Uppskriftir

Uppskriftir

Uppskriftir að mat úr öllum áttum.

Fréttamynd

Páskasmákökur Elenoru Rósar eru fullkomnar fyrir helgina

Bakarinn Elenora Rós sýndi einfalda og ljúffenga uppskrift að súkkulaðibitakökum sem tilvalið er að baka um páskana í þættinum Ísland í dag. Í uppskriftinni eru litlu súkkulaðieggin vinsælu sem flestir eru farnir að kannast við.

Matur
Fréttamynd

Helgarmatseðillinn: Þrjár skotheldar uppskriftir að bröns

„Fólk elskar þessi þægindi að geta keypt allt í uppskriftina með einum smelli. Við hjá Heimkaup erum alltaf að skapa skemmtilegar uppskriftir í takt við allskonar tilefni, bröns, páskar, fermingarveislan, allt á grillið og margt fleira. Við viljum létta undir með fólki og gefa hugmyndir að þægilegum réttum hvort sem það er veisla framundan eða bara einfaldur og bragðgóður kvöldmatur fyrir vikuna,“ segir Una Guðmundsdóttir í markaðsdeild Heimkaups.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Fullkomið fyrir stefnumótakvöld eða vinahópinn

„Ég hafði alltaf sett það fyrir mig að gera dömplings þar sem ég hélt að það væri svo mikið mál en svo er nú alls ekki. Þetta er fullkominn matur að elda á til dæmis stefnumótakvöldi eða í hópi vina. Hægt er að gera allskonar fyllingar en ég ætla að rækjufylla mína kodda í dag,“ segir Kristín Björk þáttastjórnandi Eldað af ást.

Matur
Fréttamynd

Eldað af ást: Síðasta máltíðin væri án efa pítsa

„Það er fátt sem gleður bragðlaukana meira en pítsa sem er elduð af ást. Pítsa er ekki bara pítsa. Í dag ætlum við að elda pítsu með sultuðum rauðlauk, bakaðri parmaskinku, gráðosti og trufflu olíu,“ segir Kristín Björk þáttastjórnandi Eldað af ást.

Matur
Fréttamynd

Eldað af ást: „Heimsins besta bleikja“

„Uppáhaldsfiskurinn minn er bleikja. Oftast set ég bara salt og pipar á hana og beint inn í ofn en núna ætlum við að setja extra mikla ást í hana án þess að vera með of mikið bras, segir Kristín Björk þáttastjórnandi eldað af ást. Í nýjasta þættinum eldar hún bleikju sem hún segir þá bestu í heimi. 

Matur
Fréttamynd

Uppskrift að Barbie kökunni úr Blindum bakstri

Í þætti vikunnar af Blindum bakstri lét Eva Laufey Kjaran keppendur baka köku. Það eer samt engin venjuleg kaka sem Herra Hnetusmjör og Birgitta Haukdal þurftu að baka, heldur Barbie kaka. Útkoman getur verið alveg ótrúlega flott, ef allt gengur upp. 

Matur
Fréttamynd

Ástríðukokkur sem á margt eftir ólært

„Eldað af ást eru örþættir sem eru ætlaðir öllum matgæðingum,“ segir Kristín Björk Þorvaldsdóttir þáttastjórnandi Eldað af ást sem fóru af stað hér á Lífinu á Vísi fyrir jólin. Kristín Björk er matgæðingur, matarbloggari og flugfreyja.

Matur
Fréttamynd

Eldað af ást: Matmikið andasalat sem er létt í maga

Eldað af ást er nýr matreiðsluþáttur hér á Vísi. Þáttastjórnandinn er matgæðingurinn Kristín Björk og önnur uppskriftin sem hún sýnir er andasalat sem er fullkomið eftir þungar hátíðarmáltíðir síðustu daga. 

Matur
Fréttamynd

Svona gerir þú piparkökuhúsið úr Blindum bakstri

Blindur bakstur fór af stað á sunnudag og fyrstu tveir þættirnir verða sérstakir jólaþættir. Í fyrri þættinum var bakað piparkökuhús og á næsta sunnudag kemur svo í ljós hvað keppendur þurfa að baka í seinni þættinum. 

Jól
Fréttamynd

BBQ kóngurinn: Flanksteik fyllt með rjómaosti og spínati

„Sjáiði hvað þetta er flott hjá mér? Það mætti halda að ég væri að gera eitthvað krem fyrir köku. Samt kann ég ekkert að baka, nema vandræði,“ segir grillmeistarinn Alfreð Fannar þegar hann framreiðir fyllta Flanksteik í þættinum BBQ kóngurinn. 

Lífið
Fréttamynd

BBQ kóngurinn: Þríhyrningssteik með pico de gallo

„Ég er búinn að vera að vinna svolítið með ódýra vöðvar hérna heima og smakka þá alla. Rosalega gott kjöt ef maður sker það rétt. Þvert yfir vöðvaþræðina, þunnar sneiðar. Gott og bragðmikið!,“ segir grillmeistarinn Alfreð Fannar Björnsson í þættinum BBQ kóngurinn á Stöð 2. 

Lífið