Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir

Fréttamynd

Fjár­mála­ráð­herra í fríi

Fjármálaráðherra rifjaði hér í gær upp þá tíð þegar við Íslendingar virtumst að eilífu dæmd til að velja á milli verðbólgu og óðaverðbólgu. Hann bauð lesendum síðan inn í heim æsku sinnar: Bjarni í Ísaksskóla, Bjarni fermist og Bjarni í menntaskóla. Og alltaf að spá í verðbólgu.

Skoðun
Fréttamynd

10 ára óvissuferð í boði Bjarna

Aldrei hafa fleiri keypt sér sína fyrstu íbúð en á árunum 2020 og 2021. Aðstæður voru góðar, talað var um að svo yrði áfram og að tími verðtryggðra lána væri liðinn. Aðeins tveimur árum síðar er verðbólgan tæp 10% og stýrivextir Seðlabankans 7,5%. Ekki er búist við að markmið Seðlabankans um 2,5% verðbólgu náist fyrr en 2027.

Skoðun
Fréttamynd

Evrópumeistarar með yfirdrátt

„Vandi okkar er sá að við höfum dálítið tapað trú fólks á að við náum verðbólgunni niður. Það verður að breytast“, sagði fjármálaráðherra þegar hann kynnti fjármálaáætlun sína í síðustu viku. Nú þegar áætlunin hefur verið kynnt blasir við að staðan er óbreytt.

Skoðun
Fréttamynd

Í kjólinn fyrir jólin 2028

Orð fjármálaráðherra í gær sýna að hann tekur til sín að markaðurinn hefur misst trúna á því að Sjálfstæðisflokkurinn geti stýrt efnahagsmálunum. Það eru auðvitað tíðindi að fjármálaráðherra skuli viðurkenna að ríkisstjórnin hafi misst tiltrú fólks á að hún geti náð verðbólgunni niður. Nýkynnt fjármálaáætlun er því miður ekki líkleg til að snúa stöðunni við.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað ef pabbi getur ekki keypt íbúð?

Það er erfitt – og erfiðara en áður - fyrir ungt fólk að eignast sína fyrstu íbúð. Húsnæðislán eru dýr og vextir á húsnæðislánum eru mun hærri en í nágrannaríkjunum. Fólk á íslenskum leigumarkaði býr líka við fáránlega erfiðar aðstæður.

Skoðun
Fréttamynd

Hárið hans Hall­dórs og skapið hennar Sól­veigar

Sprengjuástandið sem ríkir á íslenskum vinnumarkaði hefur verið einfaldað í umræðunni. Stundum alveg niður í skap Sólveigar Önnu og hár Halldórs Benjamíns. Spennustigið stafar þó auðvitað ekki af því hvernig þessar tvær aðalpersónur viðræðnanna ná saman heldur af því að fólk hér á landi býr ekki við jöfn tækifæri.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað er það sem al­menningur má ekki sjá?

Það á alltaf að vera markmið stjórnvalda að fjölmiðlar og almenningur getið fengið upplýsingar um starfsemi stjórnvalda. Þetta á sérstaklega við um upplýsingar um hvernig stjórnvöld fara með fjármuni og eignir ríkisins - eignir almennings. Umræðan um Lindarhvol snýst einmitt um þetta.

Skoðun
Fréttamynd

Biðin eftir lausn á biðlistavanda

Eftir síðustu kosningar urðu þær breytingar að Vinstri græn yfirgáfu heilbrigðisráðuneytið og afhentu Framsóknarflokknum lyklana. Margir bjuggust við breytingum við þessi lyklaskipti. Allt síðasta kjörtímabil einkenndist af mikilli tregðu við að nýta krafta sjálfstætt starfandi sérfræðinga.

Skoðun
Fréttamynd

Verðbólgin heimili

Hversu mörg heimili standa óvarin þegar stýrivextir eru hækkaðir? Ég leitaðist við að fá þessu svarað í haust þegar Seðlabanki kom á fund fjárlaganefndar með fyrirspurn um hversu stórt hlutfall heimila er með óverðtryggð lán á breytilögum vöxtum.

Skoðun
Fréttamynd

Heilbrigðiskerfið sem fékk lítinn plástur

Nýlega heyrðum við af uppsögn forstjóra Sjúkratrygginga. Hún treysti sér ekki til að sinna starfinu með þeim fjárveitingum sem Sjúkratryggingum er úthlutað. Í framhaldinu heyrðust síðan þau merkilegu viðbrögð heilbrigðisráðherra að uppsögnin hafi ekki komið honum á óvart.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað varð um lágvaxtaskeiðið?

Fyrir rúmu ári þegar ríkisstjórnin endurnýjaði heitin sín og lagði upp í nýtt kjörtímabíl stóðu stýrivextir í 1,25% og verðbólgan mældist 4,4%. Fjármálaráðherra talaði um að við værum að renna inn í nýtt lágvaxtaskeið. Hann kaus að segja ungu fólki að vextir væru orðnir sögulega lágir. Hins vegar eru vextir á Íslandi aldrei lágir til lengri tíma. Það hefur auðvitað gífurlegar afleiðingar fyrir almenning enda eru íbúðarkaup eru langstærsta fjárfesting flestra í lífinu.

Skoðun
Fréttamynd

Var verð­bólgan fundin upp á Tenerife?

Í vikunni tilkynnti Seðlabankinn um hækkun vaxta. Það var í tíunda sinn síðan í maí í fyrra sem hann hækkaði stýrivexti, sem standa nú í 6% og hafa ekki verið hærri síðan 2010. Verðbólga er 9,4%. Ofan á þetta er komin upp alvarleg staða í kjaraviðræðum. Horfur eru dökkar.

Skoðun
Fréttamynd

Á­byrgð banka­sölu­ráð­herra

Útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka í marsmánuði var þriðja stærsta hlutafjárútboð í Íslandssögunni, að andvirði 52,7 milljarða króna. Nauðsyn þess að vel yrði að verki staðið var því augljóst fyrir hagsmuni almennings. Lög um söluferlið eru skýr og þar er áhersla lögð á heilbrigða samkeppni, jafnræði aðila, gagnsæi og hagkvæmni.

Skoðun
Fréttamynd

Á Íslandi missa um 100 börn foreldri í ár

Á hverju ári verða um 100 börn á Íslandi fyrir því þunga áfalli að missa foreldri. Á árunum 2009–2018 misstu 1.007 börn á Íslandi foreldri samkvæmt tölum Hagstofunnar. Á því tímabili létust 649 foreldrar barna undir 18 ára aldri; 448 feður og 201 móðir. Um 40% foreldranna létust úr krabbameinum. Það er sárt til þess að hugsa á hverju ári upplifi svo mörg börn þá sáru sorg að missa mömmu sína eða pabba.

Skoðun
Fréttamynd

Blaða­manna­fundurinn sem þurrkaði upp milljarða

Eftir lokun markaða á fimmtudag hélt fjármálaráðherra blaðamannafund þar sem hann kynnti að Íbúðalánasjóður færi að óbreyttu í þrot eftir 12 ár og að þá myndi reyna á ríkisábyrgð. Samkvæmt þessari sviðsmynd liggur líka fyrir að næstu 12 árin á sjóðurinn fyrir skuldbindingum sínum.

Skoðun
Fréttamynd

Tíma­bært að lengja fæðingar­or­lof

Samfélag sem vill hlúa vel að börnum og foreldrum gerir sennilega einna mesta gagn með því að halda vel utan um barnafjölskyldur á fyrstu árum í lífi barna. Þegar börnin eru lítil, foreldrarnir yngri, fjárhagur oft viðkvæmari og álagið hvað mest. Umræðan um hvernig á að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla er áratugagömul.

Skoðun
Fréttamynd

Vextir, verð­bólga og öskrandi verkk­víði

Afborganir af húsnæðislánunum hækka og matarkarfan hækkar. Þessi staða hefur ekki farið fram hjá heimilum landsins. Afborganir hafa í mörgum tilvikum hækkað um tugi þúsunda á mánuði. Almennt mætti fólk búast við því að ríkisstjórnin ynni þá það verkefni sem henni er falið: Að verja kjör heimila og fyrirtækja.

Skoðun
Fréttamynd

Það kostar að skulda

Sannleikurinn er að það er margt sem sameinar okkur á Alþingi einfaldlega vegna þess að við erum hluti af sömu þjóð. Það er ekki þannig að allir séu ósammála um allt og nú þegar umræða fer fram um fjárlagafrumvarp, mikilvægasta mál haustsins, þá er það einfaldlega ekki svo að þar sé allt vonlaust.

Skoðun
Fréttamynd

Hvers vegna óttast stjórn­völd sam­keppni svona mikið?

Fólk hræðist stundum breytingar. Það er auðveldara að halda sig við vanann en tækifæri glatast hins vegar þegar vaninn fær alltaf að ráða för. Nýlega voru sagðar fréttir af dómsmáli þar sem hin undirliggjandi saga er einmitt af óþarfa hræðslu við breytingar. Málið snýst um afstöðu hins opinbera til að bjóða út verkefni og opinber innkaup.

Skoðun
Fréttamynd

Verkk­víði ríkis­stjórnar í lofts­lags­málum

Það blasir alltaf skýrar við að aðgerðir í loftslagsmálum eru stærsta hagsmunamál komandi kynslóða. Í allt sumar hefur Evrópa glímt við mikla þurrka sem nú stefna í að verða þeir mestu í 500 ár. Þeir hafa valdið uppskerubresti, fiskidauða og truflunum á vöruflutningum. Vatnskortur sem einu sinn þótti óhugsandi er nú yfirvofandi og afleiðingarnar leyna sér ekki.

Skoðun
Fréttamynd

Sérreglur fyrir sjávarútveginn eða eðlilegt gjald?

Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Í lögum um stjórn fiskveiða er þetta orðað með eins skýrum hætti og hægt er. Þar segir að úthlutun veiðiheimilda myndi hvorki eignarrétt né óafturkallanlegt forræði yfir veiðiheimildum. Löggjafinn gæti ekki verið skýrari: heimild til að veiða jafngildi ekki eign yfir heimildunum.

Skoðun
Fréttamynd

Þjóðareign hinna fáu

Einhverra hluta vegna er ósamræmi í lögum um hvenær aðilar teljast tengdir. Í gær sagði Fiskistofustjóri í fréttum Stöðvar 2 að önnur viðmið gildi um sjávarútveginn en um aðrar atvinnugreinar. Hann benti á að reglur eru mannanna verk og löggjafans væri að samræma reglur.

Skoðun
Fréttamynd

Fæðing Rammaáætlunar

Tillaga til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landssvæða skal samkvæmt lögum lögð fram á Alþingi ekki sjaldnar en á fjögurra ára fresti. Fyrirliggjandi tillaga hefur verið lögð fram í þrígang en ekki náð fram að ganga.

Skoðun
Fréttamynd

Allar borgir þurfa Pawel

Það eru 11 framboð í Reykjavík. Nokkur hundruð manns sem nú bjóða fram krafta sína til að vinna fyrir Reykvíkinga og stýra borginni okkar næstu árin. Í þessum stóra hópi er fjöldinn allur af frambærilegu fólki með þá þekkingu og getu sem þarf til.

Skoðun
Fréttamynd

Er fjármálaráðherra í jarðsambandi?

Hlutafjárútboðið í Íslandsbanka var það þriðja stærsta í Íslandssögunni. Þar var seldur hlutur í Íslandsbanka fyrir 52,5 milljarða króna. Mikilvægi útboðsins var því gríðarlegt almannahagsmunamál.

Skoðun
Fréttamynd

Ríkisstjórnin utan þjónustusvæðis

Það hefur ríkt þögn á stjórnarheimilinu eftir að Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra setti fram pólitíska stríðsyfirlýsingu gagnvart Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra með orðum um að fjármálaráðherrans sé að axla ábyrgð á því hvernig sala á fjórðungseignarhluta ríkisins í Íslandsbanka fór fram.

Skoðun
Fréttamynd

Hvar eru konurnar í ný­sköpun?

Konur hafa verið frumkvöðlar jafn lengi og karlar. Konur hafa hins vegar ekki búið við aðgengi að fjármagni til nýsköpunar jafn lengi og karlar. Konur hafa í sögulegu samhengi búið við ójafnan hlut hvað varðar fjármögnun hjá vísissjóðum.

Skoðun