Frakkland

Fréttamynd

Tveir litlir pönduhúnar komu í heiminn í nótt

Risapandan Huan Huan fæddi tvíbura í Beauval dýragarðinum í París laust eftir klukkan eitt í nótt. Húnarnir vógu 129 og 149 grömm og heilsast báðum vel. Móðirin tók bleiku ungana sína strax í fangið og þreif þá áður en hún leyfði starfsfólki að hlúa að þeim.

Erlent
Fréttamynd

Af­léttingar á Bret­landi eiga ekki við ferða­langa frá Frakk­landi

Frá og með næsta mánudegi munu fullbólusettir ferðamenn sem eru á leiðinni til Englands og Wales frá Frakklandi þurfa að fara í tíu daga sóttkví við komuna til landsins. Þetta gildir ekki um ferðalanga frá öðrum ríkjum en stjórnvöld hræðast að Beta-afbrigði veirunnar sé ónæmt fyrir bóluefninu.

Erlent
Fréttamynd

Eif­fel-turninn opnaður á ný

Einn allra vinsælasti ferðamannastaður Frakklands, Eiffel turninn í París, var opnaður að nýju í dag eftir níu mánaða lokun vegna kórónuveirufaraldursins. Turninn var opnaður þrátt fyrir að sóttvarnaraðgerðir hafi verið hertar nokkuð í vikunni vegna Delta-afbrigðisins.

Erlent
Fréttamynd

Herða tak­markanir í Frakk­landi en bara fyrir óbólu­­setta

Emmanuel Macron Frakk­lands­­for­­seti hefur kynnt hertar að­gerðir í landinu til að koma í veg fyrir aðra bylgju far­aldursins. Þær munu einungis ná til þeirra sem ekki eru bólu­settir. Hann ætlar einnig að skylda alla heil­brigðis­starfs­menn í landinu til að fara í bólu­setningu.

Erlent
Fréttamynd

Lil Baby hand­tekinn í París vegna fíkni­efna

Bandaríski rapparinn Lil Baby hefur verið handtekinn í París eftir að fíkniefni fundust í fórum hans. Hann er staddur í París með körfuboltamanninum James Harden í tilefni tískuvikunnar í París. Harden var ekki handtekinn og er ekki grunaður um nokkuð glæpsamlegt.

Lífið
Fréttamynd

Konan sem setti Tour de France í uppnám handtekin

Þrítug frönsk kona sem olli meiriháttar árekstri í fyrsta áfanga Tour de France-hjólreiðakeppninnar um helgina gaf sig fram við lögreglu. Konan er nú í varðhaldi sökuð um að hafa valdið líkamstjóni og sett líf fólks í hættu af gáleysi.

Sport
Fréttamynd

Flokkur Macron í rétt rúmlega tíu prósentum

Fyrstu tölur benda til að hvorki flokkur Emmanuels Macron Frakklandsforseta né öfgahægriflokkur Marine Le Pen hafi tekist að bæta við sig mörgum mönnum í fyrri umferð héraðskosninga sem fram fóru í landinu í gær.

Erlent
Fréttamynd

G7 ríkin mynda banda­lag gegn Kína

Leiðtogar G7 ríkjanna hafa samþykkt áætlun um að fara í aukna uppbyggingu innviða í þróunarríkjum til þess að stemma stigu við vaxandi áhrif Kína í þróunarríkjum. Joe Biden, Bandaríkjaforseti, lagði þetta til og ber verkefnið yfirskriftina „Byggjum aftur betri heim“ eða Build Back Better World upp á ensku.

Erlent
Fréttamynd

Frakkland býður fullbólusetta ferðamenn velkomna

Fullbólusettir ferðamenn geta ferðast til Frakklands frá og með deginum í dag og veitingastaðir geta nú leyft gestum að vera innanhúss. Fólki frá sextán ríkjum þar sem staða kórónuveirufaraldursins er slæm eru þó enn meinað að koma til Frakklands.

Erlent
Fréttamynd

Komu sér saman um að skatt­leggja al­þjóða­fyrir­tæki

Fulltrúar sjö mestu iðnríkja heims skrifuðu undir samkomulag sem á að tryggja að stór alþjóðleg fyrirtæki geti ekki komið sér undan skattgreiðslum í dag. Samkomulagið kveður á um að þau þurfi að greiða að minnsta kosti 15% skatt í hverju ríki þar sem þau hafa starfsemi.

Erlent
Fréttamynd

Höfðu hendur í hári her­mannsins

Lögregla í suðvesturhluta Frakklands hefur náð manni sem stórfelld leit hafði verið gerð að síðan á laugardag, eftir að hann skaut í átt að lögreglumönnum sem höfðu afskipti af honum vegna heimilisofbeldis.

Erlent
Fréttamynd

Leita vopnaðs her­manns sem skaut að lög­reglu

Skipulögð leit stendur nú yfir í suðvestur Frakklandi að fyrrverandi hermanni sem er þungvopnaður og á flótta. Maðurinn skaut að lögreglu á færi áður en að hann flúði. Íbúar eru hvattir til að halda sig innandyra.

Erlent