Kópavogur

Fréttamynd

Leikskólamál í Kópavogi

Höfundur er Anna Mjöll Guðmundsdóttir, forman Fyrstu Fimm (árin í lífi barna) sem er hagsmunafélag foreldra og fagaðila um barn- og fjölskylduvænna samfélag.

Skoðun
Fréttamynd

Níu ára strákur í Kópavogi ætlar að verða heimsfrægur söngvari

„Ég ætla að verða heimsfrægur söngvari og mjög góður dansari “, segir níu ára strákur í Kópavogi, sem vann söngvakeppni barnanna á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Það er ekki nóg með að strákurinn sé góður að syngja því hann hefur fengið fimmtán bikara og þrjátíu verðlaunapeninga í keppnum í samkvæmisdansi.

Lífið
Fréttamynd

Fjórir hand­teknir vegna þjófnaða í nótt

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í Kópavogi í gær sem grunaður er um þjófnað. Var hann staðinn að því að fela verkfæri í runna og gat hvorki gert grein fyrir sér né var með nokkur skilríki á sér.

Innlent
Fréttamynd

Vita enn ekki hvað or­sakaði leka í Sport­húsinu

Mikill leki varð í Sporthúsinu í Kópavogi í dag. Ákveðið var að taka lögn í sundur fyrir ofan húsið þegar ekkert gekk að finna orsökina. Enn er verið að þurrka í stöðinni en viðgerð á lögninni fer fram eftir verslunarmannahelgina. 

Innlent
Fréttamynd

Aug­ljóst að eitt­hvað sé að þegar veikinda­dagar eru 39 á ári

Bæjarfulltrúi í Kópavogi segir að ef ekkert hefði verið aðhafst varðandi leikskólamál bæjarins hefði þjónusta ekki staðið undir kröfum foreldra. Breytingar á gjaldskrá leiða af sér miklar hækkanir hjá þeim sem ekki hafa tök á því að hafa barnið sitt skemur en sex tíma á dag í leikskóla. 

Innlent
Fréttamynd

Þyrlu­flugið eins og ná­granni með lé­lega golf­sveiflu

Bæjarfulltrúi í Kópavogi segir að það þurfi að staldra við og skoða hvort þyrluflug eigi í raun og veru heima á Reykjavíkurflugvelli. Hann skorar á Samgöngustofu að endurskoða flugleið þyrla svo þær fljúgi ekki yfir mikla íbúabyggð í Kópavogi og nágrannasveitarfélögum.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta eru myrkra­verk“

Meiri­háttar magn af rusli er í­trekað skilið eftir í hafnargarðinum við Kópa­vogs­höfn. Nú í vikunni var sér­lega mikið skilið eftir og kveðst hafnar­vörður vera orðinn þreyttur á á­standinu. Dæmi eru um að klósett, vaskur og elda­vél hafi verið skilin eftir í höfninni.

Innlent
Fréttamynd

Árekstur á Hafnarfjarðarvegi olli töfum

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á sautjánda tímanum í dag vegna olíuleka á Hafnarfjarðarvegi við Hamraborg í Kópavogi. Töluverðar tafir urðu á umferð til vesturs.

Innlent
Fréttamynd

Einfaldar líf sitt eftir að hafa lent á vegg

Hannes Steindórsson fasteignasali og fyrrverandi bæjarfulltrúi Kópavogs stendur á tímamótum í lífinu eftir að hann lenti á vegg og féll eftir ellefu ár af edrúmennsku. Hann hefur ákveðið að einfalda líf sitt og einbeita sér að því sem skiptir hann hvað mestu máli; fjölskyldunni og starfinu sem fasteignasali.

Lífið
Fréttamynd

Verð hús­næðis lækkaði á höfuð­borgar­svæðinu

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 1,1 prósent milli maí og júní. Vísitalan hækkaði um 0,7 prósent í mánuðinum á undan og hafði þá farið upp fjóra mánuði í röð. Tölfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) segir að heilt yfir sé íbúðaverð tiltölulega stöðugt.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Æstir for­eldrar með frammí­köll fá bleika spjaldið

Tæplega þrjú þúsund stelpur keppa á Símamótinu sem hefst í kvöld og fer fram um helgina. Áhersla verður lögð á framkomu foreldra á mótinu og verður þeim foreldrum sem sýna vanvirðingu á hliðarlínunni veitt áminning með svokölluðu bleiku spjaldi. 

Innlent
Fréttamynd

Hönnunar­perla Elmu í Icewear til sölu

Elma Björk Bjart­mars­dótt­ir, markaðsstjóri Icewe­ar, og Orri Pétursson eig­inmaður henn­ar hafa sett einbýlishús sitt við Grundarsmára 9 í Kópavogi til sölu. Ásett verð fyrir eignina eru 199 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Ekki tekið á­kvörðun um að á­frýja í Vatns­enda­máli

Kópa­vogs­bær hefur ekki tekið á­kvörðun um að á­frýja á­kvörðun Héraðs­dóms Reykja­ness sem gert hefur bænum að greiða Magnúsi Pétri Hjalte­sted, syni Þor­steins Hjalte­sted heitins, 1,4 milljarða króna á­samt vöxtum í deilum um Vatns­enda­land. Bærinn hefur undan­farin ár verið með var­úðar­færslur vegna málsins í bókum sínum.

Innlent
Fréttamynd

Komið að þol­mörkum leik­skólans

Tilkynning um breytt skipulag og starfsumhverfi í leikskólum Kópavogsbæjar í síðustu viku hefur vakið sterk viðbrögð í samfélaginu. Samþykkt hefur verið að bjóða öllum leikskólabörnum í Kópavogi sex klukkustunda gjaldfrjálsan dvalartíma og að dvalargjöld umfram sex klukkustundir fari stigvaxandi með auknum dvalartíma.

Skoðun
Fréttamynd

Ung­lingar játuðu að partíið væri vand­ræða­legt

Í gærkvöldi barst lögreglu tilkynning um tvö til þrjú hundruð manna unglingapartí í Guðmundarlundi í Kópavogi. Þegar lögreglu bar að garði var rólegt yfir öllu og ungmenninn höfðu sjálf orð á að um væri að ræða „heldur vandræðalegt partí.“

Innlent