Subway-deild kvenna

Subway-deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Keflavík gulltryggði sætið í A-deildinni - burstaði Hauka

    Keflavíkurkonur tryggðu sér 4. sætið og þar með sæti í A-deild með 85-65 stórsigri á Haukum í Iceland Express deild kvenna í kvöld. Þetta var síðasta umferðin áður en deildinni er skipt í tvo hluta en með Keflavík í efri hlutanum verða KR, Grindavík og Hamar.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Julia Demirer lent á Íslandi og komin með leikheimild

    Julia Demirer verður með Hamar á móti Keflavík í átta liða úrslitum Subwaybikars kvenna í körfubolta í kvöld en liðin mætast í Toyota-höllinni í Keflavík klukkan 19.15. Julia Demirer lenti á Íslandi í gær og er komin með öll leyfi hjá KKÍ.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Er Heather Ezell að senda valnefndinni skilaboð?

    Heather Ezell, bandaríski leikstjórnandinn hjá Haukum, hefur átt frábært tímabil með liðinu en var engu að síður ekki kosin besti leikmaður fyrri hlutans í Iceland Express deild kvenna. Miðað við frammistöðu hennar í fyrstu tveimur leikjunum á nýju ári er eins og hún sé að senda valnefnd KKÍ smá skilaboð.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Joanna Skiba kemur aftur til Grindavíkur

    Grindavíkurkonur hafa bætt við sig erlendum leikmanni en bandaríski leikstjórnandinn Joanna Skiba sem er með pólskt vegabréf mun snúa aftur til Grindavíkur þar sem hún lék veturinn 2007-08. Þetta kom fyrst fram á karfan.is.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Ná Haukakonur að leika sama leik og í fyrra?

    Kvennalið Hauka í körfubolta hefur fengið góðan liðstyrk því danska landsliðskonan Kiki Lund mun spila með Íslandsmeisturunum út tímabilið. Lund er 26 ára skytta sem hefur leikið á Spáni undanfarið eina og hálfa árið. Haukar eru því fyrsta liðið í Iceland Express deild kvenna sem teflir fram tveimur erlendum leikmönnum í vetur.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Sameinað átak kom KR-konum aftur á sigurbrautina

    KR-konur eru komnar aftur á sigurbraut í kvennakörfunni eftir fimmtán stiga sigur á Keflavík, 70-55, í DHL-Höllinni í kvöld. Það má segja að frábær liðsvörn og sameinað átak í sókninni hafi lagt grunninn að sigrinum eitthvað sem KR-liðið hefur farið langt á í vetur en vantaði tilfinnanlega í bikartapinu á móti Hamar á dögunum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Hildur: Það komu allar tilbúnar í þennan leik

    „Þetta var mjög mikilvægur sigur sem kemur okkur vonandi á sporið aftur. Það var vörnin sem klikkaði í bikartapinu á móti Hamar og núna vorum við að spila klassavörn," sagði Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði KR eftir 70-55 sigur KR á Keflavík í Iceland Express deild kvenna í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Kristi vann þriggja stiga keppnina

    Stjörnuhelgi KKÍ er nú í fullum gangi í íþróttamiðstöðinni í Grafarvogi. Kristi Smith, leikmaður Keflavíkur, varð hlutskörpust í þriggja stiga keppninni hjá konunum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Ingibjörg með slitin krossbönd

    Ingibjörg Jakobsdóttir, bakvörður Grindavíkur í Iceland Express deild kvenna, verður ekkert meira með á tímabilinu eftir að ljóst varð að hún hafði slitið krossbönd í leik á móti Haukum á dögunum. Ingibjörg hafði ekkert verið með í síðustu tveimur leikjum vegna meiðslanna.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Margrét Kara með bestu frammistöðuna í 9. umferð

    KR-ingurinn Margrét Kara Sturludóttir var með hæst framlag allra leikmanna Iceland Express deildar kvenna í 9. umferð sem lauk í gær. Margrét Kara fékk 38 í framlagi í 81-62 sigri toppliðs KR á Íslandsmeisturum Hauka á Ásvöllum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Njarðvíkurkonur af botninum með stórsigri

    Njarðvíkurkonur komust í kvöld af botni Iceland Express deildar kvenna með 22 stiga heimasigri á Snæfelli, 74-52. Njarðvík fór þar með upp um þrjú sæti í það fimmta þar sem liðið er með betri innbyrðisárangur á móti Haukum og Snæfelli.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Kristen Green með hæsta framlagið í 7. umferð

    Snæfellingurinn Kristen Green var með hæsta framlag leikmanna Iceland Express deildar kvenna í 7. umferðinni sem lauk með þremur leikjum í gær. Green fékk 38 framlagsstig í leik Snæfells og Hamars sem Hamar vann 87-71.

    Körfubolti