Frakkland Fyrrverandi forseti Frakklands dæmdur fyrir spillingu Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseti Frakklands, hefur verið dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar vegna spillingar. Hann var meðal annars dæmdur fyrir að reyna að múta dómara í tengslum við rannsókn hvort hann hafi tekið við ólöglegri peningasendingu frá Liliane Bettencourt fyrir forsetaframboð hans árið 2007. Erlent 1.3.2021 14:00 Depardieu ákærður fyrir nauðgun og kynferðisofbeldi Gérard Depardieu hefur verið ákærður fyrir nauðgun og kynferðisofbeldi. Leikarinn franski er sakaður um að hafa brotið á 22 ára leikkonu á heimili sínu árið 2018. Erlent 23.2.2021 19:18 Tónleikaferð til Marseille endaði með heimilisofbeldi Tuttugu og átta ára karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að ráðast á sambýliskonu sína á hótelherbergi í Marseille í Frakklandi þann 17. júní árið 2018. Karlmaðurinn afplánar sem stendur sex ára dóm sem hann hlaut sumarið 2019 fyrir tilraun til manndráps. Innlent 23.2.2021 15:41 Búið spil hjá Daft Punk Franska tvíeykið Daft Punk er hætt en fréttirnar komu aðdáendum sveitarinnar á óvart. Lífið 22.2.2021 15:56 Ósætti eftir að borgarstjóri Lyon tók út kjötmáltíðir í skólum Grégory Doucet, borgarstjóri frönsku borgarinnar Lyon, ákvað að ekkert kjöt yrði á matseðli skóla í borginni til þess að einfalda matarþjónustu skóla vegna kórónuveirufaraldursins. Fiskur og egg er þó áfram hluti af skólamáltíðum, en ákvörðunin hefur farið öfugt ofan nokkra ráðamenn. Erlent 21.2.2021 20:49 Guðmundur Felix fer yfir stöðuna: „Ég verð betri með degi hverjum“ Guðmundur Felix Grétarsson, sem gekkst undir handaágræðslu í Frakklandi í síðasta mánuði, hefur birt nýtt myndband þar sem hann fer yfir stöðu mála eftir aðgerðina. Hann segist verða betri með degi hverjum og stefnt er að því að hann hefji endurhæfingu um mánaðamót. Innlent 20.2.2021 22:12 Dæmdur til dauða fyrir morð á frönskum fjallgöngumanni Dómstóll í Alsír hefur dæmt mann til dauða vegna mannráns og morðs á frönskum fjallgöngumanni í landinu 2014. Erlent 19.2.2021 08:32 Skorar á Evrópu og Bandaríkin að senda bóluefni til fátækari hluta heimsins Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur skorað á Evrópuríkin og Bandaríkin að þau sendi hið fyrsta fimm prósent af öllu bóluefni sem til sé í löndunum til fátækari hluta heimsins. Erlent 19.2.2021 07:33 Franskur fyrrverandi ráðherra dæmdur fyrir nauðgun Dómstóll í Frakklandi hefur dæmt Georges Tron, fyrrverandi ráðherra, í fimm ára fangelsi fyrir nauðgun, þar af þrjú óskilorðsbundin og tvö skilorðsbundin. Erlent 19.2.2021 07:32 Leita að aldagömlum eikartrjám við smíði nýrrar spíru Áætlað er að þörf sé á allt að þúsund, 150 til 200 ára gömlum eikartrjám, þegar endurskapa skal hina 96 metra háu spíru á dómkirkjunni Notre Dame í París í Frakklandi sem eyðilagðist í stórbrunanum í apríl 2019. Erlent 16.2.2021 14:53 Umdeilt frumvarp um öfgar líklegast samþykkt í franska þinginu í dag Þingmenn neðri deildar Frakklandsþings munu í dag greiða atkvæði um umdeilt lagafrumvarp. Ráðmenn segja frumvarpinu ætlað að draga úr öfgum og verja franska lýðveldið og gildi þess en gagnrýnendur segja frumvarpið brjóta gegn trúfrelsi og koma niður á múslimum í Frakklandi. Erlent 16.2.2021 11:38 Áfangasigur 203 íslenskra kvenna í Frakklandi Áfrýjunardómstóll í Frakklandi hefur staðfest bótaskyldu þýska eftirlitsfyrirtæksins TÜV Rheinland í máli 203 íslenskra kvenna og fleiri í PIP-sílikonmálinu svokallaða. Alls eru um níu þúsund konur hluti af tveimur málsóknum en konurnar krefjast skaðabóta fyrir heilsutjón sem þær telja púðana hafa valdið sér. Innlent 12.2.2021 13:20 Fékk loksins að hitta mömmu Guðmundur Felix Grétarsson fékk loks að hitta móður sína eftir að undanþága þess efnis fékkst frá sjúkrahúsinu í Lyon í Frakklandi, þar sem hann liggur eftir að hafa gengist undir handaágræðslu í janúar. Innlent 11.2.2021 16:15 Frönsk stjórnvöld hljóta dóm fyrir sinnuleysi í loftslagsmálum Dómstóll í París hefur dæmt frönsk stjórnvöld sek um sinnuleysi og að bregðast skuldbindingum sínum í loftslagsmálum. Dómurinn þykir sögulegur en dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að frönsk stjórnvöld væru sek um að „virða ekki skuldbindingar sínar“ í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Erlent 3.2.2021 23:30 Kínverjar með sína eigin Parísarborg Inni á YouTube-síðunni Daily Dose Of Internet koma daglega inn myndbönd þar sem fróðlegir og skemmtilegir molar fá að njóta sín. Lífið 3.2.2021 14:30 „Ég sendi ykkur stundum bara þumalinn“ Guðmundur Felix Grétarsson, nú handhafi en ekki handlangari eins og hann komst sjálfur skemmtilega að orði á dögunum, gat í dag í fyrsta skipti eftir handaágræðslu sest í stól og komist á netið. Þar virðist hafa verið fyrsta verkefni á dagskrá að renna yfir kveðjur sem streymt hafa til hans. Innlent 3.2.2021 12:14 Heltust úr bóluefnalestinni en rétta nú fram hjálparhönd Franska lyfjafyrirtækið Sanofi hyggst aðstoða lyfjafyrirtækið Pfizer við framleiðslu á hundrað milljón skömmtum af bóluefni þess síðarnefnda gegn kórónuveirunni. Fyrstu Pfizer-skammtarnir frá Sanofi eru þó ekki væntanlegir fyrr en í júlí. Erlent 26.1.2021 23:24 Óeirðirnar endurspegli ekki hug almennings Lögreglan í Hollandi segir að óeirðirnar í landinu seinustu daga vegna hertra kórónuveirutakmarkana séu þær verstu í landinu í fjörutíu ár. Erlent 26.1.2021 19:01 Pompidou-safninu í París lokað í fjögur ár Pompidou-safninu í frönsku höfuðborginni París verður lokað í fjögur ár til að hægt verði að ráðast í nauðsynlegar endurbætur. Menningarmálaráðherra landsins segir þá leið að loka safninu alfarið bæði vera ódýrari lausn og þannig taki endurbæturnar líka skemmri tíma. Erlent 26.1.2021 08:43 Felix á fætur og steig dans Guðmundur Felix Grétarsson, sem gekkst undir handaágræðslu í Frakklandi þann 14. janúar, fór á fætur í fyrsta skipti í dag. Ekki nóg með það heldur steig hann léttan dans eins og sjá má að neðan. Innlent 25.1.2021 16:58 Líklegt að þurfi að koma á allsherjar útgöngubanni í þriðja sinn Helsti sóttvarnafræðingur Frakka segir að líklega þurfi að skella í lás og setja allsherjar útgöngubann í öllu landinu í þriðja sinn síðan kórónuveiran lét fyrst á sér kræla, ef allt eigi ekki að fara úr böndunum að nýju. Erlent 25.1.2021 07:16 „Ég ætla að hugsa vel um hendurnar hans“ Guðmundur Felix Grétarsson, sem gekkst undir handaágræðslu í Frakklandi í síðustu viku, braggast vel eftir aðgerðina. Hann hlakkar mest til að verða sjálfbjarga á ný og er hæstánægður með nýju hendurnar, sem hann segir meira að segja dálítið líkar höndunum sem hann missti. Innlent 22.1.2021 18:17 Guðmundur Felix þakkar þjóðinni og sýnir nýju handleggina „Komið þið sæl, kæru Íslendingar. Það er loksins komið að þessu,“ segir Guðmundur Felix Grétarsson „handhafi“ í kveðju til landsmanna. Innlent 22.1.2021 12:12 Blóðflæði í öllum fingrum eftir aðgerðina Guðmundur Felix Grétarsson er með blóðflæði í öllum fingrum eftir handleggjaágræðslu sem hann gekkst undir í síðustu viku. Frá þessu er greint á Facebook-síðu hans í kvöld. Innlent 18.1.2021 23:41 Fyrsta kveðjan eftir ágræðsluna: „Ég er ekki handlangari lengur, ég er orðinn handhafi“ Guðmundur Felix Grétarsson segir handleggjaágræðslu sem hann gekkst undir í vikunni hafa gengið mjög vel. Hann færir öllum sem sendu honum kveðju og heillaóskir kærar kveðjur í fyrstu orðsendingunni sem hann birtir eftir aðgerðina. Innlent 16.1.2021 14:56 Lýsti strax þakklæti til íslensku þjóðarinnar Guðmundur Felix Grétarsson er einstaklega þakklátur þeim stuðningi sem hann hefur fengið frá íslensku þjóðinni. Þetta segir Sylwia Nowakowska Gretarsson, eiginkona Guðmundar, í samtali við fréttastofu. Tímamót urðu á miðvikudag þegar Guðmundur Felix undirgekkst ágræðslu á báðum handleggjum alveg upp við axlir og var aðgerðin söguleg í heimi læknavísindanna. Innlent 15.1.2021 12:05 Frakkar herða aðgerðir enn frekar Jean Castex, forsætisráðherra Frakklands, kynnti í dag hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins sem virðist ekki á undanhaldi í landinu. Útgöngubann er nú í gildi frá klukkan sex á kvöldin til klukkan sex á morgnanna. Aðgerðirnar taka gildi á laugardag. Erlent 14.1.2021 23:21 Hefur barist fyrir lífi sínu í þrjú ár: Sprelllifandi úrskurðuð látin Frönsk kona hefur freistað þess í þrjú ár að sannfæra yfirvöld um að hún sé sannarlega á lífi eftir að hún var úrskurðuð látin án þess að gögn þess efnis væru lögð fram. Erlent 12.1.2021 18:48 Sporin hræða: Sérfræðingar segja afstöðu Frakka til bólusetninga byggja á slæmri reynslu Kannanir sýna að allt að 60% Frakka hyggjast afþakka bólusetningu gegn Covid-19 en sérfræðingar segja mögulegt að niðurstöðurnar séu villandi. Þeir segja afstöðuna ekki snúast um bóluefnin sjálf, heldur traust til stjórnmálamanna, lækna og fjölmiðla. Erlent 11.1.2021 16:04 Benzema þarf að mæta fyrir rétt vegna fjárkúgunarmálsins Karim Benzema, leikmaður Real Madrid, þarf að mæta fyrir dóm vegna tilraunar til að kúga fé út úr Mathieu Valbuena, fyrrverandi félaga hans í franska landsliðinu. Franskir saksóknarar greindu frá þessu í dag. Fótbolti 7.1.2021 14:00 « ‹ 17 18 19 20 21 22 23 24 25 … 42 ›
Fyrrverandi forseti Frakklands dæmdur fyrir spillingu Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseti Frakklands, hefur verið dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar vegna spillingar. Hann var meðal annars dæmdur fyrir að reyna að múta dómara í tengslum við rannsókn hvort hann hafi tekið við ólöglegri peningasendingu frá Liliane Bettencourt fyrir forsetaframboð hans árið 2007. Erlent 1.3.2021 14:00
Depardieu ákærður fyrir nauðgun og kynferðisofbeldi Gérard Depardieu hefur verið ákærður fyrir nauðgun og kynferðisofbeldi. Leikarinn franski er sakaður um að hafa brotið á 22 ára leikkonu á heimili sínu árið 2018. Erlent 23.2.2021 19:18
Tónleikaferð til Marseille endaði með heimilisofbeldi Tuttugu og átta ára karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að ráðast á sambýliskonu sína á hótelherbergi í Marseille í Frakklandi þann 17. júní árið 2018. Karlmaðurinn afplánar sem stendur sex ára dóm sem hann hlaut sumarið 2019 fyrir tilraun til manndráps. Innlent 23.2.2021 15:41
Búið spil hjá Daft Punk Franska tvíeykið Daft Punk er hætt en fréttirnar komu aðdáendum sveitarinnar á óvart. Lífið 22.2.2021 15:56
Ósætti eftir að borgarstjóri Lyon tók út kjötmáltíðir í skólum Grégory Doucet, borgarstjóri frönsku borgarinnar Lyon, ákvað að ekkert kjöt yrði á matseðli skóla í borginni til þess að einfalda matarþjónustu skóla vegna kórónuveirufaraldursins. Fiskur og egg er þó áfram hluti af skólamáltíðum, en ákvörðunin hefur farið öfugt ofan nokkra ráðamenn. Erlent 21.2.2021 20:49
Guðmundur Felix fer yfir stöðuna: „Ég verð betri með degi hverjum“ Guðmundur Felix Grétarsson, sem gekkst undir handaágræðslu í Frakklandi í síðasta mánuði, hefur birt nýtt myndband þar sem hann fer yfir stöðu mála eftir aðgerðina. Hann segist verða betri með degi hverjum og stefnt er að því að hann hefji endurhæfingu um mánaðamót. Innlent 20.2.2021 22:12
Dæmdur til dauða fyrir morð á frönskum fjallgöngumanni Dómstóll í Alsír hefur dæmt mann til dauða vegna mannráns og morðs á frönskum fjallgöngumanni í landinu 2014. Erlent 19.2.2021 08:32
Skorar á Evrópu og Bandaríkin að senda bóluefni til fátækari hluta heimsins Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur skorað á Evrópuríkin og Bandaríkin að þau sendi hið fyrsta fimm prósent af öllu bóluefni sem til sé í löndunum til fátækari hluta heimsins. Erlent 19.2.2021 07:33
Franskur fyrrverandi ráðherra dæmdur fyrir nauðgun Dómstóll í Frakklandi hefur dæmt Georges Tron, fyrrverandi ráðherra, í fimm ára fangelsi fyrir nauðgun, þar af þrjú óskilorðsbundin og tvö skilorðsbundin. Erlent 19.2.2021 07:32
Leita að aldagömlum eikartrjám við smíði nýrrar spíru Áætlað er að þörf sé á allt að þúsund, 150 til 200 ára gömlum eikartrjám, þegar endurskapa skal hina 96 metra háu spíru á dómkirkjunni Notre Dame í París í Frakklandi sem eyðilagðist í stórbrunanum í apríl 2019. Erlent 16.2.2021 14:53
Umdeilt frumvarp um öfgar líklegast samþykkt í franska þinginu í dag Þingmenn neðri deildar Frakklandsþings munu í dag greiða atkvæði um umdeilt lagafrumvarp. Ráðmenn segja frumvarpinu ætlað að draga úr öfgum og verja franska lýðveldið og gildi þess en gagnrýnendur segja frumvarpið brjóta gegn trúfrelsi og koma niður á múslimum í Frakklandi. Erlent 16.2.2021 11:38
Áfangasigur 203 íslenskra kvenna í Frakklandi Áfrýjunardómstóll í Frakklandi hefur staðfest bótaskyldu þýska eftirlitsfyrirtæksins TÜV Rheinland í máli 203 íslenskra kvenna og fleiri í PIP-sílikonmálinu svokallaða. Alls eru um níu þúsund konur hluti af tveimur málsóknum en konurnar krefjast skaðabóta fyrir heilsutjón sem þær telja púðana hafa valdið sér. Innlent 12.2.2021 13:20
Fékk loksins að hitta mömmu Guðmundur Felix Grétarsson fékk loks að hitta móður sína eftir að undanþága þess efnis fékkst frá sjúkrahúsinu í Lyon í Frakklandi, þar sem hann liggur eftir að hafa gengist undir handaágræðslu í janúar. Innlent 11.2.2021 16:15
Frönsk stjórnvöld hljóta dóm fyrir sinnuleysi í loftslagsmálum Dómstóll í París hefur dæmt frönsk stjórnvöld sek um sinnuleysi og að bregðast skuldbindingum sínum í loftslagsmálum. Dómurinn þykir sögulegur en dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að frönsk stjórnvöld væru sek um að „virða ekki skuldbindingar sínar“ í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Erlent 3.2.2021 23:30
Kínverjar með sína eigin Parísarborg Inni á YouTube-síðunni Daily Dose Of Internet koma daglega inn myndbönd þar sem fróðlegir og skemmtilegir molar fá að njóta sín. Lífið 3.2.2021 14:30
„Ég sendi ykkur stundum bara þumalinn“ Guðmundur Felix Grétarsson, nú handhafi en ekki handlangari eins og hann komst sjálfur skemmtilega að orði á dögunum, gat í dag í fyrsta skipti eftir handaágræðslu sest í stól og komist á netið. Þar virðist hafa verið fyrsta verkefni á dagskrá að renna yfir kveðjur sem streymt hafa til hans. Innlent 3.2.2021 12:14
Heltust úr bóluefnalestinni en rétta nú fram hjálparhönd Franska lyfjafyrirtækið Sanofi hyggst aðstoða lyfjafyrirtækið Pfizer við framleiðslu á hundrað milljón skömmtum af bóluefni þess síðarnefnda gegn kórónuveirunni. Fyrstu Pfizer-skammtarnir frá Sanofi eru þó ekki væntanlegir fyrr en í júlí. Erlent 26.1.2021 23:24
Óeirðirnar endurspegli ekki hug almennings Lögreglan í Hollandi segir að óeirðirnar í landinu seinustu daga vegna hertra kórónuveirutakmarkana séu þær verstu í landinu í fjörutíu ár. Erlent 26.1.2021 19:01
Pompidou-safninu í París lokað í fjögur ár Pompidou-safninu í frönsku höfuðborginni París verður lokað í fjögur ár til að hægt verði að ráðast í nauðsynlegar endurbætur. Menningarmálaráðherra landsins segir þá leið að loka safninu alfarið bæði vera ódýrari lausn og þannig taki endurbæturnar líka skemmri tíma. Erlent 26.1.2021 08:43
Felix á fætur og steig dans Guðmundur Felix Grétarsson, sem gekkst undir handaágræðslu í Frakklandi þann 14. janúar, fór á fætur í fyrsta skipti í dag. Ekki nóg með það heldur steig hann léttan dans eins og sjá má að neðan. Innlent 25.1.2021 16:58
Líklegt að þurfi að koma á allsherjar útgöngubanni í þriðja sinn Helsti sóttvarnafræðingur Frakka segir að líklega þurfi að skella í lás og setja allsherjar útgöngubann í öllu landinu í þriðja sinn síðan kórónuveiran lét fyrst á sér kræla, ef allt eigi ekki að fara úr böndunum að nýju. Erlent 25.1.2021 07:16
„Ég ætla að hugsa vel um hendurnar hans“ Guðmundur Felix Grétarsson, sem gekkst undir handaágræðslu í Frakklandi í síðustu viku, braggast vel eftir aðgerðina. Hann hlakkar mest til að verða sjálfbjarga á ný og er hæstánægður með nýju hendurnar, sem hann segir meira að segja dálítið líkar höndunum sem hann missti. Innlent 22.1.2021 18:17
Guðmundur Felix þakkar þjóðinni og sýnir nýju handleggina „Komið þið sæl, kæru Íslendingar. Það er loksins komið að þessu,“ segir Guðmundur Felix Grétarsson „handhafi“ í kveðju til landsmanna. Innlent 22.1.2021 12:12
Blóðflæði í öllum fingrum eftir aðgerðina Guðmundur Felix Grétarsson er með blóðflæði í öllum fingrum eftir handleggjaágræðslu sem hann gekkst undir í síðustu viku. Frá þessu er greint á Facebook-síðu hans í kvöld. Innlent 18.1.2021 23:41
Fyrsta kveðjan eftir ágræðsluna: „Ég er ekki handlangari lengur, ég er orðinn handhafi“ Guðmundur Felix Grétarsson segir handleggjaágræðslu sem hann gekkst undir í vikunni hafa gengið mjög vel. Hann færir öllum sem sendu honum kveðju og heillaóskir kærar kveðjur í fyrstu orðsendingunni sem hann birtir eftir aðgerðina. Innlent 16.1.2021 14:56
Lýsti strax þakklæti til íslensku þjóðarinnar Guðmundur Felix Grétarsson er einstaklega þakklátur þeim stuðningi sem hann hefur fengið frá íslensku þjóðinni. Þetta segir Sylwia Nowakowska Gretarsson, eiginkona Guðmundar, í samtali við fréttastofu. Tímamót urðu á miðvikudag þegar Guðmundur Felix undirgekkst ágræðslu á báðum handleggjum alveg upp við axlir og var aðgerðin söguleg í heimi læknavísindanna. Innlent 15.1.2021 12:05
Frakkar herða aðgerðir enn frekar Jean Castex, forsætisráðherra Frakklands, kynnti í dag hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins sem virðist ekki á undanhaldi í landinu. Útgöngubann er nú í gildi frá klukkan sex á kvöldin til klukkan sex á morgnanna. Aðgerðirnar taka gildi á laugardag. Erlent 14.1.2021 23:21
Hefur barist fyrir lífi sínu í þrjú ár: Sprelllifandi úrskurðuð látin Frönsk kona hefur freistað þess í þrjú ár að sannfæra yfirvöld um að hún sé sannarlega á lífi eftir að hún var úrskurðuð látin án þess að gögn þess efnis væru lögð fram. Erlent 12.1.2021 18:48
Sporin hræða: Sérfræðingar segja afstöðu Frakka til bólusetninga byggja á slæmri reynslu Kannanir sýna að allt að 60% Frakka hyggjast afþakka bólusetningu gegn Covid-19 en sérfræðingar segja mögulegt að niðurstöðurnar séu villandi. Þeir segja afstöðuna ekki snúast um bóluefnin sjálf, heldur traust til stjórnmálamanna, lækna og fjölmiðla. Erlent 11.1.2021 16:04
Benzema þarf að mæta fyrir rétt vegna fjárkúgunarmálsins Karim Benzema, leikmaður Real Madrid, þarf að mæta fyrir dóm vegna tilraunar til að kúga fé út úr Mathieu Valbuena, fyrrverandi félaga hans í franska landsliðinu. Franskir saksóknarar greindu frá þessu í dag. Fótbolti 7.1.2021 14:00