Makaði tómatsósu á útidyrahurð nágranna sinna Rawad Nouman vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar nágranni hans á Selfossi hafði uppi hótanir við hann og litla bróður hans, og makaði svo tómatsósu á hurðina að íbúð þeirra. Rawad segist ekkert hafa á móti manninum en vill vera látinn í friði. 12.8.2024 16:36
Hringveginum lokað við Skeiðarársand vegna alvarlegs bílslyss Alvarlegur árekstur varð í Öræfasveit við Gígjukvísl á þriðja tímanum í dag þegar tveir bílar skullu saman. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð á vettvang og mikill viðbúnaður er á svæðinu. Lokað er fyrir umferð um veginn. 12.8.2024 14:50
Féll af hesti og var án meðvitundar Miklar umferðartafir eru við Kirkjubæjarklaustur vegna slyss sem varð á þriðja tímanum í dag. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á vettvangi ásamt lögreglu og sjúkraflutningamönnum. 12.8.2024 14:45
Atvinnuleysi mest á Suðurnesjum og minnst á Norðurlandi vestra Skráð atvinnuleysi í júlí var 3,1 prósent og stóð í stað frá júní. Fyrir ári síðan mældist atvinnuleysi 2,8 prósent. Atvinnuleysi var mest á Suðurnesjum í júlí, eða 5,1 prósent, og minnst á Norðurlandi vestra, 0,8 prósent. 12.8.2024 14:11
Maðurinn í Taílandi sagður Íri ekki Íslendingur Erlendum miðlum greinir á um það hvort drukkinn maður sem kýldi leigubílstjóra og lögreglumann í Taílandi sé Íslendingur eða Íri. 12.8.2024 13:35
Veikindi í bíl ollu umferðartöfum í gær Lögregla og sjúkrabifreiðar voru kallaðar til vegna alvarlegara veikinda í bíl á Hellisheiðinni síðdegis í gær. Þung umferð var á veginum og í gífurleg umferðarteppa myndaðist í átt að bænum. 12.8.2024 13:14
Drukkinn Íslendingur sagður hafa kýlt leigubílstjóra í Taílandi Drukkinn Íslendingur á sextugs- eða sjötugsaldri er sagður hafa hlotið talsverða áverka þegar hann lenti í slagsmálum við leigubílstjóra og lögreglu í Taílandi á laugardaginn. 12.8.2024 11:15
Námsgögn verði einnig gjaldfrjáls í framhaldsskólum Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir að stefnt sé að því að gera námsgögn gjaldfrjáls í framhaldsskólum fyrir 18 ára og yngri. Hann segist mjög fylgjandi gjaldfrjálsum námsgögnum og skólamáltíðum. 11.8.2024 17:08
Úkraínski herinn kominn um 30 kílómetra inn í Rússland Úkraínski herinn hefur komist um 30 kílómetra inn í Rússland. Gagnárás Úkraínumanna hófst fyrr í vikunni og hefur Rússland lýst yfir neyðarástandi vegna hennar. 11.8.2024 17:07
Segir Írani hafa hakkað tölvupósta framboðsins Kosningateymi Donalds Trump kveðst hafa orðið fyrir árás hakkara, og kennir Írönum um. Í yfirlýsingu frá teyminu í gær segir að óprúttnir aðilar hafi komist yfir innri samskipti kosningateymisins og því haldið fram að Íranir stæðu að baki árásinni. 11.8.2024 16:06