Garðabær

Fréttamynd

Ölvunar­akstur á Arnarnesbrú

Um þessar mundir eru fjögur ár liðin frá hörmulegum árekstri á Arnarnesbrú, sem átti sér stað laugardaginn 28. nóvember 2020. Ölvuð kona fór út í umferðina í alls óhæfu ástandi til að geta ekið bifreið örugglega. Hún ók norður Hafnarfjarðarveg og yfir á rauðum umferðarljósum hennar megin inn í umferðina á Arnarnesbrú. Á sama tíma var ég á leið yfir gatnamótin á grænu umferðarljósi. 

Skoðun
Fréttamynd

Af­skipti af bif­reið endaði með hand­töku fjögurra manna

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af bifreið í Garðabæ í dag en eftir að bifreiðin hafði verið stöðvuð kom í ljós að fjórir væru innanborðs sem var umfram þann farþegafjölda sem skráningarskírteini bifreiðarinnar heimilaði. Mennirnir fjórir voru síðan allir handteknir grunaðir um ólöglega dvöl hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Um­ræða á Bylgjunni ekki í­gildi stjórnvaldsákvörðunar

Formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir fokið í flest skjól ef orð hennar um víkkun vaxtarmarka í viðtali í Bítinu teljist sem stjórnvaldsákvörðun. Beiðni um færslu vaxtarmarka á höfuðborgarsvæðinu hafi ekki komið formlega inn á borð borgarstjórnar. 

Innlent
Fréttamynd

Ógnuðu af­greiðslu­manni með hníf

Tilkynnt var um þjófnað í verslun í miðbæ. Þegar starfsmaður hafi ætlað að ræða við þjófana hafi einn þeirra dregið upp hníf og þeir svo hlaupið burt. Málið er í rannsókn hjá lögreglu en fram kemur í dagbók lögreglu að lögregla telur sig vita hverjir þjófarnir eru.

Innlent
Fréttamynd

Verk­fall kennara skollið á

Kennarar í níu skólum víða um land hafa nú lagt niður störf. Um er að ræða fjóra leikskóla, þrjá grunnskóla, einn framhaldsskóla og einn tónlistarskóla. Búið er að samþykkja verkföll í fjórum skólum til viðbótar sem hefjast í nóvember.

Innlent
Fréttamynd

„Ég átti mér draum um að vinna á ruslabíl“

Skagamaðurinn Arnþór Ingi Kristinsson, verslunareigandi og tónlistarmaður, lýsir sjálfum sér sem rólegum, jákvæðum og athyglissjúkum. Hann er fyrrverandi knattspyrnumaður en hefur nú alfarið snúið sér að versunarrekstri og tónlistarferlinum.

Lífið
Fréttamynd

Verk­föll í tveimur skólum til við­bótar

Verkfallsaðgerðir hafa verið boðaðar í tveimur skólum til viðbótar í október og í nóvember. Það eru Heiðarskóli í Reykjanesbæ og Árbæjarskóli í Reykjavík sem bætast í hóp skóla þar sem til stendur að fara í verkfallsagðerðir.

Innlent
Fréttamynd

Ég er kennari og ég er stolt af því!

Sú umræða sem er uppi núna um hve skólakerfið sé ómögulegt, að kennarar nenni ekki að kenna og séu alltaf veikir, árangur sé enginn o.fl. í þá áttina á sama tíma og sameinuð kennarastéttin reynir er ná fram í kjarasamningum að ríkið og sveitarfélög standi við gerðan samning, er mér hulin ráðgáta.

Skoðun
Fréttamynd

Sam­þykkja verk­fall í Garðaskóla

Verkfall hefur verið samþykkt í Garðaskóla í Garðabæ með öllum greiddum atkvæðum. Þar með hafa verkfallsaðgerðir verið samþykktar í ellefu skólum; fjórum grunnskólum, fjórum leikskólum, tveimur framhaldsskólum og einum tónlistarskóla.

Innlent
Fréttamynd

Glæsihús um­vafið ó­snortnu hrauni

Við Mosprýði í Garðabæ er að finna glæsilegt parhús sem stendur á fallegri náttúrulóð, umvafin ósnortnu hrauni. Um er að ræða 345 fermetra hús á þremur pöllum sem þykir með þeim glæsilegri.

Lífið
Fréttamynd

Geitin er risin fyrr en nokkru sinni

IKEA-geitin er risin í Kauptúni og er sérstaklega snemma á ferðinni. Hún hefur undanfarin ár verið tendruð um miðjan október en er nú komin á sinn stað nokkrum dögum fyrr.

Lífið
Fréttamynd

Búið að byrgja brunninn

Búið er að skipta um lok brunns sem tveggja ára drengur datt ofan í og þannig byrgja brunninn almennilega. Starfsmenn ÞG verktaka voru sendir út í morgun til að skoða frágang brunna við fjölda húsa sem fyrirtækið hefur byggt síðustu ár.

Innlent
Fréttamynd

Ræstu út mann­skap til að kanna frá­gang fleiri brunna

Starfsmenn frá ÞG verktökum skoða nú frágang brunna við fjölda húsa sem verktakafyrirtækið hefur byggt síðustu ár. Annað hvort verði tyrft yfir eða skipt um lok og þyngri sett í stað stálloka sem nú eru. Tveggja ára drengur féll ofan í vatnsbrunn við heimili sitt Í Urriðaholti í Garðabæ á föstudag.

Innlent
Fréttamynd

Holan alls ekki eina slysagildran

Íbúi við lóð þar sem tveggja ára drengur féll ofan í holu í Urriðaholti á föstudag segir margt mjög ábótavant í frágangi hjá byggingarverktakanum sem reisti húsið. Hún furðar sig á að ekki hafi verið gerð úttekt á lóðinni til að koma í veg fyrir slys.

Innlent
Fréttamynd

„Hann hverfur ofan í jörðina“

Aðstandendur tveggja ára drengs sem datt ofan í meira en tveggja metra djúpa holu í gær segjast enn vera að jafna sig. Mikil heppni sé að drengurinn hafi ekki slasast og ljóst að aðbúnaður sé ekki samkvæmt lögum.

Innlent
Fréttamynd

Segir komið í veg fyrir að einkabíll fái eðli­legt pláss í Reykja­vík

Ásgeir Sveinsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ, segir áríðandi að farið verði strax í framkvæmdir nýs samgöngusáttmála. Ekki hafi verið farið í neinar stórar framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu síðan 2011. Það sé farið að hafa áhrif. Ásgeir fór yfir stöðuna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 

Innlent
Fréttamynd

Íris Ósk selur tryllt hönnunarhús

Íris Ósk Valþórsdóttir vörumerkjastjóri Vaxa hefur sett einstakt hönnunarhús sitt við Birkihæð í Garðabæ á sölu. Húsið var byggt árið 1991 og teiknað af Baldri Svavarssyni arkitekt. Ásett verð er 248 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Garða­bæ ó­heimilt að skerða þjónustu við ellefu ára stúlku

Garðabæ var óheimilt að skerða NPA-þjónustu við ellefu ára stúlku á þeim forsendum að foreldrar hennar beri umönnunar- og forsjárskyldu sem slíkir. Faðir stúlkunnar og lögmaður fjölskyldunnar vona að sveitarfélög fari að lögum og málið verði fordæmisgefandi fyrir önnur fötluð börn og fjölskyldur þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Brúðkaupskipuleggjandi og flug­maður selja slotið

Vigdís Björk Segatta, einn helsti brúðkaupsskipuleggjandi landsins og eigandi Luxwedding, og eiginmaður hennar Ólafur Jón Jónsson flugmaður hjá Icelandair, hafa sett fallegt einbýlishús við Sveinskotsvör á Álftanesi á sölu. 

Lífið
Fréttamynd

Þörf á úr­ræðum fyrir hátt í hundrað og þrjá­tíu börn

Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa óskað eftir fundi með ráðherrum og kallað er eftir því að skýrsla sem hefur legið ofan í skúffu í rúmt ár verði tekin upp. Samkvæmt henni er þörf á úrræðum fyrir um eitt hundrað og þrjátíu börn með fjölþættan vanda eða miklar þroska- eða geðraskanir.

Innlent