Samfylkingin

Fréttamynd

Klúður!

Klúður í Hafnarfirði. Enn og aftur. Það var vitlaust lagt á í Hafnarfirði. Það þurfti að laga. Draga þurfti úr hækkun fasteignaskatts afturvirkt. Og var gert í morgun, 23.febrúar í bæjarráði.

Skoðun
Fréttamynd

Er ríkis­stjórnin stikk­frí í kjara­deilunum?

Hvernig er unnt að höggva á hnútinn í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins? Það virðist langt til lands og harkan færist í aukana með áformum atvinnurekenda um verkbann á 20 þúsund félaga verkalýðsfélagsins. Það er olía á eld í þessari kjaradeilu.

Skoðun
Fréttamynd

Seðla­banki Ís­lands

Það vekur furðu hve skýrsla erlendra sérfræðinga um Seðlabanka Íslands hefur fengið litla umfjöllun. Sérfræðingarnir eru þrír með Patrick Honohan fyrrverandi seðlabankastjóra Írlands í broddi fylkingar.

Skoðun
Fréttamynd

Málið sé bænum ekki til fram­dráttar

Raunir ungrar fjölskyldu sem hefur verið á hrakhólum í fjögur ár eftir að byggingarfulltrúi stöðvaði framkvæmdir á húsi þeirra í Reykjanesbæ eru bænum ekki til framdráttar. Þetta segir bæjarfulltrúi minnihlutans. Málið verði að leysa.

Innlent
Fréttamynd

„Píratar stýra ekki þinginu, þeir eru ekki í meiri­hluta“

Þingmenn hafa rætt frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum í tugi klukkustunda frá því þing kom saman eftir jólahlé í síðustu viku. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir Pírata, sem hafa látið að sér kveða í umræðum um málið, ekki stýra þinginu.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnarandstaðan vill sjá á spilin: „Mér er gjörsamlega misboðið“

Önnur umræða um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra stendur nú yfir á Alþingi en ákveðið var að lengja þingfundinn í dag. Þingmenn Pírata og Samfylkingarinnar vildu að hlé yrði gert á umræðunni þar sem meirihlutinn hefur boðað breytingar. Einn þingmaður Pírata sagði þau eiga skilið að sjá á spilin og annar sagði stjórnarliðum ekki treystandi. Fjármálaráðherra sagði minnihlutann snúa öllu á hvolf. 

Innlent
Fréttamynd

Hart sótt að Katrínu vegna verð­bólgunnar

Hart var sótt að Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag, þar sem ríkisstjórn hennar var ýmist sökuð um að bera töluverða ábyrgð á hækkun verðbólgu í upphafi árs eða skort á aðgerðum gegn henni.

Innlent
Fréttamynd

At­kvæða­greiðslan skrum­skæling á lýð­ræði

Forysta Eflingar mun í dag heimsækja félagsmenn sína, sem munu leggja niður störf verði verkfallsaðgerðir samþykktar, og hvetja þá til að hafna miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Þingmaður Samfylkingarinnar segir tíma til kominn að Alþingi endurskoði reglur um miðlunartillgöru ríkissáttasemjara.

Innlent
Fréttamynd

Tankurinn tómur og tími kominn til að kveðja

Fráfarandi forsætisráðherra Nýja Sjálands segir það hafa verið forréttindi að fá að leiða þjóð sína á erfiðum tímum undanfarin tæpu sex ár. Nú væri tankur hennar hins vegar tómur og tími til kominn að kalla til nýjan leiðtoga.

Erlent
Fréttamynd

Orð Svanhildar sýni skilningsleysi og sendi erfið skilaboð

Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir orð framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs endurspegla það gildismat samfélagsins að störf kvenna megi verðleggja hvernig sem er. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafnar því að hennar flokkur sé í aðför gegn stéttinni og telur að einkarekstur innan heilbrigðiskerfisins geti bætt kjör starfsfólks. 

Innlent
Fréttamynd

Ekki meiri bíla­um­ferð

Upphafsatriði áramótaskaupsins var merkileg staðfesting á því hve umferðarmál höfuðborgarsvæðisins eru hugleikin landsmönnum. Ömurlegar samgöngur sungu okkar ástkærustu leikarar á meðan myndskot af götum borgarinnar stapp fullum af bílum runnu yfir skjáinn. 

Skoðun
Fréttamynd

Þriðjungur vill sjá Kristrúnu sem fjármálaráðherra

Maskína spurði í nýlegri könnun um frammistöðu formanna stjórnmálaflokkanna á Alþingi á yfirstandandi kjörtímabili og niðurstöðurnar voru um margt forvitnilegar. Þá var spurt hver eigi að vera forsætisráðherra og hver fjármálaráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Diljá að­stoðar Dag

Diljá Ragnarsdóttir lögfræðingur hefur verið ráðin aðstoðarmaður Dags B. Eggertssonar borgarstjóra.

Innlent
Fréttamynd

„Það er ekki hægt að taka nokkurt einasta mark á þessu fólki“

Tekist var á um hinn svokallaða fjárlagabandorm ríkisstjórnarinnar á Alþingi í dag en þingmenn stjórnarandstöðunnar komu hver á fætur öðrum upp í pontu til að gagnrýna áform ríkisstjórnarinnar. Þingmaður Samfylkingarinnar sagði hækkanir á krónutölugjöldum fram úr öllu hófi en fjármálaráðherra beindi spjótum sínum að sveitarfélögunum. 

Innlent
Fréttamynd

Áminntur fyrir að ræða um óheiðarleika í framsetningu Katrínar á barnabótum

Þingmaður Samfylkingar sakaði forsætisráðherra um óheiðarlega framsetningu á breytingum á barnabótum vegna kjarasamninga í ræðustól Alþingis í dag og var í kjölfarið beðinn um að gæta orða sinna. Þingmenn stjórnarandstöðunnar tóku áminninguna óstinnt upp og kölluðu eftir sérstökum umræðum um fundarstjórn forseta.

Innlent