Kanada

Fréttamynd

Hyggjast banna sölu og inn­flutning á skamm­byssum

Ríkisstjórn Kanada, undir forystu Justin Trudeau forsætisráðherra, kynnti á mánudag nýja löggjöf sem bannar innflutning, sölu og kaup á skammbyssum. Búist er við því að lagafrumvarpið verði samþykkt í haust.

Erlent
Fréttamynd

Stökkið: „Krísan er svo sannarlega skollin á“

Hjúkrunarfræðingurinn Elísabet Brynjarsdóttir er búsett í borginni Vancouver í British Columbia, Kanada með makanum sínum Jóhannesi Bjarka Bjarkasyni. Eftir að hafa verið verkefnastjóri hjá Rauða krossinum í Reykjavík fór hún út í nám í heilbrigðisstjórnun og leiðtogamennsku.

Lífið
Fréttamynd

Samkynhneigðir í Kanada fá að gefa blóð

Heilbrigðisyfirvöld í Kanada hafa ákveðið að aflétta banni sem hindrar samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð. Áður mátti karlmaður sem hafði stundað kynlíf með öðrum karlmanni síðustu þrjá mánuði ekki gefa blóð.

Erlent
Fréttamynd

Kanada fer af stað með eigin Eurovision keppni

Í gær var tilkynnt að Kanada fylgir í fótspor Bandaríkjanna og byrjar með eigin Eurovision keppni. Keppendur frá öllum hlutum Kanada munu keppa með frumsömdum lögum í beinni útsendingu í þáttunum Eurovision Canada.

Tónlist
Fréttamynd

Ærandi þögn um ofríki í Kanada

Atburðarás síðustu vikna er söguleg og hún er áminning um það hversu brothætt frjálslynda lýðræðissamfélagið er þegar á reynir. Stjórnmálamenn sem gefa sig út fyrir að vera talsmenn frjálslyndis, jafnt ráðherrar sem þingmenn, geta því ekki látið hjá líða að tala gegn ofríkinu í Kanada.

Umræðan
Fréttamynd

Vill selj­a bíla mót­mæl­end­a í Ottaw­a

Jim Watson, borgarstjóri Ottawa höfuðborgar Kanada, segist vilja selja bíla sem yfirvöld hafa lagt hald á við lögregluaðgerðir gegn mótmælendum í borginni. Lögreglan hefur á undanförnum dögum stöðvað mótmælin eftir að neyðarástandi var lýst yfir.

Erlent
Fréttamynd

Munu geta fryst banka­reikninga mót­mælenda

Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur veitt yfirvöldum auknar heimildir til að reyna að bæla niður þau mótmæli gegn bólusetningarskyldu sem staðið hafa í landinu síðustu vikur. Þetta er í fyrsta skipti sem forsætisráðherra Kanada virkjar ákvæði sérstakra neyðarlaga með þessum hætti.

Erlent
Fréttamynd

Leik­stjórinn Jean-Marc Vallé­e er látinn

Kanadíski leikstjórinn Jean-Marc Vallée er látinn, 58 ára að aldri. Hann er þekktur fyrir að hafa leikstýrt stórmyndum á borð við Dallas Buyers Club og Wild og þáttunum Big Little Lies og Sharp Objects.

Lífið