Landhelgisgæslan

Fréttamynd

Erfitt að eyða jólunum fjarri fjöl­skyldunni en ekkert annað í boði

Háseti og kafari á varðskipinu Freyju segir stemninguna meðal átján áhafnarmeðlima  mjög góða, þrátt fyrir að nú sé ljóst að þeir muni eyða jólunum um borð í skipinu við Ísafjarðarhöfn. Gefin hefur verið út appelsínugul viðvörun fyrir morgundaginn auk þess sem miklar líkur eru taldar á snjóflóðum á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

„Ég vildi bara að þessum manni yrði bjargað“

Ernir Snær Bjarnason er flugmaðurinn sem varð var við göngumann sem sendi neyðarboð við gosstöðvarnar á Reykjanesi fyrr í kvöld. Hann hringsólaði yfir manninum í klukkustund áður en hann var sóttur af þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Innlent
Fréttamynd

Fannst kaldur og hrakinn á gossvæðinu

Þyrla Landhelgisgæslunnar auk björgunarsveita var kölluð út fyrr í kvöld til leitar að manni á gossvæðinu sem gaf flugvél sem þar átti leið hjá neyðarmerki. Maðurinn fannst fyrir stundu, kaldur og hrakinn. 

Innlent
Fréttamynd

Lítur sáttur um öxl eftir hátt í fjóra ára­tugi á flugi fyrir Gæsluna

Flugmaðurinn Jakob Ólafsson fagnar í dag 65 ára afmæli. Það eru ekki einu tímamótin í lífi hans heldur flaug hann í gær í síðasta sinn fyrir Landhelgisgæsluna, eftir að hafa starfað fyrir hana meiri hluta lífs síns. Jakob segist líta framtíðina björtum augum og á síðustu áratugi með þakklæti efst í huga.

Lífið
Fréttamynd

Sjúkraþyrlur

Árið 1986 fyrir tæpum 40 árum hófu af miklum metnaði og nauðsyn nokkrir vaskir frumkvöðlar að fara sem áhafnarmeðlimir á Þyrlum Landhelgisgæslunnar í útköll og vera þannig innan handar þegar sækja þurfti slasaða eða veika einstaklinga hvort sem var á legi eða láði.

Skoðun
Fréttamynd

Land­helgis­gæslan og lög­regla um borð í Amelíu Rose

Landhelgisgæslan stöðvaði farþegaskipið Amelíu Rose um átta sjómílur úti fyrir Akranesi í dag. Í ljós kom að farþegafjöldi á skipinu var margfaldur miðað við leyfilegan fjölda. Upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir málið alvarlegt en skipið hafi ítrekað verið stöðvað með of marga farþega. 

Innlent
Fréttamynd

Sig­urður Þorkell fallinn frá

Sig­urður Þorkell Árna­son, fyrr­ver­andi skip­herra hjá Land­helg­is­gæsl­unni er látinn, 95 ára að aldri. Þetta kemur fram á heimasíðu Landhelgisgæslunnar.

Innlent
Fréttamynd

Neyðarsendir fór í gang við flutninga

Starfsmenn Landhelgisgæslunnar, björgunarsveitarmenn og lögregluþjónar voru með mikinn viðbúnað í dag þegar neyðarboð barst frá eins hreyfils flugvél í Fljótavík. Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út og Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð virkjuð.

Innlent
Fréttamynd

Fundu ör­magna göngu­mann í nótt

Þyrlusveit Landhelgisgæslunar var kölluð út á þriðja tímanum í nótt til leitar að örmagna göngumanni á Skarðsheiði, á háhryggnum milli Heiðarhorns og Skessuhorns.

Innlent
Fréttamynd

Björgunarþyrlu ætti að staðsetja á Akureyri

Ísland er eitt strjálbýlasta land í heimi þar sem kjarni bráðaþjónustu vegna slysa og sjúkdóma hefur færst að mestu á tvo staði. Annars vegar til Reykjavíkur á Landspítalann og hins vegar til Akureyrar á Sjúkrahúsið þar. Smærri staðir hafa takmarkaðri heilbrigðisþjónustu og því full þörf á að auka aðgengi á svæðinu að bráðaþjónustu sem björgunarþyrlur eru.

Skoðun
Fréttamynd

Eldur í fiski­bát við Siglu­fjarðar­höfn

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á mesta forgangi laust fyrir klukkan eitt í nótt eftir að það kviknaði í fiskibát um 500 metra norður af Siglufjarðarhöfn. Þrír voru um borð í bátnum en engan sakaði.

Innlent
Fréttamynd

Bjarni kominn á flot

Rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson er laust af strandstað. Skipið strandaði á Sveinseyri í Tálknafirði á tíunda tímanum í kvöld. 

Innlent
Fréttamynd

Rann­­­sóknar­­­skip Haf­ró strand í Tálkna­­­firði

Rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson strandaði á Sveinseyri í Tálknafirði á tíunda tímanum í kvöld. Björgunarbátar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar hafa verið kallaðir út og þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið vestur. Fleiri bátar hafa verið kallaðir út til aðstoðar.

Innlent
Fréttamynd

Átján störf fylgja varðskipinu Freyju á Siglufirði

Mikil ánægja er á meðal íbúa á Siglufirði að varðskipið Freyja sé þar með heimahöfn því það tryggir átján störf á svæðinu. Þá segir bæjarstjórinn að það sé mjög mikilvægt að varðskip skuli eiga heimahöfn úti á landi, ekki bara í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Þór þarf ekki til Græn­lands

Varðskipið Þór er laust til annarra verkefna eftir að hafa verið í biðstöðu vegna skemmtiferðaskips sem strandaði undan austurströnd Grænlands í gær.

Innlent