Verslaði fyrir háar upphæðir með stolnu kreditkorti Tilkynnt var um þjófnað á kreditkorti sem hafði svo verið notað í miðbænum til að versla fyrir háar upphæðir. Lögregla fór á staðinn til að afla upplýsinga og málið er í rannsókn. 28.9.2024 17:40
Flýgur þyrlunni á myndbandinu og braut engar reglur Þyrluflugmaður segir að drónaflugmenn hafi verið að fljúga drónum sínum alltof hátt við gosstöðvarnar síðustu daga, og það skapi hættu fyrir þyrlur. Drónaflugmaður segir að það séu pottþétt einhverjir drónaflugmenn sem fljúgi of hátt, en það sé aðallega almenningur með dróna. 29.8.2024 11:09
Sífellt fleiri verði nærsýnir vegna snjalltækja Ólafur Már Björnsson, augnlæknir hjá Sjónlagi, segir að nærsýnisfaraldur herji á heimsbyggðina. Þegar krakkar sitji klukkutímunum saman fyrir framan snjalltæki fari augað að aðlaga sig að breyttum aðstæðum. 28.8.2024 23:59
Katrín tekur sæti í háskólaráði HÍ Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra hefur tekið sæti í háskólaráði Háskóla Íalands til næstu tveggja ára. Meðal verkefna háskólaráðs er að marka heildarstefnu í málefnum háskólans og setja reglur um starfsemi háskólans á grundvelli laga. Þá fer háskólaráð með úrskurðarvald í málefnum skólans. 28.8.2024 21:49
Tveir drengir grófust undir sandi í Danmörku og létust Tveir þýskir drengir, níu ára og tólf ára, sem grófust undir sandi í fjöru á Jótlandi í Danmörku í gær hafa verið úrskurðaðir látnir. Drengirnir höfðu grafið helli í sandbakka á svæðinu og voru í honum þegar hann hrundi. Þeir voru grafnir í sandinum í um 40 mínútur. 28.8.2024 21:11
Rekstrarhagnaður Sýnar nam 169 milljónum Rekstrarhagnaður Sýnar hf. nam 169 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2024, samanborið við 1.002 milljónir á sama tímabili í fyrra. Tap eftir skatta á tímabilinu nam 339 milljónum samanborið við 483 milljón króna hagnað í fyrra. Árangurinn er í fullu samræmi við útgefna afkomuspá, að því er kemur fram í tilkynningu. 28.8.2024 19:52
Ungmenni með hníf í skólanum Tilkynnt var um ungmenni með hníf í skólanum á lögreglustöð 1, sem sér um Austurbæ, Miðbæ, Vesturbæ og Seltjarnarnes. Málið var afgreitt með foreldrum, barnavernd og lögreglu. 28.8.2024 18:25
Vill skoða neðanjarðarlest í stað Borgarlínu Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að henni lítist ekki vel á uppfærðan samgöngusáttmála fyrir höfuðborgarsvæðið sem kynntur var í síðustu viku. Hún segir að fyrir þessar fjárhæðir hefði verið hægt að skoða neðanjarðarlest frekar en Borgarlínu. 27.8.2024 23:43
Öll kerfi Alþingis liggja niðri til morguns Öll kerfi Alþingis liggja niðri frá klukkan 16 til 24 í dag vegna vinnu við flutning á miðlægum búnaði. 27.8.2024 21:15
Bíó Paradís fær fjólublátt ljós við barinn Ungliðahreyfing Öryrkjabandalagsins veitti í dag í fyrsta sinn aðgengisviðurkenninguna „fjólublátt ljós við barinn“. Bíó Paradís hlaut viðurkenninguna sem er ætluð þeim sem hafa stuðlað að bættu aðgengi fatlaðs fólks að skemmtanalífi á Íslandi. 27.8.2024 21:00