Stórleikur hjá Aroni í öruggum sigri Barcelona á Álaborg Barcelona mætti Álaborg í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld. Aron Pálmarsson kom að tíu mörkum í öruggum níu marka sigri Börsunga, lokatölur 42-33. Handbolti 29. október 2020 19:46
Nagelsmann: Ég er knattspyrnuþjálfari, ekki fyrirsæta Julian Nagelsmann, þjálfari RB Leipzig, vakti mikla athygli fyrir klæðaburð sinn er lið hans tapaði 5-0 gegn Manchester United í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. Fótbolti 29. október 2020 19:00
Missti sig yfir Messi og líkti honum við Harry Potter Ítalska knattspyrnugoðsögnin Christian Vieri var í miklum ham eftir sigur Barcelona á Juventus í Meistaradeildinni í gær og hann fór aðallega á flug í lýsingu sinni á snilli LIonel Messi. Fótbolti 29. október 2020 15:31
Skoraði rangstöðuþrennu gegn Barcelona Álvaro Morata skoraði þrjú mörk fyrir Juventus gegn Barcelona en ekkert þeirra fékk að standa. Fótbolti 29. október 2020 14:43
Eins og hrekkjusvín sem stelur matarpeningum Rio Ferdinand greip til athyglisverðrar myndlíkingar þegar hann tjáði sig um frammistöðu Marcus Rashford í 5-0 sigri Manchester United á RB Leipzig í Meistaradeildinni í gær. Enski boltinn 29. október 2020 13:30
David Alaba orðaður við Liverpool Samningaviðræður David Alaba og Bayern München ganga ekki vel og þýskir miðlar segja að þær séu úr sögunni í bili. Það opnar möguleika fyrir lið eins og Liverpool. Enski boltinn 29. október 2020 09:10
Hélt upp á milljón undirskriftir með þrennu: Get ekki hætt að brosa Afmælisvika Marcus Rashford ætlar að verða ein sú minnisstæðasta á 23 ára ævi þessa snjalla knattspyrnumanns sem hefur unnið sér inn mikið lof bæði innan sem utan vallar. Enski boltinn 29. október 2020 08:01
Solskjær hrósaði Rashford en sagði liðið hafa lagt grunninn að stórsigri kvöldsins Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, var eðlilega mjög sáttur með 5-0 sigur liðsins á RB Leipzig í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Fótbolti 28. október 2020 23:01
Ungir leikmenn Dortmund stigu upp | Sevilla hélt enn og aftur hreinu Öllum leikjum Meistaradeildar Evrópu er nú lokið. Dortmund vann nauman sigur á Zenit frá Rússlandi á heimavelli. Þá vann Sevilla 1-0 sigur á Rennes en spænska félagið fær einfaldlega ekki á sig mörk. Fótbolti 28. október 2020 22:30
Barcelona lagði Juventus | Pirlo í vandræðum? Börsungar sóttu sigur til Ítalíu er þeir lögðu Juventus í Meistaradeild Evrópu í kvöld, lokatölur 2-0 gestunum í vil. Fótbolti 28. október 2020 22:05
Magnaður Rashford gerði þrennu er Man Utd gekk frá Leipzig Manchester United gekk einfaldlega frá RB Leipzig í uppgjöri toppliða H-riðils Meistaradeildar Evrópu. Lokatölur 5-0 á Old Trafford í kvöld. Fótbolti 28. október 2020 21:55
Chelsea og PSG unnu bæði góða sigra á útivelli Chelsea þarf á sigri að halda gegn Krasnodar, nýliðunum í Meistaradeildinni, eftir jafnteflið við Sevilla í 1. umferð riðlakeppninnar. Fótbolti 28. október 2020 20:00
Benzema sagði samherja að gefa ekki á Vinícius Júnior Karim Benzema hefur svo litla trú á Vinícius Júnior að hann er farinn að hvetja samherja sína til að gefa ekki á hann. Fótbolti 28. október 2020 16:31
Fá eina eða tvær æfingar saman fyrir Meistaradeildarleikinn Valskonur ná einni eða í mesta lagi tveimur æfingum saman fyrir leik sinn við HJK Helsinki í Meistaradeild Evrópu í fótbolta næstkomandi miðvikudag. Íslenski boltinn 28. október 2020 16:00
Lampard skildi Thiago Silva eftir heima Chelsea leyfir sér að hvíla stjórnanda varnarleiks liðsins í Meistaradeildinni í kvöld enda eru mikil forföll hjá mótherjunum. Enski boltinn 28. október 2020 12:00
Sjáðu tíu þúsundasta markið í sögu Liverpool og mörk úr fleiri leikjum Það var að venju mikið fjör í Meistaradeildinni í fótbolta í gær þar sem ensku liðin Liverpool og Manchester City fögnuðu bæði sigri. Vísir er með mörkin úr fjórum leikjum. Fótbolti 28. október 2020 09:00
Klopp: Þetta var það síðasta sem við þurftum á að halda Liverpool vann 2-0 sigur á Midtjylland í Meistaradeildinni í gærkvöldi en stærsta frétt kvöldsins á Anfield voru þó meiðsli Brasilíumannsins Fabinho. Fótbolti 28. október 2020 08:00
Fá Pogba eða De Beek tækifæri eða heldur Solskjær sig við þríeykið sem tapar ekki leik? Ole Gunnar Solskjær virðist hafa fundið þá þrjá miðjumenn sem virka hvað best saman hjá Manchester United. Stillir hann upp sömu miðju fjórða leikinn í röð eða fá Paul Pogba eða Donny Van de Beek óvænt tækifæri í kvöld? Fótbolti 28. október 2020 07:00
Dagskráin í dag: Frábærir leikir í Meistaradeild Evrópu Það er Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu sem á hug okkar allan í dag enda nóg af frábærum leikjum á dagskrá. Sport 28. október 2020 06:00
Óhefðbundin aðferð Mikaels við að klæða sig í treyjuna vekur mikla athygli Myndband af íslenska landsliðsmanninum Mikael Neville Anderson að klæða sig í treyju hefur vakið mikla athygli netverja. Fótbolti 27. október 2020 22:35
Casemiro bjargaði Real í Þýskalandi | Felix hetja Atletico Brasilíski miðjumaðurinn Casemiro sá til þess að Spánarmeistarar Real Madrid björguðu stigi gegn Borussia Mönchengladbach í kvöld, lokatölur 2-2. Atletico Madrid marði RB Salzburg á heimavelli. Fótbolti 27. október 2020 22:20
Manchester City ekki í vandræðum í Frakklandi Manchester City átti ekki í neinum vandræðum með Marseille á útivelli í Meistaradeild Evrópu í kvöld, lokatölur 3-0 City í vil. Í hinum leik riðilsins vann Porto 2-0 sigur á Olympiacos. Fótbolti 27. október 2020 22:05
Liverpool marði Midtjylland | Mikael kom af bekknum Liverpool vann brösugan 2-0 sigur á Danmerkurmeisturum Midtjylland í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Mikael Neville Anderson lék 25 mínútur í leik kvöldsins. Fótbolti 27. október 2020 21:50
Bayern unnið 13 leiki í röð | Markalaust í Úkraínu Tveimur leikjum í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu er nú lokið. Evrópumeistarar Bayern Munchen unnu nauman 2-1 sigur í Rússlandi á meðan Shakhtar Donetsk og Inter Milan gerðu markalaust jafntefli í Úkraínu. Fótbolti 27. október 2020 19:50
Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Mikael á Anfield, Martin á Spáni og Vodafonedeildin Það verður nóg um að vera að venju á Stöð 2 Sport og hliðarrásum í dag. Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu er svona það helsta. Martin Hermannsson er í eldlínunni í spænska körfuboltanum og þá er Vodafonedeildin í CS:GO á sínum stað. Sport 27. október 2020 06:02
Klopp bað Fabinho að taka við leiðtogahlutverkinu í fjarveru „besta varnarmanns heims“ Fabinho, miðjumaður Liverpool, hefur greint frá því að Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hafi komið að máli við Brassann fyrir Ajax leikinn í Meistaradeildinni. Klopp hafi beðið hann um að taka að sér enn stærra leiðtogahlutverk í fjarveru Virgils Van Dijk. Enski boltinn 22. október 2020 20:01
Ekki viss um að Valsliðið geti æft saman fyrir Meistaradeildarleikinn Pétur Pétursson, þjálfari kvennaliðs Vals, er ekki viss um að liðið geti æft saman fyrir leikinn gegn HJK Helsinki í 1. umferð Meistaradeildar kvenna. Íslenski boltinn 22. október 2020 19:32
Ungverska ungstirnið sem Íslendingar mæta með draumamark í gær Íslendingar þurfa að hafa góðar gætur á Dominik Szoboszlai í leiknum gegn Ungverjum um sæti á EM 12. nóvember. Fótbolti 22. október 2020 16:00
Sjáðu hvernig Fabinho bjargaði Liverpool á marklínunni í Amsterdam í gær Liverpool liðið slapp heldur betur með skrekkinn á 44. mínútu í sigrinum á Ajax í gær. Fótbolti 22. október 2020 14:05
Cristiano Ronaldo fékk aftur jákvætt COVID-19 próf Cristiano Ronaldo verður ekki með Juventus á móti Barcelona í Meistaradeildinni í næstu umferð eftir að hafa fengið jákvæða niðurstöðu úr öðru kórónuveiruprófi. Fótbolti 22. október 2020 12:35