Luis Díaz snéri leiknum á hvolf og breytti öllu fyrir Liverpool Innkoma Luis Díaz gerbreytti öllu fyrir Liverpool í Meistaradeildinni í gærkvöldi og það sést vel á tölfræði leiksins. Enski boltinn 4. maí 2022 10:00
Segir að Van Dijk sé besti varnarmaður allra tíma Michael Owen sparaði ekki stóru orðin þegar hann ræddi um Virgil van Dijk fyrir leik Villarreal og Liverpool í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Fótbolti 4. maí 2022 07:31
Salah: Ég vil spila á móti Real Madrid Mohamed Salah, framherji Liverpool, var eðlilega kátur eftir að liðið tryggði sér farseðilinn í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu með 3-2 sigri gegn Villarreal í gærkvöldi. Fótbolti 4. maí 2022 07:02
Úrvalsdeildarfélögin hafa áhyggjur af stækkun Meistaradeildarinnar Félög í ensku úrvalsdeildinni hafa áhyggjur af stækkun Meistaradeildar Evrópu og því aukna leikjaálagi sem henni fylgir. Fótbolti 3. maí 2022 23:32
Klopp: Við gerðum okkur erfitt fyrir Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, gat leift sér að brosa eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitum Meistaradeildar Evrópu með 3-2 sigri gegn Villarreal í síðari undanúrslitaleik liðanna í kvöld. Fótbolti 3. maí 2022 22:45
Liverpool í úrslit Meistaradeildarinnar Liverpool er á leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-3 útisigur gegn Villarreal í síðari undanúrslitaleik liðanna í kvöld. Fótbolti 3. maí 2022 20:53
„Ef maður leiksins er einn af okkar mönnum þá eigum við séns“ Unai Emery og lærisveinar hans í Villarreal eiga erfitt verkefni fyrir höndum þegar liðið tekur á móti Liverpool í síðari leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Liverpool vann fyrri leikinn 2-0 og Emery segir að sínir menn þurfi að spila fullkomin leik til að snúa taflinu sér í hag. Fótbolti 3. maí 2022 17:46
Pochettino: Pottþétt að við Mbappe verðum áfram hjá PSG Mikið hefur verið sagt og skrifað um framtíð þeirra Mauricio Pochettino og Kylian Mbappe hjá Paris Saint-Germain en flestir hafa búist við því að þeir munu yfirgefa félagið í sumar. Ekkert til í því samkvæmt Pochettino sjálfum. Fótbolti 29. apríl 2022 10:01
Meistaradeildin 2022-23 hefst í Víkinni Íslands- og bikarmeistarar Víkings halda umspil um eitt laust sæti í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í júní. Fótbolti 28. apríl 2022 15:46
Rangnick reynir að tala upp Man. United: Enn þá spennandi félag Ralf Rangnick, fráfarandi knattspyrnustjóri Manchester United, mun starfa áfram hjá félaginu þó að það komi inn nýr knattspyrnustjóri. Það hefur lítið gengið í stuttri stjóratíð Rangnick á Old Trafford en hann reynir að tala liðið upp í nýju viðtali. Enski boltinn 28. apríl 2022 15:30
Unai Emery um Liverpool-leikinn: Hefði getað endað mun verr Unai Emery, þjálfari Villarreal, fór ekkert í felur með það að lið hans hafi sloppið nokkuð vel frá Anfield í gærkvöldi þrátt fyrir 2-0 tap í fyrri undanúrslitaleiknum í Meistaradeildinni. Fótbolti 28. apríl 2022 09:31
Liverpool í góðri stöðu eftir sigur gegn Villarreal Liverpool fer til Spánar í næstu viku í seinni leik undanúrslita viðureignarinnar gegn Villarreal með 2-0 forystu eftir sigur á Anfield í fyrri leiknum í kvöld. Fótbolti 27. apríl 2022 21:05
Klopp: Liverpool hefur lært af Juve og Bayern Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, fullvissar alla að Liverpool er búið að læra af Juventus og Bayern München, að vanmeta spænska liðið Villarreal ekki. Fótbolti 27. apríl 2022 17:46
Benzema: Við munum töfra eitthvað fram í leiknum í Madrid Útlitið var oft ekki alltof bjart fyrir Karim Benzema og félaga í gærkvöldi í fyrri undanúrslitaleiknum í Meistaradeildinni á móti Manchester City. Fótbolti 27. apríl 2022 09:31
„Fótbolti er stórkostlegt sjónarspil“ Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Englandsmeistara Manchester City, var nokkuð sáttur með 4-3 sigur sinna manna gegn Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Hann segir þó að sínir menn hefðu getað unnið stærra, enda náði liðið tveggja marka forskoti í þrígang. Fótbolti 26. apríl 2022 23:00
City fer með forystu til Spánar eftir sjö marka leik Englandsmeistarar Manchester City fara með eins marks forskot inn í síðari leik liðsins gegn Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir 4-3 sigur í hörkuleik kvöld. Fótbolti 26. apríl 2022 21:02
„Klárlega tvö lið í undanúrslitunum sem allir veðja á að komist ekki áfram“ Carlo Ancelotti og lærisveinar hans í Real Madrid heimsækja Englandsmeistara Manchester City í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. Ancelotti viðurkennir að hans menn séu það lið sem þykir ólíklegra til að vinna einvígið, en að saga félagsins í keppninni muni hjálpa liðinu. Fótbolti 26. apríl 2022 18:00
Þarf fullkominn leik gegn Liverpool Unai Emery segist aldrei hafa séð betra Liverpool-lið en það sem að Villarreal, sem Emery stýrir, mætir á morgun í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Fótbolti 26. apríl 2022 17:01
Guardiola segir að City þurfi tvo stórkostlega leiki en þeir ætla að vera þeir sjálfir Manchester City og Real Madrid mætast í kvöld í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni en þarna mætast liðið sem hefur verið að bíða svo lengi eftir þeim stóra á móti liðinu sem hefur unnið hann oftar en öll önnur félög í Evrópu. Enski boltinn 26. apríl 2022 15:30
Neymar: Hættið að baula Paris Saint-Germain varð franskur meistari í gær eftir 1-1 jafntefli við Lens. Með stiginu tryggði PSG titilinn þótt það væru fjórar umferðir eftir. Þrátt fyrir að liðið væri að tryggja sér titilinn þá bauluðu stuðninsmenn PSG á þá. Fótbolti 24. apríl 2022 11:31
Alfons sá eini sem spilaði alla leikina er Bodø/Glimt jafnaði met Íslenski landsliðsmaðurinn Alfons Sampsted hefur átt lygilegan tíma með Bodø/Glimt undanfarin misseri. Norsku meistararnir jöfnuðu nýverið met í Evrópu en liðið lék alls 20 leiki í Evrópu á leiktíðinni. Fótbolti 19. apríl 2022 09:01
Ronaldo: Benzema á að fá Ballon d'Or Brasilíska goðsögnin Ronaldo Nazario telur að Karim Benzema, framherji Real Madrid, eigi skilið að fá Ballon d'Or verðlaunin sem veitt eru besta knattspyrnumanni heims ár hvert. Fótbolti 13. apríl 2022 23:32
Stones: þeir reyna stundum eitthvað svona | Þurftu aðstoð lögreglu í leikmannagöngum John Stones, leikmaður Manchester City, var umfram allt ánægður að City sé komið áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir erfitt kvöld í Madríd. Fótbolti 13. apríl 2022 22:57
Markalaust jafntefli í Madríd Manchester City er komið áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 0-0 jafntefli við Atletico Madrid í síðari viðureign liðanna í 8-liða úrslitum. City fer áfram eftir 1-0 sigur í fyrri viðureigninni. Fótbolti 13. apríl 2022 21:15
Liverpool áfram í undanúrslit Meistaradeildarinnar Liverpool er komið áfram í undanúrslit Meistaradeilarinnar eftir 3-3 jafntefli í fjörugum leik á Anfield í kvöld. Liverpool vann einvígið samanlagt 6-4 og mætir Villareal í undanúrslitum. Fótbolti 13. apríl 2022 20:55
Gagnrýndi dómarann fyrir að hlæja með Ancelotti: „Það sem þú færð í Madríd“ Thomas Tuchel var allt annað en sáttur eftir dramatískt 3-2 tap Evrópumeistara Chelsea gegn Real Madríd eftir framlengdan leik á Spáni. Hann lét dómara leiksins heyra það eftir leik en maðurinn með flautuna sást hlæja með Carlo Ancelotti á meðan leik stóð. Fótbolti 13. apríl 2022 08:00
Modric: „Við vorum dauðir“ Luka Modric átti frábæran leik fyrir Real Madrid er liðið sló Evrópumeistara Chelsea úr leik í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Modric lagði upp markið sem tryggði liðinu framlengingu. Fótbolti 12. apríl 2022 23:00
Evrópumeistararnir úr leik eftir framlengdan leik Real Madrid er á leið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu þrátt fyrir 3-2 tap gegn Evrópumeisturum Chelsea í framlengdum leik í kvöld. Madrídingar unnu fyrri leik liðanna 3-1 og fara því áfram eftir samanlagðan 5-4 sigur. Fótbolti 12. apríl 2022 21:33
Villareal sló þýsku meistarana úr leik Villareal gerði sér lítið fyrir og sló þýsku meistarana í Bayern München úr leik í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Lokatölur urðu 1-1, en Villareal vann fyrri leik liðanna 1-0 og er því á leið í undanúrslit. Fótbolti 12. apríl 2022 20:58
Atletico Madrid lokar hluta af leikvangi sínum vegna nasista Atletico Madrid hefur fengið ákæru vegna óviðunandi hegðunar stuðningsmanna en einhver fjöldi þeirra voru að heilsa leikmönnum og öðrum á Etihad vellinum að hætti nasista í fyrri viðureign liðsins gegn Manchester City í Meistaradeildinni á þriðjudaginn síðastliðinn. Fótbolti 12. apríl 2022 09:01