Frakkland Hidalgo útnefnd frambjóðandi franskra sósíalista Anne Hidalgo, borgarstjóri Frakklands var formlega útnefnd forsetaframbjóðandi franska Sósíalistaflokksins í gærkvöldi. Erlent 15.10.2021 10:58 Mbappé tryggði Frökkum Þjóðardeildarmeistaratitilinn Spánn og Frakkland mættust í úrslitaleik þjóðardeildarinnar í kvöld. Það voru Frakkar sem að fögnuðu sigri, 2-1, en það var Kylian Mbappé sem reyndist hetja þeirra. Fótbolti 10.10.2021 18:15 Taívanar leitast eftir stuðningi Ráðamenn í Taívan leitast nú eftir stuðningi frá öðrum lýðræðisríkjum á heimsvísu en Kínverjar hafa beitt eyríkið miklum þrýstingi undanfarin misseri, bæði pólitískum og hernaðarlegum. Erlent 7.10.2021 10:25 Á þriðja hundrað þúsund börn misnotuð af kaþólskum prestum Um það bil 216 þúsund börn hafa verið misnotuð af kaþólskum prestum í Frakklandi frá árinu 1950. Óttast er að fjöldi barna gæti náð 330 þúsund þegar misnotkun af hálfu annarra meðlima kirkjunnar er tekin inn í myndina. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknarskýrslu sem birt var í dag. Erlent 5.10.2021 10:16 Einn þekktasti auðjöfur Frakklands er dáinn Bernard Tapie, einn af þekktustu auðjöfrum Frakklands og fyrrverandi ráðherra, er dáinn. Hann var 78 ára gamall og hafði barist við krabbamein undanfarin ár. Erlent 3.10.2021 17:05 Sarkozy dæmdur í eins árs stofufangelsi Franskur dómstóll dæmdi Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseta Frakklands, í eins árs stofufangelsi fyrir brot á lögum um fjármál stjórnmálaframboða þegar hann barðist fyrir endurkjöri árið 2012. Hann fær að afplána refsinguna heima hjá sér undir rafrænu eftirliti. Erlent 30.9.2021 10:04 Eggi kastað í Macron Mótmælandi kastaði eggi í Emmanuel Macron, forseta Frakklands. Samhliða því kallaði hann: „Viva la revolution“ eða „lengi lifi byltingin“. Eggið brotnaði ekki heldur skoppaði af öxl forsetans. Erlent 27.9.2021 16:37 Margmilljarða styrkir borist til endurbyggingar Notre Dame Um 840 milljónir evra, um 128 milljarðar króna, hafa borist í styrki til endurbyggingar dómkirkjunnar Notre-Dame í frönsku höfuðborginni París sem brann í apríl 2019. Erlent 23.9.2021 07:55 Biden og Macron vilja byggja upp traust aftur Sendiherra Frakklands mun snúa aftur til Washington DC í næstu viku. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, kallaði sendiherrann heim eftir að Bandaríkjamenn, Ástralar og Bretar tilkynntu nýjan varnarsáttmála. Erlent 22.9.2021 18:35 Sakar Ástrala og Bandaríkjamenn um tvífeldni og lygar Franski utanríkisráðherrann hefur lýst yfir neyðarástandi í samskiptum Frakklands við Ástralíu og Bandaríkin vegna ákvörðunar Ástrala um að rifta skyndilega samkomulagi um kaup á frönskum kafbátum. Frakkar kölluðu sendiherra sína í ríkjunum heim á föstudag. Erlent 19.9.2021 14:04 Frakkar reiðir og líkja Biden við Trump Ráðamenn í Frakklandi hafa brugðist reiðir við eftir að varnarsamstarf Bandaríkjanna, Ástralíu og Bretlands í Kyrrahafinu var opinberað í gær. Tilkynnt var að Ástralar myndu kaupa átta kjarnorkuknúna kafbáta af Bandaríkjunum en samhliða því slitu yfirvöld í Ástralíu stórum samningi við franskt fyrirtæki um kaup á nýjum flota dísel-kafbáta. Erlent 16.9.2021 16:02 Felldu leiðtoga ISIS í Sahel Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að franskir hermenn hafi fellt leiðtoga Íslamska ríkisins í Sahel. Adnan Abu Walid al-Sahrawi var meðal annars eftirsóttur af vesturlöndum vegna mannskæðra árása á bandaríska hermenn og hjálparstarfsmenn. Erlent 16.9.2021 11:40 Sagði ekkert „persónulegt“ við hryðjuverkin í París Eini eftirlifandi liðsmaður Ríkis íslams úr hryðjuverkaárásinni í París árið 2015 sagði þau ekki hafa haft neitt persónulegt gegn þeim 130 manns sem þau myrtu. Fyrir dómi í Frakklandi sagði hann hryðjuverkin hafa verið hefnd fyrir loftárásir Frakka í Sýrlandi og Írak. Erlent 15.9.2021 12:52 Borgarstjóri Parísar blandar sér í forsetaslaginn Borgarstjórinn í París, Anne Hidalgo, lýsti yfir framboði til frönsku forsetakosninganna í dag. Hidalgo, sem er fyrsta konan til að gegna embætti borgarstjóra í París, bíður ærið verkefni þar sem flokkur hennar, sósíalistaflokkurinn, hefur staðið höllum fæti á landsvísu síðustu ár. Erlent 12.9.2021 14:31 Rannsaka hvort viðbrögð fyrrverandi ráðherra í upphafi faraldursins hafi verið saknæm Sérstakur rannsóknarréttur franska lýðveldisins rannsakar nú hvort sækja eigi Agnès Buzyn, fyrrverandi heilbrigðisráðherra Frakklands, til saka vegna viðbragða hennar í upphafi kórónuveirufaraldursins. Erlent 10.9.2021 22:50 Getnaðarvarnir verða gjaldfrjálsar fyrir franskar konur 25 ára og yngri Franskar konur upp að 25 ára aldri munu ekki þurfa að greiða fyrir getnaðarvarnir þar í landi frá og með áramótum. Olivier Veran heilbrigðisráðherra tilkynnti þetta fyrr í dag, en fram kemur í frétt Reuters að áður hafi mörkin fyrir gjaldfrjálsar getnaðarvarnir verið dregin við átján ára aldur. Erlent 9.9.2021 12:07 Breska strandgæslan fær heimild til að snúa flóttamönnum við Innanríkisráðherra Breta, Priti Patel, hefur gefið bresku landamæragæslunni leyfi til að skipa bátum sem flytja flóttafólk yfir Ermarsund að snúa til baka til Frakklands. Erlent 9.9.2021 07:04 Réttarhöld vegna hryðjuverkanna í París hafin Réttarhöld hefjast í dag yfir tuttugu mönnum sem sakaðir eru um aðild að hryðjuverkaárásunum í París haustið 2015. Alls létust 130 manns og hundruð særðust þegar níu menn vopnaðir byssum og sprengjuvestum létu til skarar skríða við þjóðarleikvanginn Stade de France, tónleikahúsinu Bataclan og veitingastöðum og kaffihúsum víða um borgina. Erlent 8.9.2021 10:51 Vopnað rán og eltingaleikur um hábjartan dag Tveir menn eru í haldi lögreglu og fimm annarra er leitað eftir að vopnaðir þjófar réðust inn í verslun Bulgari í miðborg Parísar og höfðu á brott með sér skartgripi sem metnir eru á 1,5 milljarð króna. Erlent 8.9.2021 08:30 Einn af risum franskrar kvikmyndasögu fallinn frá Franski leikarinn Jean-Paul Belmondo, einn af risum franskrar kvikmyndasögu, lést í gær, 88 ára að aldri. Hann var ein af helstu stjörnum frönsku nýbylgjunnar innan kvikmyndanna. Menning 7.9.2021 07:55 Hattur með erfðaefni Napóleons til sölu Hattur sem fannst nýlega og var í eigu franska keisarans Napóleons Bónaparte er nú til sýningar í uppboðshúsinu Bonhams í Hong Kong. Erfðaefni keisarans fannst inni í hattinum og er því talið nær öruggt að keisarinn hafi borið hattinn á höfði sér. Erlent 6.9.2021 14:51 Fyrrverandi landsliðsmaður Frakklands látinn eftir að hafa verið 39 ár í dái Jean-Pierre Adams, fyrrverandi landsliðsmaður Frakklands í fótbolta, er látinn eftir að hafa verið í dái í 39 ár. Hann var 73 ára þegar hann lést. Fótbolti 6.9.2021 11:02 Myndir af Arnarhóli sagðar af Covid-mótmælum í Frakklandi Myndbandi af Íslendingum að fagna gengi karlalandsliðsins í fótbolta á Evrópumeistaramótinu árið 2016 hefur verið dreift víða í Frakklandi og myndbandið sagt af mótmælum gegn svokölluðum bólusetningarvegabréfum. Innlent 24.8.2021 17:20 Leik Nice og Marseille frestað eftir að Payet kastaði flösku upp í stúku Það var allt á suðupunkti þegar að Nice tók á móti Marseille í frönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Hætta þurfti leik þegar að stuðningsmenn ruddust inn á völlinn eftir að Dimitri Payet, leikmaður Marseille, fékk flösku í bakið og kastaði henni aftur upp í stúku. Fótbolti 23.8.2021 07:01 Þúsundir flýja gróðurelda á Frönsku rivíerunni Þúsundir manna, þeirra á meðal mikill fjöldi erlendra ferðamanna á tjaldsvæðum, hafa þurft að flýja af hluta Frönsku rivíerunni vegna gróðurelda sem hafa þar blossað upp. Erlent 17.8.2021 13:16 PSG borgi 40 prósent allra launa í frönsku deildinni Franska fótboltafélagið Paris Saint-Germain hefur farið mikinn á félagsskiptamarkaðnum í sumar. Fimm stór nöfn hafa bæst við leikmannahóp liðsins en við það þenst launakostnaðurinn út. Fótbolti 16.8.2021 23:00 Allir vilja treyju númer 30: Rosaleg röð fyrir utan PSG-búðina Það er óhætt að segja að það sé áhugi á vörum með Lionel Messi í verslun franska liðsins Paris Saint Germain. Fótbolti 11.8.2021 08:30 Messi orðinn leikmaður Paris Saint-Germain Argentíski knattspyrnumaðurinn Lionel Messi er orðinn leikmaður Paris Saint-Germain í Frakklandi. Messi skrifaði undir tveggja ára samning fyrr í kvöld. Fótbolti 10.8.2021 20:47 Brennuvargur grunaður um að hafa myrt prest í Frakklandi Fertugur karlmaður, sem kveikti í dómkirkjunni í Nantes í Frakklandi í fyrra, hefur verið handtekinn grunaður um að hafa orðið kaþólskum presti að bana í smábænum Saint-Laurent-sur-Sévre. Erlent 9.8.2021 15:17 Frakkland Ólympíumeistari í fyrsta sinn Kvennalandslið Frakklands í handbolta varð í nótt Ólympíumeistari í fyrsta sinn eftir sigur á Rússlandi í úrslitum í Tókýó í Japan. Frakkland vann tvöfalt í handboltanum á leikunum. Handbolti 8.8.2021 10:01 « ‹ 14 15 16 17 18 19 20 21 22 … 42 ›
Hidalgo útnefnd frambjóðandi franskra sósíalista Anne Hidalgo, borgarstjóri Frakklands var formlega útnefnd forsetaframbjóðandi franska Sósíalistaflokksins í gærkvöldi. Erlent 15.10.2021 10:58
Mbappé tryggði Frökkum Þjóðardeildarmeistaratitilinn Spánn og Frakkland mættust í úrslitaleik þjóðardeildarinnar í kvöld. Það voru Frakkar sem að fögnuðu sigri, 2-1, en það var Kylian Mbappé sem reyndist hetja þeirra. Fótbolti 10.10.2021 18:15
Taívanar leitast eftir stuðningi Ráðamenn í Taívan leitast nú eftir stuðningi frá öðrum lýðræðisríkjum á heimsvísu en Kínverjar hafa beitt eyríkið miklum þrýstingi undanfarin misseri, bæði pólitískum og hernaðarlegum. Erlent 7.10.2021 10:25
Á þriðja hundrað þúsund börn misnotuð af kaþólskum prestum Um það bil 216 þúsund börn hafa verið misnotuð af kaþólskum prestum í Frakklandi frá árinu 1950. Óttast er að fjöldi barna gæti náð 330 þúsund þegar misnotkun af hálfu annarra meðlima kirkjunnar er tekin inn í myndina. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknarskýrslu sem birt var í dag. Erlent 5.10.2021 10:16
Einn þekktasti auðjöfur Frakklands er dáinn Bernard Tapie, einn af þekktustu auðjöfrum Frakklands og fyrrverandi ráðherra, er dáinn. Hann var 78 ára gamall og hafði barist við krabbamein undanfarin ár. Erlent 3.10.2021 17:05
Sarkozy dæmdur í eins árs stofufangelsi Franskur dómstóll dæmdi Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseta Frakklands, í eins árs stofufangelsi fyrir brot á lögum um fjármál stjórnmálaframboða þegar hann barðist fyrir endurkjöri árið 2012. Hann fær að afplána refsinguna heima hjá sér undir rafrænu eftirliti. Erlent 30.9.2021 10:04
Eggi kastað í Macron Mótmælandi kastaði eggi í Emmanuel Macron, forseta Frakklands. Samhliða því kallaði hann: „Viva la revolution“ eða „lengi lifi byltingin“. Eggið brotnaði ekki heldur skoppaði af öxl forsetans. Erlent 27.9.2021 16:37
Margmilljarða styrkir borist til endurbyggingar Notre Dame Um 840 milljónir evra, um 128 milljarðar króna, hafa borist í styrki til endurbyggingar dómkirkjunnar Notre-Dame í frönsku höfuðborginni París sem brann í apríl 2019. Erlent 23.9.2021 07:55
Biden og Macron vilja byggja upp traust aftur Sendiherra Frakklands mun snúa aftur til Washington DC í næstu viku. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, kallaði sendiherrann heim eftir að Bandaríkjamenn, Ástralar og Bretar tilkynntu nýjan varnarsáttmála. Erlent 22.9.2021 18:35
Sakar Ástrala og Bandaríkjamenn um tvífeldni og lygar Franski utanríkisráðherrann hefur lýst yfir neyðarástandi í samskiptum Frakklands við Ástralíu og Bandaríkin vegna ákvörðunar Ástrala um að rifta skyndilega samkomulagi um kaup á frönskum kafbátum. Frakkar kölluðu sendiherra sína í ríkjunum heim á föstudag. Erlent 19.9.2021 14:04
Frakkar reiðir og líkja Biden við Trump Ráðamenn í Frakklandi hafa brugðist reiðir við eftir að varnarsamstarf Bandaríkjanna, Ástralíu og Bretlands í Kyrrahafinu var opinberað í gær. Tilkynnt var að Ástralar myndu kaupa átta kjarnorkuknúna kafbáta af Bandaríkjunum en samhliða því slitu yfirvöld í Ástralíu stórum samningi við franskt fyrirtæki um kaup á nýjum flota dísel-kafbáta. Erlent 16.9.2021 16:02
Felldu leiðtoga ISIS í Sahel Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að franskir hermenn hafi fellt leiðtoga Íslamska ríkisins í Sahel. Adnan Abu Walid al-Sahrawi var meðal annars eftirsóttur af vesturlöndum vegna mannskæðra árása á bandaríska hermenn og hjálparstarfsmenn. Erlent 16.9.2021 11:40
Sagði ekkert „persónulegt“ við hryðjuverkin í París Eini eftirlifandi liðsmaður Ríkis íslams úr hryðjuverkaárásinni í París árið 2015 sagði þau ekki hafa haft neitt persónulegt gegn þeim 130 manns sem þau myrtu. Fyrir dómi í Frakklandi sagði hann hryðjuverkin hafa verið hefnd fyrir loftárásir Frakka í Sýrlandi og Írak. Erlent 15.9.2021 12:52
Borgarstjóri Parísar blandar sér í forsetaslaginn Borgarstjórinn í París, Anne Hidalgo, lýsti yfir framboði til frönsku forsetakosninganna í dag. Hidalgo, sem er fyrsta konan til að gegna embætti borgarstjóra í París, bíður ærið verkefni þar sem flokkur hennar, sósíalistaflokkurinn, hefur staðið höllum fæti á landsvísu síðustu ár. Erlent 12.9.2021 14:31
Rannsaka hvort viðbrögð fyrrverandi ráðherra í upphafi faraldursins hafi verið saknæm Sérstakur rannsóknarréttur franska lýðveldisins rannsakar nú hvort sækja eigi Agnès Buzyn, fyrrverandi heilbrigðisráðherra Frakklands, til saka vegna viðbragða hennar í upphafi kórónuveirufaraldursins. Erlent 10.9.2021 22:50
Getnaðarvarnir verða gjaldfrjálsar fyrir franskar konur 25 ára og yngri Franskar konur upp að 25 ára aldri munu ekki þurfa að greiða fyrir getnaðarvarnir þar í landi frá og með áramótum. Olivier Veran heilbrigðisráðherra tilkynnti þetta fyrr í dag, en fram kemur í frétt Reuters að áður hafi mörkin fyrir gjaldfrjálsar getnaðarvarnir verið dregin við átján ára aldur. Erlent 9.9.2021 12:07
Breska strandgæslan fær heimild til að snúa flóttamönnum við Innanríkisráðherra Breta, Priti Patel, hefur gefið bresku landamæragæslunni leyfi til að skipa bátum sem flytja flóttafólk yfir Ermarsund að snúa til baka til Frakklands. Erlent 9.9.2021 07:04
Réttarhöld vegna hryðjuverkanna í París hafin Réttarhöld hefjast í dag yfir tuttugu mönnum sem sakaðir eru um aðild að hryðjuverkaárásunum í París haustið 2015. Alls létust 130 manns og hundruð særðust þegar níu menn vopnaðir byssum og sprengjuvestum létu til skarar skríða við þjóðarleikvanginn Stade de France, tónleikahúsinu Bataclan og veitingastöðum og kaffihúsum víða um borgina. Erlent 8.9.2021 10:51
Vopnað rán og eltingaleikur um hábjartan dag Tveir menn eru í haldi lögreglu og fimm annarra er leitað eftir að vopnaðir þjófar réðust inn í verslun Bulgari í miðborg Parísar og höfðu á brott með sér skartgripi sem metnir eru á 1,5 milljarð króna. Erlent 8.9.2021 08:30
Einn af risum franskrar kvikmyndasögu fallinn frá Franski leikarinn Jean-Paul Belmondo, einn af risum franskrar kvikmyndasögu, lést í gær, 88 ára að aldri. Hann var ein af helstu stjörnum frönsku nýbylgjunnar innan kvikmyndanna. Menning 7.9.2021 07:55
Hattur með erfðaefni Napóleons til sölu Hattur sem fannst nýlega og var í eigu franska keisarans Napóleons Bónaparte er nú til sýningar í uppboðshúsinu Bonhams í Hong Kong. Erfðaefni keisarans fannst inni í hattinum og er því talið nær öruggt að keisarinn hafi borið hattinn á höfði sér. Erlent 6.9.2021 14:51
Fyrrverandi landsliðsmaður Frakklands látinn eftir að hafa verið 39 ár í dái Jean-Pierre Adams, fyrrverandi landsliðsmaður Frakklands í fótbolta, er látinn eftir að hafa verið í dái í 39 ár. Hann var 73 ára þegar hann lést. Fótbolti 6.9.2021 11:02
Myndir af Arnarhóli sagðar af Covid-mótmælum í Frakklandi Myndbandi af Íslendingum að fagna gengi karlalandsliðsins í fótbolta á Evrópumeistaramótinu árið 2016 hefur verið dreift víða í Frakklandi og myndbandið sagt af mótmælum gegn svokölluðum bólusetningarvegabréfum. Innlent 24.8.2021 17:20
Leik Nice og Marseille frestað eftir að Payet kastaði flösku upp í stúku Það var allt á suðupunkti þegar að Nice tók á móti Marseille í frönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Hætta þurfti leik þegar að stuðningsmenn ruddust inn á völlinn eftir að Dimitri Payet, leikmaður Marseille, fékk flösku í bakið og kastaði henni aftur upp í stúku. Fótbolti 23.8.2021 07:01
Þúsundir flýja gróðurelda á Frönsku rivíerunni Þúsundir manna, þeirra á meðal mikill fjöldi erlendra ferðamanna á tjaldsvæðum, hafa þurft að flýja af hluta Frönsku rivíerunni vegna gróðurelda sem hafa þar blossað upp. Erlent 17.8.2021 13:16
PSG borgi 40 prósent allra launa í frönsku deildinni Franska fótboltafélagið Paris Saint-Germain hefur farið mikinn á félagsskiptamarkaðnum í sumar. Fimm stór nöfn hafa bæst við leikmannahóp liðsins en við það þenst launakostnaðurinn út. Fótbolti 16.8.2021 23:00
Allir vilja treyju númer 30: Rosaleg röð fyrir utan PSG-búðina Það er óhætt að segja að það sé áhugi á vörum með Lionel Messi í verslun franska liðsins Paris Saint Germain. Fótbolti 11.8.2021 08:30
Messi orðinn leikmaður Paris Saint-Germain Argentíski knattspyrnumaðurinn Lionel Messi er orðinn leikmaður Paris Saint-Germain í Frakklandi. Messi skrifaði undir tveggja ára samning fyrr í kvöld. Fótbolti 10.8.2021 20:47
Brennuvargur grunaður um að hafa myrt prest í Frakklandi Fertugur karlmaður, sem kveikti í dómkirkjunni í Nantes í Frakklandi í fyrra, hefur verið handtekinn grunaður um að hafa orðið kaþólskum presti að bana í smábænum Saint-Laurent-sur-Sévre. Erlent 9.8.2021 15:17
Frakkland Ólympíumeistari í fyrsta sinn Kvennalandslið Frakklands í handbolta varð í nótt Ólympíumeistari í fyrsta sinn eftir sigur á Rússlandi í úrslitum í Tókýó í Japan. Frakkland vann tvöfalt í handboltanum á leikunum. Handbolti 8.8.2021 10:01