Tvö sæti í nýju Meistaradeildinni verða byggð á árangri liða í gegnum tíðina Meistaradeild Evrópu mun taka gríðarlegum breytingum frá og með 2024. Ekki aðeins verður núverandi fyrirkomulagi breytt heldur munu tvö sæti vera ætluð félögum sem hafa sögulega náð bestum árangri í keppninni. Fótbolti 8. apríl 2022 08:30
Villarreal stöðvaði Bayern: 38 mánuðir, 29 leikir og 99 mörk skoruð síðan síðast Bayern München tapaði 1-0 gegn Villareal á Spáni er liðin mættust í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Var þetta í fyrsta sinn sem Bayern mistekst að skora í keppninni síðan í febrúarmánuði 2019 er liðið mætti Liverpool. Fótbolti 7. apríl 2022 13:30
Líkir Benzema við gott rauðvín: „Verður bara betri með aldrinum“ Hinn 34 ára gamli Karim Benzema skoraði öll þrjú mörk Real Madríd er liðið lagði Chelsea 3-1 á Brúnni í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Hann skoraði einnig þrennu gegn París Saint-Germain í 16-liða úrslitum og má með sanni segja að hann verði betri eftir því sem hann verður eldri. Fótbolti 7. apríl 2022 09:32
Guli kafbáturinn í góðri stöðu eftir sigur á Bayern Spænska liðið Villareal vann óvætan 1-0 sigur á Þýskalandsmeisturum Bayern München í fyrri viðureign 8-liða úrslita Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 6. apríl 2022 21:13
Sjóðheitur Benzema gerði aðra þrennu Hinn 34 ára gamli Benzema heldur áfram að sýna allar sínar bestu hliðar en hann skoraði öll þrjú mörk Real Madrid í 1-3 sigri á Chelsea á Brúnni í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fótbolti 6. apríl 2022 20:52
Gagnrýnir varnarsinnaðan leikstíl Atlético: „Í fyrsta sinn sem ég hef séð lið spila 5-5-0“ Spánarmeistarar Atlético Madrid eignuðust ekki marga aðdáendur með spilamennsku sinni gegn Manchester City í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Fótbolti 6. apríl 2022 15:31
Hefði getað stórslasað nýstirni Liverpool ef hann hefði hitt Luis Diaz átti enn á ný góðan leik í gær þegar Liverpool vann 3-1 sigur í fyrri leik sínum á móti Benfica í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Kvöldið hefði þó getað endað mjög illa fyrir Kólumbíumanninn. Enski boltinn 6. apríl 2022 08:31
„Stórt að ná þriðja markinu inn“ Andy Robertson, bakvörður Liverpool, var hæstánægður með 3-1 sigur sinna manna gegn Benfica í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Hann segir það hafa verið gríðarlega mikilvægt að skora þriðja markið. Fótbolti 5. apríl 2022 21:48
De Bruyne skaut Englandsmeisturunum í forystu Kevin De Bruyne skoraði eina mark leiksins er Englandsmeistarar Manchester City unnu 1-0 sigur gegn Spánarmeisturum Atlético Madrid í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Fótbolti 5. apríl 2022 21:02
Liverpool með tveggja marka forystu fyrir seinni leikinn Liverpool vann góðan 3-1 sigur er liðið heimsótti Benfica í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Fótbolti 5. apríl 2022 20:56
Micah Richards: Hræðilegur leikur fyrir Man. City til að byrja risastóra viku Það er nóg af stórleikjum hjá Englandsmeisturum Manchester City þessa dagana og fjörið byrjar strax í kvöld með fyrri leik liðsins í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Enski boltinn 5. apríl 2022 14:30
Van Dijk með augun á „ógleymanlegu“ tímabili hjá Liverpool Liverpool á enn möguleika á að vinna fjóra bikara á tímabilinu og í kvöld spilar liðið fyrri leik sinn á móti Benfica í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Enski boltinn 5. apríl 2022 12:30
Guardiola kaldhæðinn í svörum: „Elska að ofhugsa hlutina og búa til heimskulega taktík“ Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, var kaldhæðinn í svörum er hann var spurður út í ákvarðanir hans í stórum leikjum í Meistaradeild Evrópu. Fótbolti 5. apríl 2022 07:00
Miklu æstari en Gummi Ben þegar Benzema kláraði þrennuna á móti PSG Karim Benzema skaut stórstjörnulið Paris Saint Germain út úr Meistaradeildinni á dögunum þegar hann skoraði þrennu á aðeins sautján mínútum. Fótbolti 22. mars 2022 11:01
Chelsea fékk Real Madrid og Atlético Madrid fer aftur til Manchester Evrópumeistarar Chelsea mæta Real Madrid í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Dregið var í átta liða og undanúrslit keppninnar í Nyon í Sviss í dag. Fótbolti 18. mars 2022 11:20
Spenna í loftinu þegar dregið verður bæði í átta liða og undanúrslit í Meistaradeild Síðasti dráttur tímabilsins í Meistaradeildinni fer fram í dag því þá mun koma í ljós hvaða leið átta bestu liðin þurfa að fara ætli þau sér að komast í úrslitaleikinn. Fótbolti 18. mars 2022 09:42
Þriðja árið í röð sem Juventus dettur úr leik í 16-liða úrslitum Pressan á Massimiliano Allegri, knattspyrnustjóra Juventus, mun aukast til muna eftir afar óvænt 0-3 tap liðsins á heimavelli gegn Villarreal í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fótbolti 16. mars 2022 23:00
Chelsea vinnur þriðja leikinn í röð eftir frystingu eigna Þrátt fyrir öll lætin utan vallar þá virðist það lítið hafa áhrif á spilamennsku Chelsea. Chelsea vann í kvöld þriðja leikinn í röð eftir að eignir Roman Abramovich, eiganda Chelsea, voru frystar. Chelsea vann 1-2 útisigur á Lille og þar með 1-4 samanlagðan sigur úr leikjunum tveimur. Fótbolti 16. mars 2022 22:30
De Gea: Manchester United langt frá því að vinna titla David de Gea og félagar í Manchester United duttu út úr Meistaradeildinni á heimavelli sínum í gærkvöldi. Spænski markvörðurinn segir liðið vera langt frá því að geta keppt um titlana í ensku úrvalsdeildinni og í Meistaradeildinni. Að hans mati er þetta enn eitt „slæma árið“. Enski boltinn 16. mars 2022 10:01
Rangnick: „Það var alltaf einhver liggjandi í jörðinni“ Ralf Rangnick, bráðabirgðastjóri Manchester United, var eðlilega niðurlútur eftir að liðið féll úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir 1-0 tap á heimavelli gegn Atlético Madrid í gær. Fótbolti 16. mars 2022 07:01
Benfica tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Portúgalska liðið Benfica er komið í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 1-0 sigur gegn Ajax í kvöld. Fótbolti 15. mars 2022 22:11
Spænsku meistararnir slógu Manchester United úr leik Spánarmeistarar Atlético Madrid eru á leið í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 1-0 útisigur gegn Manchester United á Old Trafford í kvöld. Fótbolti 15. mars 2022 22:04
Bruno laus við veiruna og verður með á móti Atletico í kvöld Manchester United endurheimtir Bruno Fernandes fyrir leikinn mikilvæga á móti Atletico Madrid í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Enski boltinn 15. mars 2022 12:01
Heyrðu viðbrögðin þegar „hetjurnar“ Messi og Neymar voru kynntar í gær Lionel Messi og Neymar voru að spila á heimavelli í gær en hafa sjaldan fengið verri móttökur en á þessu sunnudagseftirmiðdegi í París. Fótbolti 14. mars 2022 13:31
Rikki G. í Heiðursstúkunni: „Ég má eiginlega ekki tapa fyrir honum“ Heiðursstúkan er þáttur sem verður einu sinni í viku á Vísi en fimmti þátturinn er nú kominn inn á vefinn. Fótbolti 11. mars 2022 10:00
Sautján mínútur af snilld: Óður til Karims Benzema Þegar Karim Benzema setur skóna upp í hillu, sem ekkert bendir til að verði á næstunni, verða mínúturnar sautján gegn Paris Saint-Germain kannski stærsta varðan á ferli hans. Fótbolti 11. mars 2022 09:31
UEFA rannsakar hegðun forráðamanna PSG Evrópska knattspyrnusambandið UEFA rannsakar nú hegðun forseta Paris Saint-Germain, Nasser Al-Khelaifi, og íþróttastjóra liðsins, Leonardo, eftir að þeir félagar létu öllum illum látum eftir að liðið féll úr leik í Meistaradeild Evrópu á miðvikudagskvöldið. Fótbolti 11. mars 2022 07:01
Óli Kristjáns: PSG er svolítill plastklúbbur Gærkvöldið var ekki kvöld franska stórliðsins Paris Saint Germain sem enn á ný mistókst að fara alla leið í Meistaradeildinni. Nú ekki lengra en í sextán liða úrslitin. Fótbolti 10. mars 2022 13:01
Gummi Ben og Benzema fóru á kostum þegar Real vann PSG: Sjáðu og heyrðu Real Madrid er komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar í fótbolta eftir 3-1 endurkomusigur á Paris Saint Germain á Santiago Bernabeu í gærkvöldi. Fótbolti 10. mars 2022 12:01
Guardiola: Man. City óttast ekki ensku liðin í Meistaradeildinni Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segir lið sitt ekki óttast það að mæta liði úr ensku úrvalsdeildinni þegar dregið verður í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Enski boltinn 10. mars 2022 10:00