Tyrkland

Fréttamynd

Samþykktu lög til að þrengja að samfélagsmiðlum

Tyrkneska þingið samþykkti lög sem þrengja verulega að samfélagsmiðlum í landinu verði þeir ekki að vilja þarlendra stjórnvalda. Mannréttindasamtök vara við því að lögin ógni tjáningarfrelsi í Tyrklandi verulega.

Erlent
Fréttamynd

Páfinn syrgir að Ægisif verði breytt í mosku

Frans páfi segist syrgja ákvörðun Tyrklands um að breyta Ægisif í Istanbúl aftur í mosku. Þetta sagði hann í predíkun sem hann flutti í Páfagarði í dag og bætti hann því við að honum væri hugsað til Istanbúl.

Erlent
Fréttamynd

Staða Ægisifjar á heimsminjaskrá gæti verið í hættu

Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) segir að nefnd um heimsminjar ætli að endurskoða stöðu Ægisifjar í Istanbúl eftir að Recep Erdogan Tyrklandsforseti tilkynnti í dag að henni yrði breytt í mosku. Hún harmar jafnframt samráðsleysi tyrkneskra stjórnvalda um ákvörðunina.

Erlent
Fréttamynd

Erdogan breytir Ægisif í mosku

Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan hefur nú skrifað undir opinbera tilskipun sem kveður á um að Ægisif verði héðan í frá að mosku að nýju.

Erlent
Fréttamynd

Hefja réttarhöld vegna morðsins á Khashoggi í Tyrklandi

Tuttugu Sádar eru ákærðir í réttarhöldum vegna morðsins á Jamal Khashoggi sem hófst í Tyrklandi í dag. Tveir nánir aðstoðarmenn Mohammeds bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, eru á meðal sakborninganna en enginn þeirra er viðstaddur réttarhöldin.

Erlent
Fréttamynd

Hátt í sextíu farendur taldir af í Tyrklandi

Hátt í sextíu farendur gætu hafa farist í bát sem sökk í stöðuvatninu Van í Tyrklandi í síðustu viku. Þetta segir innanríkisráðherra Tyrklands en Tyrkir settu af stað leit, meðal annars með þyrlum, þegar ljóst var að báturinn með fólkinu um borð hefði ekki skilað sér til hafnar þann 27. júní síðastliðinn.

Erlent
Fréttamynd

Úrslitaleikurinn tekinn frá Tyrkjum

Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu í fótbolta verður ekki spilaður í Istanbúl í Tyrklandi eins og til stóð. Leikurinn átti að fara fram í dag en kórónuveirufaraldurinn kom í veg fyrir það.

Fótbolti
Fréttamynd

Sjö ákærðir vegna flótta Ghosn í Tyrklandi

Stjórnandi flugfélags, fjórir flugmenn og tveir flugliðar hafa verið ákærðir í tengslum við flótta Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformanns Nissan, frá Japan í desember. Sakborningarnar voru handteknir í janúar en tyrknesk stjórnvöld hafa neitað því að hafa vitað af viðkomu Ghosn í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Sádar ákærðir í Tyrklandi vegna morðsins á Khashoggi

Tyrkneskir saksóknarar hafa ákært tuttugu Sáda vegna morðsins á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi í október árið 2018. Enginn sakborningana er í Tyrklandi og yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa réttað yfir ellefu þeirra vegna morðsins.

Erlent
Fréttamynd

Grikkir hafna því að þeir reki leynifangelsi

New York Times birti umfjöllun um að grísk stjórnvöld rækju leynifangelsi þar sem flóttafólki fengi hvorki að tala við lögfræðing né leggja fram hælisumsókn. Talsmaður grískra stjórnvalda hafnar því alfarið.

Erlent
Fréttamynd

Grikkir sagðir halda flóttafólki í leynifangelsi

Fyrrverandi sendifulltrúi SÞ vegna mannréttinda flóttafólks telur grísk stjórnvöld brjóta réttindi flóttafólks með leynifangelsi nærri landamærunum að Tyrklandi. New York Times segir að sýrlensku flóttafólki sé haldið þar áður en því sé vísað úr landi án þess að vera gefið tækifæri til að sækja um hæli eða ræða við lögmann.

Erlent
Fréttamynd

Assad kveðst hissa á afstöðu Tyrkja

Vopnahlé tók gildi í norðvesturhluta Sýrlands í nótt. Átökin á svæðinu höfðu verið afar hörð en sýrlenski stjórnarherinn hefur sótt að Idlib, síðasta stóra vígi uppreisnarmanna.

Erlent
Fréttamynd

Vopnahlé tekið gildi í Idlib

Eftirlitsaðilar segja tiltölulega ró hafa myndast á svæðinu eftir margra vikna bardaga á milli uppreisnar- og vígahópa sem Tyrkir styðja og stjórnarhers Sýrlands, sem Rússar styðja.

Erlent
Fréttamynd

Erdogan og Pútín funda í Moskvu

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, er staddur í Moskvu þar sem hann fór á fund Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Þar ræða leiðtogarnir í dag átökin í Idlibhéraði í Sýrlandi og hvernig binda megi enda á þau. Þó ekki nema bara um tíma.

Erlent