildinni af þeirri einföldu ástæðu að liðið hafi notið þess að fá langt vetrarfrí öfugt við liðin á Ítalíu, Spáni og Englandi.

    Sport
    Fréttamynd

    Völlurinn er ekki svo slæmur

    Jose Mourinho, stjóri Chelsea, hefur boðið liði Barcelona að æfa á æfingasvæði Chelsea fyrir leik liðanna í Meistaradeildinni í stað þess að æfa á Stamford Bridge, því eins og áhorfendur Sýnar sáu um helgina, er völlurinn eitt moldarflag eftir miklar rigningar.

    Sport
    Fréttamynd

    Beckham hlakkar til að mæta Arsenal

    David Beckham, leikmaður Real Madrid, segist hlakka mikið til að mæta loks ensku liði í Meistaradeildinni, en lið hans leikur við Arsenal annað kvöld. Hann segist þó heldur hafa viljað mæta sínum gömlu félögum í Manchester United í keppninni.

    Sport
    Fréttamynd

    Bergkamp gefur kost á sér í leikinn á Spáni

    Hinn flughræddi framherji Arsenal, Dennis Bergkamp, segist ætla að gefa kost á sér í fyrri leik Arsenal gegn Real Madrid í Meistaradeildinni í næstu viku, en hann fer sjaldan í keppnisferðalög með liðinu í Meistaradeildinni því hann neitar að fljúga.

    Sport
    Fréttamynd

    Dæmdur í eins leiks bann

    Vængmaðurinn knái, Cristiano Ronaldo hjá Manchester United, var í dag dæmdur til að greiða sekt og taka út eins leiks bann í Meistaradeild Evrópu fyrir að senda stuðningsmönnum Benfica í heimalandi hans fingurinn í leik liðanna í Meistaradeildinni í haust. Aganefnd evrópska knattspyrnusambandsins greindi frá þessu í dag og hefur leikmaðurinn frest fram yfir helgi til að svara dómnum.

    Sport
    Fréttamynd

    Ronaldo á yfir höfði sér bann

    Gary Neville er ekki eini leikmaður Manchester United sem hefur verið tekinn fyrir vegna ósæmilegrar framkomu á leikvellinum í dag, því nú hefur evrópska knattspyrnusambandið kært Cristiano Ronaldo fyrir að storka áhorfendum Benfica í leik í Portúgal í Meistaradeildinni þegar United féll úr keppni.

    Sport
    Fréttamynd

    Vona að Chelsea og Barcelona hafi þroskast

    Forráðamenn UEFA segjast vona að ekki sjóði uppúr í aðdraganda viðureignar Barcelona og Chelsea í þetta sinn, en mikið fjaðrafok varð í kring um rimmu liðanna í vor sem endaði með leikbönnum og sektum. "Ég ætla að vona að menn hafi lært af mistökum sínum í fyrra og einbeiti sér að því að leysa málin á knattspyrnuvellinum í þetta sinn," sagði William Gaillard hjá UEFA.

    Sport
    Fréttamynd

    Ronaldinho spáir öðru klassísku einvígi

    Framherjinn Ronaldinho hjá Barcelona, sem flestir hallast að því að sé besti knattspyrnumaður í heimi, spáir því að viðureign Chelsea og Barcelona í 16-úrslitum meistaradeildarinnar í ár fari á spjöld sögunnar sem klassísk viðureign, rétt eins og rimma þeirra í fyrra sem var sannarlega ógleymanleg.

    Sport
    Fréttamynd

    Sáttur við að mæta Benfica

    Rafa Benitez, stjóri Liverpool, segir á heimasíðu félagsins í dag að hann sé sáttur við að mæta Benfica í 16-liða úrslitum meistaradeildarinnar og segir að þó Benfica verði erfiðir mótherjar, hefði Liverpool geta verið óheppnara með andstæðinga á þessu stigi keppninnar.

    Sport
    Fréttamynd

    Chelsea og Barcelona mætast aftur

    Nú áðan varð ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Eiður Smári og félagar í Chelsea fá það erfiða verkefni að mæta Barcelona, en þessi lið háðu eftirminnilegt einvígi í keppninni í fyrra. Arsenal mætir Real Madrid og Liverpool mætir portúgalska liðinu Benfica.

    Sport
    Fréttamynd

    Fær tveggja leikja bann

    Miðjumaðurinn harðskeytti hjá Chelsea, Michael Essien, var í dag úrskurðaður í tveggja leikja bann af aganefnd UEFA fyrir ljóta tæklingu hans á Dietmar Hamann hjá Liverpool í leik liðanna í Meistaradeildinni á dögunum. Essien missir því af báðum leikjum Chelsea í 16-liða úrslitum keppninnar.

    Sport
    Fréttamynd

    Fótbolti er karlmannsíþrótt

    Michael Essien, miðjumaður Chelsea segist í viðtali við People í dag ekki vera grófur leikmaður en hann liggur þessa dagana undir harðri gagnrýni vegna ljótrar tæklingar á Dietmar Hamann í leiknum gegn Liverpool í Meistaradeildinni í vikunni.

    Sport
    Fréttamynd

    Sýndi áhorfendum fingurinn

    Portúgalinn Cristiano Ronaldo hjá Manchester United gæti átt yfir höfði sér refsingu frá UEFA eftir að hann sýndi löndum sínum í fingurinn þegar hann gekk af velli í tapinu gegn Benfica í Meistaradeildinni. Stuðningsmenn Benfica bauluðu á hann í hvert skipti sem hann snerti boltann í leiknum, en Ronaldo lék áður með erkifjendum Benfica í Sporting Lissabon.

    Sport
    Fréttamynd

    Kærður fyrir tæklinguna á Hamann

    Miðjumaðurinn Michael Essien hefur verið kærður af aganefnd UEFA fyrir grófa tæklingu sína á Dietmar Hamann í viðureign Chelsea og Liverpool á þriðjudaginn, en Þjóðverjinn sagðist eftir leikinn hafa verið fullviss um að hann væri fótbrotinn eftir árás Ganamannsins.

    Sport
    Fréttamynd

    Jafnt hjá Chelsea og Liverpool

    Chelsea og Liverpool gerðu markalaust jafntefli í tíðindalausum og hörðum leik á Stamford Bridge í kvöld og því hélt Liverpool toppsætinu í riðlinum. Rangers náðu að tryggja sér áframhaldandi þáttöku með jafntefli við Inter, en það nægði Skotunum eftir að Artmedia og Porto skyldu jöfn í leik sem hefði aldrei átt að fara fram, svo skelfilegar voru vallaraðstæður.

    Sport
    Fréttamynd

    Chelsea - Liverpool í beinni á Sýn

    Lokaumferðin í fjórum riðlum Meistaradeildarinnar fer fram í kvöld, þar sem leikur Chelsea og Liverpool er stóra viðureign kvöldsins. Leikur Schalke og AC Milan verður í beinni á Sýn Extra, en auk þess eru á dagskrá leikir PSV-Fenerbahce, Lyon-Rosenborg, Olimpiakos-Real Madrid, Betis-Anderlecht, Rangers-Inter og Artmedia-Porto. Bein útsending hefst kl. 19:30 á Sýn.

    Sport
    Fréttamynd

    Ensku liðin áfram - Shevchenko skoraði fjögur

    Ensku liðin Liverpool og Chelsea eru komin áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir leiki kvöldsins og úkraínski framherjinn Andriy Shevchenko hjá AC Milan undirstrikaði enn og aftur að hann er einn besti markaskorari heimsins þegar hann afgreiddi Fenerbahce með fjórum mörkum.

    Sport
    Fréttamynd

    Eiður getur slegið met Árna í kvöld

    Átta leikir verða á dagskrá í Meistaradeild Evrópu í kvöld og leikur Liverpool og Betis verður sýndur klukkan 19:30 á Sýn. Viðureign Anderlecht og Chelsea verður í beinni á Sýn Extra á sama tíma, en þar getur Eiður Smári Guðjohnsen slegið met Árna Gauts Arasonar yfir flesta Evrópuleiki ef hann fær að spila í kvöld.

    Sport
    Fréttamynd

    Markalaust á Old Trafford

    Leikjum kvöldsins í Meistaradeildinni er lokið. Manchester United náði ekki að leggja vængbrotið lið Villareal á heimavelli sínum og því eru möguleikar liðsins ekki glæsilegir í riðlinum. Bayern Munchen burstaði Rapid Vín 4-0 og Arsenal stal sigrinum gegn Thun í blálokin.

    Sport
    Fréttamynd

    Stórleikir á Sýn í kvöld

    Tveir stórleikir verða sýndir í beinni útsendingu á Sýn og Sýn Extra í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Bein útsending frá leik Manchester United og Villareal hefst klukkan 19:30 á Sýn, en klukkan 19:35 fer í loftið bein útsending á Sýn Extra frá leik Barcelona og Werder Bremen.

    Sport
    Fréttamynd

    Makelele verður frá í þrjár vikur

    Hinn öflugi miðjumaður Claude Makelele verður ekki með Chelsea í leiknum gegn Anderlecht í Meistaradeildinni annað kvöld og talið er að hann verði frá keppni í um þrjár vikur eftir að hafa meiðst á hné í leiknum gegn Newcastle um helgina.

    Sport