Færeyjar Þakklát fyrir vinaþjóðina Íslendinga sem hleypti þeim með í flugvélina Þakklæti og léttir einkenndu viðmót Íslendinga og annarra sem lentu á Keflavíkurflugvelli í morgun eftir að hafa orðið strandaglópar í Ísrael. Færeyingahópur sem fékk far með íslensku flugvélinni segir ómetanlegt að eiga vinaþjóð eins og Íslendinga. Innlent 10.10.2023 09:32 Sóttu eldisstjóra til Færeyja Landeldisfyrirtækið First Water hefur ráðið Heðin N. Joensen frá Færeyjum í stöðu eldisstjóra fyrirtækisins. Í tilkynningu frá First Water segir að Heðin hafi yfir 30 ára reynslu af fiskeldi og endurnýtingu vatnskerfa. Viðskipti innlent 30.8.2023 10:18 Margt breytt í Færeyjum frá frægri heimsókn Jóhönnu Hinsegin dagar fóru fram í Færeyjum í vikunni. Félags- og vinnumarkaðsráðherra tók þátt í hátíðinni og segir hana hafa gengið vel. Innlent 28.7.2023 22:01 Gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir KA í kvöld: „Gefur okkur gæði og ró fram á við“ Færeyski landsliðsmaðurinn Jóan Simun Edmundsson verður í leikmannahópi KA sem tekur á móti írska liðinu Dundalk í Sambandsdeild Evrópu í kvöld og gæti því spilað sinn fyrsta leik fyrir félagið. Fótbolti 27.7.2023 08:00 Færeyingar segja grindhvaladráp í samræmi við lög um dýravelferð Færeyska utanríkisráðuneytið hefur gefið út yfirlýsingu til þess að verja grindhvaladráp. Ferðamenn á bresku skemmtiferðaskipi urðu nýlega vitni að drápunum og vakti það óhug hjá mörgum. Erlent 23.7.2023 16:00 Varðskip Færeyinga eltu skip Watsons úr lögsögu Færeyja Færeyingum virðist hafa tekist að hrekja Paul Watson, stofnanda Sea Shepherd-samtakanna, burt frá Færeyjum þetta sumarið eftir að skip hans gerði tvær misheppnaðar tilraunir til að hindra grindhvalaveiðar Færeyinga. Erlent 21.7.2023 23:44 Farþegar þurftu að horfa upp á grindhvaladráp Breska skemmtiferðaskipafélagið Ambassador Cruise Lines hefur beðið farþega sína afsökunar fyrir að láta þá verða vitni að grindhvaladrápi. Meirihluti farþeganna var í uppnámi eftir atvikið. Erlent 18.7.2023 13:46 Koks hélt tveimur Michelin-stjörnum eftir flutninginn til Grænlands Færeyski veitingastaðurinn Koks, sem starfræktur er tímabundið í Ilimanaq, suður af Ilulissat á Grænlandi, heldur tveimur Michelin-stjörnum sínum. Viðskipti erlent 13.6.2023 10:39 Icelandair flýgur til Færeyja Icelandair tilkynnti Færeyjar sem nýjan áfangastað í dag. Flogið verður fimm til sex sinnum í viku með morgunflugi út október á næsta ári. Viðskipti innlent 8.6.2023 12:52 Ætla að takmarka aðgang Rússa að færeyskum höfnum Færeyska heimastjórnin ætlar að takmarka aðgang rússneskra skipa að höfnum á eyjunum og banna viðgerðir á þeim nema í neyðartilfellum. Þá ætlar hún að ákveða það fyrir haustið hvort að umdeildur fiskveiðisamningur við Rússa verði framlengdur. Erlent 1.6.2023 14:04 Færeyingar byrjuðu á enn einum jarðgöngum í dag Færeyingar hófu í dag að grafa enn ein jarðgöngin, að þessu sinni tveggja kílómetra innanbæjargöng í jaðri Þórshafnar. Þetta þýðir að samtímis er núna verið að grafa sex jarðgöng í Færeyjum, til viðbótar við tvenn sem frændur okkar hafa nýlokið við. Erlent 8.5.2023 20:44 Handboltaóðar Færeyjar: „Væri ótrúlega skemmtilegt að lenda með Íslandi í riðli“ Þetta var alltaf markmiðið segir leikmaður færeyska karlalandsliðsins í handbolta sem tryggði sér í fyrsta sinn sæti á stórmóti um helgina. Færeyinga langar að lenda með Íslendingum í riðli á EM á næsta ári. Handbolti 5.5.2023 10:01 Helltu yfir færeyska landsliðsþjálfarann í beinni í danska sjónvarpinu Færeyingar verða með á Evrópumótinu í handbolta í byrjun næsta árs en þeir urðu fámennasta þjóðin til að tryggja sér sæti á stórmóti í liðsíþrótt. Handbolti 2.5.2023 10:31 Ellefsen á Skipagötu næsta stórstjarna handboltans Færeyingar hafa aldrei verið eins nálægt því að komast á stórmót og þeir eru núna í undankeppni næstu EM í handbolta sem fer fram í Þýskalandi í janúar 2024. Handbolti 28.4.2023 09:30 Kaupa flugvél til að flytja ferskan eldislax á markað Færeyski fiskeldisrisinn Bakkafrost, í gegnum dótturfélag sitt FarCargo, mun í sumar hefja beint flug frá Færeyjum með ferskan eldislax á erlenda markaði. Til flugsins verður notuð fraktflugvél sem sérstaklega var keypt fyrir verkefnið. Viðskipti erlent 24.4.2023 11:03 Hálft prósent færeysku þjóðarinnar strandaglópar á Seyðisfirði Um það bil þrjú hundruð Færeyingar ásamt fleiri farþegum ferjunnar Norrænu eru nú strandaglópar á Seyðisfirði vegna óveðurs á Fjarðarheiði. Ferjan siglir aftur úr höfn annað kvöld. Innlent 21.3.2023 14:45 Vælkomin til framtíðina! Gleðilega hátíð kæru landsmenn og „Vælkomin til framtíðina!“ hljómar nú í eyrum frænda okkar Færeyinga. Tilefnið er gleðilegt, tekin hefur verið fyrsta skóflustungan að nýrri Tjóðarhøll Føroya, Føroya Arena. Á meðan framkvæmdir við glæsilega framtíðar Þjóðarhöll Færeyinga eru hafnar að þá erum við Íslendingar pikkfastir í fortíðinni og erum enn að bæta við bindum í áratugalöngu ritröðina "Þjóðarhöll Íslendinga, hvar, hvenær, hvernig og fyrir hvern?". Skoðun 30.12.2022 07:30 Fyrsta skóflustunga tekin að þjóðarhöll Færeyinga Smíði þjóðarhallar er hafin í Færeyjum og var fyrsta skóflustunga tekin daginn fyrir Þorláksmessu. Henni er ætlað að hýsa landsleiki Færeyinga í innanhússíþróttum en einnig tónleika, sýningar og ráðstefnur. Erlent 28.12.2022 23:30 Ný landsstjórn hyggst hækka gjöld á sjávarútveg og fiskeldi Ný landsstjórn Færeyja, sem tók við völdum í dag, hyggst styrkja sjálfstæði Færeyinga með því að draga úr þeim fjárhagsstuðningi sem þeir þiggja frá Dönum. Þá verða gjöld á sjávarútveg og fiskeldi hækkuð samhliða því sem sveitarfélög fá stærri hlut af atvinnuvegasköttum. Erlent 22.12.2022 22:11 Aksel V. Johannesen tekinn við sem lögmaður Færeyja Aksel V. Johannesen, formaður Jafnaðarflokksins, var kjörinn nýr lögmaður Færeyja á fundi Lögþingsins í Þórshöfn, sem hófst klukkan tíu í morgun. Fyrr um morguninn hafði Aksel ásamt formönnum hinna samstarfsflokkanna, þeim Høgna Hoydal frá Þjóðveldi og Ruth Vang frá Framsókn, kynnt samstarfssáttmála á blaðamannafundi. Erlent 22.12.2022 11:41 Kjósa nýjan lögmann Færeyja í fyrramálið Samkomulag hefur náðst um myndun nýrrar landsstjórnar í Færeyjum undir forystu Aksels V. Johannesen, formanns Jafnaðarflokksins, sem verður á ný lögmaður Færeyja, en því embætti gegndi hann einnig á árunum 2015 til 2019. Erlent 21.12.2022 22:41 Samkomulag um nýja stjórn í Færeyjum Aksel V. Johannesen, formaður Jafnaðarflokksins í Færeyjum, segir að samkomulag hafi náðst um myndun nýrrar mið- og vinstristjórnar Jafnaðarflokksins, Þjóðveldis og Framsóknar. Erlent 21.12.2022 09:53 Íbúar Klakksvíkur hvattir til að yfirgefa heimili sín Fjöldi íbúa í Klaksvík í Færeyjum, næststærsta bæ eyjanna þurfti í gær að yfirgefa heimili sín eftir að nokkrar aurskriður féllu í bænum. Erlent 20.12.2022 08:50 Vindmyllur orðnar helsti raforkugjafi Færeyinga Umskipti hafa orðið í raforkumálum Færeyinga með opnun nýs vindorkuvers í byrjun mánaðarins og fá þeir núna í fyrsta sinn meirihluta raforku sinnar úr sjálfbærum orkulindum. Í fyrra komu yfir sextíu prósent raforkunnar úr dísilrafstöðvum en núna er vindurinn orðinn stærsti orkugjafinn. Viðskipti erlent 18.12.2022 22:22 Viðræðum slitið um myndun nýrrar stjórnar í Færeyjum Jafnaðarflokkurinn, Sambandsflokkurinn og Framsókn slitu í kvöld viðræðum um myndun nýrrar landsstjórnar í Færeyjum. Ágreiningur um ríkisstuðning frá Danmörku reyndist of stór biti til að kyngja, segir í frétt Kringvarps Færeyja. Erlent 13.12.2022 21:55 Jafnaðarflokkurinn vann sigur í Færeyjum Jafnaðarflokkur Færeyja er sigurvegari í þingkosningunum sem fram fóru þar í landi í gær. Flokkurinn náði níu þingsætum sem er bæting um tvö frá fyrra þingi og er þar með orðinn stærsti flokkur Færeyja eftir að hafa fengið 26,6 prósent atkvæða. Erlent 9.12.2022 07:24 Fólk ætti að vera sent til Færeyja í stað heilsuhælis „Þetta er eins og að fara aftur í tímann.“ Svona lýsir Ragnar Axelsson ljósmyndari litlu þorpi í Færeyjum í nýjasta þættinum af RAX Augnablik. Menning 4.12.2022 07:00 Fiskveiðisamningur Færeyja og Rússlands sagður smekkleysa Evrópusambandið gagnrýnir nýjar fiskveiðisamning Færeyja og Rússlands. Þingmaður Dana á Evrópuþinginu segir samninginn smekklausan. Erlent 3.12.2022 17:05 Vill bora öll jarðgöng sem þörf er á hérlendis á næstu þrjátíu árum Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra vill að á næstu þrjátíu árum verði reynt að bora öll þau jarðgöng sem þörf er á hérlendis en fjármagna þau í allt að fimmtíu ár eftir það. Innlent 1.12.2022 22:20 Karlakór Reykjavíkur flytur inn vinakór sinn frá Færeyjum Karlakór Reykjavíkur flytur inn vinakór sinn, Tórshavnar Manskór, frá Færeyjum til þess að taka þátt í hátíðartónleikum. Tónleikarnir fara fram á aðventu í Hallgrímskirkju og hafa verið árleg hefð síðustu þrjátíu árin. Jól 28.11.2022 17:31 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 … 10 ›
Þakklát fyrir vinaþjóðina Íslendinga sem hleypti þeim með í flugvélina Þakklæti og léttir einkenndu viðmót Íslendinga og annarra sem lentu á Keflavíkurflugvelli í morgun eftir að hafa orðið strandaglópar í Ísrael. Færeyingahópur sem fékk far með íslensku flugvélinni segir ómetanlegt að eiga vinaþjóð eins og Íslendinga. Innlent 10.10.2023 09:32
Sóttu eldisstjóra til Færeyja Landeldisfyrirtækið First Water hefur ráðið Heðin N. Joensen frá Færeyjum í stöðu eldisstjóra fyrirtækisins. Í tilkynningu frá First Water segir að Heðin hafi yfir 30 ára reynslu af fiskeldi og endurnýtingu vatnskerfa. Viðskipti innlent 30.8.2023 10:18
Margt breytt í Færeyjum frá frægri heimsókn Jóhönnu Hinsegin dagar fóru fram í Færeyjum í vikunni. Félags- og vinnumarkaðsráðherra tók þátt í hátíðinni og segir hana hafa gengið vel. Innlent 28.7.2023 22:01
Gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir KA í kvöld: „Gefur okkur gæði og ró fram á við“ Færeyski landsliðsmaðurinn Jóan Simun Edmundsson verður í leikmannahópi KA sem tekur á móti írska liðinu Dundalk í Sambandsdeild Evrópu í kvöld og gæti því spilað sinn fyrsta leik fyrir félagið. Fótbolti 27.7.2023 08:00
Færeyingar segja grindhvaladráp í samræmi við lög um dýravelferð Færeyska utanríkisráðuneytið hefur gefið út yfirlýsingu til þess að verja grindhvaladráp. Ferðamenn á bresku skemmtiferðaskipi urðu nýlega vitni að drápunum og vakti það óhug hjá mörgum. Erlent 23.7.2023 16:00
Varðskip Færeyinga eltu skip Watsons úr lögsögu Færeyja Færeyingum virðist hafa tekist að hrekja Paul Watson, stofnanda Sea Shepherd-samtakanna, burt frá Færeyjum þetta sumarið eftir að skip hans gerði tvær misheppnaðar tilraunir til að hindra grindhvalaveiðar Færeyinga. Erlent 21.7.2023 23:44
Farþegar þurftu að horfa upp á grindhvaladráp Breska skemmtiferðaskipafélagið Ambassador Cruise Lines hefur beðið farþega sína afsökunar fyrir að láta þá verða vitni að grindhvaladrápi. Meirihluti farþeganna var í uppnámi eftir atvikið. Erlent 18.7.2023 13:46
Koks hélt tveimur Michelin-stjörnum eftir flutninginn til Grænlands Færeyski veitingastaðurinn Koks, sem starfræktur er tímabundið í Ilimanaq, suður af Ilulissat á Grænlandi, heldur tveimur Michelin-stjörnum sínum. Viðskipti erlent 13.6.2023 10:39
Icelandair flýgur til Færeyja Icelandair tilkynnti Færeyjar sem nýjan áfangastað í dag. Flogið verður fimm til sex sinnum í viku með morgunflugi út október á næsta ári. Viðskipti innlent 8.6.2023 12:52
Ætla að takmarka aðgang Rússa að færeyskum höfnum Færeyska heimastjórnin ætlar að takmarka aðgang rússneskra skipa að höfnum á eyjunum og banna viðgerðir á þeim nema í neyðartilfellum. Þá ætlar hún að ákveða það fyrir haustið hvort að umdeildur fiskveiðisamningur við Rússa verði framlengdur. Erlent 1.6.2023 14:04
Færeyingar byrjuðu á enn einum jarðgöngum í dag Færeyingar hófu í dag að grafa enn ein jarðgöngin, að þessu sinni tveggja kílómetra innanbæjargöng í jaðri Þórshafnar. Þetta þýðir að samtímis er núna verið að grafa sex jarðgöng í Færeyjum, til viðbótar við tvenn sem frændur okkar hafa nýlokið við. Erlent 8.5.2023 20:44
Handboltaóðar Færeyjar: „Væri ótrúlega skemmtilegt að lenda með Íslandi í riðli“ Þetta var alltaf markmiðið segir leikmaður færeyska karlalandsliðsins í handbolta sem tryggði sér í fyrsta sinn sæti á stórmóti um helgina. Færeyinga langar að lenda með Íslendingum í riðli á EM á næsta ári. Handbolti 5.5.2023 10:01
Helltu yfir færeyska landsliðsþjálfarann í beinni í danska sjónvarpinu Færeyingar verða með á Evrópumótinu í handbolta í byrjun næsta árs en þeir urðu fámennasta þjóðin til að tryggja sér sæti á stórmóti í liðsíþrótt. Handbolti 2.5.2023 10:31
Ellefsen á Skipagötu næsta stórstjarna handboltans Færeyingar hafa aldrei verið eins nálægt því að komast á stórmót og þeir eru núna í undankeppni næstu EM í handbolta sem fer fram í Þýskalandi í janúar 2024. Handbolti 28.4.2023 09:30
Kaupa flugvél til að flytja ferskan eldislax á markað Færeyski fiskeldisrisinn Bakkafrost, í gegnum dótturfélag sitt FarCargo, mun í sumar hefja beint flug frá Færeyjum með ferskan eldislax á erlenda markaði. Til flugsins verður notuð fraktflugvél sem sérstaklega var keypt fyrir verkefnið. Viðskipti erlent 24.4.2023 11:03
Hálft prósent færeysku þjóðarinnar strandaglópar á Seyðisfirði Um það bil þrjú hundruð Færeyingar ásamt fleiri farþegum ferjunnar Norrænu eru nú strandaglópar á Seyðisfirði vegna óveðurs á Fjarðarheiði. Ferjan siglir aftur úr höfn annað kvöld. Innlent 21.3.2023 14:45
Vælkomin til framtíðina! Gleðilega hátíð kæru landsmenn og „Vælkomin til framtíðina!“ hljómar nú í eyrum frænda okkar Færeyinga. Tilefnið er gleðilegt, tekin hefur verið fyrsta skóflustungan að nýrri Tjóðarhøll Føroya, Føroya Arena. Á meðan framkvæmdir við glæsilega framtíðar Þjóðarhöll Færeyinga eru hafnar að þá erum við Íslendingar pikkfastir í fortíðinni og erum enn að bæta við bindum í áratugalöngu ritröðina "Þjóðarhöll Íslendinga, hvar, hvenær, hvernig og fyrir hvern?". Skoðun 30.12.2022 07:30
Fyrsta skóflustunga tekin að þjóðarhöll Færeyinga Smíði þjóðarhallar er hafin í Færeyjum og var fyrsta skóflustunga tekin daginn fyrir Þorláksmessu. Henni er ætlað að hýsa landsleiki Færeyinga í innanhússíþróttum en einnig tónleika, sýningar og ráðstefnur. Erlent 28.12.2022 23:30
Ný landsstjórn hyggst hækka gjöld á sjávarútveg og fiskeldi Ný landsstjórn Færeyja, sem tók við völdum í dag, hyggst styrkja sjálfstæði Færeyinga með því að draga úr þeim fjárhagsstuðningi sem þeir þiggja frá Dönum. Þá verða gjöld á sjávarútveg og fiskeldi hækkuð samhliða því sem sveitarfélög fá stærri hlut af atvinnuvegasköttum. Erlent 22.12.2022 22:11
Aksel V. Johannesen tekinn við sem lögmaður Færeyja Aksel V. Johannesen, formaður Jafnaðarflokksins, var kjörinn nýr lögmaður Færeyja á fundi Lögþingsins í Þórshöfn, sem hófst klukkan tíu í morgun. Fyrr um morguninn hafði Aksel ásamt formönnum hinna samstarfsflokkanna, þeim Høgna Hoydal frá Þjóðveldi og Ruth Vang frá Framsókn, kynnt samstarfssáttmála á blaðamannafundi. Erlent 22.12.2022 11:41
Kjósa nýjan lögmann Færeyja í fyrramálið Samkomulag hefur náðst um myndun nýrrar landsstjórnar í Færeyjum undir forystu Aksels V. Johannesen, formanns Jafnaðarflokksins, sem verður á ný lögmaður Færeyja, en því embætti gegndi hann einnig á árunum 2015 til 2019. Erlent 21.12.2022 22:41
Samkomulag um nýja stjórn í Færeyjum Aksel V. Johannesen, formaður Jafnaðarflokksins í Færeyjum, segir að samkomulag hafi náðst um myndun nýrrar mið- og vinstristjórnar Jafnaðarflokksins, Þjóðveldis og Framsóknar. Erlent 21.12.2022 09:53
Íbúar Klakksvíkur hvattir til að yfirgefa heimili sín Fjöldi íbúa í Klaksvík í Færeyjum, næststærsta bæ eyjanna þurfti í gær að yfirgefa heimili sín eftir að nokkrar aurskriður féllu í bænum. Erlent 20.12.2022 08:50
Vindmyllur orðnar helsti raforkugjafi Færeyinga Umskipti hafa orðið í raforkumálum Færeyinga með opnun nýs vindorkuvers í byrjun mánaðarins og fá þeir núna í fyrsta sinn meirihluta raforku sinnar úr sjálfbærum orkulindum. Í fyrra komu yfir sextíu prósent raforkunnar úr dísilrafstöðvum en núna er vindurinn orðinn stærsti orkugjafinn. Viðskipti erlent 18.12.2022 22:22
Viðræðum slitið um myndun nýrrar stjórnar í Færeyjum Jafnaðarflokkurinn, Sambandsflokkurinn og Framsókn slitu í kvöld viðræðum um myndun nýrrar landsstjórnar í Færeyjum. Ágreiningur um ríkisstuðning frá Danmörku reyndist of stór biti til að kyngja, segir í frétt Kringvarps Færeyja. Erlent 13.12.2022 21:55
Jafnaðarflokkurinn vann sigur í Færeyjum Jafnaðarflokkur Færeyja er sigurvegari í þingkosningunum sem fram fóru þar í landi í gær. Flokkurinn náði níu þingsætum sem er bæting um tvö frá fyrra þingi og er þar með orðinn stærsti flokkur Færeyja eftir að hafa fengið 26,6 prósent atkvæða. Erlent 9.12.2022 07:24
Fólk ætti að vera sent til Færeyja í stað heilsuhælis „Þetta er eins og að fara aftur í tímann.“ Svona lýsir Ragnar Axelsson ljósmyndari litlu þorpi í Færeyjum í nýjasta þættinum af RAX Augnablik. Menning 4.12.2022 07:00
Fiskveiðisamningur Færeyja og Rússlands sagður smekkleysa Evrópusambandið gagnrýnir nýjar fiskveiðisamning Færeyja og Rússlands. Þingmaður Dana á Evrópuþinginu segir samninginn smekklausan. Erlent 3.12.2022 17:05
Vill bora öll jarðgöng sem þörf er á hérlendis á næstu þrjátíu árum Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra vill að á næstu þrjátíu árum verði reynt að bora öll þau jarðgöng sem þörf er á hérlendis en fjármagna þau í allt að fimmtíu ár eftir það. Innlent 1.12.2022 22:20
Karlakór Reykjavíkur flytur inn vinakór sinn frá Færeyjum Karlakór Reykjavíkur flytur inn vinakór sinn, Tórshavnar Manskór, frá Færeyjum til þess að taka þátt í hátíðartónleikum. Tónleikarnir fara fram á aðventu í Hallgrímskirkju og hafa verið árleg hefð síðustu þrjátíu árin. Jól 28.11.2022 17:31