Tyrkland

Fréttamynd

Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa

Uppreisnar- og vígamenn höfðu í morgun náð tökum á bróðurparti Aleppo-borgar í Idlib héraði í Sýrlandi eftir umfangsmikla skyndisókn og hafa þeir einnig náð tökum á stóru svæði kringum borgina á undanförnum þremur dögum. Í nótt tóku uppreisnarmenn kastala Aleppo, í miðri borginni, og í morgun lýsti ríkisstjórn Sýrlands því yfir að herinn hefði hörfað frá borginni.

Erlent
Fréttamynd

Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl

Icelandair hefur bætt nýjum áfangastað við leiðakerfið sitt, hinni sögufrægu borg Istanbul í Tyrklandi. Flogið verður til borgarinnar fjórum sinnum í viku frá 5. september 2025 og er flugtími um fimm klukkustundir og 30 mínútur.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gerðu loft­á­rásir á Kúrda í Írak og Sýr­landi

Tyrkneski herinn hefur gert loftárásir á meintar stöðva Verkamannaflokks Kúrda í Sýrlandi og Írak eftir að fimm létu lífið í hryðjuverkaárás í Ankara, höfuðborg Tyrklands, í gær. Ráðamenn segja tugi vígamanna hafa verið fellda.

Erlent
Fréttamynd

Fethullah Gülen er látinn

Tyrkneski prédikarinn Fethullah Gülen, sem bjó síðustu ár í sjálfskipaðri útlegð í Bandaríkjunum, er látinn, 83 ára að aldri.

Erlent
Fréttamynd

Taka flugið til Tyrk­lands

Flugfélagið Play hefur hafið sölu á áætlunarflugi til Antalya í Tyrklandi. Fyrsta flugið verður farið 15. apríl á næsta ári og verður flogið einu sinni í viku fram til byrjun júnímánaðar áður en áætlunin verður tekin upp að nýju í september og fram yfir miðjan nóvember.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Borgar­stjóri New York lýsir yfir sak­leysi sínu

Eric Adams, borgarstjóri New York, neitaði sök þegar hann kom fyrir alríkisdóm á Manhattan í dag. Adams er meðal annars ákærður fyrir mútuþægni, fjársvik og að þiggja ólögleg kosningaframlög frá erlendum einstaklingum.

Erlent
Fréttamynd

Á­kærður fyrir mútu­þægni og fjár­svik

Eric Adams, borgarstjóri New York, hefur verið ákærður í fimm liðum, og þar á meðal fyrir mútuþægni og fjársvik. Hann er sagður hafa þegið gjafir og ferðir að verðmæti rúmra hundrað þúsund dala, frá aðilum tengdum yfirvöldum í Tyrklandi.

Erlent
Fréttamynd

Hetja Tyrkja gegn Ís­landi lifði af mikinn harm­leik

Kerem Akturkoglu, landsliðsmaður Tyrklands, sem reyndist hetja landsliðsins gegn Íslandi í Þjóðadeild Evrópu er sannkallað kraftaverkabarn. Akturkoglu bjargaðist úr rústum byggingar í Izmir eftir öflugan jarðskjálfta þar á svæðinu árið 1999.

Fótbolti
Fréttamynd

Tyrkir sigurvissir fyrir kvöldið

Stuðningsmenn Tyrklands eru sigurvissir fyrir leik kvöldsins við Ísland í Þjóðadeild karla í fótbolta. Stefán Árni Pálsson tók fólk tali við völlinn í Izmir.

Fótbolti
Fréttamynd

Slags­mál brutust út meðal þing­manna

Slagsmál brutust út meðal þingmanna á tyrkneska þinginu í gær þegar deilt var um fangelsaðan þingmann stjórnarandstöðunnar sem sviptur var umboði sínu fyrr á árinu.

Erlent
Fréttamynd

Segir setningar­at­höfnina traðka á mann­­legri reisn

Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti ræddi við Frans páfa í dag um atriði á setningarhátíð Ólympíuleikanna, sem hann kallar „siðlaust sviðsverk“. Í atriðinu sátu dragdrottningar við borð og virtist uppsetningin minna mikið á málverk Da Vinci af síðustu kvöldmáltíð Krists.

Erlent
Fréttamynd

Hald­lögðu meira en tvö tonn af grasi og hand­tóku 42

Yfir 400 lögreglumenn frá Frakklandi, Spáni og Tyrklandi réðust í umfangsmiklar aðgerðir á dögunum og ráku fleyg í starfsemi skipulagðra glæpasamtaka á Spáni. Samtökin stóðu í stórtækum innflutningi á kannabis til vestur-Evrópu og eru einnig grunuð um að flytja heróin inn í Evrópusambandslönd.

Erlent
Fréttamynd

Viður­kennum þjóðar­morð á Armenum

Í gær kom ég á einn áhrifamesta og jafnframt dapurlegasta stað sem ég veit um – stað sem jafnast alveg á við Auschwitz í hryllingi og óhugnaði. Þetta er minningarsafn í Jerevan um þjóðarmorð Tyrkja á Armenum fyrir rúmum hundrað árum. Grimmdin og illskan var ólýsanleg.

Skoðun
Fréttamynd

Brott­fall ungra karla á Ís­landi úr námi hæst í Evrópu

Um 16 prósent ungs fólks á aldrinum 18 til 24 á Íslandi flosnuðu upp úr námi eftir mennta- eða framhaldsskóla samkvæmt niðurstöðum nýrrar greiningar fyrir árið 20230 á vegum Hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat. Ísland er í þriðja sæti meðal Evrópuríkja. 

Innlent
Fréttamynd

Fimm leik­menn litu rautt eftir slags­mál

Deildarkeppnir í knattspyrnu í Tyrklandi hófust aftur í gær, viku eftir að hlé var gert frá öllum keppnum vegna líkamsárásar á dómara af hendi forseta félagsins Ankaragucu. Strax í gær leit annar skandall dagsins ljós og nú í dag urðu hópslagsmál í næst efstu deild. 

Fótbolti