Ísafjarðarbær Óvenju mikið af lús á Vestfjörðum Óvenjuslæm staða er hvað varðar laxalús á í eldiskvíum á Vestfjörðum. Matvælastofnun (MAST) hefur heimilað lyfjameðhöndlanir á átta eldissvæðum vegna þessa. Innlent 13.10.2023 15:25 Lægsta boð í Vestfjarðaveg langt undir kostnaðaráætlun Tilboð í næsta áfanga Vestfjarðavegar um Gufudalssveit, vegfyllingu yfir Gufufjörð og Djúpafjörð, voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag og reyndist lægsta boð aðeins 74 prósent af kostnaðaráætlun. Brúin yfir Þorskafjörð verður tekin í notkun síðar í þessum mánuði, átta mánuðum á undan áætlun. Innlent 12.10.2023 21:10 Nýja brúin yfir Þorskafjörð opnuð síðar í mánuðinum Vegagerðin stefnir að því að nýja brúin yfir Þorskafjörð verði opnuð umferð miðvikudaginn 25. október næstkomandi, eftir tæpar tvær vikur. Það er átta mánuðum á undan áætlun en útboðsskilmálar gerðu ráð fyrir verklokum þann 30. júní á næsta ári. Innlent 12.10.2023 11:39 Skipstjóri skaðabótaskyldur fyrir „stórfellt gáleysi“ í heimsfaraldri Sjómanni, sem vann á skipinu Júlíusi Geirmundssyni, hafa verið dæmdar skaðabætur í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna meðferðar sem hann varð fyrir á meðan hann var smitaður af kórónuveirunni um borð í skipinu. Innlent 11.10.2023 17:11 Samúel ánægður með ákvörðun bæjarstjórnar Ísafjarðarbær hefur ákveðið að flýta framkvæmdum á gervigrasvöllum bæjarins vegna sætis Vestra í Bestu deild karla í knattspyrnu sumarið 2024. Samúel Samúelsson, formaður Vestra, er himinlifandi með tíðindin. Íslenski boltinn 9.10.2023 21:46 Friðlýsir Skrúð og staðfestir verndarsvæði í byggð á Ísafirði Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, undirritaði í á föstudag friðlýsingu vegna Skrúðs í Dýrafirði. Þá staðfesti ráðherrann að Neðstikaupstaður og Skutulsfjarðareyri á Ísafirði verði sérstakt verndarsvæði innan sveitarfélagsins. Innlent 9.10.2023 14:34 Ísafjarðarbær flýtir framkvæmdum og gervigrasvellirnir verða klárir fyrir Bestu Vestri tryggði sér sæti í Bestu deild karla í fótbolta um síðustu helgi með því að vinna Aftureldingu í úrslitaleik umspils Lengjudeildar karla. Íslenski boltinn 6.10.2023 09:31 Ljóst hverjir verða fyrstu fræðimennirnir sem dvelja í Grímshúsi Aðstandendur Hringborðs norðurslóða hefur tilkynnt hvaða fræðimenn hafa fengið úthlutaða fræðadvöl í Grímshúsi á Ísafirði frá haustinu 2023 til sumars 2025. Innlent 26.9.2023 12:44 Störf Markúsar og Gylfa auglýst til umsóknar Embætti forstjóra tveggja heilbrigðisstofnana hafa verið auglýst til umsóknar. Annar núverandi forstjóra hefur tilkynnt það að hann sé að hætta en hinn hefur greint frá ágreiningi við heilbrigðisráðherra. Innlent 25.9.2023 11:36 Vegagerðin sem umbreytir samgöngum á Vestfjörðum Endurbætur þjóðveganna um Dynjandisheiði og Gufudalssveit eru taldar umbreyta samgöngumynstri innan Vestfjarða. Vegagerðin sér núna fram á að lokaáfangarnir klárist á næstu þremur til fjórum árum. Innlent 21.9.2023 22:30 Áfangar að nást í krefjandi vegagerð á Dynjandisheiði Vegagerð um hæsta hluta Dynjandisheiðar er einhver sú erfiðasta hérlendis um þessar mundir. Verkinu miðar þó vel og er hugsanlegt að umferð verði hleypt á hluta nýja vegarins fyrir veturinn. Innlent 18.9.2023 21:41 Bráðum kemur slydda og snjór... Nú fer í hönd sá tími þar sem skrýtnar tilfinningar bæra á sér fyrir vegfarendur fyrir vestan, ekki síst á norðanverðum Vestfjörðum. Það er komið haust á dagatalinu þó enn sé sumarblíða víðsvegar um land. Skoðun 17.9.2023 18:00 Æsispennandi eltingaleikur háhyrninga og sels Litlu mátti muna þegar hópur hárhyrninga gerði atlögu að því að klófesta sel inni í Arnarfirði í gær. Eltingaleikurinn var æsispennandi og náðist á myndband. Innlent 10.9.2023 12:06 Gylfi lætur af störfum sem forstjóri Gylfi Ólafsson hefur látið af störfum sem forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Hann hefur gegnt stöðunni síðan í júlí árið 2018 og hefur lokið fimm ára skipunartíma. Innlent 8.9.2023 14:24 Lögreglan óskar upplýsinga um atvik í Edinborgarhúsinu Lögreglan á Vestfjörðum handtók á dögunum mann eftir atvik við Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Atvikið sem um ræðir átti sér stað aðfaranótt síðasta sunnudags, þriðja september. Innlent 8.9.2023 09:11 Ísfirðingar opnir fyrir sameiningu Bæjarráð Ísafjarðarbæjar segir sveitarfélagið opið fyrir viðræðum um sameiningu við Árneshrepp. Hreppsnefnd Árneshrepps lýsti í síðasta mánuði yfir vilja til viðræðna við önnur sveitarfélög um sameiningu og óskaði jafnframt eftir að fá að fylgjast með umræðum í nágrannasveitarfélögum. Innlent 5.9.2023 10:11 Ísfirðingar útvega lóð undir lendingarstað fyrir geimverur Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt tillögu nefndar um stofnun lóðar undir listaverkið Lendingarstað fyrir geimskip á Seljalandsdal fyrir ofan bæinn. Innlent 3.9.2023 08:00 Sóttu unglingsstrák í sjálfheldu í Eyrarhlíð Björgunarsveitir voru boðaðar út í dag vegna vegna unglingspilts, farþega af skemmtiferðaskipi sem var á Ísafirði, sem hafði klifið upp Eyrarhlíð og var kominn í sjálfheldu í Gleiðarhjalla. Innlent 1.9.2023 18:50 Þyrla kölluð út vegna slyss á Kistufelli Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti unglingsstrák sem slasaðist þar sem hann var á göngu með skólahópi á Kistufelli á Vestfjörðum í dag. Innlent 28.8.2023 17:31 Sigríður Ragnarsdóttir látin Sigríður Ragnarsdóttir, tónlistarkona og skólastjóri Tónlistarskólans á Ísafirði til þrjátíu ára, er látin, 73 ára að aldri. Innlent 27.8.2023 16:39 Arnarlax boðar skráningu í Kauphöllina síðar á árinu Icelandic Salmon, móðurfélag fiskeldisfyrirtækisins Arnarlax á Vestfjörðum, hefur ákveðið að hefja undirbúning að skráningu félagsins á hlutabréfamarkað á Íslandi síðar á þessu ári en félagið er fyrir skráð á Euronext Growth markaðinn í Noregi. Arnarlax er stærsta fiskeldisfyrirtæki landsins með markaðsvirði upp á meira en 60 milljarða. Innherji 24.8.2023 08:53 Aftur kölluð út vegna bráðra veikinda í skemmtiferðaskipi Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út um klukkan 11 í dag eftir að tilkynnt var um bráð veikindi manns um borð í skemmtiferðaskipi sem statt er í Dynjandisvogi í Arnarfirði. Innlent 22.8.2023 13:15 Þrisvar reitt til höggs Um hvað snýst lífið annað en að líða vel og það gerist ef fólk hefur góða heilsu, fjölskyldu hjá sér og lífsviðurværi, þ.e. vinnu sér og sínum til framdráttar. Á Íslandi velur fólk að búa víða um land. Í dreifbýli eða þéttbýli. Skoðun 21.8.2023 07:19 Allir 27 starfsmenn missa vinnuna í hópuppsögn á Ísafirði Stjórn hátæknifyrirtækisins Skagans 3X hefur ákveðið að leggja niður starfsstöð fyrirtækisins á Ísafirði og hefur öllum 27 starfsmönnum fyrirtækisins þar verið sagt upp störfum. Í tilkynningu segir að ákvörðunin sé þungbær en byggi á umfangsmikilli endurskipulagningu. Öll framleiðsla verður samþætt á Akranesi. Viðskipti innlent 18.8.2023 13:03 Keflavík til sölu Jörðin Keflavík, milli Skálavíkur og Súgandafjarðar, er til sölu. Galtarviti, sem stendur í vík milli Súgandafjarðar og Skálavíkur er að vísu undanskilinn í sölunni. Lífið 11.8.2023 18:28 Mikið fjármagn til Vestfjarða sem njóti nýjustu jarðganganna Innviðaráðherra segir rétt að gera þurfi betur í vegagerð á Vestfjörðum. Þó sé gert ráð fyrir töluverðri uppbyggingu í landshlutanum í núverandi samgönguáætlun. Mikla uppbyggingu á Suðurlandi í samanburði við aðra landshluta líkt og Vesturland megi skýra með því að fjármagni hafi verið forgangsraðað eftir umferðarþunga. Innlent 11.8.2023 15:01 Vestfirðir verði áfram jaðarsettir í nýrri samgönguáætlun Lækningavörufyrirtækið Kerecis lýsir yfir miklum vonbrigðum með fyrirliggjandi samgönguáætlun og segir Vestfirði áfram verða jaðarsetta, verði hún að veruleika. Fyrirtækið segir skattgreiðslur af nýlegri sölu fyrirtækisins duga einar og sér til að koma vegum landshlutans, sem eru sagðir með öllu óviðunandi, í viðunandi horf. Innlent 9.8.2023 21:59 Hafa samið um sjóböð í Önundarfirði Samingur hefur verið undirritaður um land undir „umhverfisvæn sjóböð“ á Hvítasandi í landi Þórustaða innst í Önundarfirði. Böðin munu nýta varmaorku úr sjó til að hita laug, potta og sturtur og verða staðsett í gamalli sandnámu við hvíta skeljasandsströnd nálægt Holtsbryggju. Viðskipti innlent 8.8.2023 13:12 Tekur við stöðu skólastjóra Lýðskólans á Flateyri Sigríður Júlía Brynleifsdóttir hefur tekið við stöðu skólastjóra Lýðskólans á Flateyri og þá hefur Erla Margrét Gunnarsdóttir tekið við stöðu kennslustjóra. Innlent 8.8.2023 12:51 Drónar bannaðir en ekki þyrlur: „Þarna leggurðu heilu hóteli inn í miðju friðlandi“ Fornleifafræðingur furðar sig á því að skemmtiferðaskipum og þyrlum sé leyfilegt að ferja ferðamenn að Dynjanda í friðlandi í Arnarfirði á meðan drónaflug sé óheimilt á þeim forsendum að það raski friði fugla og manna í friðlandinu. Innlent 4.8.2023 06:46 « ‹ 3 4 5 6 7 8 9 10 11 … 31 ›
Óvenju mikið af lús á Vestfjörðum Óvenjuslæm staða er hvað varðar laxalús á í eldiskvíum á Vestfjörðum. Matvælastofnun (MAST) hefur heimilað lyfjameðhöndlanir á átta eldissvæðum vegna þessa. Innlent 13.10.2023 15:25
Lægsta boð í Vestfjarðaveg langt undir kostnaðaráætlun Tilboð í næsta áfanga Vestfjarðavegar um Gufudalssveit, vegfyllingu yfir Gufufjörð og Djúpafjörð, voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag og reyndist lægsta boð aðeins 74 prósent af kostnaðaráætlun. Brúin yfir Þorskafjörð verður tekin í notkun síðar í þessum mánuði, átta mánuðum á undan áætlun. Innlent 12.10.2023 21:10
Nýja brúin yfir Þorskafjörð opnuð síðar í mánuðinum Vegagerðin stefnir að því að nýja brúin yfir Þorskafjörð verði opnuð umferð miðvikudaginn 25. október næstkomandi, eftir tæpar tvær vikur. Það er átta mánuðum á undan áætlun en útboðsskilmálar gerðu ráð fyrir verklokum þann 30. júní á næsta ári. Innlent 12.10.2023 11:39
Skipstjóri skaðabótaskyldur fyrir „stórfellt gáleysi“ í heimsfaraldri Sjómanni, sem vann á skipinu Júlíusi Geirmundssyni, hafa verið dæmdar skaðabætur í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna meðferðar sem hann varð fyrir á meðan hann var smitaður af kórónuveirunni um borð í skipinu. Innlent 11.10.2023 17:11
Samúel ánægður með ákvörðun bæjarstjórnar Ísafjarðarbær hefur ákveðið að flýta framkvæmdum á gervigrasvöllum bæjarins vegna sætis Vestra í Bestu deild karla í knattspyrnu sumarið 2024. Samúel Samúelsson, formaður Vestra, er himinlifandi með tíðindin. Íslenski boltinn 9.10.2023 21:46
Friðlýsir Skrúð og staðfestir verndarsvæði í byggð á Ísafirði Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, undirritaði í á föstudag friðlýsingu vegna Skrúðs í Dýrafirði. Þá staðfesti ráðherrann að Neðstikaupstaður og Skutulsfjarðareyri á Ísafirði verði sérstakt verndarsvæði innan sveitarfélagsins. Innlent 9.10.2023 14:34
Ísafjarðarbær flýtir framkvæmdum og gervigrasvellirnir verða klárir fyrir Bestu Vestri tryggði sér sæti í Bestu deild karla í fótbolta um síðustu helgi með því að vinna Aftureldingu í úrslitaleik umspils Lengjudeildar karla. Íslenski boltinn 6.10.2023 09:31
Ljóst hverjir verða fyrstu fræðimennirnir sem dvelja í Grímshúsi Aðstandendur Hringborðs norðurslóða hefur tilkynnt hvaða fræðimenn hafa fengið úthlutaða fræðadvöl í Grímshúsi á Ísafirði frá haustinu 2023 til sumars 2025. Innlent 26.9.2023 12:44
Störf Markúsar og Gylfa auglýst til umsóknar Embætti forstjóra tveggja heilbrigðisstofnana hafa verið auglýst til umsóknar. Annar núverandi forstjóra hefur tilkynnt það að hann sé að hætta en hinn hefur greint frá ágreiningi við heilbrigðisráðherra. Innlent 25.9.2023 11:36
Vegagerðin sem umbreytir samgöngum á Vestfjörðum Endurbætur þjóðveganna um Dynjandisheiði og Gufudalssveit eru taldar umbreyta samgöngumynstri innan Vestfjarða. Vegagerðin sér núna fram á að lokaáfangarnir klárist á næstu þremur til fjórum árum. Innlent 21.9.2023 22:30
Áfangar að nást í krefjandi vegagerð á Dynjandisheiði Vegagerð um hæsta hluta Dynjandisheiðar er einhver sú erfiðasta hérlendis um þessar mundir. Verkinu miðar þó vel og er hugsanlegt að umferð verði hleypt á hluta nýja vegarins fyrir veturinn. Innlent 18.9.2023 21:41
Bráðum kemur slydda og snjór... Nú fer í hönd sá tími þar sem skrýtnar tilfinningar bæra á sér fyrir vegfarendur fyrir vestan, ekki síst á norðanverðum Vestfjörðum. Það er komið haust á dagatalinu þó enn sé sumarblíða víðsvegar um land. Skoðun 17.9.2023 18:00
Æsispennandi eltingaleikur háhyrninga og sels Litlu mátti muna þegar hópur hárhyrninga gerði atlögu að því að klófesta sel inni í Arnarfirði í gær. Eltingaleikurinn var æsispennandi og náðist á myndband. Innlent 10.9.2023 12:06
Gylfi lætur af störfum sem forstjóri Gylfi Ólafsson hefur látið af störfum sem forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Hann hefur gegnt stöðunni síðan í júlí árið 2018 og hefur lokið fimm ára skipunartíma. Innlent 8.9.2023 14:24
Lögreglan óskar upplýsinga um atvik í Edinborgarhúsinu Lögreglan á Vestfjörðum handtók á dögunum mann eftir atvik við Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Atvikið sem um ræðir átti sér stað aðfaranótt síðasta sunnudags, þriðja september. Innlent 8.9.2023 09:11
Ísfirðingar opnir fyrir sameiningu Bæjarráð Ísafjarðarbæjar segir sveitarfélagið opið fyrir viðræðum um sameiningu við Árneshrepp. Hreppsnefnd Árneshrepps lýsti í síðasta mánuði yfir vilja til viðræðna við önnur sveitarfélög um sameiningu og óskaði jafnframt eftir að fá að fylgjast með umræðum í nágrannasveitarfélögum. Innlent 5.9.2023 10:11
Ísfirðingar útvega lóð undir lendingarstað fyrir geimverur Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt tillögu nefndar um stofnun lóðar undir listaverkið Lendingarstað fyrir geimskip á Seljalandsdal fyrir ofan bæinn. Innlent 3.9.2023 08:00
Sóttu unglingsstrák í sjálfheldu í Eyrarhlíð Björgunarsveitir voru boðaðar út í dag vegna vegna unglingspilts, farþega af skemmtiferðaskipi sem var á Ísafirði, sem hafði klifið upp Eyrarhlíð og var kominn í sjálfheldu í Gleiðarhjalla. Innlent 1.9.2023 18:50
Þyrla kölluð út vegna slyss á Kistufelli Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti unglingsstrák sem slasaðist þar sem hann var á göngu með skólahópi á Kistufelli á Vestfjörðum í dag. Innlent 28.8.2023 17:31
Sigríður Ragnarsdóttir látin Sigríður Ragnarsdóttir, tónlistarkona og skólastjóri Tónlistarskólans á Ísafirði til þrjátíu ára, er látin, 73 ára að aldri. Innlent 27.8.2023 16:39
Arnarlax boðar skráningu í Kauphöllina síðar á árinu Icelandic Salmon, móðurfélag fiskeldisfyrirtækisins Arnarlax á Vestfjörðum, hefur ákveðið að hefja undirbúning að skráningu félagsins á hlutabréfamarkað á Íslandi síðar á þessu ári en félagið er fyrir skráð á Euronext Growth markaðinn í Noregi. Arnarlax er stærsta fiskeldisfyrirtæki landsins með markaðsvirði upp á meira en 60 milljarða. Innherji 24.8.2023 08:53
Aftur kölluð út vegna bráðra veikinda í skemmtiferðaskipi Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út um klukkan 11 í dag eftir að tilkynnt var um bráð veikindi manns um borð í skemmtiferðaskipi sem statt er í Dynjandisvogi í Arnarfirði. Innlent 22.8.2023 13:15
Þrisvar reitt til höggs Um hvað snýst lífið annað en að líða vel og það gerist ef fólk hefur góða heilsu, fjölskyldu hjá sér og lífsviðurværi, þ.e. vinnu sér og sínum til framdráttar. Á Íslandi velur fólk að búa víða um land. Í dreifbýli eða þéttbýli. Skoðun 21.8.2023 07:19
Allir 27 starfsmenn missa vinnuna í hópuppsögn á Ísafirði Stjórn hátæknifyrirtækisins Skagans 3X hefur ákveðið að leggja niður starfsstöð fyrirtækisins á Ísafirði og hefur öllum 27 starfsmönnum fyrirtækisins þar verið sagt upp störfum. Í tilkynningu segir að ákvörðunin sé þungbær en byggi á umfangsmikilli endurskipulagningu. Öll framleiðsla verður samþætt á Akranesi. Viðskipti innlent 18.8.2023 13:03
Keflavík til sölu Jörðin Keflavík, milli Skálavíkur og Súgandafjarðar, er til sölu. Galtarviti, sem stendur í vík milli Súgandafjarðar og Skálavíkur er að vísu undanskilinn í sölunni. Lífið 11.8.2023 18:28
Mikið fjármagn til Vestfjarða sem njóti nýjustu jarðganganna Innviðaráðherra segir rétt að gera þurfi betur í vegagerð á Vestfjörðum. Þó sé gert ráð fyrir töluverðri uppbyggingu í landshlutanum í núverandi samgönguáætlun. Mikla uppbyggingu á Suðurlandi í samanburði við aðra landshluta líkt og Vesturland megi skýra með því að fjármagni hafi verið forgangsraðað eftir umferðarþunga. Innlent 11.8.2023 15:01
Vestfirðir verði áfram jaðarsettir í nýrri samgönguáætlun Lækningavörufyrirtækið Kerecis lýsir yfir miklum vonbrigðum með fyrirliggjandi samgönguáætlun og segir Vestfirði áfram verða jaðarsetta, verði hún að veruleika. Fyrirtækið segir skattgreiðslur af nýlegri sölu fyrirtækisins duga einar og sér til að koma vegum landshlutans, sem eru sagðir með öllu óviðunandi, í viðunandi horf. Innlent 9.8.2023 21:59
Hafa samið um sjóböð í Önundarfirði Samingur hefur verið undirritaður um land undir „umhverfisvæn sjóböð“ á Hvítasandi í landi Þórustaða innst í Önundarfirði. Böðin munu nýta varmaorku úr sjó til að hita laug, potta og sturtur og verða staðsett í gamalli sandnámu við hvíta skeljasandsströnd nálægt Holtsbryggju. Viðskipti innlent 8.8.2023 13:12
Tekur við stöðu skólastjóra Lýðskólans á Flateyri Sigríður Júlía Brynleifsdóttir hefur tekið við stöðu skólastjóra Lýðskólans á Flateyri og þá hefur Erla Margrét Gunnarsdóttir tekið við stöðu kennslustjóra. Innlent 8.8.2023 12:51
Drónar bannaðir en ekki þyrlur: „Þarna leggurðu heilu hóteli inn í miðju friðlandi“ Fornleifafræðingur furðar sig á því að skemmtiferðaskipum og þyrlum sé leyfilegt að ferja ferðamenn að Dynjanda í friðlandi í Arnarfirði á meðan drónaflug sé óheimilt á þeim forsendum að það raski friði fugla og manna í friðlandinu. Innlent 4.8.2023 06:46